Tíminn - 29.09.1989, Page 13
Föstudagur 29. september 1989
Tíminn 13
GLETTUR
- Er eitthvað sem þú þarft að tala við mig,
Margrét, áður en keppnistímabilið í
fótboltanum byrjar?
- Síðan ég fór að nota gleraugu við aksturinn
finnst mér umferðin hafa aukist alveg rosalega
- Hvert sinn sem við tökum okkur frídag og
förum á veiðar þá er eins og gæsirnar taki sér
líkafrí...
- Ég er með áhyggjur út af pabba. Hann gekk
í gær rakleiðis fram hjá bjórkránni!
- Ég er einmana kvenmaður í toppstöðu og
ég var að velta fyrir mér hvort þú værir ekki
einmana líka?
Málarinn fangaði
ræningjann á striga
Hann var heldur óheppinn
ungi ræninginn sem valdi sér
andlitsmálarann Ralph
Wolfe Cowan að fórnar-
lambi. Þó að hann væri snar
í snúningum þegar hann
stakk hendinni inn um opinn
bílglugga málarans og hrifs-
aði af honum gullhálsfestina
náði Cowan samt að festa
sér svo í minni útlitið á
þjófnum að hann gerði sér
lítið fyrir og málaði af hon-
um mynd þegar hann kom
heim.
Varla hefur ungi maður-
inn átt von á því að verða
festur á striga hálaunaðs
andlitsmálara. Viðskiptavin-
ir Cowans eru nefnilega yfir-
leitt af allt öðru sauðahúsi en
þessi renglulegi maður í
skítugu stuttbuxunum,
skyrtubolnum og strigaskón-
um. f hópi viðskiptavina
Cowans er t.d. soldáninn af
Brunei sem nýlega greiddi
Cowan 600.000 dollara fyrir
að gera fyrir sig fjölskyldu-
myndir. Cowan hefur líka
tekið að sér að gera málverk
af John F. Kennedy, Grace
furstafrú af Mónakó og Jó-
hannesi Páli II. páfa, svo að
einhverjir séu nefndir.
En ránið sem Cowan varð
fyrir þar sem hann sat í bíl
sínum á bílastæði við skyndi-
bitastað nærri heimili hans á
West Palm Beach í Florida,
hafði slík áhrif á hann að
hann eyddi dýrmætum tíma
sínum í að mála mynd af
ránsmanninum, sem málar-
inn verðleggur á 7.500 doll-
ara.
Auðvitað sýndi Cowan
lögreglunni málverkið um
leið og hann kærði ránið og
leist iaganna vörðum svo vel
á að þeir fengu að taka af því
myndir til að hengja upp
víðs vegar til að lýsa eftir
ræningjanum.
Málverkið sem Ralph Wolfe Cowan gerði af ræningjanum er á áberandi stað á vinnustofu
málarans. Hann gerir sér vonir um að geta fullgert það sem fyrst en enn vantar rimlana til
að myndin geti talist fullgerð.
Málverkið sjálft tók
málarinn hins vegar í sína
vörslu aftur og sagði það enn
ófullgert. Það yrði ekki full-
gert fyrr en hann gæti málað
rimla á sinn stað.
Afmælis-ísinn
hennar
Loni Anderson
Það er ekki langt síðan
kynbomban Loni Anderson
og kvennagullið Burt Reyn-
olds gengu í hjónaband og
því standa hveitibrauðsdag-
arnir sjálfsagt enn. Það má
a.m.k. ætla það eftir hinni
rómantísku afmælisgjöf sem
Burt gaf Loni sinni á afmæl- •
isdaginn 5. ágúst. Hann bauð
eiginkonunni upp á sítrónuís
sem hann gekk sjálfur frá í
krystalskál, - og í skálinni
hennar Loni var gullnisti
með stórum, mjög sérstök-
um og fallegum skærgulum
demanti, en slíkir demantar
eru sjaldgæfir. Gripurinn er
áætlaður 3.6 millj. að verð-
mæti.
Loni Anderson er fædd í
St. Paul í Minnesota 5. ágúst
1945 og hún á gifta dóttur,
Deirde, sem komin er yfir
tvítugt. Þegar Deirde var
aðeins 3 ára spurði hún
mömmu sína hvort hún fengi
svona stór brjóst, eins og
mamman, þegar hún yrði
stór. Loni segir, að sér hafi
brugðið við spurninguna og
farið að hugsa málið. Hún
komst að þeirri niðurstöðu,
að hún hefði óeðlilega stór
brjóst og þau væru orðin til
mikilla óþæginda fyrir sig.
Hún ráðgaðist við lýtalækni,
sem sagðist geta hjálpað
henni til að minnka brjóstin
þannig að vöxtur hennar yrði
eðlilegur. - Það var alltof
mikil „yfirbygging" á mér,
sagði Loni.
Loni sagði lækninn hafa
staðið við fyrirheitið og hún
hefði, í þessi 17 ár síðan
þetta gerðist, aldrei séð eftir
því að fara í aðgerðina.
Loni Anderson
brosir sínu
blíðasta.