Tíminn - 21.10.1989, Blaðsíða 9

Tíminn - 21.10.1989, Blaðsíða 9
PftP'' -íQ'irvNn ■tifngb’íKtn'p 1 nnimiT 8 Laugardagur 21. október 1989 Tíminn 9 Steingrímur Hermannsson, forsætisráðherra segir Sjálfstæðisflokkinn vera að draga pólitíska umræðu á Islandi niður í svaðið og fjölmiðlar fylgja dyggilega í kjölfarið: Að undanförnu hefur átt sér stað í fjölmiðlum mikil umræða um spillingu meðal stjórnmálamanna. Margir eru þeirrar skoðunar að á þessum vettvangi hafi fréttamenn í sumum tilfellum farið út fyrir eðlileg mörk. Mönnum er í fersku minni sú meðhöndlun sem að Jón Baldvin Hannibalsson hlaut á annarri sjónvarpsstöðinni og eftirmál hennar. Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra er einn þeirra sem Iegið hefur undir gagnrýni fjölmiðla og hann er ómyrkur í máli um þá mynd sem dregin hefur verið upp af stjórnmálamönnum. „Ég held að fjölmiðlar séu vægast sagt komnir út á hála braut í þeim efnum. Eftir dæmalausa ræðu Davíðs Oddssonar á Selfossi er ljóst að Sjálf- stæðisflokkurinn hyggst heyja stjórn- málabaráttuna með því að draga stjórn- málin niður í svaðið.“ Segir Steingrím- ur. „Fjölmiðlar mega ekki láta „næra“ sig af óvönduðum stjórnmálamönnum. Ég hef átt sæti í ríkisstjórn í ellefu ár og kynnst á þeim tíma mjög mörgum mönnum í ráðherraembættum. Jú, jú við erum ekki á sömu skoðun um ýmis málefni og getum deilt hart, en ég tel mig geta sagt af sannfæringu að ég hef ekki kynnst neinum manni í ráðherra- embætti sem er skúrkur eins og nú er reynt að sýna stjómmálamenn, og ekki síst ráðherra. Þvert á móti hafa þessir menn verið heiðarlegir og unnið sitt starf vel. Menn vinna hér myrkranna á milli, og eins og komið hefur fram fyrir lág laun borið saman við það er almennt gerist með forystumenn í þjóðfélaginu. Það er fáránlegt að halda því fram að ráðherrar kaupi áfengi í auðgunar- skyni. Ég hef aldrei nokkum tíma kynnst því.“ Þótt menn kasti grjóti úr „glerkúlu" „Mönnum geta orðið á mistök. Ef Ríkisendurskoðun telur að svo sé er það að sjálfsögðu leiðrétt. Þetta er komið út í slíkar algerar öfgar og umræðan er dregin svo niður í svaðið að ef svona heldur áfram þá hlýt ég að ráðleggja hverjum manni að forðast þessi störf, sem yrðu bæði til skaða fyrir hann sjálfan og hans fjölskyldu. Þótt menn kasti grjóti úr „glerkúlu“ og þrátt fyrir ótrúlegar árásir á mig, meðal annars af mönnum sem svo klappa manni á bakið við hátíðleg tækifæri, mun ég ekki taka þátt í þessum ljóta leik, ekki láta draga mig niður í svaðið. - Við þessa umræðu um „spillingu" ráðherra hefur þú m.a. verið spurður um för þína til Parísar fyrir um viku síðan, þar sem þú sast ráðstefnu alþjóð- legra samtaka frjálslyndra flokka. Hvers konar ráðstefna var þetta og hvað varst þú að gera þama? Alþjóðleg samtök frjálslyndra flokka, eða „Liberal International“ vom stofnuð í Oxford árið 1947 og hafa vaxið hröðum skrefum síðan þá. Allar alþjóðastefnur í stjórnmálum hafa með sér samtök, jafnaðarmenn em með samtök og hægri menn hafa með sér alþjóðleg samtök. Alþýðuflokkurinn er til dæmis þátttakandi í samtökum j afnaðarmanna, Sjálfstæðisflokkurinn í sérsamtökum hægri manna og Fram- sóknarflokkurinn er meðlimur í sam- tökum frjálslyndra flokka. Unnt að ná tali af mónnum í áhrifastóðum Þessi samtök okkar halda árlega ráðstefnu um þau mál sem eru efst á baugi hverju sinni. Þar mæta menn frá flestum Evrópulöndunum og fulltrúar landa Ameríku, Afríku, Asíu, frá Kan- ada og Bandaríkjunum. Þarna er oft unnt að ná tali af mönnum sem eru í áhrifastöðum. Þessi fundur var haldinn í París og þar voru tekin fyrir málefni eins og ástandið í Austurlöndum nær, EFTA/EB mál og fleiri. Ég átti meðal annars ágætar viðræður um málefni EFTA og Evrópubandalagsins við utanríkisráðherra Dana, Uffe Elleman Jensen og marga fleiri. Á fundinum spunnust athyglisverðar umræður um mánefni landanna fyrir botni Miðjarð- arhafs, þama eru fulltrúar tveggja flokka frá ísrael og þeir voru mjög á öndverðum meiði. Ég tel þá ályktun sem samþykkt var að lokum góða og í anda þess viðhorfs sem er ríkjandi til deilna á milli Palestínumanna og ísraels í okkar röðum, þ.e. að leysa þessi mál með samningum, kosningum og á frið- samlegan máta. Þarna var mikið rætt um málefni Aust- ur-Evrópu. Á ráðstefnunni voru gestir frá Póllandi, Ungverjalandi og Júgó- slavíu. Ég flutti inngangsræðu um þró- un mála í Ungverjalandi, en í framhaldi af því spunnust töluverðar umræður. Það var afar fróðlegt að heyra frá þeim mönnum sem þarna voru hvernig þeir spá í þróun mála bæði þar og í öðrum löndum austan járntjalds, eins og til dæmis í Póllandi. Þama voru ýmsir áhrifa aðilar frá Frakklandi sem m.a. taka þátt í mótun stefnu Frakka í málefnum Evrópubandalagsins og fróðlegt að heyra þeirra sjónarmið í því sambandi." Aldrei verið gerð athugasemd - Þú hefur verið spurður að því hvort þú hafir farið á þessa ráðstefnu á kostnað ríkisins. Er það nýbreytni eða hefur það verið venja að ráðherrar fái greiddan kostnað fyrir svona ferðir? „Það er rétt að ég hef verið spurður að því hvort réttlætanlegt sé að ég, sem forsætisráðherra, sæki aíþjóðlegar ráð- stefnur á vegum pólitískra flokka og ríkið borgi fyrir. Ég hafði fýrir löngu látið kanna hvað hefur tíðkast í þessum efnum. Það hefur verið talið eðlilegt í Stjómarráðinu að þegar ráðherrar fara á slíka fundi sé kostnaður greiddur og aldrei verið gerð við það athugasemd. Ég tel það eðlilegt. í mörgum tilfellum em ráðherrar sérstaklega boðnir. Ég var til dæmis beðinn að flytja erindi um Ungverjaland. Það er mikilvægt að breikka sjón- deildarhringinn. Við emm í sífellt auknum mæli að sogast inn í alþjóðlegt samstarf og verðum að hafa þar sterk og góð tengsl. Ég hef lengi verið þeirrar skoðunar að það ætti að gera þing- mönnum kleift að sækja alþjóðlega fundi, hvort sem þeir em á vegum skyldra, eða tengdra flokka, eða á annan máta, til þess að þeir komist sem best inn í alþjóðleg mál. Fullyrt var á Stöð 2 að til dæmis í Bandaríkjunum greiddi hið opinbera ekki fyrir slíkum ferðum. Þetta er alrangt. í Bandaríkj- unum eru tveir öflugir sjóðir, annar tengdur demókrötúm og hinn repúblik- önum sem hafa það verkefi að stuðla að alþjóðasamskiptum þessara flokka og fá til þess mikið fjármagn frá ríkinu. Svo er einnig í Vestur-Þýskalandi svo dæmi séu nefnd. Þetta fyrirkomulag væri mjög athugandi hjá okkur.“ Vaxandi ógnun við mannkynið - Nú hljóta að koma upp á ráðstefn- um sem þessari mál sem ekki eru bundin við ákveðin lönd eða landsvæði, til dæmis mengun og útbreiðsla eitur- lyfja? „Talsvert var fjallað um þá ógn sem stafar af eiturlyfjum og m.a. haldinn sérstakur lokaður fundur forystumanna flokkanna um þau mál. Þetta var bæði fróðlegur og gagnlegur fundur, þarna lýstu menn viðhorfum viðkomandi ríkja til sölu og notkunar eiturlyfja og hverjar væru opinberar aðgerðir stjóm- valda til að koma í veg fyrir þennan vágest. Það kom fram hjá fulltrúum ýmissa landa að þetta væri að þeirra mati verulega vaxandi ógnun við mannkynið. Einn orðaði það þannig að ekki væri langt í það að þessir eitur- lyfjabarónar eignuðust fyrirtæki sem væm svipuð að umfangi og General Motors. Þeir söfnuðu slíkum auði að þess væri ekki langt að bíða að þeir næðu undir sig risafyrirtækum á heims- mælikvarða.“ Mismunandi viðhorf til eiturlyfja „Reyndar komu fram þarna mjög mismundandi áherslur ríkjanna. Hol- lendingar virðast vera með þá hugmynd að heimila jafnvel það sem þeir kalla „vægari eiturlyf“. Á hin bóginn kom fram hjá Ron Brown formanni Demó- krataflokksins í Bandaríkjunum gagn- rýni á stefnu Bush í eiturlyfjamálum, fyrir það að hún væri ekki nógu víðtæk. Áð hún næði í raun ekki til heildarum- fangs þessarar miklu og óskaplegu starfsemi. Hann gekk svo lagt að segja að með því að sleppa sígarettum úr þessu væru menn að stíga skref í átt til þess að heimila eiturlyf. Ég greindi frá því sem við á íslandi erum að gera á þessum vettvangi og lagði ríka áherslu á forvamir, íþróttir, heilbrigt mannlíf og fræðslu, sem ég tel vera mjög mikilvægt. Ljóst er að gegn þessum vágesti þarf að mynda öflugt alþjóðlegt samstarf, það gengur ekki að í einu landi séu ákveðin eiturlyf heimiluð, en í öðru bönnuð. Inn á þessi atriði kom ég í mínu máli. í þessum efnum er þörf á samstilltu átaki. Það er mikil spurning hvort hér er ekki á ferðinni málefni sem ástæða væri til að kalla þjóðir heims saman til að fjalla um. Á ráðstefnum sem þessari eru tekin fyrir mjög mörg málefni og ég get nefnt í því sambandi, málefni balknesku landanna sem Svíar leggja sértaklega mikla áherslu á, mannréttindabrot í Rúmeníu, umhverfismál, málefni ísra- el og Palestínumanna. Þetta voru þær helstu ályktanir sem fjallað var um og bornar undir atkvæði. Samstillt átak frjálslyndra flokka í umhverfismálum? - Eru umhverfismál ekki sá mála- flokkur sem er einna mikilvægast fyrir okkur íslendinga að fylgjast með og hafa áhrif á? „Næsta ráðstefna, sem haldinn verð- ur í Helsinki að ári mun helguð um- hverfismálum. Segja má að sú sam- þykkt sem gerð var í París sé því til undirbúnings. Mjög kom fram í allri umræðu um þessi mál að þau eru ekki mál einstakra ríkja. Menn lýstu yfir miklum áhyggjum yfir því að viðleitni til að sporna við mengun væri ekki samræmd, Austur-Evrópulöndin eru t.d. langt á eftir Vesturlöndum. Það verður gífurlegt efnahagslegt vandamál fyrir Austur-Evrópu ríkin að uppfylla einungis það sem gert hefur verið að reglu í Vestur-Evrópu. Jafnframt kom fram gagnrýni á Vest- ur-Evrópu ríki, t.d. Breta sem þykja heldur rólegir í þessu. Menn hafa miklar áhyggjur af mengun sjávar og það var málaflokkur sem við íslending- ar meðal annars leggjum þunga áherslu á. Ég átti einkaviðræður við menn um þessi mál og tel afar mikilvægt að ná samstilltu átaki frjálslyndra flokka í heiminum um umhverfismál. Ég var ánægður með þessa umræðu, en aug- ljóslega eru mörg lönd, jafnvel háþróuð lönd í Vestur-Evrópu, langt á eftir og taka hagvöxtinn fram yfir umhverfið.“ Árni Gunnarson

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.