Tíminn - 21.10.1989, Blaðsíða 18

Tíminn - 21.10.1989, Blaðsíða 18
30 Tíminn Laugardagur 21. október 1989 llllllllllllllllllllllllil ÍÞRÓTTIR !i..''^l'HIIIHHHIIIIIIii.i.li,. ''!l1'lll!llllllllllllliili.;•!!|!!'|l||||||||||||||i|,ii, :'l1;|l||||||||||i|;|■ ';!,||||||||||||||||||;|! 1 lillllllllllllini■ !il;llllllllllllll!l:;! .....III.Illll.Illll.Illllll. Með „hávöxtum" byggja menn 27% stærri hús en með „gjafalánum" fyrir áratug. Meðalhúsið nú 200 fermetrar: Met í stærð sérbýlishúsa Á sama tíma og hvað hæst er kveinað út af „okurvöxtum“ slá menn nýtt íslandsmet í stærð einbýlis- og raðhúsa 1988. Þau hús sem þá var lokið við voru um 660 rúmmetrar, eða í um 203 fermetrar að meðaltali þannig að margir byggja miklu stærra en það. Meðalhúsið hefur því stækkað yfír 40 ferm. frá 1975-79 þegar meðalhúsið var um 160 ferm. (526 rm.) þrátt fyrir óverðtryggð lán og vexti undir verðbólgu. TEG. ÁRG. EKINN VERÐ Lada sport 1988 20.000 520.000 Lada sport5gíra 1987 35.000 470.000 Lada Samara 1500 1988 10.000 370.000 Lada Samara 1987 27.000 270.000 Lada Samara 1987 7.000 290.000 Lada Samara 1986 40.000 200.000 Lada Lux 1989 20.000 370.000 Lada LuxSgíra 1987 38.000 255.000 Lada Station Lux 1988 20.000 360.000 Lada Station Lux 1987 22.000 290.000 LadaSafír 1988 15.000 270.000 Lada Samara 1988 6.000 350.000 Lada1200 1988 22.000 230.000 Opiö virka daga 9-18 og laugardaga 10-14 Om fjóröungs stækkun einbýlishúsa á síðustu árum virðist fara nokkuð á skjön við alia umræðuna um minnkandi kaupgetu vegna verðtryggingar, okurvaxta og misgengis lánskjara og launa. Eða sýnir stöðugt breiðara stærðarbil milli blokkaríbúða og einbýlishúsa kannski vaxandi skil milli þess sem stundum er nefnt „tvær þjóðir í þessu landi“? Kostnaður við byggingu þessarar nieira en 40 ferm. viðbótar (c.a. 3 herbergi) er a.m.k. 2,5 millj.kr. Hæst komst meðalstærð sérbýlis áður í um 175 ferm. (570 rúmm.) á árunum 1983-86. Meðalstærð allra íbúða sem lokið var við í fyrra var 460 rúmm., eða um 142 fermetrar, samkvæmt fréttabréfi Húsnæðis- stofnunar. Hús minnkandi á Norðurlöndum Athyglivert er, að á meðan íslend- ingar byggja stærra og stærra fara nýbyggð hús aftur á móti minnkandi að í þeim löndum sem íslendingar „flýja“ nú til hundruðum (eða þús- undum) saman vegna bágra kjara hér á landi. f Svíþjóð hefur hlutfall nýrra einbýlishúsa stærri en 4 her- bergi og eldhús t.d. lækkað úr 60% niður í 42% (1976-85) og í Dan- niörku hafði það áður lækkað úr 51% niður í 36%, samkvæmt nýlegri skýrslu um húsnæðismál á Norður- löndum. í Noregi var yfirgnæfandi meirihluti (63-65%) allra nýbyggðra einbýlishúsa 4 herbergja auk eldhúss, en aðeins um 15% til 17% stærri en það, á árunum 1976-82. Samsvarandi tölur fyrir ísland allt eru ekki tiltækar. í Reykjavík voru um 70% húsa 5 herbergja og stærri á árunum 1984-88. Meðalíbúðin 69 fm. í Finnlandi Fermetra- eða rúmmetrastærð kemur ekki í skýrslunni nema fyrir Finnland. Meðalstærð allra ný- byggöra íbúða (í einbýli og fjölbýli) í Finnlandi stækkaði úr 68 fermetr- um 1972 upp í 84 ferm. árið 1983, en minnkaði aftur niður í 78-79 fer- metra árið 1984-1985. Til samanburðar má nefna, að meðalstærð allra íbúða og húsa sem lokið var smíði á hér á landi undan- farin ár hefur verið á bilinu 140-150 fermetrar, eða hátt í tvöfalt stærri en finnska meðalíbúðin. Þrátt fyrir að Finnar hafi um langt skeið byggt hlutfallslega margar íbúðir búa þeir mjög þröngt. Sam- kvæmt skýrslunni var t.d. meira en helmingur allra íbúða í Finnlandi 1 og 2ja herbergja íbúðir árið 1980. Meðalstærð allra íbúða í landinu þá 69 fermetrar. Þær íbúðir/hús sem Finnar hafa byggt á undanförnum árum (78-84 ferm.) eru mun minni heldur en nýjar íbúðir í fjölbýlishúsum hér á landi. fbúðir í fjölbýli voru raunar óvenjulega litlar í fyrra, um 90 fermetrar að meðaltali. Ástæðan er m.a. talin mikil aukning í íbúða- byggingum fyrir aldraða. Árið 1984 voru nýjar fjölbýlishúsaíbúðir um 110 fermetrar að meðaltali hér á landi. Helmingur íbúða 1 og 2ja herbergja Það eru ekki aðeins Finnar sem virðast búa þröngt á íslenskan mæli- kvarða. í skýrslunni eru um 665.000 íbúðir í Stór-Stokkhólmi (24 komm- únur) flokkaðar niður eftir stærð. Nær fjórðungur allra íbúðanna er aðeins eitt herbergi og eldhús og samtals 46% allra íbúða 2ja her- bergja eða minni og einungis 28% sem hafa fleiri en 3 herbergi. Aðeins 15% allra íbúða í Stór-Stokkhólmi eru 5 herbergja eða stærri. Rúmlega helmingur allra íbúð- anna (367 þús.) eru í Stokkhólms- borg sjálfri og þar eru minnstu íbúðirnar hlutfallslega lang flestar. Nær þriðjungur allra íbúða þar er 1 herbergi og aðeins 19% stærri en 3ja herbergja. Stærri íbúðrinar (og nýrri) eru hlutfallslega flestar í út- borgunum, enda lang mest byggt þar af íbúðum í sérbýli. Ekkinógað byggja og byggja Stokkhólmur virðist dæmi um það að vandræði verða ekki leyst einung- is með því að byggja og byggja. Þótt íbúðir séu nógu margar á svæðinu í heild eru þar eigi að síður töluverð húsnæðisvandræði. Þau felast í því, að íbúðir standa í talsverðum mæli tómar í sumum útborganna á sama tíma og um 50.000 manns (samsvar- ar um 3.300 í Reykjavík) bíða í ofvæni eftir að ná sér í einhverja af smáíbúðunum í Stokkhólmsborg sjálfri. Þar kemur m.a. til að þessar íbúðir eru jafnaðarlega með lægri húsaleigu þar sem þær eru flestar mun eldri auk þess að vera ósköp litlar. -HEI SMJÖRLÍKISGERÐ SIMI 96-21400 • AKUREYRI Tónlist- armenn halda hátíð Á sunnudaginn verður haldin mik- il tónlistarhátíð á Hótel fslandi. Hátíðin er haldin á vegum Félags- heimilis tónlistarmanna í beinu framhaldi af íslenskum tónlistardegi sem er á morgun. Allur ágóði af hátíðinni rennur til Félagsheimilisins. Tónlistarhátíðin hefst kl. 19:00 fyrir matargesti og leikur lúðrasveit- in Svanur við móttöku gesta. Kl. 21:00 hefjast tónleikar sem standa til kl. 1:00 og verður selt inn á þá sérstaklega fyrir aðra en matargesti. Þar verður flutt ýmiskonar tónlist, klassísk, popp, jass og blús. Meðal þeirra sem koma fram á tónleikunum er Þorsteinn Gauti Sig- urðsson píanóleikara, Ólöf Kolbrún Harðardóttir söngkona, Jasssveit FÍH, Sálin hans Jóns míns, Félag harmonikkuunnenda, Strax, Bjart- mar Guðlaugsson og Tregasveitin sem flytur blústónlist. Ríó Tríó ann- ast veislustjórn og flytur jafnframt nokkur lög. SSH

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.