Tíminn - 19.09.1989, Blaðsíða 9

Tíminn - 19.09.1989, Blaðsíða 9
8 Tíminn Þriðjudagur 19. september 1989 Þriðjudagur 19. september 1989 Tíminn Stórbrotin myndlistar- gjöf Errós til íslensku þjóðarinnar Eftir Egil Ólafsson. L Erró, einn frægasti listamaður sem ísland hefur alið fyrr og síðar, hefur gefið landi sínu safn listaverka frá öllum tíma ævi sinnar. Hér er um að ræða gjöf upp á hundruð milljóna króna. Ákveðið hefur verið að safninu verði fundinn staður á Korpúlfsstöðum í því húsi sem Thor Jenssen reisti fyrir um 60 árum síðan. Erró hefur með þessari gjöf sýnt af sér einstæðan höfðingsskap. Gjöfin er gífurlega stór Við opnun sýningar á málverkum Err- ós á Kjarvalsstöðum síðastliðinri laugar- dag, tilkynnti Davíð Oddsson borgar- stjóri, að Erró hefði ákveðið að gefa Reykjavíkurborg safn listaverka eftir sig. Um er að ræða um tvö þúsund verk sem spanna nánast allan feril listamannsins. í gjöfinni eru 232 olíumálverk, 406 vatnslitamyndir og þekjulitamyndir, 146 grafíkmyndir, 1200 teikningar, 95 sam- klippur auk þess skissubækur, dagbækur, bréfasafn, ljósmyndir, plaköt, greinar og bækur. Erfitt er að meta gjöfina til fjár en það þykir þó ljóst að hún er andvirði mörg hundruð milljóna króna, líklega nærri einum milljarði króna. Söfn í Frakklandi hafa um nokkur ár sýnt þessu listaverkasafni áhuga en Erró vildi að safninu yrði komið fyrir á íslandi eða „heima“ eins og hann hefur sjálfur sagt. Erró hefur ennfremur látið svo ummælt að gjöfin sé til íslensku þjóðarinnar en að Reykjavíkurborg muni passa hana. Stærstur hluti gjafarinnar er í geymslu á Kjarvalsstöðum hluti hennar er enn erlendis. Gunnar Kvaran listfræðingur og forstöðumaður listasafna Reykjavík- urborgar sagði að Erró hefði þann metn- að að gera væntanlegt Errósafn sem veglegast. Hann vill að í safninu verði sýnishorn af allri listsköpun hans. Safnið mun gefa mjög góða innsýn í það hvernig listamaðurinn þroskaðist og þróaði list sína. Það mun án efa verða fullkomnasta safn listaverka Errós í heiminum. Eins og fyrr er getið fær safnið allar skyssur og allar nemendateikningar Errós. Fyrstu verkin málaði Erró þegar hann var 10 ára gamall. í safninu verða einnig a.m.k. þrjár myndir úr hverri myndasyrpu sem hann hefur málað síðastliðin þrjátíu ár en þær eru nú orðnar 42. í framtíðinni munu ávallt renna nokkur verk til safnsins úr hverri syrpu sem hann á eftir að mála. Gunnar sagði einnig að safnið myndi væntanlega reyna að nálgast frægustu myndir Errós ef að þær byðust til sölu í framtíðinni. „Þetta safn hefur allar for- sendur til að verða óvenjulega fullkom- ið.“ „Erró er kominn heim“ Við opnun sýningar á málverkum Err- ós á laugardaginn sagði Davíð Oddsson borgarstjóri að hér væri um óviðjafnan- lega gjöf að ræða. Gjöf sem væri gefin af slíkum stórhug kallaði á stórhug borgar- yfirvalda. Það væri því vel til fallið að nú þegar framkvæmdir við Borgarleikhús og Viðeyjarstofu væri að ljúka að hefja endurbætur á Korpúlfsstaðahúsinu. Það hús hefði verið reist af stórhug á sínum tíma svo að það færi vel á því að húsið hýsti hina höfðinglegu gjöf. Borgarstjóri hóf ræðu sína með orðunum: „Erró er kominn heim.“ Hann lauk ræðu sinn með því að segja: „Hver er sínum gjöfum líkastur.“ Stórkostlegur og afkastamikill listamaður Erró, eða Guðmundur Guðmundsson eins og hann var skýrður, fæddist í Ólafsvík árið 1932. Foreldrar hans voru Soffía Kristinsdóttir og Guðmundur Ein- arsson frá Miðdal. Á öðru ári fór hann með móður sinni austur að Kirkjubæjar- klaustri og þar ólst hann upp. Lítið var um myndlist á æskuheimilinu. Jóhannes Kjarval mun þó hafa komið þar og sýnt myndir sínar. Vafalaust hefur það átt sinn þátt í að kveikja listamannsdrauma í piltinum. Snemma lá leiðin til Reykja- víkur þar sem hann sfundaði skólanám. Kennslu í teikningu fékk hann í kvöld- skóla. Að loknu námi innritaðist hann í Handíða- og myndlistarskólann. Þar lærði hann hefðbundna módelteikningu. Árið 1951 lagði Erró af stað til útlanda til að nema myndlist. Hann dvaldi við nám í Listaháskólanum í Osló í þrjú ár. Þaðan hélt hann til Flórens þar sem hann hóf að vinna sjálfstætt að listsköpun sinni. Síðar fór hann til Ravena þar sem hann vann að gerð mósaikmynda. Hann vann m.a. við viðgerðir á mósaikmyndum í kirkj um. Eftir að hafa lokið prófi í þessari listgrein fór Erró til ísrael þar sem hann kynntist surrealismanum en honum hafði hann kynnst lítillega áður. Á sjötta áratugnum var mikil ólga í listaheiminum, sérstaklega i París. Erró kynntist mjög mörgum framsæknum listamönnum á þessum árum. í New York kynntist hann t.d. ameríska popp- 'inu sem hafði mikil áhrif á hann. Hann notaði samklippur allmikið í myndir sínar. Síðar fór Erró að myndvarpa þessum úrklippum á léreftið. Á sjöunda áratugnum varð Erró sífellt þekktari sem listamaður og söfn fóru að keppast um að eignast myndir hans. Hann varð þekktur fyrir nákvæmni og öguð vinnubrögð. Myndir hans eru flestar mjög margbrotn- ar. Hann slengir saman myndbrotum frá ólíkum tíma og rúmi. Túlkunarmöguleik- ar áhorfandans eru því lítil takmörk sett. Segja má að lestur myndverkanna sé ekki síst háður þekkingu, menningu og anda- gift áhorfandans. Sjálfur hefur Erró sagt að honum ieiðist að ræða mjög mikið um hvernig eigi að túlka myndirnar. Fólk á bara að horfa. Erró þykir vera með fádæmum vinnu- samur. Enn í dag vinnur hann 10-12 tíma á dag. Eftir hann liggja gríðarlega mikið að listaverkum. Söfn og einkaaðilar keppast um að eignast verk eftir lista- manninn. Á síðustu árum hefur Erró unnið að list sinni í Thailandi, París og Mallorca. Aðalvinnustofa hans er Rue Fondary í suðurhluta Parísar. Erró er kvæntur thai- lenskri konu Vilai að nafni. Korpúlfsstaðahúsinu verður sýndur sá sómi sem því ber Borgaryfirvöld hafa ákveðið að safni listaverka Errós verði komið fyrir í væntanlegri listamiðstöð að Korpúlfs- stöðum. Minnihluti borgarstjórnar hefur flutt tillögu um það á undanförnum árum að Korpúlfsstaðir verði gerðir að lista- miðstöð en þetta er í fyrsta skipti sem borgarstjóri ljær máls á því að þessi ! hugmynd verði að veruleika. í listamið- stöðinni er fyrirhugað að verði menning- arstarfsemi svo sem leiklist, höggmynda- list, ritlist og tónlist. Kjarni listamið- stöðvarinnar verður hins vegar safn lista- verka Errós. Korpúlfsstaðahúsið er um 1800 fer- metrar að grunnfleti, kjallari, hæð og ris. Húsið hefur að geyma mikla og merkilega sögu. Thor Jensen keypti jörðina árið 1922 af Einari Benediktsson skáldi. Thor hóf þegar miklar framkvæmdir á jörðinni. Hann lét gera miklar jarðabætur og ákvað að reisa á jörðinni stærstu byggingu á íslandi. Sigurður Guðmundsson húsa- meistari hannaði húsið eftir fyrirmælum frá Thor. Byggingarframkvæmdir hófust í apríl 1925 og lauk 6 árum síðar. Þar var síðan í mörg ár rekið langstærsta bú landsins. Árið 1934 voru þar t.d. um 300 1 mjólkurkýr í fjósi og má segja að það hafi nærri því séð Reykvíkingum fyrir mjólk þegar búið var hvað stærst. Þegar flest var störfuðu tæplega 50 manns á búinu. Reykjavíkurborg eignaðist Korpúlfs- staði árið 1942 og rak þar búskap til 1967. Árið 1969 kom upp eldur í húsinu og skemmdust allar álmur þess mikið. Á seinustu árum hefur húsið verið nýtt sem geymslur fyrir borgarstofnanir. Myndlist- armenn hafa auk þess haft þar vinnuað- stöðu. Þeir hafa m.a. verið með högg- myndasýningar og ein slík hefst þar í næstu viku. Korpúlfsstaðir - útivistarsvæði Reykvíkinga í framtíðinni Það er mál margra að það sé löngu tímabært að finna Korpúlfsstaðahúsinu nýtt og veglegt hlutverk. Húsið hefur var í niðurníðslu í mörg ár. Síðustu ár hefur verið reynt að halda því eitthvað við en sumir hlutar hússins eru mjög slæmu ástandi. Það er risavaxið verkefni að gera húsið á Korpúlfsstöðum þannig úr garði að það geti hýst fögur málverk og önnur listaverk. Enginn kostnaðaráætlun er til en ljóst er að það mun kosta nokkur hundruð milljónir að gera húsið upp. Kostnaður vegna endurbóta á Korpúlfs- stöðum verður væntanlega tekinn inn í fjárhagsáætlun fyrir næsta ár. Þessi fram- kvæmd tekur því við af framkvæmdum við Borgarleikhús og Viðeyjarstofu en þær framkvæmdir eru nú á lokastigi. Hugmyndir eru uppi um að vinna að endurbótum við Korpúlfsstaðahúsið næstu fimm árin. Engar áætlanir eru þó til um þetta enda hefur málið ekki verið afgreitt í borgarstjórn. Minnihluti borgarstjórnar hefur sett fram lauslegar hugmyndir um að gera Korpúlfsstaði að útivistarsvæði fyrir borgarbúa en þar er fyrir golfvöllur. Þarna eru fyrir hendi miíclir möguleikar sem væntanlega verða nýttir á næstu Korpúlfsstaðahúsið hentar mjög vel sem listamiðstóð Blaðamaður Tímans spurði Gunnar Kvaran listfræðing á Kjarvalsstöðum hvort að húsið hentaði sem myndlistar- hús. „Húsið hentar mjög vel fyrir myndlist- arsýningar. Það hefur miklu meiri dýpt en almennt gerist vegna þess hve húsið er breytt. Veggpláss er gífurlega mikið. Lofthæð á efri hæðinni er fyllilega nægileg mikil. Að breyta húsinu í listasafn er í sjálfu sér ekki dýr framkvæmd. Það er mjög mikilvæg að vernda þetta sögulega hús og ég er mjög ánægður með að það skuli vera gert á þennan hátt.“ Heldur þú að Erró sé sáttur við að safnið verði að Korpúlfsstöðum? „Hann er mjög sáttur við það. Við . fórum saman og skoðuðum húsið á sunnudaginn. Erró leist mjög vel á húsið bæði arkitektúrinn og staðsetninguna.“ Sýning á verkum Errós sem nú stendur yfir á Kjarvalsstöðum, stendur til 1. október. Erró er nú á ferðalagi um landið en hann heldur af landi brott í næstu viku og heldur þá áfram að mála af sama krafti og hann hefur alltaf gert.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.