Tíminn - 12.10.1989, Side 4

Tíminn - 12.10.1989, Side 4
4 Tíminn Fimmtudagur 12. október 1989 Verðlaunasamkeppni Ert þú lík þessari? Sultugerðin Búbót efnir til verðlaunasam- keppni. Leitað er að konu sem er lík Mömmusultu mömmunni. Pátttakendur eru beðnir að senda inn myndir af sér (brjóstmyndir) í lit með rauðdoppóttan skýluklút á höfðinu og grænt sjal fyrir 28. október. Vinningshöfum gefst kostur á að leika í auglýsingum fyrir Mömmusultur. Verðlaunin eru glæsileg: Fyrstu verðlaun eru 10.000 kr og nafnbótin Mömmusultu mamma 1989. Verðlaun 2 til 20 eru ýmsar sultugerðir frá sultugerðinni Búbót. Myndir ásamt nafni og heimilisfangi sendist: Sultugerðinni Búbót Skemmuvegi 24M Kópavogi. Veitingahús SfS við Álfabakka - rekstur veitingasölu 1. nóvember næstkomandi mun íþrótta- og tóm- stundaráð Reykjavíkur taka við rekstri veitinga- húss við Álfabakka (Broadway). Auglýst er eftir aðilum, sem vilja koma til álita sem leigutakar að rekstri veitingasölu í húsinu. ísfisksölur til Bretlands og Þýskalands fyrstu níu mánuðina: Utflutningsverðmæti rúmir 5,5 milljarðar Á fyrstu níu mánuðum þessa árs voru flutt til Bretlands 21.687 tonn af þorski, sem er 5430 tonnum minna en flutt var til Iandsins á fyrstu níu mánuðum síðasta árs. Þrátt fyrir þessa minnkun í útflutningi á þorski, hafa heildarverðmæti aukist lítillega. Samanlagt nam heildarútflutningur á ísfiski til Bretlands og Þýskalands samtals 5,5 milljörðum króna á fyrstu níu mánuðum þessa árs. Fyrir þorskinn sem fluttur var út til Bretlands á þessu ári fékkst samtals 1 milljarður 867 milljónir króna, en á síðasta ári fékkst 1 milljarður 819 milljónir króna. Þessi aukning í krónum talið, þrátt fyrir 5430 tonna minni útflutning, skýrist einkum af hækkun pundsins. Þá hafa verðmæti hvers þorskkílós auk- ist lítillega. Að meðaltali voru greidd 0.94 pund fyrir hvert kíló fyrstu níu mánuði þessa árs, en á síðasta ári var meðalverð á kíló 0.91 pund. Um 1300 tonna meiri útflutningur var á ýsu til Bretlands á fyrstu níu mánuðum þessa árs, en var í fyrra. Heildarútflutningurinn nú nam 12.556 tonnum og fékkst tæpur 1,2 milljarður fyrir aflann. Meðalverð í pundum hefur haldist nær óbreytt. Um 4300 tonn voru flutt út af kola á þennan markað yfir sama tímabil, sem er tæpum 700 kílóum minna en í fyrra. Fyrir aflann fengust nú tæpar 353 milljónir króna. Meðalverð í pundum er óbreytt milli ára. Heildarútflutningur á Bretlands- markað nam samtals 44.814 tonnum. Meðalverð á kíló í pundum talið á tímabilinu var 0.94 pund, en árið áður á níu mánaða tímabili var meðalverðið 0.91 pund. Heildar- verðmæti selds afla á Bretlands- markaði nam 3 milljörðum 865 millj- ónum króna. Á sama tímabili í fyrra var útflutningurinn 49.497 tonn og heildarverðmæti þess á þávirði var 3 milljarðar 345 milljónir króna. Til Þýskalands voru flutt út sam- tals 24.802 tonn á fyrstu níu mánuð- unum. Heildarverðmæti er rúmur 1,7 milljarður króna. Á sama tíma- bili í fyrra voru flutt til Þýskalands 18.965 tonn og var heildarverðmætið þá rúmur milljarður króna. Útflutn- ingur á karfa jókst um tæp 4000 tonn á tímabilinu milli áranna, úr 12.681 tonni 1988 í 16.293 tonn 1989 og útflutningur á ufsa jókst um rúm 1200 tonn eða úr 2.643 tonnum í 3.858 tonn. í september sl. voru flutt til Bret- lands með skipúm og í gámum samtals 4355 tonn, þar af voru 2485 tonn af þorski og 1075 tonn af ýsu. Heildarverðmæti í krónum talið voru rúmar 469 milljónir króna. Meðalverð fyrir kílóið var um 1,1 pund, eða 106 til 108 krónur. í Þýskalandi voru seld samtals 3371 tonn í september fyrir rúmar 239 milljónir króna. Meðalverð á kíló í þýskum mörkum var 2,24 mörk, en í krónum talið rúm 71 króna. Af 3371 tonni voru samtals 1896 tonn af karfa og 1046 tonn af ufsa. -ABÓ Ljóðspeglar Hjá Námsgagnastofnun er komin út bókin Ljóðspeglar. Bókin er ætluð nemendum í 7.-9. bekk grunnskóla og er framhald þeirrar ljóðaútgáfu Námsgagnastofnunar sem leit dagsins ljós með útgáfu Ljóðspora á sl. ári. Útgáfunni verður væntanlega lokið með þriðju og síðustu bókinni Ljóðsprotum (handa 1.-3. bekk) seint á næsta ári. 1 Ljóðspeglum eru á þriðja hundrað ljóð eftir 132 ljóðskáld frá þessari öld og þeirri síðustu. Að uppbyggingu er bókin svipuð Ljóðsporum. Bókinni er skipt í átta kafla og hverjum kafla í mismarga þætti. Við röðun ljóða innan hvers þáttar eru það einkum efni, bragfræði eða myndmál sem ráða því hvemig ljóðin raðast saman. Hver þáttur hefs. á verkefni eða tillögum og viðfangsefnum. Aftast í bókinni er kafli um bragfræði auk kafla með orðskýringum. ítarlegar höfunda- og ljóðaskrár eru einnig aftast í bókinni. Bókina prýðir fjöldi ljósmynda. Hún er alls 208 bls., filmuunnin í Repró, prentuð í Umbúðamiðstöðinni hf. og bundin í Félagsbókbandinu — Bókfelli hf. Umsóknum skal skilað eigi síðar en 20. október n.k. á sérstökum eyðublöðum sem liggja frammi á skrifstofu ÍTR, Fríkirkjuvegi 11. ÍÞRÓTTA-OG TÓMSTUNDARÁÐ Tilkynning til launaskattsgreiðenda Athygli launaskattsgreiðenda skal vakin á því að eindagi launaskatts fyrir mánuðina júlí og ágúst er 16. október n.k. Sé launaskattur greiddur eftir eindaga skal greiða dráttarvexti til viðbótar því sem vangreitt er, talið frá og með gjalddaga. Launaskatt ber launagreiðanda að greiða til inn- heimtumanns ríkissjóðs, í Reykjavík tollstjóra, og afhenda um leið launaskattsskýrslu í þríriti. Fjármálaráðuneytið. Jeppahjólbarðar Hágæðahjólbarðar HANKOOK frá Kóreu. 9,5-30-15 kr. 5.950,- 10.5- 31-15 kr. 6.950,- 12.5- 33-15 kr. 8.800,- Gerið kjarakaup Örugg og hröð þjónusta BARÐINN Skútuvogi 2, Reykjavík Símar 91-30501 og 84844 Forseti íslands frú Vigdís Finnbogadóttir Forsetinn á faraldsfæti Rólegheit við Kötlu Engar jarðhræringar hafa orðið við Kötlu síðastliðna viku en í byrjun mánaðarins mældust nokkrir jarð- skjálftar þar. Þeir stærstu mældust um 4 stig. Að sögn Einars Einarsson- ar bónda á Skammadalshóli í Mýrdal, en þar er jarðskjálftamælir staðsettur, er nokkuð algengt að jarðskjálftar verði við Kötlu síðla sumars eða á haustin. Einar sagði að menn þar um slóðir létu þetta ekki trufla sig enda finndu menn ekki þessa skjálfta. Þeir kæmu aðeins fram á jarðskjálftamælum. -EÓ Samtök heima- vinnandi Næstkomandi laugardag verða stofnuð Landsamtök heimavinn- andi. Markmið samtakanna er að ná fram leiðréttingu í lífeyrissjóðsmál- um, skattamálum, tryggingamálum og á öðrum þeim sviðum þar sem heimavinnandi fólk hefur ekki notið réttar á við annað vinnandi fólk. í tilkynningu frá undirbúnings- hópnum segir: „Hefja þarf störf á heimilum til vegs og virðingar, t.d. með því að meta heimilisstörfin í þjóðhagsreikningum á sama hátt og önnur störf í þjóðfélaginu, en slíkt ætti að koma öllum heimilum í landinu til góða.“ Á fundinum verður leitað svara við ýmsum spurningum varðandi hagsmuni heimavinnandi fólks. Meðal annars varðandi skatta-, dag- vistunar og lífeyrissjóðsmál. Stofnfundurinn verður haldinn á Holiday Inn og hefst kl. 13:30 og er öllum opinn. SSH Forseti íslands, frú Vigdís Finn- bogadóttir, fór í gær áleiðis til Genfar, þar sem hún mun verða formaður dómnefndar í samkeppni Evrópubandalags útvarps- og sjón- varpsstöðva um besta handritið að sjónvarpsleikriti í ár. Þá mun forseti afhenda verðlaun keppninnar 16. október nk. Frá Genf fer frú Vigdís til Lau- sanne í Sviss og flytur'þar erindi á ráðstefnu um áhrif ferðamála á menningu þjóða. Þá hefur forseti þegið boð forseta Sviss um að koma í opinbera vinnu- heimsókn til Bern 17. þ.m. Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráð- herra, verður þar í fylgd forseta og mun hann eiga viðræður við utanrík- is- og utanríkisviðskiptaráðherra Sviss. í fylgd með forseta íslands verður Komelíus Sigmundsson forsetarit- ari.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.