Tíminn - 20.09.1989, Page 6
6 Tíminn
Miðvikudagur 20. september 1989
Tímiim
MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU
Útgefandi: Framsóknarflokkurinnog
Framsóknarfélögin í Reykjavík
Framkvæmdastjóri:
Ritstjórar:
Aðstoðarritstjóri:
Fréttastjórar:
Auglýsingastjóri:
Kristinn Finnbogason
Indriði G. Þorsteinsson ábm.
IngvarGíslason
OddurÓlafsson
BirgirGuðmundsson
EggertSkúlason
SteingrímurGíslason
Skrifstofur: Lyngháls 9, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími:
680001. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar
686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot:
Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent h.f.
Frá og með 1. ágúst hækkar: '
Mánaðaráskrift í kr. 1000,-, verð i lausasölu í 90,- kr. og 110,- kr. um
helgar. Grunnverð auglýsinga kr. 660,- pr. dálksentimetri
Póstfax: 68-76-91
Stjörnuhrap
Greint hefur verið frá því að útvarpsstöðin
Stjarnan, sem starfað hefur u.þ.b. tvö ár á
grundvelli útvarpslaga frá 1985, sé að hætta
störfum vegna fjárhagserfiðleika. Fyrirtækið mun
vera gjaldþrota.
Síst er ástæða til að hlakka yfir óförum af þessu
tagi, heldur felst í starfssögu þessa litla fyrirtækis
eins konar harmleikur með brostnum vonum um
atvinnu og einhverjum fjárhagsáföllum að ætla
má. Vonandi greiðist úr atvinnumálum þeirra sem
unnu við þetta fyrirtæki og væntanlega komast
þeir, sem hætt hafa fé sínu í þessa tilraunastarfsemi
í útvarpsrekstri, yfir fjárhagsskaða sinn.
Hins vegar er ekki hægt að segja að brestur
verði í íslenskum menningarheimi, þótt ein lítil
tilraunastöð í útvarpsrekstri heppnist ekki. Peir,
sem réðust í að stofna útvarpsstöðvar í samræmi
við ákvæði nýrra útvarpslaga, gerðu það á eigin
ábyrgð og munu ekki kveinka sér eða kenna
öðrum um þótt verr hafi til tekist en vonir stóðu
til. Þeir, sem aldrei gerðu sér neinar vonir um að
íslenskri menningu yxi ásmegin með hverri nýrri
útvarpsstöð, sjá ekki að neitt syrti að, þótt eitt og
eitt stjörnuhrap verði á núverandi tilraunaskeiði í
útvarpsrekstri í landinu.
Útvarpslögin frá 1985, sem tóku gildi 1. janúar
1986, áttu langan aðdraganda, en voru eigi að
síður injög umdeild meðan málið lá í frumvarps-
drögum og síðan sem formlegt frumvarp, sem lagt
var fyrir Alþingi. Pað tók tvö þingár að gera lögin
að því sem þau eru, þau voru samþykkt með litlum
meirihluta og mikilli andstöðu þeirra sem töluðu
gegn málinu.
Hafi útvarpslagabreytingin verið hitamál á sinni
tíð, þá byggðist andstaðan gegn frjálslegri útvarps-
starfsemi að verulegu leyti á ótta manna við það
að nýjar útvarpsstöðvar yrðu pólitískar og kæmust
undir yfirráð peningamanna með pólitískar fyrir-
ætlanir og bætta áróðursaðstöðu.
Reynslan af frjálsu útvarpsstöðvunum er alls
ekki sú sem ótti andstöðumanna útvarpslaganna
byggðist á að þessu leyti. Nýju útvarpsstöðvarnar
hafa ekki reynst pólitískt hlutdrægar, sem telja
verður mjög mikilvægt atriði. Hins vegar geta
hinar nýju útvarpsstöðvar ekki komist hjá gagn-
rýni hvað varðar dagskrárstefnu og almenna
menningarstefnu.
Útvarpslögin frá 1985 eru í endurskoðun, enda
beinlínis svo fyrir mælt í lögunum sjálfum að þau
skuli endurskoðuð innan þriggja ára frá setningu
þeirra. Þessi þriggja ára frestur er liðinn og flest
sem mælir með því að endurskoðað útvarpslaga-
frumvarp verði lagt fyrir næsta alþingi. Það er
þegar tímabært að þingið fái tækifæri til þess að
hefja umræðu um lögin og framkvæmd þeirra. Því
miður virðist ætla að verða meiri dráttur á að
málið komi fyrir þing en efni stóðu til.
Tíminn skýrir frá því í gærdag að
allt að helmingur þeirra kjarabóta,
sem landsmenn hlutu árið 1987, en
þar er átt við hækkun tekna um-
fram verðlagshækkanir, hafi farið
til bifreiðakaupa. Segir í fréttinni,
sem byggist á viðmiðun af atvinnu-
vegaskýrslum Þjóðhagsstofnunar
að kjarabæturnar hafi numið rúm-
lega 16 milljörðum króna. „Við-
bótarsala“ innfluttra bíla nam hins
vegar um átta milljörðum, svo Ijóst
má vera hvað huga landans stendur
næst þegar eitthvað rýmkast um
efnahaginn. Voru enda 23.460 bfl-
ar fluttir inn árið 1987, samanborið
við 8.620 bfla að meðaltali fyrstu
sex ár þessa áratugar, svo fjölgunin
er ekki minna en gífurleg.
Þá er réttilega bent á í fréttinni
að með nýrri „kreppu“ hafl nú
aftur saxast á kjarabæturnar, sem
þjóðin náði í 1987. Situr því mikill
fjöldi fólks uppi með stóraukin
útgjöld vegna rekstrarkostnaðar
allra þessara nýju bfla, sem vegur
fyrir vikið mun þyngra í heimilisút-
gjöldum meðalfjölskyldunnar, en
var fyrir bflaárin miklu. Þar við
bætist, eins og blaðið bendir einnig
á í gær, að bifreiðar eru með
forgengilegri eignum, enda um
fjórðungur þeirra tekinn að ryðga
meira og minna, eftir aðeins fjög-
urra eða flmm ára notkun. Við-
brögð fólks er harðnar á dalnum
verða að vonum iðulega þau að
reyna að koma nýlegri bifreið sinni
í verð, en þegar aukningin er slík
sem raun er á verður það oft
þrautin þyngri. Þarna er vissulega
mjög alvarlegt dæmi um þann
óstöðugleika sem einkennir efna-
hagslíf á íslandi; menn freistast til
þess að leggja út í dýrar fjárfesting-
ar, sem ófyrirsjáanleg atvik ef til
vill aðeins ári síðar sanna að hafa
verið ráðleysa. Óvænt lækkun sú
sem varð á tollum og innflutnings-
gjöldum vorið 1986, hefur þannig í
ýmsu tilliti reynst tvíbentur greiði.
Bflar á hverja þúsund íbúa hefðu
þá veríð um 526 í lok síðasta árs í
stað þess að þeir urðu 566. Þá kom
þetta hastarlega og ekki með öllu
sanngjarnlega niður á þeim bif-
reiðaeigendum, sem fjárfest höfðu
í bifreiðum skömmu fyrir þessa
hækkun, sem kom eins og þruma
úr heiðskíru lofti. Endursöluverð
bifreiða þeirra hlaut að lækka að
því marki að ekki gat verið um
annað en verulega kjaraskerðingu
að ræða. Þá höfðu mörg bifreiða-
umboð ekki betrí fjármálaráðgjafa
á sínum snærum en svo að þau
töldu þessa miklu bflainnflutnings-
bylgju vera dagrenningu gullaldar,
sem sennilega mundi vara til lang-
frama. Þau réðust því sum í bygg-
ingar stórra halla með víðáttumikl-
um sýningarsölum, sem nú rúma
ekki annað en uppgjöf og fyrirsjá-
anleg gjaldþrot, komi einhver
óvænt bjargráð eða efnahagsbati
til sögu, sem ekki hillir undir að
sinni.
Vissulega koma þær tölur um
bifreiðafjölgun, sem hér er um
rætt, ekki á óvart. Hún er svo
stórfelld að hennar sér stað á
strætum borga og bæja um allt
land, enda svo komið að eldri
bflar, sem voru margir fyrir fáein-
um árum, eru orðnir fátíð sjón.
Vafalaust má fagna því að ný tæki
ættu að stuðla að auknu umferðar-
öryggi og fækkun slysa, þótt vel
megi vera að freistingin til þess að
þenja nýja og kraftmikla bfla vegi
þar upp á móti. Þá setur þessi
glæsifloti vissulega sitt mark á
yfirbragð borgar og byggðar og
ætti að réttu lagi að vera til marks
um mikla velferð og rúm peninga-
ráð þegnanna. Á því mun nú
orðinn talsverður misbrestur í
mörgum dæmum.
En hér kemur aftur að því atriði,
sem fyrr er minnst á, að þegar
harðnar á dalnum hjálpar nýr og
glansandi bfll lítið. Til hans þarf
mildu að kosta, ýmis iðgjöld eru há
og aðeins smávægileg umferðar-
óhöpp valda útlátum, sem koma
illilega við fjárhag þess fólks, sem
þarf á öllu sínu að halda, er kjör
þrengjast. Þær heimildir, sem áður
er vitnað til, áætla kostnað vegna
hvers fjölskyldubíls um 240 þúsund
krónur á núgildandi verðlagi.
Þannig verður heildarkostnaður-
inn vegna tíu þúsund „aukabfla“
um 2.400 milljónir á ári. Á móti
þeim viðbótarkostnaði þarf þjóðin
því annað hvort að skera niður liði
annarrar neyslu, ellegar afla auk-
inna tekna til að mæta honum.
Landinn er kunnur fýrír einstakl-
ingshyggju og hefur löngum lagt
trúnað á þann ritningarstaf að „bfll
sé nauðsyn“. Vissulega er hann
það og fyrir marga, barnmargt fólk
og þá sem lengri leiðir eiga að
sækja til vinnu. En þó er dálítil
fyrirhyggja nauðsynlegrí en bfll í
svo ótryggu efnahagsumhverfi og
hér ríkir. Og einnig hjá þeim sem
bfll er óumdeilanleg nauðsyn væri
nú betur komið, hefði henni veríð
fullnægt á ódýrari hátt og menn
veríð undir það búnir að á eftir
íslenskri sólarglennu er oft skammt
í regnskúr. Garrí
VITTOG BREITT
Lífið er
Fyrir langalöngu kom út bók
sem í stóð að lífið væri saltfiskur.
Þetta þótti svo spaklega mælt að
jafnvel cnn í dag leikur gullkornið
á tungu þáttagerðafólks ljósvaka-
miðla og stjórnendur spurninga-
þátta eru svo vel að sér í bókmennt-
inni að þeir fara létt með að vitna
í lífið og saltfiskinn og þá sjá allir
og heyra að eitthvað kunna þeir nú
fyrir sér, auk þess að vera spaug-
samir og skemmtilegir.
En iiðin er sú tíð að lífið og
saltfiskurinn sé lagt að jöfnu og er
ekki lengur liægt að segja með
sanni að lífið sé freðfiskur, varla
gámafiskur, eða yfirleitt nokkur
fiskur.
Hins vegar má með sanni segja
að lífið sé fagrar listir. Að minnsta
kosti iífið í Reykjavík sem er að
verða svo yfirþyrmandi hámenn-
ingarborg að leita verður yfir höf
og aldir til að finna hliðstæður, ef
það er þá hægt.
Auðsæld
Á íslandi býr langríkasta þjóð í
heimi og jafnframt sú menningar-
legasta. Ekki þarf að taka fram að
hún er sú menntaðasta. Það vita
allir, innan'Hringbrautar sem utan.
í því mikla góðæri sem nú gengur
yfir þjóðarbúið, þar sem atvinnu-
vegirnir moka upp gullinu, fyrir-
tæki og bankar vita ekki aura sinna
tal og fólkið í landinu býr við slíka
auðsæld að það munar ekkert um
að spandera sex milljörðum í lott-
erí á ári, er lífið fagrar listir.
Hin mikla og fjölmenna stétt
listamanna skapar, ríki og sveitar-
félög borga og almúganum er sagt
að njóta. Þótt hann svíkist um það
gerir það ekkert til, svo lengi sem
kjörnir fulltrúar hans vita að lífið
er list og að þeim ber að standa
undir henni fyrir hönd umbjóð-
enda sinna. Svo er listaást ríkisins
og allra hreppstjóranna fyrir að
þakka, að skattborgararnir leggja
sitt af mörkum í líf og list, og er
það eins gott. Annars mundu þeir
bara eyða meiru í sjálfa sig og
lotterí, sem aftur er undirstaða
háskólanna, bærilegra lífs heilsu-
veilla og fjörugra boltaleikja á
gervigrösum og harðviðarparket-
um.
Listalíf auðþjóðarinnar ein-
skorðast nær eingöngu við höfuð-
borgina en svo er listamúsunum
fyrir að þakka að í nágrannabæjun-
um eru að rísa unaðsreitir fagur-
kera, sem veita munu mörgum
listfræðingum og svoleiðis fólki
mikla og örugga atvinnu um ókom-
in ár.
Einhverjir græða
Listahús margs konar eru um
þessar mundir ýmist að rísa eða
hrynja og kostar hvert ris eða hrun
húsa milljarð. Um helginatilkynnti
einn hreppstjórinn að hann ætlaði
að koma upp listamiðstöð fyrir
milljarð en á næstunni mun hann
opna leikhús sem kostar milljarð.
Alþýðublaðið, sem aldrei fleipr-
ar, skrifaði í gær, að listaráðherr-
ann væri nú staðráðinn í að breyta
sláturhúsi í marga og öfluga lista-
háskóla og mundi það kosta
milljarð. Viðgerð á leikhúsi kost?"
milljarð og viðbygging við íshús
þar sem nú er safn kostaði eitthvað
svipað.
Sami ráðherra messaði um helg-
ina yfir söfnuði sínum og opinber-
aði að svar við kreppu, sem auðvit-
að er víðs fjarri í landi listarinnar,
væri að leggja peninga, helst mikla
peninga í menningu og þá mundi
vel famast. Þar sem lífið er list en
ekki fiskur þarf ekki að hafa
áhyggjur af verðmætasköpun eins
og í gamla daga, heldur aðeins af
listsköpun og hvernig á að búa í
haginn fyrir hana með sem allra
mestum tilkostnaði.
Það eru nefnilega svo margir
sem græða á tilkostnaðinum.
Verktakar og svoleiðis.
Listamenn eru ein fjölmennasta
stétt þjóðfélagsins auðuga við
Dumbshaf og liggur mikið við að
fjölga enn betur í stéttinni með því
að koma á fót mörgum og stórum
listaháskólum með rektorum og
prófessorum og öllu því móverki
sem til heyrir.
Úreltar stéttir eins og bændur og
sjómenn hljóta að hverfa en enginn
hætta er á að offramleiðsla eða
ofvöxtur hlaupi í listaframleiðsl-
una. Hún er ekki háð neytendum,
aðeins útausandi stjórnmálamönn-
um, sem eru svo grænir að halda
að þeim verði þökkuð listafram-
leiðslan, ef þeir bara borga nóg.
Opinber framfærsla listamanna
er svo annar kapítuli, sem vel má
minna á þegar þeir fara að svara
upp á helgispjöll eins og framin eru
hér með þvf að taka ekki undir
sama sönginn og allir aðrir kyrja í
umræðunni um listir og fjárútlát.
Þótt lífið sé list er ekki þar með
sagt að allt sem kallað er list sé
lífvænlegt, sama hvað samtíminn
er áfjáður í að láta blekkjast.
En hvað gerir það til á meðan
einhverjir græða á því? OÓ
i'j'clyí.’I’ m:rjLni. i;c rm ns ;sjí.