Tíminn - 12.10.1989, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 12. október 1989
Tíminn 5
Almenn húsnæðislán Byggingarsjóðs ríkisins skorin niður í ár og enn meira 1990:
Almenn húsnæðislán nú
34% minni en í fyrra
Af einhverjum óútskýrðum orsökum virðist Byggingarsjóði
ríkisins ekki hafa tekist að koma lánsfé sínu út til íbúðarkaup-
enda á þessu ári. í júlflok hafði Byggingarsjóður lánað
helmingi (nær 2 milljörðum) minna í aimenn húsnæðislán
heldur en á sama tíma í fyrra. í ágúst og september tóku
lánveitingar nokkurn kipp, þó enn væru þær þá 34% minni
að raungildi en árið áður.
í lok september voru heildarlán-
veitingar komnar í 4.140 m.kr. Það
er innan við helmingur þeirra 8.505
m.kr. sem sjóðurinn á að lána á
þessu ári samkvæmt endurskoðaðri
áætlun fjárlaga. Byggingarsjóður
yrði því að „moka“ út um 4,4
milljörðum kr. á þrem mánuðum
'eigi áætlanir að standast - sem
starfsmenn Húsnæðisstofnunar efast
raunar um að muni takast?
„Seðlabankasjódurinn“
endurheimtur
Eins og Tíminn greindi frá fyrir
nokkru var fjármálaráðuneytið á
miðju sumri farið að líta löngunar-
augum til þess „milljarðasjóðs“ er
Húsnæðisstofnun hafði þá safnað í
Seðlabanka. Ákvarðanir um að seil-
ast í þann sjóð líta nú dagsins ljós í
nýjum fjárlögum fyrir 1990. í fyrsta
lagi hefur fjármálaráðuneytið
ákveðið að taka til baka meira en
helming (550 m.kr.) ríkisframlagsins
til Byggingarsjóðs ríkisins á þessu
ári. Og í öðru lagi að skera það nær
alveg niður á næsta ári. Jafnframt er
farið fram á að dregið verði úr
útgáfu lánsloforða til til samræmis
við minnkun lánsfjár.
2,4 milljarðar í húsbréfin
Þar við bætist að áætlað lækka
skuldabréfakaup lífeyrissjóðanna úr
55% niður í 45% af ráðstöfunarfé á
næsta ári, en mismunurinn (um
2.410 m.kr.) fari í kaup á húsbréfum.
Þá á og nota um 500 m.kr. af
fjármunum sjóðsins til byggingar
kaupleiguíbúða.
Almenn útlán Byggingarsjóðs
ríkisins voru áætluð 7.780 m.kr. á
fjárlögum þessa árs, sem hækkaði í
8.505 m.kr. í endurskoðaðri áætlun.
Til að lánveitingar sjóðsins næsta ár
héldu í við verðlagshækkanir þyrftu
þær að hækka í 9.025 m.kr. Eftir
aðgerðir þær sem áður er lýst verða
þær hins vegar aðeins um 7.160
m.kr. árið 1990, sem þýðir nær 2
milljarða, eða 22% samdrátt.
Hvar eru 1.000
lán geymd?
Forstjóri Húsnæðisstofnunar
hafði ekki á takteinum skýringar á
því hvers vegna almennar lánveiting-
ar Byggingarsjóðs eru svo miklu
minni í ár en í fyrra. Upplýsingar um
lánveitingar til 1. ágúst koma fram í
fréttabréfi Húsnæðisstofnunar. Al-
menn húsnæðislán Byggingarsjóðs
ríkisins, til almennra nýbygginga og
kaupa notaðra íbúða, á þessu tíma-
bili í ár og sama tímabili í fyrra (og
á sama verðlagi) voru þannig:
1988 Verðl.’89 1989
m.kr. m.kr.
NýbvEE-lánl.391 (1.640) 934
Eldriíb. 2.048 (2.415) 1.205
Alls 3.439 (4.055) 2.139
Þeir hátt í tveir milljarðar kr. sem
lánveitingar voru minni þessa sjö
mánuði í ár hefðu t.d. nægt til að
greiða út allt að 1.000 fleiri lán til
kaupa á notuðum íbúðum (140 á
mánuði) heldur en raun varð á.
í septemberlok voru lán til ný-
bygginga komin í 1.333 m.kr. í stað
um 1.900 m.kr. á sama tíma í fyrra
(framreiknað) og 1.806 m.kr. til
kaupa á notuðum íbúðum í stað
2.850 m.kr. í fyrra. Lánin voru því
enn um 1.700 m.kr. minni en í fyrra
- sem á hinn bóginn mun ekki fjarri
stöðunni á „Seðlabankasjóði" Hús-
næðisstofnunar um þessar mundir.
Um 550 m.kr.
I kaupleiguna
Auk almennra húsnæðislána hafði
Byggingarsjóður í júlílok lánað um
250 m.kr. til leigu og kaupleigu-
fbúða, 160 m.kr. í greiðsluerfið-
leikalán og 408 m.kr. í „önnur“ lán.
Samtals eru þetta 808 m.kr., eða
htlu minna en öll almenn nýbygg-
ingalán sjóðsins á sama tímabili.
Lánveitingar byggingarsjóðs
verkamanna voru á hinn bóginn
þriðjungi meiri að raungildi í júlílok
en í fyrra, eins og sjá má á þessum
samanburði:
1988 (framr.) 1989
m.kr. m.kr. m.kr.
Verkam.búst. 722 (851) 832
Eldri íbúðir 196 (231) 318
Leiguíbúðir 260
Kaupleiguíb. 33
Alls 968 (1.082) 1.443
Lítið vantar því á að lán til
nýbyggingar verkamannabústaða
hafi verið eins há og öll almenn lán
til nýbygginga á sama tímabili.
Mestu munar þó um tæpar 300 m.kr.
í leigu og kaupleiguíbúðir sem koma
til viðbótar 250 m.kr. úr Byggingar-
sjóði ríkisins. í septemberlok voru
heildarlánveitingar B.V. komnar í
rúmar 1.860 m.kr. Á næsta ári er
áætlað að B.V. láni um 3.740 m.kr.,
sem er um 27% aukning frá fjárlög-
um í ár.
Skuldabréfakaup lífeyrissjóðanna
af húsnæðisstofnun voru komin í
4.560 m.kr. í júlílok. Þau voru 3.694
m.kr. á sama tíma í fýrra, sem þýðir
um 200 m.kr. aukningu að raungildi
í ár. Sú viðbót og aðeins meira hafði
farið til Byggingarsjóðs verka-
manna, en svipað til Byggingarsjóðs
rfkisins og á síðasta ári. Er því ekki
við lífeyrissjóðina að sakast þótt
almennar lánveitingar sjóðsins hafi
minnkað um þriðjung á þessu ári.
-HEI
Akært I kókaínmálinu
og lækkuðu í gær
Bankarnir breyttu vöxtum sínum
í gær. Seðlabankinn hafði óskað
eftir því við bankana að þeir drægju
þá vaxtahækkun sem varð um síð-
ustu mánaðamót, og var á bilinu
3-5%, til baka. Það hefur ekki
gengið eftir meðal annars vegna þess
að horfur er á að verðbólga verði
meiri en Seðlabankinn gerði ráð
fyrir.
Eftir vaxtabreytinguna í gær eru
víxilvextir í bönkunum sem hér
segir:
Landsbanki
Útvegsbanki
Búnaðarbanki
Iðnaðarbanki
26% voru 26%
27,5% voru 27%
26% voru 26%
27,5% voru 29%
Verslunarbanki 27,5% voru 29%
Samvinnubanki 27,5% voru 29%
Alþýðubanki 27,5% voru 29%
Sparisjóðir 27,5% voru 29%
Vextir á almennum skuldabréfum
ýmist hækka eða lækka. Vegið með-
altal var 29% en er nú 29,5%. Sem
dæmi um þessar breytingar má nefna
að Útvegsbanki hækkar sína vexti úr
31% f 28%, Samvinnubanki fer úr
29% í 32%, Alþýðubanki fer úr
29% í 31,5% ogSparisjóðirnirlækka
sína vexti úr 31% í 30%.
Landsbanki og Búnaðarbanki
hækka innlánsvexti á Kjörbók og
Gullbók um 2%. -EO
Vextir hækkuðu
Þeir Magnús Þór Jónsson auglýsingateiknari til hægri og Friðrik Sigurðsson framkvæmdastjóri LFH halda á
milli sfn verðlaunamerki Magnúsar en með þvi verður gæðalax frá Islandi auðkenndur framvegis.
Gæðamerki fyrir útfluttan lax
Magnús Þór Jónsson auglýsinga-
teiknari hlaut fyrstu verðlaun fyrir
merki sem hann nefnir Hæng en
Landssamband fiskeldis- og haf-
beitarstöðva ætlar framvegis að
auðkenna gæðalax þann sem flutt-
ur verður út héðan með þessu
merki. Auk þess verður merkið
notað í auglýsingum og kynningum
á íslenskum eldislaxi.
Friðrik Sigurðsson fram-
kvæmdastjóri Landssambands
fiskeldis- og hafbeitarstöðva segir
að nýlega hafi verið stofnað gæða-
samband innan samtakanna en að-
ild að gæðasambandinu eigi einnig
útflytjendur og pökkunarstöðvar.
Tveir síðastnefndu aðilamir
verði að sækja sérstaklega um
hvort þeir megi auðkenna útflutn-
ingsvörur sínar með nýja merkinu
og mun gæðasambandið síðan úr-
skurða hvort leyfi til þess verði
veitt. -sá
Bifhjólaslys á Akureyri
Bifhjólaslys varð á Hörgárbraut
skammt norðan við Glerárbrú á
Akureyri um klukkan fimm í gær.
Bifhjólið lenti á tveimur ungum
stúlkum sem voru leið yfir gangbraut
á Hörgárbraut. Stúlkurnar
fluttar á sjúkrahús allmikið slasaðar.
Önnur stúlkan hlaut höfuðmeiðsl en
hinn beinbrotnaði. ökumaður bif-
hjólsins slapp lítt meiddur. -EÓ
Pramminn aftur á flot
Ríkissaksóknari gaf í gær út ákæru
á hendur þremur mönnum í kókaín-
málinu svokallaða. Mennimir eru
ákærðir fyrir að hafa smyglað til
landsins einu kílói af kókaíni frá
Bandaríkjunum og dreift um helm-
ingi þess innanlands.
Ríkissaksóknari lítur málið mjög
alvarlegum augum því að hann hefur
krafist allt að 10 ára fangelsis yfir
mönnunum. Einn hinna ákærðu hef-
ur setið í gæsluvarðhaldi síðan 12.
maí í vor. Nú nýlega var gæsluvarð-
haldsúrskurðurinn framlengdur til
30. nóvember. Þetta er umfangs-
mesta kókafnmál sem hefur komið
upp hérlendis til þessa. -EÓ
Röng mynd var birt með frétt í
föstudagsblaði Tímans, þar sem
fjallað var um dýpkunarfram-
kvæmdir við höfnina á Rifi á Snæ-
fellsnesi. í fréttinni var greint frá því
að framkvæmdir hefðu legið niðri
vegna óveðurs og dýpkunarprammi
Köfunarstöðvarinnar h.f., sem sér
um framkvæmdimar, rekið stjórn-
laus vegna bilunar upp í grjótgarðinn
norðan í höfninni. Pramminn náðist
síðan aftur á flot á næsta flóði og er
myndin tekin við það tækifæri.