Tíminn - 20.09.1989, Side 16
AUGLYSINGASIMAR: 680001 —
RÍKISSKIP
NÚTÍMA FLUTNINGAR
Hatnarhúsinu v/Tryggvagötu,
_____g 28822
SAMVINNUBANKINN
í BYGGÐUM LANDSINS
JA
1.
S
NORÐ- AUSTURLAND Á r \
ÁTTHAGAFÉLÖG,
FYRIRTÆKI OG
EINSTAKLINGAR
Glœsilegur aalur til loigu fyrir samkvæmi
og fundarhöld á daginn aem á kvöldin.
ÞRÖSTUR
685060
VANIR MENN
MIÐVIKUDAGUR 20. SEPTEMBER 1989
Könnun Verslunarráðs íslands átöpuðum viðskiptaskuldum hjá 101 fyrirtæki:
Tapaðar skuldir
552 millj. kr. I ár
101 fyrirtæki þurfti að afskrifa 633 milljónir króna sem
tapaðar skuldir árið 1988, en það samsvarar til 0,99% af
veltu þeirra. Á þessu ári gera sömu fyrirtæki hins vegar ráð
fyrir að tapaðar skuldir nemi 552 milljónum króna eða
0,75% af veltu. Þetta kemur fram í niðurstöðum könnunar
sem Verslunarráð íslands gerði meðal félaga ráðsins,
varðandi það tap sem fyrirtæki verða fyrir vegna gjaldþrota
og nauðasamninga samhliða samdrætti og erfiðleikum í
atvinnurekstri.
Samtals 101 fyrirtæki innan ráðs-
ins tóku þátt í könnuninni, sem var
framkvæmd í byrjun september.
Spurt var um heildarveltu og af-
skrifaðar viðskiptaskuldir sam-
kvæmt ársreikningum 1988ogsam-
svarandi tölur fyrir árið 1989, sam-
kvæmt fyrirliggjandi áætlunum. Af
þessum 101 fyrirtækjum voru 23
framleiðslufyrirtæki, 66 verslunar-
fyrirtæki og 12 fyrirtæki í þjónustu.
Framleiðslufyrirtækin sem þátt
tóku í könnuninni gera ráð fyrir að
heildarvelta þeirra í ár verið 12,246
milljarðar króna og þurfi að af-
skrifa skuldir að upphæð 78 millj-
ónir króna. Verslunarfyrirtækin
gera ráð fyrir að þeirra heildarvelta
verði 32,396 milljarðar króna og
afskrifa þurfi skuldir að upphæð
149 milljónir króna. Þjónustufyr-
irtækin sem könnuninni náði til,
telja veltu sína 28,837 milljarða á
þessu ári og telja sig þurfa að
afskrifa 326 milljónir króna.
Með hliðsjón af stærð og sam-
setningu fyrirtækjanna má gera
ráð fyrir að tapaðar viðskiptaskuld-
ir í atvinnulífinu í heild verði á
árinu 1989 á milli 2,5 og 3,5
milljarðar. - ABÓ
Verö á mjólkurvörum lækkar
en flugferðir og leigubílar hækka:
Smjör lækkar
um 34 krónur
mjólk um 2,70
Verð á mjólk og mjólkurvörum
lækkaði í gær frá því sem ákveðið
var í byrjun þessa mánaðar. Verð á
mjólkurlítra lækkaði t.d. úr 70,20
kr. niður í 67,50, eða 3,8% og kíló
af smjöri lækkaði úr 546 kr. niður í
512 kr., sem er um 6,3% lækkun.
Þessi verðlækkun er í fyrsta lagi
vegna þess að bændur hafa fallist á
að fresta hluta þeirrar hækkunar
sem ákveðin var á verði til þeirra um
síðustu mánaðamót. Einnig ákvað
verðlagsráð að fresta til 1. desember
n.k. helmingi þeirrar 1% hækkunar
á smásöluálagningu sem versluninni
var heimiluð frá 1. september s.l.
Verðlagsráð fjallaði ekki einungis
um verð á mjólk á fundi sínum í gær.
Þar var flugfélögum heimilað að
hækka fargjöld innanlands um
6,7%. Leigubílstjórum var heimiluð
4,2% taxtahækkun og sendibílstjór-
um um 3,1%. - HEI
Deiluaðilar í kjaradeilu álversins
funduðu í gærkvöldi:
Flestir búast
við verkfalli
Um miðjan dag í gær hófst fundur
hjá ríkissáttasemjara í kjaradeilu
starfsmanna í álverinu og ÍSAL.
Ríkissáttasemjari reiknaða með
löngum fundi. Ef ekki tekst að
semja í dag hefst verkfall í álverinu
á miðnætti í nótt. Framleiðsla þar
stöðvast þó ekki strax því að samn-
ingur er í gildi milli ÍSAL og starfs-
manna þess um að ef til verkfalls
kemur skuli framleiðsla stöðvuð á
tveimur vikum. Þessi samningur var
gerður vegna þess að tjón álversins .
yrði gífurlegt ef starfsmenn myndu
hætta vinnu fyrirvaralaust. .
Mjög mikil harka mun vera hlaup-
in í kjaradeiluna og ekki verður sagt
að það hafi ríkt bjartsýni í húsakynn-
um ríkissáttasemjara í gær þegar
deiluaðilar settust við samninga-
borðið. Kröfur starfsmanna munu
vera um 12-15% launahækkun.
ÍSALhefurhafnað þessum kröfum.
í fjölmiðlum í gær var greint frá
því að Alusuisse vildi gjarnan að það
kæmi til verkfalls því að það myndi
fæla keppinauta í áliðnaði frá því að
byggja álver á íslandi. Ekkert hefur
verið staðfest í þessu efni. - EÓ
Húsgagnarisar
að sameinast
Þrjú af stærstu húsgagnafyrir-
tækjum landsins, Axis, Kristján
Siggeirsson, og Gamla kompaníið,
hafa að undanförnu átt í viðræðum
um sameiningu í eitt öflugt hús-
gagnafyrirtæki. Starfsfólki var til-
kynnt um þetta í dag og þess getið
að ekki væru fyrirhugaðar upp-
sagnir hjá starfsmönnum í fram-
leiðsludeildum fyrirtækjanna.
Hagræðing í rekstri er aðalorsök
sameiningarinnar, og kerhur fram
í tilkynningunni til starfsfólks að
hið nýja fyrirtæki mun hafa aðsetur
í húsakynnum Axis í Kópavogi og
Gamla kompaísins á Bíldshöfa í
Reykjavík.
Fyrirhugað er að hið nýja hluta-
félag verði stofnað um ntánaðar-
mótin en taki síðan til starfa um
áramótin.
Li, ' ■ »
~i i
Bi
H wmmm
Til vinstri á myndinni er nýi skúrinn sem m.a. er ætlað að geyma leikföng. Skúrinn er rúmir tíu fermetrar að stærð.
Tímamynd: Pjetur
„Leifsjstöðvareinkenna" verður vart jafnt í hinu stóra sem hinu smáa:
LEIKFANGAGEYMSLA
Á RÚMLEGA MILLJÓN
Það orð hefur farið af opinberum
byggingum að þær séu dýrar og fari
oftar en ekki fram úr kostnaðaráætl-
un. Eitt lítið dæmi um þetta er lítill
skúr sem var byggður yfir leikföng
við eitt barnaheimili í Reykjavík.
Skúrinn er ekki stór enda var áætlað
að það myndi ekki kosta nema
nokkur hundruð þúsund að fullgera
hann en þegar upp var staðið reynd-
ist hann kosta yfir eina milljón
króna.
Síðastliðið haust var byggður lítill
skúr yfir leikföng á leikvellinum
Barónsborg sem stendur við Njáls-
götu í Reykjavík. Kostnaður við
skúrinn fór nokkuð úr böndunum og
er áætlað að hann hafi kosta rúma
eina milljón króna. „Þetta er eins og
oft vill verða með stórar og litlar
byggingar. Kostnaður verður meiri
en áætlað er vegna þess að á bygging-
artímanum er ákveðið að fara út í
meiri framkvæmdir en upphaflega
var ákveðið. Þetta er ekkert ólíkt og
var með flugstöðina, bara smærra í
sniðum, „ sagði trésmiður hjá
Reykjavíkurborg í samtali við
Tímann.
Upphaflega var aðeins ætlunin að
byggja lítinn óeinangraðan skúr yfir
útileikföng. Þegar byrjað var að
byggja var hins vegar ákveðið að
setja í skúrinn leirbrennsluofn og að
þar af leiðandi þurfti að einangra
hann og setja í hann rafmagn. Auk
þess voru settir stálbitar undir skúr-
inn og ákveðið að hafa á honum
skýli. Að auki þurfti að ganga frá lóð
og lögnum. Margt smátt gerir eitt
stórt.og þegar upp var staðið mun
skúrinn hafa kostað yfir milljón en
upphaflega var áætlað að hann
myndi kost nokkur hundruð þúsund.
Húsið þykir því nokkuð dýrt miðað
við fermetrafjölda en skúrinn mun
vera um 10 fermetrar, sem gerir um
100 þús. kr. á fermetrann. Starfs-
menn á skrifstofum borgarinnar
sögðu að það hefði á engan hátt
verið staðið illa að málum. Húsið
hefði einfaldlega kostað meira en
menn bjuggust við. Til gamans má
geta þess að samkvæmt skýrslu
Seðlabankans kostar fermetrinn í
Seðlabankahúsinu framreiknað til
síðustu áramóta ca. 112 þúsund
krónur, en inni í þeirri tölu er þó
ekki talinn ýmis sérbúnaður s.s.
öryggisbúnaður, varaaflstöð, og
seðlabrennsluofn.
Barónsborg er eitt af elstu barna-
heimilum í borginni. Það er afar
hlýlegt og á skjólgóðum stað. Húsið
sjálft mun vera orðið um 40 ára
gamalt. Um tíma stóð til að rífa það
og byggja nýtt en horfið var frá því
og nú hafa verð gerðar á húsinu
nokkrar endurbætur. í sumar var
lóðin tekin í gegn og húsið málað.
Húsið er því núna í sæmilegu
ástandi. „Það lekur a.m.k. ekki eins
og mörg þessara nýju húsa gera,“
sagði forstöðukona Barónsborgar í
samtali við Tímann. - EÓ