Tíminn - 12.10.1989, Page 8
8 Tíminn
Fimmtudagur 12. október 1989
Listahátíö í Reykjavík
Verðlaunasamkeppni
á sviði lista
- meðal ungs fólks
Listahátíð í Reykjavík efnir til verðlaunasam-
keppni á sviði lista - meðal ungs fólks. Mega
þátttakendur kjósa sér listform: hvort sem væri
á sviði ritaðs máls, myndmáls, á sviði danslistar,
leikhúss eða tónlistar (hljóðlistar), sviði formlistar
eða umhverfislistar - má vera á enn öðru sviði,
jafnvel fleiri en eitt form saman.
Keppnin tekur til frumsköpunar í list fyrst og fremst.
Þátttakendur séu 19 ára eða yngri (miðað við
skiladag). Skilafrestur er til 1. mars 1990. Verki sé
skilað á skrifstofu Listahátíðar, Gimli v/Lækjar-
götu, 101 Reykjavík - svo fullbúnu sem kostur er,
ellegar ítarlegri lýsingu á hugmynd þess.
Listahátíð lýsir sérstökum áhuga á verkum
unnum út frá grunnhugmyndinni „íslendingur og
haf“ en verk út frá öðrum hugmyndum hafa þó
fullan rétt í keppninni.
Verðlaunafé verður alls 400 þúsund kr. og hefur
dómnefnd sjálfdæmi um deilingu þess. Dómnefnd
setur sér vinnureglur sjálf. Verðlaun verða afhent
við opnun Listahátíðar 1990.
Vigdís Finnbogadóttir, forseti íslands er heið-
ursformaður dómnefndar. Dómnefnd er skipuð í
samráði við stjórn Bandalags íslenskra lista-
manna og er formaður dómnefndar Brynja Bene-
diktsdóttir, leikstjóri (forseti B.Í.L.). Dómnefnd
skal heimilt að kalla sértil fulltingis listfróða menn.
Áformuð er kynning valinna verka úr samkeppn-
inni á Listahátíð og/eða síðar svo sem tök verða á.
Listsamkeppni þessi er kostuð af íslandsbanka
hf.
5. október 1989
Listahátíð í Reykjavík.
RANWSÖKNARÁÐ RÍKISINS
Deildarsérfræðingur
Rannsóknaráð ríkisins óskar að ráða starfsmann
með háskólapróf í hagfræði, viðskiptafræði eða
öðrum greinum vísinda. Reynsla af rannsóknum
eða öðru sjálfstæðu starfi að verkefnum og góð
tölvukunnátta nauðsynleg.
Starfssviðið varðar athuganir, sem lúta að mótun
vísinda- og tæknistefnu á íslandi, m.a. mannafla
og fjármagni til rannsókna, sérhæfðum starfskröft-
um og þróunarforsendum nýrra tækni- og fram-
leiðslugreina, svo og umsjón með ársfundum og
árskýrslum Rannsóknaráðs í samvinnu við Vís-
indaráð.
Umsóknarfrestur er til 23. október, 1989.
Upplýsingar veittar í síma 21320.
+
Útför eiginkonu minnar
Sigríðar Önnu Sigurjónsdóttur
Engjavegi 45
Selfossi
sem lést 5. október verður gerð frá Krosskirkju í Austur-Landeyjum
laugardaginn 14. okt. kl. 2 e.h.
Fyrir mína hönd og annarra vandamanna.
Axel Jónsson.
Hugleiðingar og spurningar
útaf ráðstefnu um heil-
brigðis og tryggingamál
Það hefur víst ekki farið framhjá
neinum, sem fylgist með fjölmiðlum,
að Framsóknarflokkurinn héit um
síðustu helgi ráðstefnu um heilbrigð-
is og tryggingarmál. Á mælendalista
ráðsteftrunnar voru auk ráðherra
forsætis og heilbrigðismála, flestir
aðalembættismenn heilbrigðisþjón-
ustunnar og ýmsir aðilar aðrir, sem
látið hafa heilbrigðismál til sín taka.
Undirritaður átti þess ekki kost að
sækja ráðstefnuna, en hefur hlustað
á fréttir af henni í sjónvarpi og
útvarpi. Ekki hefur þar farið miklurn
sögum af því hvað forystumenn
þjóðarinnar höfðu þar til mála að
leggja, en aðeins verið nefnt eitt
nafn, þ.e.a.s. nafn aðstöðarmanns
heilbrigðisráðherra Finns Ingólfs-
sonar.
Að sögn fyrmefndra fjölmiðla,
fjallaði mál hans ekki um það,
hvernig bæta megi íslenska heil-
brigðisþjónustu, heldur um það,
hvernig hægt sé að spara í þjónust-
unni.
Það er kunnara en frá þurfi að
segja, að tannlæknaþjónusta er dýr
á Islandi, bitnar sá dýrleiki að sjálf-
sögðu á ríkissjóði, sem greiðir hluta
af þessari þjónustu fyrir börn og
gamalmenni. Aðstoðarmaður ráð-
herra hefur lausnina í hendi sér, en
hún er, að flytja inn atvinnulausa
tannlækna frá hinum Norðurlöndun-
um, sem bíði bara eftir því að koma
hingað til að undirbjóða collega
sína. Fjölmiðlar létu þess ekki getið
hvort íslensk heilbrigðisyfirvöld
hefðu þegar tryggt sér þessa þjón-
ustu, eða hver viðbrögð íslenskra
tannlækna yrðu við slíkri innrás á
þeirra markaðssvæði. Sé svo ekki,
fyndist mér ástæða til að bjóða
einhverja aðlaðandi varapatent-
lausn, t.d. niðurgreiddar Búlgaríu-
ferðir.
En það eru ekki bara tannlæknar,
sem em að koma marghrjáðum ríkis-
sjóði á vonarvöl. Kostnaður við
sérfræðiþjnustu lækna hefur þre-
faldast á síðustu 5 ámm. Fjölmiðlam-
ir tíunda ekki neinar ástæður fyrir
þessari aukningu kostnaðar, en
væntanlega hefur aðstoðarmaður
ráðherra gert það í erindi sínu.
Hinsvegar skortir ekki góð ráð til að
lækka þennan kostnað, jafnvel um
milljónahundruð. Aðalráðið er að
loka spítalasérfræðinga inni á spít-
ölunum og selja svo utanspítalaþjón-
ustuna lægstbjóðandi. Einhverjar
hliðarráðstafanir eiga að fylgja með
í Brussel er verið að leggja síðustu
hönd á aðra álitsgerð Efnahags-
bandalags Evrópu um bankamál. f
álitsgerðinni mun lagt til, að stjórn-
arnefnd EBE verði heimilað að
leggja hömlur á starfsemi útlendra
banka, eða banna með öllu, ef
heimalönd þeirra hefta starfsemi
banka með lögheimili í aðildarlönd-
um bandalagsins. Hefur Samband
banka í EBE tekið saman lista yfir
26 lönd, sem beita slíkum höftum af
einu eða öðru tagi. Hefur forseti
Sambandsins, Umberto Burani,
sagt, að listanum fylgdi yfirlit yfir
höftin, að því er Financial Times
hermdi 17. ágúst 1989 (en taldi ekki
upp þessi 26 lönd). í yfirlitinu segir
um Japan: „Að formi til njóta út-
lendir bankar í Japan sömu stöðu og
innlendir á mörgum sviðum. Hins
vegar hafa þeir aðeins takmarkaðan
aðgang að japönskum markaði af
í kaupunum, svo sem að vekja upp
tilvísanadrauginn og láta sjúklinga
kvitta að loknu læknisverki, til að
tryggja að þeir krefjist ekki gjalds
fyrir óunnin verk.
Fjölmiðlarnir létu þess ekki getið,
hvar og hverjir eiga að sinna þeirri
þjónustu, sem sérfræðingar sjúkra-
húsanna hafa sinnt til þessa en
væntanlega hefur aðstoðarmaður
ráðherra haft á því lausnir sem öðru.
Þetta er orðinn nokkuð langur
formáli að stuttum spurningum, sem
komu upp í huga fjölmiðlaneytand-
ans við að hlusta á fregnir af ráð-
stefnunni.
Þær eru á þessa leið: Var framlag
Eða plötusnúður.
Hann talar og talar og talar.
Sprelligosar
Ný sögubók á léttu móli
eftir Andrés Indriðason
með myndum eftir
Gylfa Gíslason
Sagan Sprelligosar fjallar um
hvemig Ólafi Helga liður eftir að
hafa skotið úr túttubyssu á
Tomma besta vin sinn, hve erfitt
er að einbeita sér að þvi sem fram
fer í skólanum á meðan Tommi er
á sjúkrahúsi, hvemig Ólafur Helgi
ákveður að reyna að bæta fyrir
brot sitt og margt fleira.
Sagan Sprelligosar er skrifuð á
lóttu og ljósu máli og
einkum ætluð bömum á aldrinum
11 til 13 ára sem erfitt eiga með
að lesa langan samfelldan texta.
Línur em stuttar, gott bil á milli
þeirra og letur greinilegt. Líflegar
myndir Gylfa Gíslasonar prýða
nánast hverja opnu bókarinnar.
ýmsum ástæðum." Nokkrar þeirra
em tilgreindar: Ákvörðun stjóm-
valda á hæð vaxta, sem einkum er til
góðs stórum bönkum með mörg
útibú; takmarkanir á lántökum
banka á milli; útlendir bankar eiga
ekki kost á endurfjármögnun í seðla-
bankanum.
Bandaríkin eru líka sögð meina
útlendum bönkum starfsleyfis í sum-
um ríkjum (fylkjum) sínum og yfir-
leitt setja starfsemi þeirra skorður.
í>á eru Kanada og Ástralía sögð
þrengja að útlendum bönkum sem
og Svíþjóð og Noregur. - í Asíu em
mörg lönd sögð meina útlendum
bönkum starfsleyfis eða setja þeim
þröngt starfssvið, svo sem Kína,
Singapore, Suður-Kórea, Taiwan,
Indland, Indónesía, Malaysía, Pak-
istan og Thailand.
Fáfnir
forystumanna heilbrigðismála svo
léttvægt á ráðstefnunni að ekki taki
að geta þess, eða var framlag aðstoð-
armanns ráðherra svo gagnmerkt að
• annað efni féll í skuggann? Hreyfði
enginn ráðstefnugesta andmælum
við erindi aðstoðarmanns ráðherra,
eða voru þau andmæli, ef einhver
voru, svo ómerkileg að ekki taki að
geta þeirra? Að lokum þetta. Ber að
skoða erindi aðstoðarmanns ráð-
herra sem stefnuyfirlýsingu ráðstefn-
unnar og þar með stefnu Framsókn-
arflokksins í þeim þáttum heilbrigð-
ismála, sem þar var rætt um?
Bessastaðahreppi 10. okt. ’89
Arni Bjömsson
llllllllllll
Bókin kemur einnig út á
hljómbandi sem ætlað er til
lestrarþjálfunar. Nemandinn
getur fylgst með í bókinni um leið
og hann hlustar á bandið. Bókin
er 136 blaðsíður í brotinu A5.
Að verða
fullorðinn
Námsgagnastofnun vekur
athygli á námsefninu Að verða
fullorðinn sem ætlað er
nemendum sem af ýmsum
ástæðum geta ekki notað almennt
námsefni, t.d. vegna takmarkaðs
málskilnings, lestrarerfiðleika o.fl.
Nemendabók ber upp
námsefnið en henni fylgja
hljóðbók (nemendabók) og
kennarabók með glærum.
Nemendabókin er skrifuð á
einföldu og skýru máli og í henni
er fjölbreytt myndefni til
stuðnings textanum. Hún skiptist
í niu meginkafla þar sem fjallað er
m.a. um líkamlegar breytingar,
hegðun, framkomu, tilfinningar,
áhugamál, tómstundir, ábyrgð,
kynlíf o.fl.
Höfundur nemendabókar eru
sérkennararnir Fjölnir
Ásbjörnsson og Sylvía
Guðmundsdóttir sem ásamt Auði
Hrólfsdóttur sérkennara tóku
einnig saman kennarabókina. Búi
Kristjánsson teiknaði myndir.
Nemendabókin er 78 blaðsíður i
brotinu A4.
BÆKUR
llllllllllllllllllllllll VIÐSKIPTALÍFID IIIIIIIIIIIIIIIIM
Ný álitsgerð EBE
um bankamál