Tíminn - 20.10.1989, Page 7

Tíminn - 20.10.1989, Page 7
Föstudagur 20. október 1989 Tíminn 7 AÐ UTAN llllíl Wllillllllllllllllllllll! llllllllllllllllllllllllllllllll! l! Morðahrina skömmu fyrir þingkosningar Carmen Tagle stöðvaði hvíta Renault-bílinn sinn fyrir framan fjölbýlishúsið í Madrid sem hún bjó í skamma stund, til að opna bílskúrshurðina með fjarstýring- unni. Hægt og sígandi opnaðist hurðin, en það gerðist of hægt. Tveir karlmenn, og e.t.v. líka ein kona, stukku út úr kyrrstæðum svörtum VW-Polobíl og skutu 5-6 sinnum inn um bílgluggann. Skot í hnakkann innsiglaði dauða Carm- enar, 44 ára gamals saksóknara sem hafði beitt sér fyrir því að skilyrðin fyrir frelsissviptingu hryðjuverkamanna yrðu hert. Nokkrum klukkutímum síðar sama dag, varð fiskkaupmaður í Bilbao fyrir sömu örlögum. Bréfa- sprengja frá basknesku hryðju- verkasamtökunum „Euskadi ta Askatasuna“ (Eta), sem þýðir Baskaland og frelsi, sprakk í hönd- unum á honum. Sennilega var hér um skelfileg mistök að ræða. Viku fyrr drap sprengifimur pakki grun- lausan póstmann. Skömmu áður urðu þeir sem leið áttu eftir hraðb- rautinni Bilbao-París vitni að upp- gjöri milli lögreglu og Eta-skæru- liða rétt hjá borginni Irún. í skot- bardaga við lögregluna sprakk Eta- skæruliðinn Uronabarrenetxea í loft upp af eigin handsprengju og samstarfsmaður hans féll í kúlna- hríð. Einmitt á sama tíma og spænska Guardia Civil-herlögreglan hand- tók í skyndileit tæplega 60 meinta virka Eta-menn stóðu í ljósum logum í Baskalandi enn einu sinni rútubílar og vegatálmar og lest fór út af sporinu vegna hermdarverka. Allir þessir atburðir áttu sér stað á aðeins tveim vikum í september sl., aðeins fáum vikum fyrir þing- kosningar á Spáni. Og spurt er: Var þetta bara venjuleg atburðarás í hinni óendanlegu sögu Eta-æðis- ins? „Þeir verða að halda áfram að drepa til að sanna að þeir séu ennþá til“ Það er ekki víst. Að vísu líktist ástandið í norðurhéruðum Spánar óhugnanlega mikið eiturlyfjastríð- inu sem nú er rekið í fyrrverandi nýlendu Spánar, Kólumbíu, rétt fyrir kosningamar. En Felipe González segir að Eta hafi fyrir löngu misst sjónar á nokkru mark- miði. „Þeir verða að halda áfram að drepa til að sanna að þeir séu yfirleitt ennþá til,“ segir hann. Jafnvel þeir sem áður fundu til samúðar með Eta-hreyfingunni, sem stofnuð var fyrir 30 árum af hugsjónamönnum um frelsi til handa Böskum, taka nú undir að hún sé einungis orðin að morð- sveitum. Það voru Eta-baráttu- mennirnirsjálfirsem komuþessum sinnaskiptum á fyrir þremur árum þegar þeir komu fyrir kattarnef konu, hinni svikulu bardagasystur sinni Maríu Dolores González Kat- arain, sem kölluð var „Yoyes“. Heilaga konan sem var drepin fyrir svik við málstaðinn Á áttunda áratugnum lýstu post- ular byltingarinnar því yfir að Yoyes væri heilög kona, móðir allra hnarreistra Baska og leiðars- tjarna þjóðarinnar. í augum lög- reglunnar og fjölmiðlanna var hún þó enn sem fyrr samviskulaus hryðjuverkamaður sem stjórnaði manndrápum. Árið 1979 sagði hún skilið við vini sína í Eta og hvarf til Mexíkó. Sex árum síðar sneri hún aftur heim og vegna náðunar var hand- tökuskipun á hana felld niður. Yoyes vann sem félagsfræðingur í San Sebastian og vildi nú bara gegna móðurhlutverkinu gagnvart sínu eigin barni. Þetta leit Eta á sem ögrun. Fram á síðustu stundu höfðu fyrrverandi bardagafélagarnir trú- að því að hún myndi aftur ganga í raðir Eta. „Eins og maður sem Spænskalögreglanhefuráttíblóðugum bardögum við ETA undanfarin 20 ár. Basknesku hryðjuverka- samtókin ETA búin að missa stuðning þjóðar sinnar Basknesku hryðjuverkasamtökin ETA halda áfram iðju sinni en verða sífellt einangraðri í stjórnmálum. Baskar eru búnir að fá nóg af morðum og öðrum hryðjuverkum. % m f konan hefur yfirgefið vonar að hún komi aftur á meðan allir vita ekki að hún er farin burt,“ skrifaði Yoyes í dagbókina sína. „Hún sjálf sveik sjálfa sig,“ rétt- lættu síðar sviknu vinirnir hennar morðið á henni á sveitamarkaðn- um í heimabæ hennar Ordicia í fjöllunum að baki San Sebastian. Eta-hryðjuverkamennirnir hafa haldið áfram morðunum eins og þeir væru haldnir illum anda. Frá því þeir frömdu fyrstu morðin fyrir •tveim áratugum í baráttunni gegn einræði Francos og yfirvöldum í Madrid hafa 600 manns fallið fyrir hendi þeirra, þar af 90% eftir að Spánn varð lýðræðisríki 1976. Það er hættuleg blanda kúgunar og raunverulegrar niðurlægingar, bragðbætt goðsögnum og kyn- slóðagömlum táknum, sem hefur stuðlað að þessum hryðjuverkum í nafni þjóðernis. Fjallabændurnir sannastir Baska Sterklegir, hávaxniroggeðþekk- ir fjallabændur sem búa á bónda- bæjunum sínum úr grófhöggnum steinum eru kjalfesta allra Baska. Þeir kalla sig stoltir Euskaldunak, enda tala þeir frá unga aldri þetta ævaforna mál basknesku, sem ekki er skylt neinu vestur-evrópsku tungumáli. Menntamenn í borgun- um sem læra ekki málið fyrr en þeir eru orðnir fullorðnir, eru hins veg- ar kallaðir Euskaldunberriak. Enn frekar en í miðfjöllunum hafa lifað eldgamlir siðir í bröttum fjallshlíðunum í héraðinu San Sebastian. Brottfluttir bjuggu til kúluleikinn „Pelota“, þar sem hættulega harðar kúlur eru slegnar með bogadregnu kasttré í vegg og er hann heimsþekktur. Litið er svo á að fjallabændurnir séu síðustu leifar Euskal Herria, hinnar raunverulegu basknesku þjóðar. Þeir urðu tákn þjóðar sem Iifir í stöðugri skelfingu um að verða að hverfa en leitar jafnframt sjálfrar sín. Veitt forréttindi og afbökun sögunnar Allt fram á 19. öld veitti hin veika spænska krúna Böskunum víðtæk fríðindi. Meðal forréttind- anna má telja skatta, tolla og jafnvel hermenn. „Allar góðar af- leiðingar velskipulagðs frelsis og fullkomins jafnréttis er að finna með þjóðinni við Biskayaflóa,“ var lofgerð Wilhelms von Humb- oldts um ástandið 1801. Yoyes var áður dýrkuð af félögum sínum í ETA. En að lokum drápu þeir hana og ásökuðu hana um svik við málstaðinn. ETA-menn hafa verið ófeimnir við að halda blaðamannafundi. En þeir hafa ekki viljað koma til dyranna eins og þeir eru klæddir. En þegar spænska ríkið svipti Baskaþjóðina forréttindunum 1876 hófst goðsagnasköpunin. Forréttindi sem fengist höfðu af- hent urðu að frelsi sem barist hafði verið fyrir, óútskýrður uppruni basknesku þjóðarinnar var skáldaður aftur fyrir tíma biblíunn- ar. Sabino Arana, upphafsmaður nútíma baskneskrar þjóðernis- stefnu, sá hreyfingunni fyrir kyn- þáttakenningu. „Biskayabúinn er hreinn og göfugur," ritaði hann 1885. „Spánverjarnir vita ekkert . um trúarbrögð og þvo sér bara einu sinni á ævinni.“ í spænsku borgarastyrjöldinni slógust hinir afturhaldssömu Bask- ar í lið með rauðum lýðveldissinn- um vegna þess að valdaránsherfor- ingjarnir voru frábitnir öllu tali um sjálfstjórn hinna ýmsu ríkja. „Þá gerði Franco sjónhverfingu Arana að sannleika," er skoðun stjórn- málafræðingsins Gurutz Jauregi. „Hann hernam Baskaland, breytti staðarnöfnum, bannaði tunguna og þjóðsagnirnar. Það mátti ekki einu sinni meitla eitt einasta baskneskt nafn á legsteina.“ „Það útheimtir blóð og tíma að hamra saman þjóð“ Þegar aðkomumenn streymdu í stríðum straumum til Baskalands á velmektarárum iðnaðarins á sjötta áratugnum, ákváðu baskneskir þjóðernissinnar að grípa til gagn- aðgerða. „Ef spænski hernámsher- inn hefur því sem næst alveg útrýmt baskneskri þjóðarvitund, getur aðeins annar her hrist meirihluta fólks upp úr sljóleikanum,“ sagði fyrrum leiðtogi Eta, Patxo Unz- ueta. Eftirmaður hans, „Peixoto", orðaði enn skýrar markmið og vinnuaðferðir Eta: „Það útheimtir blóð og tíma að hamra saman þjóð.“ 1 byrjun lét Eta sér nægja að vinna að menningarmálum og hafði sérstaklega uppi áróður fyrir „Ikastola", einkaskólum sem kenna basknesku. En 7. júní 1968 féll fyrsti hermaður Guardia Civil fyrir byssukúlu frá Eta. Stríðið gegn einræðinu sem hægt og sígandi færðist í aukana hafði líka í för með sér hugmyndafræði- legar nýjungar. Marxiskir náms- menn gengu í lið með þjóðernis- sinnunum. Rétt eins og Alsírbúar, Kúbanir og Víetnamar fóru Baskar skyndilega að trúa því að þeirra hlutskipti væri að vera í farar- broddi kúgaðra nýlenduþjóða í frelsisbaráttu. Árið 1982, þegar lýðræðislegar stofnanir voru löngu teknar til starfa og sósíalisti hafði verið val- inn í Madrid til að gegna forsætis- ráðherraembætti, greip Eta í fyrsta sinn til hinna bráðdrepandi bíla- sprengja. 19. júní 1987 dóu 21 manns í kjörbúð í Barcelona af völdum sprengjutilræðis. Þrátt fyrir öll tilgangslausu manndrápin nýtur Eta enn stuðn- ings róttæka þjóðernissinnabanda- lagsins „Herri Batasuna" (HB - Sameinuð þjóð), sem við kosning- ar í Baskalandi fær allt að 230.000 atkvæðum. Aukin sjálfstjóm einangrar ETA En sjálfstjórnarstaða Baska- lands sem samþykkt var á spænska þinginu 1979 og hefur loks tekið gildi eftir langvarandi samninga- viðræður, hefur loks þröngvað þjóðernissinnunum í einangrun. „Síðustu eina og hálfa öldina hefur engin basknesk ríkisstjórn notið eins víðtækrar sjálfstjórnar og nú,“ segir Joseba Agirreazkuenaga, sagnfræðingur við baskneska há- skólann í Bilbao. Nú er víðtæk sjálfstjórn í skatta- málum, Baskar hafa eigin sjón- varpsdagskrár, skóla og háskóla fyrir þau 25% Baska, sem enn hafa fullt vald á hinu erfiða máli sínu, og líka baskneska lögreglu sem á smám saman að koma í stað al- þjóðarlógreglunnar. Yfirvöld í Madrid hafa m.a.s. gert um u.þ.b. 400 Eta-skæruliðum sem sitja í spænskum fangelsum tilboð sem er allrar athugunar virði. Þ.e. að ef þeir láta af hryðju- verkunum geti þeir fengið léttari refsingu, án þess að neyðast til að segja til félaga sinna eins og krafist er af t.d. Rauðu herdeildunum á Ítalíu. Yfir 200 marxiskir Eta-hryðju- verkamenn hafa þegar snúið baki við samtökunum. Aðeins óttinn við eigin leiðtoga heldur aftur af öðrum Eta- meðlimum. Þrýstingurinn á baráttumennina sem eftir eru verður sífellt meiri. í byrjun árs 1988 birtu sex basknesk- ir stjórnmálaflokkar sameiginlega yfirlýsingu þar sem ofbeldi var fordæmt. Áður flykktist fólk að- eins í fjöldagöngur gegn yfirvöld- um í Madrid. Nú marséra þúsundir manna til að krefjast þess að endir verði bundinn á ofbeldið. „Bask- neska samfélagið er búið að fá meira en nóg af blóðsúthellingun- um,“ er álit Joseba Askarraga þingmanns, „og það sem mikilvæg- ara er, með hverjum deginum sem líður verður það ófeimnara að láta þá skoðun sína opinberlega í ljós. “

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.