Tíminn - 20.09.1989, Side 9

Tíminn - 20.09.1989, Side 9
\ 8 Tíminn — Miövikudagur 20. september 1989 Miðvikudagur 20. september 1989 Tíminn 9 Fóstureyðingum fækkar á íslandi: fleiri i ófrió aðgerð Eftir Heiði Helgadóttur Nær helmingur kvenna sem verða barnshafandi eftir fertugt fara í fóstur- eyðingu. Þungun endar á sama hátt hjá 3 af hverjum 10 þeirra sem verða barnshaf- andi 19 ára eða yngri. Aðeins lítill hluti þeirra ungu stúlkna hafði notað getnaðar- varnir þegar hinn ótímabæri getnaður átti sér stað. í hlutfalli við fjölda fæðinga fá konur á aldrinum frá hálf þrítugu til þrítugs sjaldnast fóstureyðingu. Aðeins um tíunda hver þeirra endar þungun með fóstureyðingu og þá oft um að ræða að getnaðarvarnir höfðu brugðist. Fóstur- eyðingar eru rúmlega sjö hundruð á ári og hefur farið fækkandi undanfarin ár. Langsamlega flestar eru af félagslegum ástæðum. Miðað við fjölda fæðinga virð- ist endi vera bundinn á 6. til 7. hverja þungun með fóstureyðingu. Tölur þessar koma fram í nýjustu heilbrigðisskýrslum frá landlæknisemb- ættinu sem ná til áranna 1984 og 1985. Hlutfallstölur eru nær nákvæmlega þær sömu bæði þessi ár. Fjöldi barnsburða og hins vegar fóstureyðinga, eftir aldri kvenna, var eftirfarandi árið 1985' 35-39 40-44 45- 283 41 2 71 34 4 Alls: 3.775 705 -14 Fæðingar: 0 Fóst.eyð.: 4 15-19 356 156 20-24 1.202 199 25-29 1.207 138 30-34 736 99 Fóstureyðingar eru hlutfallslega lang algengastar hjá yngstu konunum og þeim elstu - en flestar aðstæður þeirra eru á hinn bóginn á margan hátt ólíkar. Af konum fertugum og eldri voru langflestar giftar og í sambúð. Nærri þriðjungur eru skráðar sem húsmæður að aðalstarfi en flestar hinna í framleiðslu- eða þjónustustörfum (láglaunastörfum). Yfir helmingur þessara kvenna átti fyrir fjögur börn eða fleiri og hinar flestar þrjú börn. Um tvær af hverjum þrem kvenn- anna höfðu engar getnaðarvarnir notað, en hjá hinum var hvað algengast að lykkja hafi brugðist. í kringum 90% þessara kvenna voru að fá fóstureyðingu í fyrsta sinn. Um 85% „varnalausar“ Stúlkur 19 ára og yngri sem fengu fóstureyðingu þessi ár voru aftur á móti allar ógiftar og mjög fáar í sambúð. Meirihluti þeirra var í námi en hinar í láglaunastörfum. Miðað við fjölda jafn- aldra þeirra sem fæddu börn virðist sem bundinn hafi verið endi á tæplega þriðj- ung þungana í þessum aldurshópi með fóstureyðingu. í nær öllum tilfellum var um fyrstu þungun að ræða og sára fáar höfðu alið barn. Um 85% þessara stúlkna höfðu engar getnaðarvarnir notað þegar þungun átti sér stað, en meðal þeirra fáu sem það gerðu var algengast að smokkur hafi reynst ótrygg vörn. Tölulega eru flestar konur sem fá fóstureyðingu milli 20-24 ára að aldri. Barneignir eru líka lang flestar hjá kon- um milli tvítugs og þrítugs, eða um 65% allra barnsfæðinga þessi ár. Hátt hlutfall þeirra yngstu í hópnum (20-24 ára)voru enn í námi og fáar þeirra áttu barn/börn. Hinar eldri höfðu flestar alið börn. Sumar í þriðja sinn Athygli vekur að 20-25% kvenna á þrítugsaldri sem fór í fóstureyðingu hafði gert það áður, þar af voru þó nokkrar að fara í fóstureyðingu í þriðja sinn. Alls um 40 konur milli tvítugs og fertugs voru í fóstureyðingu í þriðja sinn á þessum tveim árum. í kringum 60% þeirra notuðu engar getnaðarvarnir, en í 40% tilvika höfðu þær varnir brugðist. Af alls 1.450 konum sem fengu fóstur- eyðingu árin 1984 og 1985 samtals, höfðu um 390 notað getnaðarvarnir sem því virðast hafa brugðist: Hetta Krem/kvoða Annað 29 22 12 Samtals: 390 Smokkur Lykkja P-pilla 142 117 67 Þar sem ekki er vitað um hlutfallslega notkun þessara getnaðarvarna, þ.e. hverjar eru algengastar og hverjar lítið notaðar, er ekki unnt að ráða öryggi þeirra af þessum tölum. Þess má geta, að samkvæmt lyfjaskýrslum svarar sala á P-pillunni til þess að um 20% kvenna á aldrinum 15-44 ára noti pilluna að stað- aldri, eða tæplega 11.000 konur árlega. Nokkrir tugir „óhappa“ eru því lágt hlutfall miðað við fjölda þeirra sem nota pilluna. Eina „örugga“ vörnin Framangreindar tölur um þungun þrátt fyrir notkun getnaðarvarna benda hins vegar til þess að fullkomlega örugg getn- aðarvörn sé ófundin enn, þ.e. önnur en ófrjósemiaðgerðir. Margar konur grípa lík'a til þeirra ráða. Hvort þessara ára fóru um 540 konur í ófrjósemiaðgerð, þ.e. ekki svo miklu færri heldur en létu eyða fóstri. Aðeins lítill hluti þeirra fékk aðgerðina um leið og fóstureyðingu. Ófrjósemiaðgerðum meðal kvenna hefur fjölgað árlega undanfarinn áratug og fer enn fjölgandi. Á hinn bóginn eru það aðeins í kring- um 20-30 karlar sem ár hvert fá ófrjósemi- aðgerð til að koma í veg fyrir fleiri getnaði í framtíðinni. Líta þeir kannski svo á að getnaðarvarnir séu og/eða eigi að vera nær algerlega á ábyrgð konunnar - eingöngu „kvennamál“? Ófrjósemiaðgerðum fer fjölgandi Konur sem sækja um fóstureyðingu ræða alla jafna við félagsráðgjafa til að fá fræðslu og hlutlausa ráðgjöf áður en aðgerð er afráðin. Svava Stefánsdóttir félagsráðgjafi hefur starfað í mörg ár á Kvennadeild Landspítalans. Að sögn Svövu hefur fóstureyðingum farið frekar fækkandi síðustu árin. Enda sé það reynslan meðal flestra þjóða að þessar aðgerðir nái ákveðnum toppi og fari síðan fækkandi á ný. Engar stórar sveiflur eigi sér yfirleitt stað. Margar og stöðugt fjölgandi ófrjósemi- aðgerðir eiga þátt í því hve fóstureyðing- ar (og fæðingar) eru hér tölulega fáar hjá konum yfir fertugt, að sögn Svövu. Að yfirgnæfandi meirihluta eru það konur hálffertugar og eldri sem fara í ófrjósemiaðgerðir, sem eru orðnar í kringum 600 á ári. Fáar yngri konur vilji stíga svo stórt skref. Hræddir um „karlmennskuna“ Karlar eru hins vegar bæði fáir og virðist ekki fjölga? „Þeir eru mjög illa upp fræddir í þessum efnum og mjög hræddir við ófrjósemiaðgerðir - allt öðruvísi en eðli- legt gæti talist. í Danmörku er fjöldi karla sem fer í ófrjósemiaðgerð sem svaraði 2/3 af fjölda kvenna (þ.e. hlut- fallslega meira en tífalt fleiri en hér á landi). Ég held að þeir óttist að þetta skemmi þá eitthvað - að karlmennska þeirra verði eitthvað skert á eftir. í raun og veru er slík aðgerð á körlum ekkert ólík og á konum, þ.e.a.s. að hún breytir manneskjunni ekki sem kynveru, kemur aðeins í veg fyrir að hún geti fleiri börn“. Svava segir auk þess þeim mun meiri ástæðu fyrir karl en konu að fara í ófrjósemiaðgerð, að fyrir þá sé um miklu minni aðgerð að ræða. Kona þarf að fara í speglun og svæfingu. En aðeins er þörf á staðdeyfingu fyrir karla. „Pillupásur“ og „lykkjuföll“ Samkvæmt tölum hér að framan vekur m.a. athygli að konur, sérstaklega þær yngstu, virðist ekki nota getnaðarvarnir. Kemur það félagsráðgjafa ekki á óvart? „Jú á vissan hátt“. Áð einu leyti sagði Svava þetta þó alls ekki koma á óvart, því sú þjónusta sem veitt er í þeim efnum erlendis, þar sem hún hefur t.d. farið í námsferðir, sé ekki sambærileg við það sem hér þekkist. Þar á hún m.a. við aðgengi. Hér kosti það m.a. miklu meiri tíma og fyrirhöfn að þurfa að panta sér tíma á læknastofu. Erlendis geti konur gengið inn á kynfræðsludeildir, eins og er t.d. á Heilsuverndarstöð Reykjavíkur. Erlendis sé líka algengt að skólafólk fái sérstaka ráðgjöf. Af stúlkum 19 ára eða yngri sem fengu fóstureyðingu 1984-1985 höfðu 85% ekki notað neina getnaðarvörn. „Já kannski í það skiptið“, sagði Svava. Ekki væri óalgengt að konur sem jafnað- arlega nota pilluna taki „pilluhvíld“ öðru hverju. Einnig komi fyrir að pillan bregð- ist vegna þess að kona hafi kastað upp. Ýmsir erfiðleikar komi upp í sambandi við notkun getnaðarvarna. „Óhöpp“ komi því ósjaldan fyrir þar. Svava var spurð hvort hún verði þess vör að efnahagslægðir eða kreppur í þjóðfélaginu hafi einhver áhrif að þessu leyti. „í þeim efnum vildi ég ekki ein- göngu tala um konur sem sækja um. fóstureyðingu heldur líka þær sem ganga með börn. Maður finnur fyrir auknum áhyggjum þegar hart er í ári hjá fólki með börn og fólki sem á von á barni. Varðandi fóstureyðingar spila persónulegar ástæð- ur auðvitað líka mjög sterkt inn í mynd- ina“. Fóstureyðingar fæstar hér Fjöldi fóstureyðinga í samanburði við fjölda lifandi fæddra barna sýnir mun lægra hlutfall hér á landi en á öllum öðrum Norðurlöndum. Tölurnar sýna fjölda fóstureyðinga 1985 á móti 1.000 fæddum börnum: Danmörk Svíþjóð Noregur Finnland ísland 371 313 284 220 183 Tölur vantar fyrir Færeyjar, en það er eina Norðurlandaþjóðin þar sem barns- fæðingar eru hlutfallslega álíka margar og hér á landi. Á öðrum Norðurlöndum eiga konur um þriðjungi færri börn. Sá munur kemur fyrst og fremst fram hjá yngstu konunum. Barneignir stúlkna undir tvítugu eru helmingi (Noregur) til fjórfalt færri (Svíþjóð/Danmörk) en hér- lendis. Helmingi til allt að tvöfalt fleiri (Danmörk) stúlkur á þessum aldri fara í fóstureyðingu heldur en þær sem ala börn. Það eru aðeins konur á aldrinum 25-35 ára sem ala hlutfallslega álíka mörg börn árlega eins og á íslandi. Barneignir á íslandi og Færeyjum eru álíka margar og þarf til þess að þessum þjóðum fækki ekki. Dönum, Norðmönnum og Svíum fer hins vegar að fækka, nema að fjöldi innflytjenda haldi fólksfjöldanum við. - HEI

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.