Tíminn - 20.10.1989, Qupperneq 16

Tíminn - 20.10.1989, Qupperneq 16
 AUGLÝSINGASÍMAR: 680001 RftOSSKIP NÚTÍMA FLUTNINGAR Halnarhúsinu v/Trvggvagötu. a 28822 ITARHOITI 20 sIm, Leigjum út sali fyrir fundi og einkasamkvæmi og aðra mannfagnaði PÖSTFAX TÍMANS 687691 9 Iíminn FÖSTUDAGUR 20. OKTÓBER 1989 Drög að reglugerö Jöfnunarsjóös sókna lagt fram á Kirkjuþingi: OF MIK LU VARID TIL BYGGING A OG VIDHALDS Drög að reglugerð Jöfnunarsjóðs sókna voru lögð fram á Kirkjuþingi í gær. í drögunum segir að hlutverk sjóðsins sé m.a. að veita styrki til þeirra kirkna, sem sérstöðu hafa umfram aðrar sóknarkirkjur og þar nefndar Dómkirkjan í Reykjavík, Hóladómkirkja og Skálholtsdómkirkja, auk Hallgrímskirkju i Reykjavík, Hallgrímskirkju í Saurbæ og Minningarkapellu sr. Jóns Steingrímssonar. Helsta gagn- rýnin sem komið hefur fram á þennan sjóð nú, er að of stórum hluta sé varið í byggingu og viðhald kirkna, í stað uppbyggingar innra starfs. kirkjunni, sem er safnaðarupp- bygging. Mikið hefur verið byggt af kirkjum og safnaðarheimilum á íslandi, en nú finnst okkur vera kominn tími til að byggja upp starfið, gera kirkjuna miklu virkari í þjóðlífinu og mótun þess,“ sagði sr. Gunnar. Annar hluti þessa máls sagði hann vera, að t.d. hefði mikið fjármagn farið í endurbyggingu Hóladómkirkju, sem vissulega hefði verið nauðsynleg aðgerð. Hóladómkirkja væri í vitund flestra ekki síður menningarverð- mæti og í umsjá þjóðminjavarðar að hluta, sem og væri raunin með margar íslenskar kirkjur og féllu Sr. Gunnar Kristjánsson sóknar- prestur á Reynivöllum í Kjós sagði í samtali við Tímann að Jöfnunar- sjóðurinn væri öflugasti sjóður kirkjunnar sem falið væri að jafna aðstöðu milli sókna, og styðja minni og fátækari söfnuði. „Aðal- gagnrýnin sem komið hefur fram á þennan sjóð er að allt of stór hluti af honum fer til kirkjubygginga og viðhalds, og endurbygginga á kirkjuhúsum. Um fjórði hluti sjóðsins fer til örfárra kirkna og þar tekur Hallgrímskirkja tíunda hluta af fjármagninu, eða 10 millj- ónir á þessu ári, sem allt fer í viðgerðir. Þetta bitnar á því sem við viljum leggja áherslu á núna í þær því undir þjóðminjalög. Þegar söfnuðir vilja lagfæra þær þá væru þeir háðir þjóðminjalögum, en fengju samt sem áður lítið fjár- magn til að vinna það sem þjóð- minjalög skipa þeim nánast fyrir. Heldur kæmi fjármagnið að mest- um hluta úr Jöfnunarsjóði. Sr. Jón Einarsson á Saurbæ, sem var framsögumaður um drögin að reglugerðinni sagði, aðspurður hvort ekki væri verið að mismuna kirkjum með þessum drögum, að sett hefði verið ákveðið þak á þá úthlutun sem þær gætu fengið, svo ekki færi óeðlilega mikið af heild- artekjum sjóðsins til þeirra. í öðr- um tölulið annarrar greinar kemur fram að ná skuli sem mestum jöfnuði varðandi aðstöðu og tekjur kirkna og styrkja sóknir, þar sem lögmætar tekjur skv. lögum um sóknargjöld nægja ekki fyrir nauð- synlegum útgjöldum að dómi sókn- arnefndar, sóknarprests og að fenginni umsögn héraðsnefndar. Auk þess að veita styrki til rekstrar, viðhalds og endurbóta kirkna, þá er heimilt að veita sóknum styrki til bygginga og nauðsynlegs búnaðar. Heimilt er Sr. Jón Einarsson sóknarprestur á Saurbæ, Hvalfjarðarströnd. Tímamynd Árnl Bjarna. að veita 45 til 60% af ráðstöfunar- tekjum sjóðsins til þessa liðar. Sagði sr. Jón að með þessari grein ætti kirkjum ekki að vera mismun- að. Hann sagði að sjóðnum væri Sr. Gunnar Kristjánsson sóknar- prestur á Reynivöllum í Kjós. Tfmamynd Árni Bjama. ekki síður ætlað að efla innra starf kirkjunnar og er sérstök grein sem um það fjallar, í drögunum að reglugerðinni. - ABÓ Jarðhræringar á Suðurlandi Jarðskjálfti varð kiukkan 20.01 í gærkvöldi og mældist hann 3,9 á Richter. Upptök skjálftans eru tal- in í um 110 km. fjarlægð austur frá Reykjavík. Að sögn Barða Þorkelssonar jarðfræðings á Veðurstofu íslands, höfðu þeir aðcins haft spurnir af skjálftanum frá Hvolsvelli og á sjálfri veðurstofnunni. Á Hvols- velli hristust rúður og nötrað í húsum. Ekki er fullvíst hvar uppt- ök skjálftans voru, en ekki ólíklegt að þau hafi verið í Vatnafjöllum, suðaustan við Heklu. Engar jarðhræringar hafa verið á þessu svæði að undanförnu og sagði Barði að frekar lítil virkni hefði verið á landinu öllu. Að- spurður hvort þetta væri undanfari einhvers nteira, sagði Barði að engin sérstök ástæða væri til að ætla það, „þetta gæti verið einstak- ur atburður og það gætu líka fylgt einhverjir eftirskjálftar," sagði Barði. - ABÓ Opnunarhátíð í dag Opnunarhátíð Borgarleikhússins fer fram um helgina með pompi og prakt og skiptist hún á þrjá daga. I kvöld verður formleg vígsluathöfn. Á morgun verða sérstakar hátíðar- sýningar á litla sviðinu á Ljósi heims- ins. Leikgerð Kjartans Ragnarsson- ar, eftir skáldsögu Halldórs Laxness. Á sunnudaginn verður skoðunar- ferðum um húsið fyrir boðsgesti. Um kvöldið verður sýnt í fyrsta skipti á stóra sviðinu, Höll sumar- landsins, leikgerð Kjartans Ragnars- i sonar einnig eftir skáldsögu Halldórs Laxness. Hátíðinni lýkur svo með flugeldasýningu að lokinni leiksýn- ingunni. SSH, Undirbúningur í fullum gangi í gær. Tímamynd: Árni Bjarna Tveir af þremur yfirskoöunarmönnum ríkisreiknings gefa út yfirlýsingu: Pólitísk endurskoðun? Geir H. Haarde þingmaður Sjálf- stæðisflokksins telur sig ekki hafa brotið trúnað með því að koma til fjölmiðla gögnum um frá yfirskoðun ríkisreikninga, en Geir er einn af yfirskoðunarmönnum. Hann sakar jafnframt samstarfsmenn sína um að hafa látið undan pólitískum þrýst- ingi, en þeir hafa lýst því yfir að þeir harmi að gögn skuli hafa „lekið" úr fórum yfirskoðunarmanna. Tveir af þremur yfirskoðunar- mönnum ríkisreiknings, Lárus Finn- bogason og Sveinn G. Hálfdánar- son, hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem af gefnu tilefni er tekið fram að þeir telji að þeim beri að starfa óháð pólitískum skoðunum að yfir- skoðuninni og leggja hlutlaust mat á það er þeir komist að í því starfi. Þetta orðalag vekur athygli í ljósi þess að Geir H. Haarde lét Ríkis- sjónvarpinu í té upplýsingar úr skýrslu yfirskoðunarmanna, íkjölfar utandagskrárumræðna á Alþingi að beiðni sjálfstæðismanna, þar sem gefin var í skyn fjárhagsleg óráðsía innan Stjórnarráðsins. þeir segja að öll gögn sem þeir fá í hendur og upplýsingar sem þeim berast í skoðunarstörfum sínum séu trúnaðarmál þar til að þeim hafi verið komið á framfæri við Alþingi, fráhvarf frá þeirri stefnu sé trúnaðar- brestur. Segir í yfirlýsingunni orðrétt: „Við hörmum að gögn úr fórum yfirskoðunarmanna skulu hafa borist einum fjölmiðli áður en formleg skýrsla okkar og Ríkisend- Geir H. Haarde telur sig hafa haft fulla heimild til að birta einstök atriði skýrslu yfirskoðunarmanna áður en að hún var í heild sinni lögð fram á Alþingi. urskoðunar var lögð fram á Alþingi. Jafnframt lýsum við því yfir að þau eru ekki frá okkur kornin." Lárus Finnbogason sagði í samtali við Tímann í gærkveldi að hann og Sveinn G. Hálfdánarson teldu að þar sem að þeir væru kjörnir af Alþingi væri eðlilegast að skýrslan væri lögð fyrir þingið og fengi þar umfjöllun, áður en farið væri að fjalla um hana í fjölmiðlum. „Okkar vinna felst í því að hafa eftirlit með framkvæmdavaldinu, Alþingi felur okkur það verkefni“, sagði Lárus. Það væri þeirra skoðun að ekki væri eðlilegt að alþingismenn fengju upp- lýsingar úr skýrslunni í fjölmiðlum, en ekki henni sjálfri þegar hún væri lögð fyrir. „Okkur þykir líka illt að liggja undir því að við séum að koma á framfæri einhverjum upplýsingum úr þessari skýrslu." Lárus vísaði þeirri fullyrðingu Geirs H. Haarde að hann og Sveinn hefðu lagt fram yfirlýsingu sína vegna pólitísks þrýstings alfarið á bug. I 43. grein Stjórnarskrárinnar þar sem fjallað er um yfirskoðunarmenn ríkisins segir að: „Yfirskoðunar- menn þessir eiga að gagnskoða ár- lega reikninga um tekjur og gjöld landsins og gæta þess, hvort tekjur landsins hafi verið þar allar taldar og hvort nokkuð hafi verið af hendi greitt án heimildar. Þeir geta, hver um sig, tveir eða allir krafist að fá allar þær skýrslur og skjöl, sem þeim þykir þurfa. Síðan skal safna þessum reikningum fyrir hvert fjárhags- tímabil í einn reikning og leggja fyrir Alþingi frumvarp til langa um sam- þykkt á honum og athugasemdir yfirskoðunarmanna." Ekki náðist í Geir H. Haarde í gær, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Þá var einnig reynt að ná í Guðrúnu Helgadóttur forseta sameinaðs Al- þingis, en án árangurs. - ÁG

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.