Tíminn - 12.10.1989, Síða 17

Tíminn - 12.10.1989, Síða 17
Fimmtudagur 12. október 1989 Tíminn 17 ÍE0NBOG8NN afe KVIKMYNDAHÁTÍÐ ^ í REYKJAVIK 7.-17. OKT. A-salur Salaam Bombay Magnað meistaraverk frá Indlandi um undirheima Bombay. Leikstjórí: Mira Nalr Sýnd kl. 5 og 7 Atlantshafs Rapsódía (Atlantic Rhapsody) þá er loksins komin biómynd frá Færeyjum. Leikstjórí hennar, Katrin Ottarsdóttir, verður viðstðdd frumsýninguna. Sýnd kl. 9 -a,' . ti' ir Jrl Lestin leyndardómsfulla (Mystery Train) Gamansöm mynd í anda hinnar vinsælu „Down by Law“ úr smiðju Jim Jarmusch. Sýnd kl. 11.15. Salur-B Liðsforinginn Snilldarleg striðslýsing leikstjórans Alexandr Askolov. Myndin beið 20 ár eftir því að sjá dagsins Ijós. Sýnd kl. 5 og 7 Salur D Geggjuð ást (Crazy Love) Vægðarlaus en bráðskemmtileg belgisk mynd um lifshlaup ólukkunnar pamfíls. Byggð á sðgum Charles Bukowski. Leikstjórí: Dominiqu Deruddere Sýnd kl. 5 og 7 Bönnuð innan12ára Mefisto Óskarsverðlaunaður fyrsti hluit þríleiks IsWan Szabó um leikarann sem seldi sál sína. Aðalhlutverk: Klaus-Marla Brandauer. Sýnd kl. 9 Urslitaorrustan (Le Dernier Combat) Fyrsta mynd leikstjórans Luc Besson, höfundar „Subway" og „The Big Blue“. Einn af aðalleikurum myndarinnar, Jean Reno, verður viðstaddur fmmsýninguna. Sýnd kl. 9 og 11.15 Salur C Trúnaðartraust Dramatísk örlagasaga úr heimsstyrjöldinni siðari, eftir ungverska meistarann IsNán Szabó. Sýnd kl. 5 og 7 Salur E Pelle Sigurvegari Leikarar Pelle Havengaard og Max von Sydow. Leikstjórl er Billle August. Sýnd kl. 5 og 9 Miðaverð kr. 380,- Sögur af Gimlispítala Óvenjuleg súrrealisk skopstæling eftir Vestur-lsiendinginn Guy Maddin. Sýndkl. 9 og 11.15 Bönnuð innan 14 ára. Miðaverð kl. 5,9 og 11.15 kr. 350,- Miðaverð kl. 7 og 7.30 kr. 250,- Eftir að kvikmyndahátið Listahátíðar lýkur mun Regnboglnn á ný taka til sýninga kvikmyndirnar Bjöminn, Dögun, Gestaboð Babettu og Móður fyrir rétti. Söngkonan Sissel er mjög trúuð, og hún segir að trúin gefi sér kraft og það sé Guð sem stýri Iífi sínu. „En ég er ekki með neinn geislabaug og það vaxa ekki englavængir út úr bakinu á mér,“ sagði hún brosandi á blaðamannafundinum Söngkonan Sissel - unga stúlkan sem söng í hléinu í Evrópusöngvakeppninni í Bergen 1986 er orðin söngstjarna Norðurlanda Sissel Kyrkjebö var aðeins 17 ára þegar hún stóð á sviðinu í Grieg-höllinni í Bergen og söng í hléinu í Evrópusöngva- keppninni í Bergen 1986. Hún hefur haldið áfram að syngja og nú er að koma út þriðja LP-plata hennar „Soria Mo- ria“, en þar syngur hún létt lög, þjóðvísur og popplög. „Ég vel mér lög sem mér þykir gaman að syngja, og þessi plata sýnir hvernig ég er í dag,“ segir Sissel á blaða- mannafundi í tilefni af útkomu nýju plötunnar. Sissel segist ekki geta sungið um eitthvað ljótt eða sorglegt, því þá gráti hún og sér líði illa. Hin unga söngkona, Sissel Kyrkjebö, er nú tvítug og hún er orðin mjög þekkt á Norður- löndum. Hún gaf út jólaplötu í fyrra í Noregi, sem seldist í milljón eintökum, en slíkt er mjög sjaldgæft þar í landi. Danir hafa líka hrifist mjög af Sissel og keyptu jólaplötuna hennar óspart og sömuleiðis Svíar. Stóran hluta af ágóðan- um af jólaplötunni gaf söng- konan til styrktar barnaheimili fyrir munaðarleysingja í Bangkok. Nú stendur til hjá Sissel söngferðalag til Danmerkur í byrjun nóvember. Hún syngur í Kaupmannahöfn og í fimm öðrum borgum og alls staðar er uppselt fyrirfram á hljóm- leikana! „Sissel Kyrkjebö er vinsælli en geitaostur,“ sagði í myndatexta í dönsku blaði þegar verið var að kynna fyrirhugaða tónleika hennar Gríeg-höllin í Bergen í Noregi, þar sem Sissel söng fyrst opinberlega fyrír fullu húsi 17 ára

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.