Tíminn - 19.09.1989, Blaðsíða 2

Tíminn - 19.09.1989, Blaðsíða 2
2 Tíminn Þriðjudagur 19. september 1989 Á annan tug milljóna safnaðist til styrktar SEM-hópnum, auk loforða um efni, framkvæmd verkþátta og vinnuframlag: Útkoman framar björtustu vonum Vetrarstarf Hjálparsveitar skáta í Kópavogi er nú að hefjast. ' iSSVBT st 12,8 milljónir króna söfnuðust í beinni útsendingu áhuga- hóps um bætta umferðarmenningu, til styrktar SEM- hópnum, sem fram fór á Stöð 2 á sunnudagskvöld. Eftir er að sjá hve mikið hefur verið lagt inn á gíróreikning vegna átaksins. Þá eru ótalin þau fjölmörgu loforð um framkvæmd ýmissa verkþátta, efni og vinnuframlag. Hjálparsveit skáta Kópavogi: Ragnheiður Davíðsdóttir einn meðlima áhugahóps um bætta um- ferðarmenningu sagði í samtali við Tímann að hópurinn væri skýjum ofar vegna þeirra viðtaka sem söfnunin fékk hjá almenningi og fyrirtækjum. „Við erum hrærð af þakklæti, því við lítum ekki á það sem sjálfsagðan hlut að þjóðin opni buddurnar á þennan hátt,“ sagði Ragnheiður. Hún sagði að þau hefðu gert sér vonir um að ná inn 3 til 4 milljónum og hefðu orðið ánægð með hversu lítið sem inn hefði komið, „en þessar viðtökur, komu okkur á óvart,“ sagði Ragnheiður. Hún sagði að nú tæki SEM-hópurinn við þessum fjármunum og færu vænt- anlega af stað með undirbúning að byggingunni innan tíðar. Einstaklingar og fyrirtæki lögðu ekki einungis beinharða peninga í söfnunina, heldur einnig loforð um vinnuframlag og efni. Sem dæmi þá var öll verkfræðihönnun á húsinu gefin, allar raflagnateikningar, arki- tektahönnun utanhúss sem innan, allra snjóbræðslulagnir, frágangur á lóð, malbik, túnþökur, tré, gröftur á grunni og allar sjónvarps- og út- varpslagnir í húsið. Þá eru ótaldar innihurðir og eldhúsinnréttingar í fjölmargar íbúðir, 500 lítrar af máln- ingu, allar þakrennur, niðurföll og loftræstikerfi, auk vinnu í fjölmörg- um tilfellum, að ótöldum öðrum gjöfum sem hópnum bárust. Egill Stefánsson formaður SEM- hópsins sagði að þau væru öll ger- samlega orðlaus. „Maður trúir þessu ekki ennþá, því þetta skiptir eflaust tugum milljóna sem verið hefur gefið,“ sagði Egill. SEM-hópurinn fékk einnig vilyrði fyrir lóð sem eftir á að fá samþykki borgarráðs og í framhaldi af því verður farið í að teikna húsið sem í koma til með að vera 20 íbúðir, sérhannaðar með þarfir fólks í hjólastól í huga. Egill sagði að verði lóðaúthlutunin sam- þykkt á næstu dögum, þá megi gera ráð fyrir því að lóðirnar verði tilbún- ar til byggingar næsta vor. - ABÓ Skátar Hjálparsveit skáta í Kópavogi hef- ur sent frá sér tilkynningu þar sem óskað er eftir nýjum félögum til starfa. Hinn 4. nóvember næstkomandi verður Hjálparsveitin 20 ára og er vetrarstarfið að hefjast um þessar mundir. Meðal annars má nefna að síðar í þessum mánuði er ætlunin að halda tveggja kvölda námskeið í ferðamennsku fyrir almenning. í fréttatilkynningu frá Hjálpar- sveitinni segir að starf hennar hafi verið öflugt frá upphafi og mikil vinna verið lögð í að koma upp óskast öflugum tækjabúnaði. Einnig hafi sveitin alla tíð lagt mikla áherslu á góða þjálfun félaga og sent fólk í leiðbeinandaþjálfun hjá Björgunarskóla LHS og hafi þeir í framhaldi af því haldið árleg nám- skeið í skyndihjálp, fjallamennsku, leitartækni o.fl. Þá farifélagar einnig erlendis á hin ýmsu námskeið eða til æfinga. Nánari upplýsingar um starfsemi sveitarinnar gefa íris í síma 46307 og Viðar í síma 672418. Einnig má fá upplýsingar í síma sveitarinnar 43233. Fæðingar- heimilið opið á ný Fæðingarheimili Reykjavíkur var opnað að nýju hinn 4. september síðastliðinn að afloknu sumarleyfi. Ný yfirljósmóðir, Sólveig S. J. Þórðardóttir hefur verið ráðin og mun hún hefja störf 1. október næstkomandi. Á fæðingarheimilinu er aðstaða fyrir þrettán sængurkonur í heimilis- legu umhverfi, eins og segir í tilkynn- ingu frá heimilinu. Allur nútíma tækjabúnaður er til staðar og sam- starf hefur verið aukið við kven- lækningadeild Landspítalans. Tónlistin homreka „F.Í.T. vill ekki agnúast út í það að stjórnvöld geri vel við íþrótta- hreyfinguna en bendir á, að gefnu tilefni, að þörfin fyrir Tónlistarhús verður ekki leyst með því að flytja tónleikahald inn í íþróttamann- virki,“ segir í ályktun sem samþykkt var á aðalfundi Félags íslenskra tónlistarmanna 12. september . í ályktuninni segir m.a.: „Aðal- fundur F.Í.T. lýsir yfir áhyggjum sínum vegna þeirrar erfiðu stöðu sem upp er komin í málefnum Tón- listarhúss. Á íslandi hefur aidrei verið reist sérstakt hús ætlað til tónlistarflutnings. Tónlistin hefur ^^ð sífelld hornreka, ýmist í bíó- soium, leikhúsum, myndlistarhús- um, svo dæmi séu nefnd. Sú mikia gróska sem hefur verið í tónlistarlífinu hér á undanförnum árum hefur vakið athygli víða, en tónlistarmenn eru orðnir langþreytt- ir á aðstöðuleysinu. Samtök um byggingu Tónlistar- húss hafa unnið mikið og fórnfúst starf við undirbúning þessa þarfa mál en ætíð hefur staðið á fjárfram- lögum frá ríkisvaldinu. Á sama tíma virðist ekki skorta fé þegar bygging íþróttamannvirkja er annarsvegar. SSH Frávinstri R.W. Jaughin gjaldkeri samtakanna Englandi, Þórir Gunnarsson skólastjóri Slysavarnaskóla sjómanna, S. Pinderup forseti Danmörku, Hannes Hafstein framkvæmdastjóri SVFÍ og D. Schornagel varaforseti Holiandi. Tlmamynd: Ami Bjarna Funduðu um slysavarnir í síðustu viku var haldinn hér á landi ársfundur alþjóðlegra samtaka um fræðslu og þjálfun í slysavarna- og björgunarstörfum, er lúta að því að bjarga fólki úr hvers konar háska við og á sjó eða í lofti yfir sjó. Slysavarnafélag íslands hefur verið aðili að samtökunum síðan 1985. Kennarar og leiðbeinendur Slysa- varnaskóla sjómanna hafa sótt heim skóla og þjálfunastöðvar samstarfs- aðila og notið fyrirgreiðslu um bók- lega kennslu og verklega þjálfun í ýmsum þáttum starfseminnar. Samtökin voru stofnuð í Dan- mörku haustið 1980. Þau hafa eflst. mikið á síðustu árum og nú eru aðildarfélögin 59 í 22 löndum um allan heim. Samtökin hafa einkum beint kröftum sínum í að berjast gegn siysum í olíuiðnði en á síðustu árum hafa þau í auknum mæli snúið sér að björgun fiskimanna. Hinir erlendu gestir hafa á undan- förnum dögum kynnt sér starfsemi SVFÍ og Slysavarnaskóla sjómanna. Sérstaka athygli þeirra vakti starf Tilkynningarskyldu íslenskra skipa. Gestirnir voru sammála um að þar væri um að ræða einstaka starfsemi. Þeir töldu einnig að íslendingar gætu kennt erlendum þjóðum mikið um björgun sjómanna. í því efni sem og allri björgun væri mikilvægt að samræma alla kennslu þannig að björgunarmenn alls staðar í heimin- um gætu án mikillar fyrirhafnar unnið saman að björgunaraðgerð- um. - EÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.