Tíminn - 21.10.1989, Blaðsíða 5

Tíminn - 21.10.1989, Blaðsíða 5
Laugardagur 21. október 1989 Tíminn 5 Ljóstraö upp um leyndarmál blómaræktenda sem hafa fundiö út aö P-pillan örvar vöxt stofublómanna: Pillan örvar pottablóm á íslenskum heimilum Blómaræktendur hafa komist að því að getnaðarvarnapill- an getur örvað vöxt pottablóma svo um munar og munu margir unnendur stofublóma hér á landi vera farnir að nota það leyndarmál, tíl að ná sem bestum árangri í ræktuninni, að lauma öðru hvoru P-pillu í blómapottana. Tíminn hefur úr ólíkum áttum haft spurnir af „pillublómaræktun“ á þó nokkrum íslenskum heimilum og hefúr þessi fróðleikur hlotið mikla eftirtekt þeirra sem af henni frétta. Pillunni er komið fyrir rétt undir yfirborði moldarinnar. Þeir allra hörðustu í ræktuninni setja pillu í pottana annan hvem mánuð. Tím- inn hefur eftir mikilli „blómakonu" sem notar P-pilluna á margskonar blómategundir meðal annars burkna jukkur, kaktusa og fikus, að um það bil tveimur vikum eftir að hún setti Pilluna í blómapottana tóku plönt- urnar kipp og nýjir sprotar tóku að vaxa en plöntumar höfðu staðið í stað í langan tíma. Pillan virkar því eins og vítamínsprauta á blómin og þau taka að vaxa sem aldrei fyrr. Blómin vaxa og bömum fjölgar Hafsteinn Hafliðason garðyrkjuf- ræðingur sagði við Tímann að Pillu- blóma-leyndarmálið ætti upptök sín í Bandaríkjunum og fyrir sjö eða átta ámm hefði þar gengið æði af þessu tagi eins og eldur í sinu. Hafsteinn sagðist hafa heyrt að töframáttur pillunnar á vöxt stofu- plantna hefði uppgötvast þegar eig- inkona ein vildi plata eiginmanninn sem fylgdist mjög vel með því að konan tæki pilluna. Konan laumaði semsagt pillunni í blómapottana og afleiðingin varð sú að fjölgun varð í fjölskyldunni og blómin tóku snögg- an vaxtarkipp. Hafsteinn sagðist ekki hafa prófað þessa aðferð við ræktunina, en ýms- ar skýringar væru fyrir hendi um áhrifin. Ein væru sú að f pillunni væm kvenhormón og plöntur inn- héldu vissa tegund kvenhormóna þannig að einhver tengsl gætu verið á milli vaxtar og magns af kvenhorm- óni.- Til upplýsingar fyrir þá sem ekki hafa P-pilluna handa á milli dags daglega, að Pillan inniheldur yfirleitt kvenhormón og þá oftast blöndur af tveimur gerðum, östróg- eni og gestageni. Um það hvort að blómin hlytu hugsanlega skjótari dauðdaga en ella vegna Pillunnar sagði Hafsteinn að þær konur sem hefðu trúað honum fyrir þessu leyndarmáli segðu svo ekki vera. Aðspurður sagði Hafsteinn að hér á landi væri ekki hægt að kaupa hormónalyf ætluð plöntum til að wquitar P-pillan virkar sem töfralyf á vaxtarhraða pottablóma, að sögn þeirra sem prófað hafa þessa ræktunaraðferð. ^ ^ ^ bæta vöxt þeirra. Það eina sem hægt væri að kaupa fyrir plöntur í apótek- um hér væri B-vítamín sem hefði í mörgum tilfellum góð áhrif á blómin. Gúrkur og kynorkan Hafsteinn bætti þeim fróðleik við að hann hefði nýlega lesið það í þýsku blaði að mikið gúrkuát gæti leitt til getuleysis hjá karlmönnum. Ástæðan væri sú að gúrkur í heimin- um í dag væru orðnar svo mikið kvenkyns sem þýðir að þær eru sjálffrjóar. Gúrkuplöníumar frjóvg- ast því með gömlu aðferðinni. Plönt- ur af þessu tagi mynda svo mikið plöntukvenhormón að það getur háð karlmönnum ef þeir leggjast í að éta mikið af gúrkum. Hafsteinn gat þess að það ætti þó að vera skaðlaust að borða eina og eina súrsaða ofan á brauð. „En ef karlmenn verða áfjáð- ir í þær þá getur það leitt til þess að þeir vera afhuga öðru,“ bætti Haf- steinn við hlæjandi. SSH Frú Phoebe Muga Asiyo sem útnefnd hefur verið sérstakur fuUtrúi UNIFEM. Tímamynd Ámi Bjaraa Fulltrúi UNIFEM í heimsókn á íslandi: Hef ur á hendi hjálp- arstarf fyrir konur Sérstakur fulltrúi UNIFEM, Hjálparsjóðs Sameinuðu þjóðanna fyrir konur, frú Phoebe Muga Asiyo er stödd hér á landi og hefur átt viðræður við stjómmálamenn og embættismenn ríkisins í vikunni. Til að virkja alla tiltæka þætti í hjálparstarfi fyrir konur í þriðja heiminum, var frú Asiyo útnefnd, sem fyrsti sérstaki fulltrúi UNIFEM og á hún að hafa á hendi kynningu á hjálparstarfinu. Mun hún ferðast um allan heim og hvetja þingmenn til að taka þátt í þróunarátaki fyrir konur. Þá mun hún á komandi vikum sækja fundi hjá hjálpamefnd- um UNIFEM víða um heim til þess að styrkja og efla starf UNIFEM. Hún segir að þegar talað sé um þróun í þriðja heiminum, sé í raun verið að tala um konur. Ef vinnu kvenna nyti ekki við myndi fram- leiðsla matvæla verða að engu, því þegar rætt er um matarskort í Afr- íku, er það vandamál kvenna og málefni sem konur verða að fást við. Hlið sett upp við plan Frímúrarhússsins: Bílastæði var lokað en síðan opnað á ný Á borgarstjómarfundi á fimmtu- dagskvöldið fuðraði upp deila um óvenjulegt bílastæðismál, en undir hafði kraumað í nokkurn tíma í hinum ýmsu stjómsýslustofnunum borgarinnar. Málið snýst um það að starfsmenn Borgarverkfræðings í samvinnu við Frímúrara höfðu komið upp hliði við bílaplanið við Frímúrarahúsið í Reykjavík og þar með lokað þessi bílastæði af fyrir öllum almenningi. Unnt var að verða sér úti um sérstök plastkort til að opna hliðið en slík kort kostuðu 3000 kr. á mánuði eða 36 þúsund kr. á ári. íbúar þarna í nágrenninu höfðu safnað undir- skriftum til að andmæla þessu fyrir- komulagi, enda höfðu þeir ekki í nein bílastæði að venda önnur en við, eða raunar á, bamaleikvelli þar skammt frá, sem borgin hafði gengið svo frá að unnt var að leggja þar. Borgarstjórinn í Reykjavík segist ekki hafa verið hafður með í ráðum þegar hliðið var sett upp við bíla- planið og það væri það án heimildar borgarstjórans. í gærmorgun hafði hann samband við skrifstofu borgar- verkfræðings og óskaði eftir að hlið- ið yrði tekið burt. Uppsetning hliðs- ins mun hafa kostað á bilinu í kringum 300 þús. króna, en sam- kvæmt samningi Borgarinnar og Frímúrara á almenningur að hafa aðgang að bílastæðinu fram til kl. 18:00. Á fundi byggingamefndar Reykjavíkur 12. þessa mánaðar var þessum málum fyrst hreyft með tillögu Gunnars H. Gunnarssonar öðmm fulltrúa minnihlutans í nefnd- inni. Þar var byggingarfulltrúa falið að rita öllum þeim sem sett hafa upp Ferðaskrifstofan Samvinnuferðir Landsýn keypti í gær öll hlutabréf í ferðaskrifstofunni Pólarís, af þeim Páli Jónssyni og Karli Sigurhjartar- lokubúnað, til þess að takmarka aðgang bifreiða að stæðum við hús- eignir sínar og tilkynnti þeim að þeir þyrftu að sækja um leyfi fyrir slíkum búnaði og vitnað þar til bygginga- reglugerðar. -AG/BG syni. Pólarís verður fyrst um sinn rekin með óbreyttu sniði undir stjóm Karls Sigurhjartarsonar. -ABÓ Sviptingar á ferðaskrifstofumarkaðinum: Pólarís keypt

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.