Tíminn - 12.10.1989, Page 7

Tíminn - 12.10.1989, Page 7
Fimmtudagur 12. október 1989 Tíminn 7 VETTVANGUR lllli Yfirvaldið, jarðfræðingurinn, og aldur landnámsg jóskunnar Mánudagskvöldið 2. október síðastliðinn hringdi vinur minn í mig til að vita hvort ég hefði séð grein í Tímanum frá laugardegin- um áður, þar sem Margrét Halls- dóttir jarðfræðingur kæmi með at- hugasemdir við eitthvað sem ég hefði látið mér um munn fara í viðtali í Tímanum fimmtudaginn 28. september. Ég var að vonum hissa, þar sem sá hinn sami jarð- fræðingur hafði í vikunni áður komið með athugasemdir við dokt- orsritgerð mína í viðtali í Ríkis- sjónvarpinu, og verið með andmæli og athugasemdir við niðurstöður mínar, án þess að rfkisfjölmiðillinn sýndi mér þá sjálfsögðu kurteisi að gefa mér (sem reyndar var tilefni fréttaflutningsins) færi á að svara fyrir mig. A vini mínum mátti skilja að greinilega hafði þessi hlutdræga aðstaða jarðfræðingsins í Ríkissjónvarpinu ekki dugað til, því nú væri hún mætt í Tímanum líka. Þrátt fyrir að mér þætti þetta allskrítið (ekki síst þar sem ágrein- ingur fagmanna í milli úti í hinum stóra heimi vegna útkomu doktors- ritgerða er alltaf afgreiddur í fag- tímaritum en hvorki í sjónvarpi né dagblöðum), þá ákvað ég að rukka umrætt laugardagsblað af Tíman- um í snatri, hvað ég og gerði. Mýkt yfirvaldsins gagnvart innlendri menningarviðleitni Vegna anna hafði ég þó ekki tíma fyrr en í bítið á fimmtudags- morguninn (5. okt.) að helga mig lestri athugasemda Margrétar Hallsdóttur, en sá ásetningur minn fór snarlega fyrir róða, þar sem á skrifborði mínu beið mín miður vinalegt bréf frá sjálfu Þjóðminja- safni íslands þess efnis, að þar sem ég væri búin að birta niðurstöður mínar um Herjólfsdalsrannsóknir í einhverri doktorsritgerð, þá bæri mér að skila öllum frumgögnum, heimildum, forngripum, teikning- um osovíðere til Þjóðminjasafns hið fyrsta og helst heilanum í mér líka! Að vonum þóttu mér þetta váleg tíðindi, einkum og sér í lagi þar sem Þjóðminjasafn hafði aldrei sýnt Herjólfsdalsrannsóknum neinn áhuga, nema síður væri. Ég beit því duglega á jaxlinn (eins og svo oft áður) og var illa til neydd að skjóta lestri athugasemda jarð- fræðingsins á frest og svara yfir- valdinu í Þjóðminjasafni, þar sem mér stóð meiri ógnun af því í augnablikinu að vera vænd um lagabrot (sem bréf Þjóðminjasafns óneitanlega hljóðaði uppá), heldur en að jarðfræðingurinn fengi hugs- anlega síðasta orðið í Tímanum einnig. Bróðurpartur fimmtudagsins fór sem sagt í það að kynna Vest- mannaeyingum og öðru góðu fólki hinar köldu kveðjur Þjóðminja- safns, enda óneitanlega sérstök staða að ég og Vestmannaeyjabær eftir áratuga baráttu við það að koma Herjólfsdalsrannsóknum í höfn, ættum að gefa frá okkur allt til einhverrar ríkisstofnunar, sem stjómaðist greinilega af allt öðm en áhuga fyrir vestmannaeyskum fomleifum. Að vonum var ég orðin nokkuð þreytt á íslensku yfirvaldi, þar sem annað yfirvald, yfirvald fjármála, hafði tjáð mér munnlega áður en ég hélt utan til doktors- vamar, að ritgerð mín sem hluti í ritröð væri undanþegin söluskatti, en síðar var ákveðið að svo væri ekki, enda skyldi nú öll íslensk menningarviðleitni sem birtist á prenti heyra undir 25% söluskatt. Ég varð að beygja mig undir þessa kúvendingu fjármálavaldsins hvað sem tautaði og raulaði, enda skildi ég eftir að hafa ráðfært mig við hugaða bókaútgefendur að íslensk tunga í prentformi fengi hvergi náð fyrir augum skattglaðs fjár- málaráðherra, hvað þá heldur ein- hver doktorsritgerð á erlendu máli, sem varla nokkur lifandi sála myndi hvort heldur er nenna að lesa hérna megin við Pollinn. Þetta með móðurmálið þykir mér ennþá harla skrítið með tilliti til þess að flokksbróðir skattamálaráðherrans hefur verið á fullu undanfarið að tala um gildi íslenskrar tungu, sem ég og aðrir asnar höfum alltaf talið best numda af bókum góðra rit- höfunda og þýðenda. Svona voru þá yfirlýstir útverðir íslenskrar menningar þegar á reyndi. Síðan rann föstudagurinn upp og ég kom öllum pósti óopnuðum úr augsýn og flutti símann úr kallfæri til að geta loks lesið í friði athugasemdir Margrétar Halls- dóttur. Herjólfsdalur o- MYND 1 MOSFELL 1- -LAL« 90 100 10 Sjá má afstöðu landnámslagsins í jarðvegssniðinu í Herjólfsdal (sbr. M. Halls. 1984:52 og ritgerð mína bls. 67) samanborið við afstöðu landnámslagsins í jarðvegssniði M. Halls. frá Mosfelii í Grímsnesi (tekið úr Plate 3/frjóIínuriti M. Halls í ritgerð hennar frá 1987 - ,4C aldursgreiðninguna Lu-1170 (uppá 1290 ±50 ár frá ártalinu 1950) hef ég sjálf fært inn á myndina, sem og LAL/Iandnámslagið. Margrét Hallsdóttir jarðfræð- ingur og Herjólfsdalsrannsóknir Margrét Hallsdóttir vann að minni beiðni frjógreiningar í tengslum við fornleifarannsóknir í Herjólfsdal og Sigurður Þórarins- son heitinn sá um gjóskulagagrein- ingu (þ.e.a.s.) greiningu á gos- öskulögum) við upphaf Herjólfs- dalsrannsókna, en síðar tók Guð- rún Larsen jarðfræðingur að sér að greina gjóskulög í Herjólfsdál og víðar á Heimaey. Sýni til frjógrein- inga og greiningar á gosösku voru tekin 1977 og 1981 og lokaskýrslur og greinar voru tilbúnar 1983-1984 (Guðrúnar Larsen í skýrslu Nor- rænu Eldfjallastöðvarinnar nr. 8402 árið 1984 og lokaskýrsla Mar- grétar Hallsdóttur í Arbók hins íslenzka fornleifafélags 1983, er út kom 1984). Síðan leið og beið þar til dokt- orsritgerð Margrétar Hallsdóttur jarðfræðings um áhrif manna- byggðar á gróðurfar með hliðsjón af landnámsgjóskunni kom út 1987, en þar afgreiðir hún mínar niðurstöður og eins færeyingsins Jóhannesar Jóhansen (sem unnið hefur að frjógreiningum í Færeyj-. um um alllangt skeið) að byggð á íslandi og í Færeyjum nái allt aftur á 7. öld, sem óáreiðanlegar í meira lagi. Slíka staðhæfingu M. Halls. getur að lesa í inngangi ritgerðar hennar (bls. 2), áður en hún hefur sjálf sýnt fram á hversu gamalt hún telji landnámslagið (og þar með Laboratory sample no "C age B.P. Calibrated one sigma age two ftipma Intercepts MYND 2 cal AD Lu-1166 1100:45 889 - 990 780 - 1019 910. 915, 977 Lu-1167 1190:50 773 - 937 680 - 980 781. 789. 805. 821, 829. 839. 862 Lu-1168 1180:50 775 - 940 687 - 980 782. 788. 814. 816. 833. 836. 868 Lu-1169 1150:50 779 - 978 694 - 1000 889 Lu-1170 1290:50 664 - 775 640 - 866 686. 754. 757 77» calibralions are made at the ,4C Laboratory in Isotope Lab Radiocarbon Calibration Pro£ram 1987 Lund by usiní University oí Wasiniton Quatcrnary ■ rev 13. and are bascd on ten years interval. 1000 1100 1200 1300 BP Lu-1166 Lu-1167 Lu-1168 Lu-1169 Lu-1170 1100245 BP 1190250 BP 1180250 BP 1150250 BP 1290250 BP Fig. 19. Radiocarbon datinís from the peat section ranje of one siíma and the thin line the ranje of at Mosfell versus depth. The thick line fives the two tijma. 14C aldursgreiningar í kringum landnámslagið úr mósniði frá Mosfelii í Grímsnesi, sem Margrét Hallsdóttir birti með grein sinni í Tímanum 30. september síðastliðinn. landnámið) á íslandi vera. Til þess að geta tímasett áhrif mannabúsetu (ekki síst landnámsbúsetunnar) á gróðurfarið í landinu, þá skiptir aldursgreining landnámslagsins auðvitað höfuð máli í ritgerð jarð- fræðingsins. Hvað varðar ásakanir Margrétar Hallsdóttur um að ég hafi bent á rangar niðurstöður um það að hún sé með 14C aldursgreiningu rétt undir landnámslaginu sem gefi aldurinn 1209 ± 50 ár fyrir nútíma, þá fer ég þar engan veginn með rangt mál, því ég átti að sjálfsögðu við aldursgreininguna Lu-1170, sbr. 1. mynd (=töflur þær er M. Halls. birti í Tímanum 30. sept- ember síðastliðinn, bls. 3) Ég benti á þessa aldursgreiningu af þeirri einföldu ástæðu að hún liggur undir landnámslaginu, um það bil 1.5 sm undir laginu að því er mér reiknast til, og að mínu mati er það rétt undir landnámslaginu og annað ekki. Aldursgreiningamar Lu- 1166-1169 (sbr. 1. mynd), sem lágu við, í og yfir landnámslaginu, bar verð með tilliti til aldurs landnáms- lagsins. í faggrein minni, fomleifa- fræðinni, þá reynir maður fyrst og fremst að ná sýnum til aldursgrein- inga undir fyrirbrigðinu sem maður vill fá fram aldurinn á (þ.e.a.s. terminus ante quem á fagmáli) og því þótti mér aldursgreiningin 1290 ±50 ár 1,5 sm undir land- námslaginu hjá M. Halls. vera allrar athygli verð, en þessi aldurs- greining liggur óneitanlega á sama tímatalsbili og sumar háar aldurs- greiningar úr Herjólfsdal (sjá 2, og 3. mynd) og skýrir það hina hár- réttu tilvísan mína í ritgerð M. Halls. Þar sem gróðurfarsbreytinga vegna landnáms verður vart undir landnámslaginu og greinilegt mannvistarlag liggur einnig undir landsnámslaginu í Herjólfsdal þá eru sýni þaðan (þ.e.a.s. undir lag- inu) marktækust ef við viljum fá fram aldurinn á upphafi landnáms og áreiðanleika nafngiftarinnar landnámslag eða landnámsgjóska. Margrét Hallsdóttir vísar til ým- issa rannsóknaraðferða jarðfræð- MYND3 Lab nr. ,4C-álder före 1950 (BP) MASCA-kalibrerat (AD) Stuiver-kalibrerat - 1ct(AD) Stuiver-kalibrerat - 2cr(AD) U-2529 U-2531 U-2533 U-2660 U-2661 U-2662 U-2663 U-4402 1260±60 1060±65 1240±60 1390±60 1340±60 1240±5Ó 1300±60 1035±65 720±80 915±85 735±85 595±55 630±60 735±85 685±75 940±80 670-850 895-1020 680-870 600-670 645-765 685-860 655-775 905-1025 645-935 780-1150 655-975 545-770 585-845 665-935 640-870 785-1155 í töflunni má sjá 14C aldursgreiningamar samkvæmt þeim trjáhringatíma- talskúrfum, sem iðulega er tekið mið að. mér engin skylda til að tíunda nánar, enda reyni ég ekkert að fela tilvist þeirra fyrir lesendum ritgerð- ar minnar, og þeim reyndar í sjálfsvald sett að kynna sér þær að vild. Fyrst þessar aldursgreiningar eru komnar til tals, þá vekur það óneitanlega áhuga að þær liggja á. 3 sm millibili, sumar með misháar niðurstöður í öfugu hlutfalli við stöðu þeirra í jarðvegssniðinu, og næsthæsta greiningin af fimm ligg- ur ekki næstneðst heldur næstefst í sniðinu á mynd jarðfræðingsins. Þetta sýnir bara hversu nauðsyn- legt það er að halda áfram að taka sýni til aldursgreininga í tengslum við landnámslagið, og vil ég í því sambandi benda á það að manni er nú ráðið frá að taka sýni til I4C aldursgreininga úr gosöskunni sjálfri, þar sem talið er að áhrifa frá eldgosinu geti gætt í niðurstöðun- um (sbr. Bruns, M. o.fl. 1980). Þar sem enginn ágreiningur virðist um það milli mín og M. Halls. að áhrifa landnáms (meðal annars við breytingar á gróðurfari) gæti undir landnámsgjóskunni, þá þykir mér týra að ég fari með alvarlegar rangfærslur, þegar ég bendi á það að aldursgreining á lífrænum leif- um 1,5 sentimetrum undir (=rétt undir) landnámslaginu sé áhuga- inga, sem ásamt henni hafa þrengt bilið milli 850-900 e.Kr. hvað land- námsgjóskuna varðar, án þess að þess sé getið með hvaða rannsókn- araðferðum og af hverjum hið ákjósanlega bil 850-900e.Kr. (hvar ártalið 874 er að finna) hafi náðst. . Það er tómt mál að vitna til rann- sóknaaðferða og niðurstaðna í rök- semdafærslu, sem lesandanum gefst ekki færi á að kynna sér. Ég vil að gefnu tilefni birta hér 14C aldursgreiningarnar úr bæjar- hólnum og byggðinni í Herjólfsdal, ekki síst til að kynna þær hinum almenna lesanda. Eins og sjá má eru 6 af 8 aldursgreiningum eldri en 874 sé tekið mið af 68% líkum á dreifingu í árum e.Kr. og þar af eru þrjár örugglega eldri en 874 sé tekið til allra hugsanlegra dreif- ingaþátta í niðurstöðunum (sjá 3. mynd, þar sem gráu fletirnir standa fyrir68% eða 1 cr=sigma). Aldurs- greiningarnar U-2660-2661 (U=sýni aldursgreind við Uppsala- háskóla) og eins U-2663 gefa út frá 68% líkindadreifingu niðurstöður sem ná afturt á 7. öld. Þar sem landnámsgjóska (=LAL í jarðvegssniðinu frá bæjarhólnum í Herjólfsdal), fannst neðarlega í mann- vistarlaginu/byggðarlaginu í Her- jólfsdal, þá tel ég að landnáms- gjóskan geti hafa fallið í kringum 700 e.Kr. eða allt að 200 árum fyrr en talið hefur verið, þar sem hæstu aldursgreiningamar úr byggðinni virðast ná aftur á miðja 7. öld. Auðvitað getur verið að áfram- haldandi rannsóknir leiði í ljós að landnámsgjóskan hafi fallið eitt- hvað fyrr en seinna en ég hef lagt til, en ég tel útilokað í ljósi Herjólfsdalsrannsókna að hún hafi fallið svo seint sem á árabilinu 850-900 e.Kr. Hingað til hafa flestir þeir sem vinna við fomleifaupp- grefti hér á landi tekið gildar tímasetningar jarðfræðinga á hin- um ýmsu gjóskulögum, án þess að leggja sig neitt eftir því að skoða hvort niðurstöður uppgraftarins gefi kannski eitthvað ailt annað til kynna. Þegar um upphaf landnáms hefur verið að ræða þá hefur nánast verið gengið að því vísu að land- námið hefjist með hefðbundnu landnámi Ingólfs árið 874 sam- kvæmt rituðum miðaldaheimild- um, þrátt fyrir að sömu heimildir segi að papar hafi búið hér fyrst. Niðurstöður fornleifarannsókn- anna í Herjólfsdal sýna það að hér bjuggu norrænir menn allt aftur á 7. öld og sömu rannsóknir benda einnig til þess að landnámsgjóskan sé eldri en frá seinni hluta 9. aldar. Ég vil ljúka þessu svari mínu til Margrétar Hallsdóttur jarðfræð- ings með því að skora á hana að færa umræðuna um landnáms- gjóskuna og hinar ýmsu rannsókn- araðferðir íslenskra jarðfræðinga varðandi tímasetningu hennar, frá dagblöðum og sjónvarpi yfir í fag- tímarit. Tímarit sem nýtur faglegr- ar viðurkenningar innanlands sem utan, ekki síst með tilliti til þess að háskólar utan íslands sem ritgerð mín tengist (og þeir eru fleiri en einn) geti mætt mjög svo alvarleg- um ásökunum hennar um það að Háskólinn í Umeá hafi ekki gætt hlutanna sem skyldi er hann tók ritgerð mína gilda til doktorsvarn- ar. Um leið og jarðfræðingurinn tekur sér slík stóryrði í munn gefur hún í skyn að þekktir fornleifa- fræðingar (þar af fjórir prófessor- ar), sem leiða og leitt hafa forn- leifafræðina sem fræðigrein fram á við ekki bara í heimalöndum sínum heldur einnig á alþjóðavettvangi, hafi af mistökum hvattt mig til doktorsvamar. Það er greinilega ekki margt sem jarðfræðingurinn Margrét Hallsdóttir vílar fyrir sér. Reykjavfk 8. október 1989 Margrét Hermanns-Auðardóttir, fomleifafræðingur Heimildir sem hér hafa komið til tals eru: Bnins, M. o.fl. 1980. Regional source of volcanic carbon dioxite and their influence on l4C content of present-day material. Radiocarbon 22:2 New Haven. Guðrún Larsen. 1984. Gjóskurannsóknir • vegna forleifauppgraftar í Herjólfsdal, Vestmannaeyjum. Nonæna eldfjallastöðin 8402. Reykjavík. Jóhanncs Jóhansen. 1985. Studies in the vegetational history of the Faeroe and Shetland Islands. Annales Societatis Sci- entarium Færoensis. Supplementum XI. Thorshavn. Margrét Hallsdóttir. 1984. Frjógreining tveggja jarðvegssniða á Hcimaey. Árbók hins íslenzka fomleifafélags 1983. Reykja- vík. Margrét Hallsdóttir. 1987. Pollen analytical studiies of human influence on vegetation in relation to the Landnám tephra layer in southwest Iceland. Lundqua Thesis 18. Lund. Margrét Hermannsdóttir. 1986. Merovingert- ida bosáttning pá Island. Viking 1985/1986. Oslo. Margrét Hermanns-Auðardóttir. 1989. Islands tidiga bosáttning. Studier med utgángs- punkt i merovingertida-vikingatida gárd- slámningar í Herjólfsdalur, Vestmannaeyj- ar, Island. Studia Archaeologica Universit- atis Umensis 1. Umeá.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.