Tíminn - 21.10.1989, Blaðsíða 4

Tíminn - 21.10.1989, Blaðsíða 4
4 Tímirirí 'íláligardádjúr 21. ok’tóber‘Í 989 rkwiviwu ■ Hnr Forsætis- ráðherra í Hafnarfirði Steingrímur Almennur stjórnmálafundur veröurhaldinn ífundarsal íþróttahússinsviöStrandgötu í Hafnarfiröi þriðjudaginn 24. október n.k. kl. 20.30. Frummælandi: Steingrímur Hermannsson forsætis- ráðherra. Allir velkomnir. K.F.R. Keflavík - Suðurnes Aðalfundur Bjarkar, félags framsóknarkvenna í Keflavík og nágrenni, verður haldinn mánu- daginn 23. okt. n.k. í Iðnsveinahúsinu, Tjarn- argötu 7, Keflavík, kl. 20.30. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Gestur fundarins verður Sigrún Magnúsdóttir tr ” borgarfulltrúi og mun hún ræða um stöðu Framsóknarflokksins og sveitarstjórnarkosn- ' S ingarnar. önnur mál. \ Kaffiveitingar og allir velkomnir. Wý Stjórnin. Sigrún Magnúsdótt r Viðtalstími LFK Guðrún Tryggvadóttir, varaþingmaður fram- sóknarmanna á Austurlandi, verður til viðtals á skrifstofu Framsóknarflokksins, Nóatúni 21, miðvikudaginn 25. okt. kl. 10-12. Stjórn LFK Guðrún Grindavík Framsóknarfélag Grindavíkur heldur aöalfund sunnudaginn 22. október í Festi, litla sal, og hefst kl. 16. Dagskrá: Venjuleg aöalfund- arstörf. Kosning fulltrúa á Kjördæmisþing. Níels Árni Lund varaalþingismaður mætir á fundinn ásamt Ágústi Karlssyni, formanni KFR. Stjórnin Sandgerði Aöalfundur Framsóknarfélags Miöneshrepþs verður haldinn þriöjudaginn 24. október í Framsóknarhúsinu, Sand- geröi, og hefst kl. 20.30. Dagskrá: Venjuleg aðalfund- arstörf. Kosning fulltrúa á kjördæmisþing. m Jóhann Jóhann Einvarðsson alþingismaður mætir á fundinn. Stjórnin Vestur-Skaftfellingar Aðalfundur Framsóknarfélags Vestur-Skaftafellssýslu verður haldinn í Tunguseli sunnudaginn 22. október kl. 21. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Kosning fulltrúa á kjördæmisþing. 3. Önnur mál. Alþingismennirnir Jón Flelgason og Guðni Ágústsson mæta á fundinn. Nýir félagar velkomnir. Stjórnin Aðalfundur Framsóknarfélags ölfushreþps verður haldinn í kaffistofu Glettings í Þorlákshöfn sunnudaginn 22. október kl. 20.30. Fundarefni: Venjuleg aðalfundarstörf. Önnur mál. GuðmundurBúason.form. kjördæmasambandsins, mætiráfundinn. Stjórnin. Akranes Bæjarmálafundur laugardaginn 21. okt. n.k. kl. 10.30. Bæjarfulltrúarnir Verðbólgan um 26-27% í september/október: Launavísitalan hækkaði mest Meðalhækkanir launa, bygg- ingarkostnaðar og aímenns verðlags milli september og október hafa verið reiknaðar út. Launavísitalan hækkaði mest að þessu sinni eða um 2,9%, fram- færsluvísitalan um 2% og bygg- ingarvísitalan minnst, eða 1,2%. Þessar vísitölur mynda grunn lánskjaravísitölunnar sem því mun hækka í kringum 2% um næstu mánaðamót. Sú hækkun umreiknuð til árs svarar til um 26-27% verðbólgu. Launavísitalan, sem hefur verið reiknuð frá s.l. áramótum er nú 110,1 stig, sem þýðir því 10,1% hækkun það sem af er þessu ári. Samsvarandi laun- avísitala til greiðslujöfnunar er 2.410 stig. Fjórðung (0,5%) af hækkun fram- færsluvísitölunnar má rekja til 2,3% meðalhækkunar á matvörum á milli september og október. Tæpur þriðjungur (0,6%) er vegna 5,2% hækkunar á húsnæðislið (bæði við- halds- og fjármagnskostnaður). At- hyglivert er 3,4% verðlækkun á bensíni lækkaði vísitöluna jafn mikil og hún hækkaði vegna 5,7% meðal- hækkunar á rafmagni og hita. Þetta þýðir að „vísitölufjölskyldan" eyðir um þriðjungi meira í bensín heldur Hafnarstjórn Hafnarfjarðar: Erlend skip fái að landa Hafnarstjórn Hafnarfjarðar telur tímabært að afnema lög sem banna erlendum fiskiskipum að landa afla í íslenskum höfnum og sækja þangað eðlilega þjónustu. Kemur þetta fram í ályktun sem hafnarstjórnin samþykkti í gær. Tvær smá- barnabækur Bókaútgáfan Björk á Akranesi sendi fyrir skömmu frá sér tvær smábarnabækur í bókaflokknum „Skemmtilegu smábarnabækurnar". Bækurnar heita Kötturinn Branda og í heimsókn hjá Hönnu. Kötturinn Branda segir frá sam- nefndum ketti, sem búið hefur um sig í gömlum kvenhatti, en lendir í mörgum ævintýrum vegna samskipta sinna við önnur dýr. Bókin er þýdd úr ensku af Sigurði Gunnarssyni fyrrverandi skólastjóra. í heimsókn hjá Hönnu, segir frá heimsókn til Hönnu, sem býr í stóru fallegu húsi með foreldrum sínum, ásamt hundinum Lubba. Bókin er einnig þýdd úr ensku af Stefáni Júlíussyni rithöfundi. Skemmtilegu smábarnabækurnar eru nú orðnar 21 talsins. - ABÓ Rök hafnarstjórnarinnar fyrir þessari Iagabreytingu eru þau að ljóst megi vera að íslenska landhelg- in verði ekki færð út fyrir 200 mílur í bráð. Einnig liggi fyrir samningar við önnur ríki um skiptingu veiða á stærstu fiskistofnum sem við eigum sameiginlega með öðrum þjóðum. Vegna minnkandi afla og aukins útflutnings vill hafnarstjórnin einnig að settar verði reglur sem banna að óunninn fiskur sé fluttur úr landi nema hann hafi fyrst verið seldur á íslenskum markaði. Það fyrirkomu- lag telur hafnarstjórnin að muni bæta aðstöðu innlendra fiskkaup- enda, koma í veg fyrir óhagstæðar verðsveiflur á erlendum mörkuðum, fjölga störfum hér á landi við sölu á ferskfiski og fljótlega leiða til þess að íslenskir gólf- og fjarskiptamark- aðir yrðu sameiginlega stærsti fisk- markaður í Evrópu. í lok ályktunarinnar skorar hafn- arstjórnin á þingmenn Reykjanes- kjördæmis að beita sér fyrir fyrr- nefndum lagabreytingum. SSH en orkukostnað heimilisins. Fram- færsluvísitalan hefur mælt um 25% verðbólgu síðustu 6 mánuðina, en um 21% á heilu ári, þannig að verðbólga hefur farið vaxandi að undanförnu. Hækkun byggingarvísitölunnar er af mörgum ástæðum: Rafvirkjar hafa m.a. fengið 6,4% hækkun á ákvæðisvinnutöxtum, innihurðir hækkuðu um 4,85, gatnagerðargjöld um 4,4%, eldavélar um 8,1%. Byggingarkostnaður hefur hækk- að um tæplega fjórðung (24,6%) á síðustu 12 mánuðum, borið saman við 16% næstu 12 mánuði þar á undan. - HEI Sacja Heimis að koma út Á næstunni kemur út bók þar sem saga karlakórsins Heimis í Skagafirði er rakin í máli og myndum. Nokkuð er síðan sú hugmynd kviknaði meðal kórfé- laga að taka saman helstu atburði úr starfsemi kórsins. Upphaflega var áætlað að gefa bókina út vorið 1988 í tilefni af 60 ára afmæli kórsins. Þegar sýnt varð að árið 1988 yrði óvenju við- burðaríkt, en þá fór kórinn meðal annars í söngferðalag til ísrael og Egyptalands var ákveðið að fresta útgáfu bókarinnar um eitt á svo hægt yrði að gera þessu viðburðaríka ferðalagi skil í bók- inni. Það er Konráð Gíslason frá Frostastöðum sem hefur tekið efni bókarinnar saman. Hann studdist við skráðar heimildir sem til voru allt frá dögum bænda- kórsins og fram á þennan dag. Þessar heimildir voru misjafnlega greinargóðar, en þó all góðar frá fyrri tíð og ljóst að Jón Björnsson á Hafsteinsstöðum sem var söng- stjóri kórsins um áratuga skeið hefur verið mjög ötull að halda til haga ýmsum heimildum um kór- inn sem gerir nú áratugum síðar mögulegt að skrifa greinargóða frásögn um starfsemina. Mikill fjöldi ljósmynda sem teknar eru við margvísleg tækifæri munu prýða bókina. ÖÞ. HÉR Á LANDI er staddur Ichiro Arai, frá Fuji Heavy Industries, en hann er hér á vegum Ingvars Helgasonar hf. Um helgina verður kynntur fyrir almenningi ný gerð af fjórhjóladrifnum skutbfl, Subaru Legacy, í sýningarsal fyrirtækisins • Reykjavík. Á myndinni má sjá þá Ichriro Arai og Ingvar Helgason við hinn nýja bfl. Timamynd: Árni Bjarna

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.