Tíminn - 20.09.1989, Qupperneq 14
■14' Tíminn
'Wiiðvikudagur 20: septerribér 1989
lllllllllllillii!
UTLÖND
i!l!l!lllllllll!!llllll!lllllll
iiiiiiiiiin
FRÉTTAYFIRUT
BONN — Vestur-Þjóðverjar
hafa ákveðið að loka ræðis-
mannsskrifstofu sinni í Varsjá
sökum öngþveitis er skapast
hefur af völdum 110 austur-
þýskra borgara er lagt hafa
húsakynnin undir sig. Fólkið
lifir í þeirri von að fá fararleyfi
til Vestur-Þýskalands. Vestur-
þýsk yfirvöld kveðast hafa haft
samráð við góðgerðarstofnun
í Póllandi er ala muni önn fyrir
fólkinu. Talsmaður vestur-
þýska utanríkisráðuneytisins
sagðist ekki telja Ifklegt að
fólkið þyrfti að snúa aftur til
Austur-Þýskalands. BlaðiðBild
þóttist hafa heimildir fyrir því
að flogið yrði með fólkið til
Vestur-Þýskalands í næstu
viku, en yfirvöld vestra hafa
borið þessa frétt til baka.
LONDON - í Jane's Def-
ence Weekly, þekktu tímariti
um hergögn og varnarmál, er
viðtal við varnarmálaráðherra
Sovétríkjanna, Dimitri Yazov.
Hann lýsir þar þeirri skoðun
sinni ao hönnunargöllum og
kæruleysi af hálfu sovéskaflot-
ans megi kenna um hin tíðu
óhöpp er hrellt hafa sovéska
flotann undanfarið. í apríl sl.
fórust 42 sjóliðar er kjarnorku-
kafbát hlekktist á við Noregs-
strendur og tók það sovéskt
björgunarskip 7 stundir að
komast á vettvang. Talið er að
Sovétmenn eigi nú um 300
kafbáta í heimshöfunum, þar
af 75 kjarnorkuknúna. Vest-
rænir sérfræðingar segja mörg
fleyin orðin úrelt og jafnvel
hættuleg.
TÓKÍÓ — Tveir japanskir
fréttamenn hafa verið valdir úr
hópi 7 starfsfélaga til að
skreppa í ferð um geiminn
bláan með sovésku geimfari,
að því er talsmaður japönsku
sjónvarpsstöðvarinnar TBS
sagði í gær. Hinn þriðji fær að
skoða sig um í MIR-geimrann-
sóknastöðinni sovésku eftirtvö
ár. Sovétmenn munu fá hin
þokkalegustu fargjöld í sinn
hlut fyrir ferðalangana, en sjón-
varpsstöðin neitar að gefa upp
tölurnar.
VARSJÁ — Fulltrúar pólskra
stjórnvalda oa Evrópunefndar
EBE undirrituðu í gærsamning
er kveður á um aukin verslunar
og efnahagssamskipti. Sam-
kvæmt samningnum, er öðlast
gildi á næstu fimm árum, verða
innflutningshöft rýmkuð á
pólskum vörum til EBE-land-
anna, vestrænum kaupsýslu-
mönnum verður gert hægara
um vik að starfa í Póllandi oa
fjárhagslegur stuðningur viö
Pólland verður aukinn í grein-
um er spanna allt frá landbún-
aði yfir í sjónvarpsútsendingar.
Evrópunefndin er sameining-
ar- og skipulagsaðili fyrir 24
vestræn lönd er vilja Ijá Pól-
landi og Ungverjalandi lið.
120 milljóna dala neyðarhjálp
bandalagsins við Pólverja er
þegar hafin.
PARÍS — Fransmenn leggja
nú síðustu hönd á stofnun 60
manna sérsveitar sem ætlað
er að vakta stöðvar neðanjarð-
arlestanna í París, „Metró“, og
sporna við sívaxandi árásum á
farþega lestanna. Hugmyndin
er fengin hjá hinum amerísku
„Verndarenglum" er reyndar
höfðu fullan hug á að passa
upp á frönsku lestirnar fyrir
Parísarbúa. Þeir eru þó stoltir
og leggja til sína eigin engla,
alla í „topp-formi“, handhafa
fjólulitaðs beltis í austurlensk-
um
yfir
sveitin hefji störf í desember.
Svo mæla börn...:
slagsmálabrögðum og vel
1.80 á hæð. I ráði er að
MOSKVA — Sovétleiðtog-
inn Mikhail Gorbachev tilkynnti
í beinni útvarpsútsendingu í
gær að flokksráðstefna Kom-
múnistaflokksins yrði haldin að
ári, í október 1990.
Til stóð að ráðstefnan yrði
haldin vorið 1991 en vitað var
fyrir að Gorbachev hefði hug á
að fá henni flýtt, til að geta veitt
nýju umbótablóði i forystu
flokksins svo fljótt sem auðið
væri.
Fjölmiðlar I Kína
endurskrifa söguna
_ ; .......
Fréttir frá Peking í gær
hermdu að helstu dagblöð
landsins hafi í gær fórnað
heilli blaðsíðu hvert til að
sannfæra lesendur sína um
að enginn hefði látið lífið í
uppreisn námsmanna á Torgi
hins himneska friðar, 3.-9.
júní í surnar. Ríkissjónvarpið
mun hafa tekið undir þennan
boðskap. Dagblað alþýðunn-
ar réðist harkalega gegn „
fólki með duldar fyrirætlan-
ir,“ einkum stúdentaleið-
toganum Wuer Kaixi, er
hlypi um víðan völl, básún-
andi „blóðbaðið á Torgi hins
himneska friðar „ og gæfi
hástemmdar lýsingar á því
hvernig skriðbelti vígdreka
hefðu marið lík er á vegi
þeirra urðu.
Dagblaðið vitnaði iil vandlega
orðaðs framburðar fjögurra nafn-
greindra vitna, er verið höfðu við-
stödd á torginu. Ekkert þessara
vitna mun hafa séð eitt einasta lík á
torginu.
Vestrænir erindrekar í Peking
telja söguþvott þennan í tilefni af
væntanlegum hátíðahöldum á torg-
inu, þar sem minnst verður 40 ára
afmælis hins kínverska alþýðulýð-
veldis. Svo virðist sem leiðtogar í
Peking telji ekki æskilegt að hátíð-
argestir bindi hugann við hina blóð-
ugu atburði sumarsins á hinum upp-
rennandi afmælisfagnaði. Um
hundrað þúsund manns verður boð-
ið til skrautdanssýningar, söng-
dagskrár og flugeldasýningar, reynd-
ar undir árvökulu eftirliti örygg-
isvarða er tryggja eiga að hvorki
námsmenn né aðrir mótmælendur
hugsi sér til hreyfings við athöfnina.
Herlög eru enn í gildi í Peking eftir
atburðina á torginu og á nærliggjandi
götum. Yfirvöldum verður tíðrætt
um hættuna af vopnuðum gengjum,
Frá Torgi hins himneska friðar í júní s.l
þótt vestrænir íbúar borgarinnar sjái
engan vott skipulagðrar mótspyrnu
meir. Hermenn eru á verði við leiðir
að borginni, vcgatálmareru ágötum
og dátar leita í bílum og krefja
vegfarendur um skilríki. Haft er
eftir íbúum í Peking, að þeim hafi
verið uppálagt að hvetja vini og
vandamenn, er gestkomandi séu inn-
an borgarmarkanna, til að hverfa til
síns heima hið fyrsta. Þá hefur verið
reynt að hressa upp á ímynd Torgs
hins himneska friéar með því að
koma þar fyrir styttum af verkalýðs-
hetju, bónda, hermanni og mennta-
manni. Styttur þessar niunu standa
á líkum stað og Frelsisstytta náms-
mannanna stóð í júní, áður en
hermenn eyðilögðu hana.
Talið er að hundruð, ef ekki
þúsundir, óbreyttra borgara hafi lát-
ið lífið í óbilgjörnum aðgerðum
yfirvalda gegn námsmönnum í júní.
Talsmaður Amnesty International
kvaðst í gær hafa fyrir því heimildir
að 242 manns hið minnsta hafi verið
teknir af lífi í Kína, flestir þeirra -
137 - eftir fyrrgreinda atburði í
sumar. Aftökum er mjög beitt gegn
pólitískum andstæðingum stjórn-
valda og óttast Amnesty Interna-
tional að tala þeirra er týnt hafa lífi
sé mun hærri, þar eð stjórnvöld hafa
þá stefnu að gefa ekki upp tölur yfir
pólitískar aftökur í landinu. Amn-
esty-samtökin eru nú mjög uggandi
um hag þeirra 4000 einstaklinga sem
handteknir voru í kjölfar óeirðanna
í sumar. Haft er eftir formanni
kínverska Kommúnistaflokksins,
Deng Xiaoping, í gær að Kínverjar
óttist ekki refsiaðgerðir Vesturlanda
vegna hörku stjórnvalda í garð upp-
reisnarmanna í sumar. Leiðtoginn
kallaði mótmæli Vesturlanda
„grunnrist" og sagði gagnrýni á
Kína, er fram kom á fundi 7 helstu
iðnríkja heims í París í júlí, byggða
á lygum og rangfærslum. Getum
hafði verið að því leitt að hinn 85 ára
gamli Deng gengi ekki heill til
skógar, en hann virtist þó hinn
hressasti er hann tók á móti fyrrum
forsætisráðherra Japans, Masayoshi
Ito, í gærdag. Litið er á heimsókn
Ito sem óformlega tilraun Japana til
að milda samskipti ríkjanna, er hafa
verið með minnsta móti síðan í júnf.
Ungverjar í Washington:
Hlutleysi Ungverja
á stefnuskránni?
Ekki fara í þurrð visitasíur aust-
anmanna til Bandaríkjanna nema
síður sé. Nú er 14 manna ungversk
þingnefnd stödd vestur í Washington
og lét einn nefndarmanna svo um
mælt, í viðtali við Washington Post
í gær, að svo kynni að fara að
Ungverjar hygðu á úrsögn úr Var-
sjárbandalaginu og hlutleysisstefnu
í utanríkismálum, að fordæmi ná-
granna sinna, Austurríkismanna.
Þetta var haft eftir Matyasi Szuros,
nýkjörnum forscta ungverska þings-
ins og utanríkisfulltrúa miðnefndar
Kommúnistaflokksins. Szuros sagði
þó, að slíkar ráðstafanir yrðu aðeins
gerðar „í andrúmslofti trúnaðar-
trausts" gagnvart Sovétríkjunum.
Einnig yrði hlutleysi ekki á dagskrá
í náinni framtíð, heldur e.t.v. í lok
næsta áratugar, yrði framvinda mála
með sama hætti og hingað til. Janos
Marton, ferðafélagi Szuros í nefnd-
inni og formaður Þjóðarflokksins,
helsta stjórnarandstööuflokks Ung-
verja, tók dýpra í árinni og taldi
umskipan til hlutleysis skemmra
undan en Szuros virtist telja. Marton
rifjaði einnig upp ummæli Bush,
forseta Bandaríkjanna, frá heim-
sókn hans til Ungverjalands í júlí.
Þá tók Bush ungverskum ráðamönn-
um vara fyrir of skjótri röskun á
langvarandi skipan mála í Austur-
Evrópu.
Þingforsetinn ungverski gagn-
rýndi Bandaríkjastjórn fyrir að fylgj-
ast aðgerðalaus með þróun mála í
heimalandi hans, fremur en veita
Ungverjum frekari efnahagsaðstoð.
{ máli hans kom einnig fram, að
Ungverjar hefðu leitað álits sovéskra
ráðamanna, áður en þeir afréðu að
hleypa 16000 Austur-Þjóðverjum
vestur um landamæri sín til Austur-
ríkis. Að sögn Szuros höfðu Sovét-
menn ekki uppi neinar mótbárur í
málinu.
Hagvöxtur
á uppleið
Samkvæmt upplýsingum í árs-
skýrslu Alþjóða-gjaldeyrissjóðs-
ins fór hagur þriðja heims-ríkja
batnandi á síðasta ári og heildar-
þjóðarframleiðsla jókst um 4.2
%. Vöxtur þessi skiptist þó æði
misjafnlega niður og komu þau
ríki hvað best út er stunda út-
flutning fullunninna framleiðslu-
vara. Er þar yfirleitt um Asíuríki
að ræða. S-Kórea, Taiwan , Hong
Kong og Singapore búa öll að
10% aukningu hagvaxtar árið
1988 auk þess sem Malasíu, Thai-
landi og Indlandi fleytti öllum
fram. Þá mun Kína vera á hraðri
uppleið, að því er fram kemur í
skýrslunni.
Af löndum Afríku, Mið- og
Suður Ameríku er öllu sorglegri
sögu að segja, enda herpist
skuldaólin að hálsi þeirra flestra.
Hagvöxtur er enginn í Argentínu
né Brasilíu, þrátt fyrir öflugan
útflutning þessara ríkja, sökum
gífurlegrar verðbólgu, pólitískrar
óvissu og erlendrar skulda-
söfnunar. Efnahagsvandi Mexíkó
mun af flóknari rótum runninn.
Lágt heimsmarkaðsverð á kaffi
og kakói hélt hagvexti í löndum
sunnan Sahara niðri.
Heildarskuldir þróunarríkja
minnkuðu um þrjá milljarða
dala, í fyrsta sinni síðan 1984.
Skuldirnar munu nú nema
1.197.000.000000. Bandaríkja-
dala.
í skýrslunni kemur fram að
gjaldfallnar vanskilaskuldir við
Alþjóða-gjaldeyrissjóðinn hafi
vaxið úr 1.538 milljónum dala í
2.230 milljónir. Helstu syndasel-
irnir eru Guyana, Kambódía,
Líbería, Panama, Perú, Sierra
Leone, Sómalíla, Súdan, Viet-
nam, Zaire og Zambía.
Skýrslan var birt 13. septem-
ber, tæpum hálfum mánuði fyrir
árlegan fund sjóðsins og Alþjóða-
bankans í Washington. Hinn 23.
september verður svo birt spá
Alþjóða-gjaldeyrissjóðsins um
efnahagshorfur í heiminum.
Tölvuvírus
í PC kerfi
Á föstudag uppgötvaðist illvígur
tölvuvírus í stærsta gagnakerfi á
Norðurlöndum, í eigu dönsku póst-
gíróstofunnar. Hefði vírusinn ekki
fundist í tíma, hefði hann getað
þurrkað út öll tölvuforrit stofunnar.
Vírusinn var búinn að dreifa sér um
öll forritin. Hann var tímastilltur og
átti að vakna til lífsins, næst er
föstudag bæri upp á 13. dag mánað-
ar, en það verður næst í október.
Að sögn Bjarne Wind, forstöðu-
manns dönsku póstgíróstofunnar,
vinna sérfræðingar nú hörðum hönd-
um við að fara í gegnum 200.000
disklinga í því skyni að kanna hvort
þeir hafi smitast af vírusnum. Reikn-
ingar viðskiptavina hefðu þó
sloppið, enda í aðskildu kerfi. Vírus-
inn hefur farið víða og gert usla í
Bandaríkjunum og ísrael. Þetta mun
þó í fyrsta sinn er hans verður vart í
svo dreifðu kerfi á Norðurlöndum.
Wind sagði óljóst með hvaða hætti
hann hefði komist inn í kerfi póst-
gíróstofunnar.
YELTSIN FALLINN ENGILL
Málgagn austur-þýskra yfir-
valda, Neues Deutschland, veitti í
gær Boris Yeltsin, hinum skelegga
þingmanni frá Moskvu, harða of-
anígjöf fyrir ummæli er hann við-
hafði í Bandaríkjaför sinni nýver-
ið. Fylkti blaðið sér með því undir
fána sovéska dagblaðsins Prövdu
er birti á mánudag harðorðan pistil
um för og framferði Yeltsins í för
hans til Nýja heimsins. Sagði
Neues Deutschland yfirlýsingar
þingmannsins vatn á myllu vest-
rænna fjölmiðla en jafnframt um-
hugsunarefni fyrir samvisku hans
og samlanda. Ásakaði blaðið hann
um þátttöku í því rógfári er þyrlað
hefði verið upp gegn Austur-Þý-
skalandi undanfarið og sagði Aust-
ur-Þjóðverja hreint ekki mundu
líða slíkt. Þá væri Yeltsin á villigöt-
um með yfirlýsingum sínum um að
taka bæri á brottstreymi hinna
16000 austur-þýsku orlofsfara vest-
ur um á alþjóðavettvangi. Ekki var
kæti austur-þýskra meiri yfir þeim
orðum hins sovéska þingmanns að
„Kommúnisminn væri draumur er
best væri kominn í skýjum uppi.“
Sú skoðun Yeltsins að sameina
beri þýsku ríkin velti honum þó
endanlega úr sessi í hugskoti aust-
ur-þýskra yfirvalda. Þau segja
þetta merki þess að hinum tæpi-
tungulausa þingmanni hafi ekki
lánast að nema lexíur síðari heims-
styrjaldarinnar.