Tíminn - 21.10.1989, Blaðsíða 13

Tíminn - 21.10.1989, Blaðsíða 13
Tíminn 25 Laugardagur 21. október 1989 llllllllll MINNING lllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllli Sigurjón Hallsteinsson frá Skorholti Fæddur 23. mars 1903 Dáinn 15. október 1989 í dag fer fram frá Hallgrímskirkju í Saurbæ á Hvalfjarðarströnd útför frænda míns, Sigurjóns Hallsteins- sonar frá Skorholti í Leirár- og Melahreppi. Hann lést á Sjúkrahúsi Akraness 15. október sl. eftir erfið veikindi, 86 ára að aldri. t>ó að allir vissu hvert stefndi, ekki síst hann sjálfur, var aðdáunarverð ró hans, yfirvegun og skýr hugsun allt fram á síðustu stundu. Sigurjón var fæddur í Skipanesi 23. mars 1903. Hann var sonur Hallsteins, bónda í Skipanesi og síðar í Skorholti í Leirár- og Mela- hreppi, Ólafssonar, bónda á Litlu- Fellsöxl í Skilmannahreppi, Magn- ússonar, bónda á Hóli í Lunda- reykjadal. Móðir Sigurjóns var Steinunn, dóttir Eiríks, bónda á Eystra-Miðfelli í Hvalfjarðarstrand- arhreppi, Sveinssonar, bónda á Vindási í Kjós, Erlingssonar. Sigur- jón er því af traustum bændaættum kominn. Árið 1908 fluttist Sigurjón, 5 ára gamall, að framtíðarheimili sínu Skorholti með foreldrum sínum og systkinum, þeim Halldóru, f. 18. apríl 1887, Ólafi, f. 23. júní 1888, Bjarna, f. 4. janúar, 1891, Guðrúnu, f. 3. desember 1891, Narfa, f. 27. apríl 1894, Eiríki Ingvari, f. 29. maí 1897 og Böðvari, f. 27. október 1900. Jóna fæddist síðar eða 26.10. 1912. Lifir Eiríkur Ingvar einn syst- kinanna bróður sinn. Á sínum yngri árum stundaði Sigurjón vertíðarvinnu um 13 ára skeið í Sandgerði, fyrst fyrir tilstuðl- an Haraldar Böðvarssonar á Akran- esi. Að hverri vertíð lokinni færði hann afrakstur vinnu sinnar heim í foreldrahús í Skorholt, þar sem hann hafði alla tíð fasta búsetu. Við andlát föður síns tók hann við bús- forráðum í Skorholti með bróður sínum Böðvari og sinnti því starfi að Böðvari látnum 1956. Naut hann dyggrar aðstoðar Jónu systur sinnar alla tíð sem með honum bjó á jörðinni. Voru þau Sigurjón og Jóna alla tíð ákaflega samrýmd og bund- ust órjúfanlegum systkinaböndum. Söknuður Sigurjóns var því mikill við fráfall hennar 1985. Var Sigurjón hinn mesti búmaður og farsæll í öllum sínum störfum. Tókst honum með nægjusemi og natni að bæta landkosti jarðar sinnar og skapa sér og systur sinni hið ágætasta lífsviður- væri. Sigurjón var ákaflega félagslyndur maður og naut þess einkar vel að vera meðal fólks. Hann var mjög söngelskur og fastur félagi í kirkju- kór Leirárkirkju í áratugi. Hann var reglusamur og heiðursfélagi í Ung- mennafélaginu Hauki, enda vann hann mikið að málum ungmennafé- laganna á yngri árum. Áhugi Sigur- jóns á spilum, einkum félagsvist, var mikill, einnig á dansi og íþróttum. í>á var hann mjög vel hagmæltur, en fór með þá gáfu af allt of mikilli hógværð. Á öllum þessum sviðum kom glaðværð, bjartsýni og glettni Sigurjóns glöggt fram. Sóttust því margir eftir nærveru hans. Áhuga hafði hann einnig á veiðum, einkum refa- og minka. Sá hann um að halda þeim vágesti niðri á svæðinu sunnan Skarðsheiðar um margra ára skeið. Að almennum bústörfum og hugðarefnum gekk Sigurjón af ein- stökum áhuga og atorku enda ósér- hlífinn og viljasterkur. Þegar við bættist réttsýni og sanngirni var ekki nema von að til hans væri leitað með ýmis trúnaðarstörf. Átti hann m.a. sæti í hreppsnefnd, sóknarnefnd og stjórn ungmennafélagsins um margra ára skeið, svo nokkuð sé nefnt. Sem formaður áfengisvarna- nefndar tók hann á sig ýmsar skyldur og byrðar og gætti hagsmuna Slysa- varnafélags íslands í langan tíma sem umboðsmaður þess. Hlýhugur, gjafmildi og fórnfúst starf í þágu Leirárkirkju og Hallgrímskirkju í Saurbæ verður seint fullþakkað. Framhaldsskólamenntunar naut Sig- urjón ekki sökum fátæktar og harðr- ar lífsbaráttu í æsku og á unglingsár- um. Kom það ekki að sök síðar því eðlisgreind hans og lífsins skóli gerðu honum kleift að takast á við þau vandamál sem við var að fást hverju sinni og úr þurfti að leysa. Viðmót Sigurjóns, greiðasemi, náungakærleikur og góðvild gerðu hann að mjög vinmörgum manni. Stóð Skorholtsheimilið ætíð opið ættingjum, vinum og kunningjum. Var gestrisni í hávegum höfð og engum mismunað f beina og greiða- semi. Þótti sjálfsagt að víkja til hliðar daglegum störfum um stund þegar gest bar að garði, störfum sem stundum máttu helst alls ekki bíða að því er okkur fannst sem dvöldum sumarlangt. Allir sátu við sama borð. Gestakomur voru því miklar, ekki aðeins á sumrin, heldur einnig á vetrum, sér í lagi meðan skóla- bókasafn var í umsjá Jónu, systur Sigurjóns. Sigurjón var ókvæntur og barn- laus. Systkinatryggð og sterk tilfinn- ingaleg bönd á milli systkina hafa án efa hér mestu ráðið, því ekki skorti á glæsileika og mannkosti. Barn- margt var samt sem áður oft á sumrum í Skorholti. Þar dvaldi fjöldi barna sem nú eru vaxin úr grasi. Átti Sigurjón stóran þátt f að móta þá einstaklinga sem hjá honum dvöldu á einn eða annan hátt. Kom oft á daginn að barngæska, hlýja, um- hyggja og velvild Sigurjóns hafði meira aðdráttarafl og varð öðru yfirsterkari en ætlað var. Afleiðing þessa voru síendurteknar sumar- dvalir sömu aðila í Skorholti. Við upprifjun á ánægjulegum samveru- stundum með Sigurjóni, í smala- mennsku, eyja- og veiðiferðum, skiptir samt mestu sú uppfræðsla og lífsins leiðsögn sem hann veitti. Þó að skoðanir okkar færu ekki alltaf saman lærðist að hlusta, rökræða hluti og virða sjónarmið hans og annarra enda virti hann ætíð vel sjónarmið viðmælenda sinna. Með hógværð sinni, varfæmislegri um- vöndun ef á þurfti að halda og uppfræðslu Ieiddi hann þá sem minna vissu og minna máttu sín yfirleitt óafvitað inn í sannleikann um lífið og tilveruna. Var unnt að óska sér nokkurs betra? Þegar litið er til baka kemur í hugann erindið: “Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerrí tregatárín stríð. “ Vald.Briem). Minningin um merkan mann lifir. Jón Sveinsson. Magnús Magnússon fyrrverandi sérkennslufulltrúi Fæddur 18. apríl 1917 Dáinn 14. október 1989 Drottinn vakir, Drottinn vakir daga ’ og nætur yfir þér. Blíðlynd eins og besta móðir ber hann þig í faðmi sér. Slg. Kr. Pétursson. Hann Maggi frændi okkar og vinur er dáinn. Við vissum að hann gekk ekki heill til skógar, en að hann skyldi vera hrifinn svona snögglega, til æðri heima, er svo óraunvemlegt fyrir okkur. Hann sem var svo hress og lifandi, boðinn og búinn til að hjálpa, ef eitthvað bjátaði á, og bar með sér birtu og gleði hvar sem hann kom. Magnús Magnússon var fæddur 18. apríl 1917 í Álfhólahjáleigu í V-Landeyjum, sonur hjónanna Þóru Þorsteinsdóttur og Magnúsar Bjamasonar. Magnús missti föður sinn á unga aldri, en ólst upp hjá móður sinni og Ólafi Þorsteinssyni frænda sínum í Álfhólahjáleigu. Þegar Magnús var kominn undir tvítugt fór hann til Vestmannaeyja á vetrarvertíð. En sú vertíð varð löng, því hann fór og lærði skósmíðaiðn hjá Oddi Þorsteinssyni frænda sínum, og vann við hana í nokkur ár. Á þessum ámm kynntist hann konu sinni Aslaugu á Heygum, mikilli sóma- og listakonu. Er hér vel við hæfi að birta ljóðlínur úr ljóðabók hennar „Við hvítan sand“: Fellur regn í svartan svörð gljúpan þyrstan svörð hvar ertu ástin mín sem brostir til mín í vor svífa nú lauf til jarðar svífa haustlauf til jarðar Aslaug á Heygum Þau fluttu til Reykjavíkur og byggðu sér hús að Granaskjóli 19. Þar eignuðust þau einn son, Ólaf Orra, sem nú er búsettur í Þýska- landi. Hans kona er Karen hjúkrun- arfræðingur af þýskum ættum og eiga þau tvær dætur, Aslaugu Emmu og Tatjönu, sem Karen átti áður. Konu sína missti Magnús árið 1975 og var það mikill söknuður fyrir hann, því þeirra sambúð vareinstök. Eftir að Magnús kom til Reykja- víkur fór hann í Kennaraskólann og lauk þaðan prófi. Síðar fór hann í sérnám erlendis. Hann varð skóla- stjóri Höfðaskóla og Öskjuhlíðar- skóla, síðar sérkennslufulltrúi hjá menntamálaráðuneytinu. Hann helgaði sig málefnum þroskaheftra og naut sín þar hans manngæska. Fyrir rúmum 2 ámm lét hann af störfum fyrir aldurs sakir, en ætíð var hugur hans hjá þeim sem sjúkir vom og minna máttu sín í þjóðfélag- inu. Magnús var frændrækinn mjög og stofnaði til ættarmóta, nú síðast 15. júlí í sumar í Njálsbúð, og mættu þar um 300 manns. Þessum mannfagnaði stjómaði hann með miklum sóma. Að heimsækja Magnús í Vestur- bergið var einstakt. Hann veitti ekki einungis kræsingar á borðum, heldur líka f ljóðaupplestri og tónaflóði sem fyllti hlýlegu stofuna hans. Þær vom margar ánægjustundimar sem við áttum saman og nú síðast nutum við samvem hans þann 13. ágúst s.l. við veiðar í Soginu. Við fjölskyldan viljum að lokum þakka Magga frænda samfylgdina, hann var alltaf einn af okkur og mun minningin um hann aldrei gleymast. Elsku vinur, nú er þjáningu þinni lokið, friður kominn yfir þig og þið Aslaug saman á ný. Hvíl þú í fríði, fríður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrír allt og allt. (Vald. Briem) Elsku Orri, Karen, Aslaug Emma, Tatjana og Emma tengda- móðirin í Vestmannaeyjum. Okkar innilegustu samúðarkveðjur, megi allar góðu minningamar sefa sorg- ina. Guð blessi ykkur öll. Alexander Sigursteinsson og fjölskylda. Kveðja frá Félagi íslenskra sér- kennara Einn af stofnfélögum Félags ís- lenskra sérkennara er fallinn í valinn, Magnús Magnússon, fyrrver- andi sérkennslufulltrúi menntamála- ráðuneytisins, lést þann 14. þessa mánaðar. Það er löngum sagt að þegar fólk er komið á efri ár þá sé haust í lífi þess og á undan haustdög- um fari síðsumardagar. Okkur sem þekktum Magnús fannst ekki komið haust í lífi hans - heldur síðsumar- dagar sem einkenndust af annríki þess manns sem e.t. v. er að undirbúa haustið en lætur hvergi deigan síga. Magnús Magnússon var í raun og sannleika brautryðjandi í kennslu barna og ungmenna með sérkennslu- þarfir. Skjólstæðingar hans voru nemendur sem ekki voru taldir falla inn í skólakerfi fjöldans. Hann var í fjölda ára skólastjóri Höfðaskólans sem var til húsa í félagsheimili eins íþróttafélagsins hér í borginni. Þar byggði Magnús upp kennsluúrræði fyrir fjölda barna og unglinga við erfiðar aðstæður og því miður oft við lítinn skilning stjórnvalda. En síðan komu bjartari dagar og Öskjuhlíðarskólinn reis og nemendur Magnúsar og starfslið hans fengu nú loksins það húsnæði sem hentaði starfseminni og gleði allra yfir þessari breytingu var mikil. Eftir að Magnús hafði unnið nokk- ur ár við Öskjuhlíðarskóla varð sú breyting á starfssviði hans að hann varð sérkennslufulltrúi menntamála- ráðuneytisins og gegndi þvf starfi þar til hann lét af störfum fyrir aldurs sakir árið 1987. Svo sem sagt var í upphafi var Magnús einn af stofnendum Félags íslenskra sérkennara og vann þar mikið og gott starf, ekki síst við mótun félagsins. Hann var gerður heiðursfélagi þess árið 1975. Þó störf Magnúsar í þágu félagsins væru mikil og góð þá minnumst við hans ekki síður á gleðistundum í félaginu þar sem hann var hrókur alls fagnað- ar. Magnús var trúr sínu starfi og sinni köllun sem málsvari þeirra sem minna mega sín og í gegnum allt hans starf kom glögglega í ljós hve vænt honum þótti um þá einstaklinga sem hann hafði uppfrætt og annast og hversu annt honum var um áfram- haldandi velferð þeirra á lífsleiðinni. Hann taldi sig líka hafa ýmislegt af þeim lært. Hann sagðist ekki einungis hafa verið gefandi heldur líka þiggjandi. Magnús var mikill starfsmaður. Hann vann á meðan kraftar leyfðu og nú síðast ásamt fleirum að endur- skoðun á sérkennslureglugerð. Að leiðarlokum þökkum við Magnúsi Magnússyni samfylgdina. Við þökkum honum fyrir að hafa lagt ótrauður af stað órudda braut, fyrir að hafa hvergi hopað af hólmi og fyrir að hafa fylgt sinni sannfær- ingu til hinstu stundar. Við kveðjum með þessum ljóðlín- um Davíðs Stefánssonar: Sú hönd vinnur heilagan starfa, sú hugsun er máttug og sterk, sem meitlar og mótar í stálið sinn manndóm - sín kraftaverk. Blessuð sé minning Magnúsar Magn- ússonar. F.h. stjómar F.f.S. Elísabet Kristinsdóttir formaður Afmælis- og minningargreinar Þeim, sem óska birtingar á af- mælis- og eða minningargrein- um í blaðinu, er bent á, að þær þurfa að berast a.m.k. tveim dögum fyrir birtingardag. Þær þurfa að vera vélritaðar. LEKUR ER HEDDID BLOKKIN? SPRUNGIÐ? Viðgerðir á öllum heddum og blokkum. Plönum hedd og blokkir - rennum ventla. Eigum oft skiptihedd í ýmsar gerðir bifreiða. Viðhald og viðgerðir á iðnaðarvélum - járnsmíði. Vélsmiðja Hauks B. Guðjónssonar Súðarvogi 34, Kænuvogsmegin - Sími 84110 \

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.