Tíminn - 21.10.1989, Blaðsíða 2
'2 TffWftn"
L’LV r Wwó.Vv' r.' ViO&tfsfiiyi* 1
Laugardagur 21. október 1989
íslensku hrossakjöti vel tekið í Japan:
Japanir senda tvo
kjötskurðarmenn
Tæp 20 tonn af hrossakjöti, aöallega fitusprengdu, hafa
verið seld til Japans að undanförnu og hafa Japanir veri
mjög ánægðir með kjötið. Verðið sem þeir hafa greitt fyrir
afurðina er mjög gott, en hár flutningskostnaður með
flugfrakt hefur orðið þess valdandi að Japanir vilja að
kjötið verði unnið alfarið hér á landi, fryst og sent með
skipafrakt.
Að sögn Halldórs Gunnarssonar
formanns markaðsnefndar Félags
hrossabænda hefur þetta verið erf-
itt í burðarliðnum, vegna þess að
öll vinnsla hér á landi er dýr. „Sú
málamiðlun hefur náðst að þeir
senda hingað til lands tvo kjöt-
skurðarmenn, til vinnslunnar,"
sagði Halldór. Vinnsla með þess-
um hætti hefst á Blönduósi á
þriðjudag og reiknað er með að 15
til 20 hross verði úrbeinuð á dag.
„Ætlunin er að siáturleyfishafar á
Norðurlandi hafi samvinnu um að
aka hrossunum í kjötvinnslustöð-
ina á Biönduósi, þar til búið er að
vinna úr öllu kjöti sem til fellur af
fullorðnum hrossum á Norður-
landi,“ sagði Halldór. Áætlað er
að um sé að ræða um 300 hross á
þessu svæði sverði unnin á 15
dögum.
Síðan er áætlað að sams konar
vinnsluaðstöðu verði komið upp
fyrir Japanina á Hellu, í samvinnu
við Þríhyrning og hrossum af
Suðurlandi slátrað hjá sláturleyfis-
höfum og þeim síðan ekið í
vinnslustöðina. Áætlaður fjöldi
hrossa í þá vinnslu er um 200.
Borgfirðingum er ætlað að senda
hross sín norður eða suður, að
sögn Halldórs.
Japanirnir vilja fyrst og fremst
kjöt af feitum hrossum, sem eru í
„bata“, sem kallað er, þ.e. þegar
hrossin eru mjög feit og í bata þá
sprengist fitan sjálf inn í vöðvana.
Því er mjög mikilvægt að hrossin
séu 5 til 10 daga í góðum haga áður
en þeim er slátrað.
Verðið til þessa hefur verið mjög
gott, um 80% skilaverð, en með
því að vinna hrossin alfarið hér
með aðstoð Japananna fæst nær
fullt skilaverð.
Vinnslan á hrossunum hefur ver-
ið með þeim hætti til þessa, að
skoðið er fremst við bóg, til að fá
fram það sem kallað er „pistola“,
en þannig er afturhluti hrossins
aðeins nýttur. Með þeirri aðferð
sem nú á að taka upp, verður alit
hrossið afsett.
Vinnan er í samvinnu Búvöru-
deildar Sambandsins og Félags
hrossabænda. Þeir sem vilja koma
hrossum sínum í slátrun eiga að
hafa samband við sláturleyfishafa.
- ABÓ
dijpar
Mysa var það heillin
Pressan gerir sér gjarnan leik að
því í smáklausum sínum, að vef-
engja eitt og annað sem fram
kemur í dagblöðunum. í nýjustu
Pressunni er verið að vefengja
fréttir Tímans frá því um síðustu
helgi að mysa hafi verið seld hér
sem meðal og segja að allir hafi
vitað að hér hafi verið á ferðinni
„gerjuð mysa“. Ekki er dropatelj-
ara kunnugt um hvort þau á Press-
unni hafi mikið notað þennan gerj-
aða mjöð til drykkjar í veislum og
því viti því allt um málið. Á
íslensku kallast sá vökvi meðal,
sem á að „vera góð hjálp við
eksemum, útbrotum, krefðu,
brjóstsviða, sykursýki," o.s.frv.
eins og segir á leiðbeiningablaði
sem fylgir mysunni.
„Freyðivínspressan"
Enn um Pressuna. Þeir hafa
löngun getið sér gott orð á Alþýðu-
blaðinu fyrir að vera fljótir með
fréttirnar. í viðhafnarútgáfu Al-
þýðublaðsins í síðustu viku sagði
frá fréttum Tímans og sænska dag-
blaðsins Aftonbladet af veiðiferð
Svíakonungs. Við á Tímanum
greindum ítarlega frá þessari heim-
sókn og eftirmálum hennar.
Reyndar voru þær fréttir fluttar
lesendum okkar í ágústlok á þessu
ári (þ.e. 1989).
En það er ekki fyrr en komið er
langt fram í október að „freyði-
vínspressan“ kemur þessum frétt-
um að í annars hnausþykku blaði
hins veisluglaða ritstjóra Ingólfs
Margeirssonar.
Að sjálfsögðu tókst Alþýðublað-
inu það sem hvorki Tíma né sænsk-
um kollegum þeirra tókst, að gera
stúlkurnar að vændiskonum. Frétt-
in hefur eðlilega fengið góða
„gerjun" (sbr. gerjuð mysa) áður
en hún var tilbúin til birtingar. En
þeir á „freyðivínspressunni" virð-
ast ekki átta sig á því að sama
lögmál gildir með freyðivín og
fréttir, að hvort tveggja vill verða
flatt og lítt áhugavert við geymslu.
Komin í
skandalana
Víkverji hefur kvartað fyrir
hönd sveitakonu, sem kom til borg-
arinnar í sumar og hefur ekki
komist af sjónvarpsskjánum síðan.
Lýsing Víkverja er eftirfarandi:
„Á dögunum frétti Víkverji af
konu nokkurri, sem einn af fáum
góðviðrisdögum liðins sumars brá
sér í bæinn. Það væri ekki í frásög-
ur færandi ef konan hefði ekki
orðið skotmark kvikmyndatöku-
manna annarrar sjónvarpsstöðvar-
innar. Þegar myndin var fyrst not-
uð var fjallað um sumar í borginni,
ferðamenn og fleira slíkt heldur
huggulegt. Síðan hefur myndin
verið notuð tvisvar eða þrisvar að
sögn konunnar og við alls óskyld
fréttaefni. Finnst konunni orðið
nóg um myndir af þessu rápi henn-
ar um miðbæinn, og allra verst
þegar myndin var notuð með frétt
af fjárhagserfiðleikum einstaklinga
og gjaldþrotum."
Hvað var konan líka að asnast
niður í miðbæ? Hún hefði átt að
láta duga að fara í Kringluna.
Siðferðisstríðið
Stefán Valgeirsson, alþingis-
maður, er lentur í siðferðisstríði
við Morgunblaðið og telur sér hafa
verið blandað í grískt hneykslismál
að ósekju í því blaði, óminnugur
þess, að Hómer var líka grískur,
en Stefán er skáldmæltur.
Stefán spyr: Hvað veldur því að
ég er tengdur meintri spillingu
Papandreou?
Moggi svarar: Stefán Valgeirs-
son tengist á engan hátt spilling-
unni í kringum Papandreou.
Við segjum: Mikið var að Mogg-
inn hreinsaði Stefán af spillingunni
í Grikklandi.
Batman í
Þjóðleikhúsinu
Fyrir nokkru var „opið hús“
fyrir almenning í Þjóðieikhúsinu.
Fimm ára gutti heimsótti menning-
arstofnunina, musteri íslenskrar
tungu. Strákur lýsti heimsókninni
á þessa leið: „Það var kona sem
labbaði með okkur um húsið. Ég
man ekki alveg hvað hún hét. Jú,
hún hét ... hún hét Helga
Batman!“
VIÐSKIPTAVINIR ATHUGIÐ!
Frá og með 1. nóvember n.k. falla
niður síðdegisafgreiðslur bankans á
fimmtudögum á eftirtöldum stöðum:
Bankastræti, Háaleitisbraut,
Bíldshöfða, Hafnarfirði, Selfossi
og Sauðárkróki. Áfram verður opið á
Suðurlandsbraut 1 8 og á Akranesi.
0
SAMVINNUBANKIISLANDS HF.
Vigdís Finnbogadóttir, forseti íslands, tekur við fyrsta K-lyklinum úr hendi
Jóns K. Ólafssonar, formanns K-dagsnefndar Kiwanis. Vinstra megin er
Bragi Stefánsson, fráfarandi umdæmisforseti Kiwanisumdæmisins á Islandi.
Gleymum ekki geðsjúkum!:
Vigdís kaupir
fyrsta K-lykilinn
Kiwanisfélagar selja um helgina K-lykla til hjálpar geðsjúkum undir
kjörorðinu „Gleymum ekki geðsjúkum“. Vigdís Finnbogadóttir, forseti
Islands, lagði málefninu lið áður en hún fór til útlanda á dögunum og keypti
fyrsta K-lykilinn sem seldur var í ár.
Takmark Kiwanismanna er að selja 65 þúsund iykla um helgina og nota
peningana er safnast til að kaupa íbúðir fyrir vernduð sambýli fyrir geðsjúka
sem eru á leið út í lífið aftur að lokinni endurhæfingu.
K-lyklarnir verða seldir um allt land og kostar lykillinn 200 krónur.
Anna Margret Valgeirsdóttir kjörinn formaður
Félags ungra framsóknarmanna í Reykjavík: -
Fyrsta konan í
formannsembætti
FUF í Reykjavík
Á aðalfundi Félags ungra fram-
sóknarmanna í Reykjavík sem hald-
inn var á fimmtudagskvöld var Anna
Margrét Valgeirsdóttir kjörinn for-
maður félagsins og mun hún vera
fyrsta konan sem gegnir því embætti
í 59 ára sögu félagsins.
Anna Margret tók við af Halli
Magnúsyni sem gegnt hefur embætt-
inu síðastliðin fimm ár.
Aðrir í stjórn voru kjörin Ósk
Aradóttir, Kristján Kristjánsson,
Anna Kristinsdóttir, Þorsteinn Kári
Bjarnason, Hrannar Magnússon og
Helgi Hjartarson. Varamenn voru
kjörin Steingerður Gunnarsdóttir,
Höskuldur Erlingsson og Hallur
Magnússon.
Sigrún Magnúsdóttir borgarfull-
trúi Framsóknarflokksins ræddi
Anna Margret Valgeirsdóttir
stöðu borgarmála að hefðbundnum
aðalfundarstörfum loknum.
Borgarstjórn:
Bílastöð f restað
Á borgarstjórnarfundi á fimmtu- þjónusta, fengið jákvæða afgreiðslu.
dag var samþykkt tillaga frá Alfreð Að sögn Alfreðs Þorsteinssonar
Þorsteinssyni að fresta afgreiðslu á þótti honum ástæða til að athuga
samþykkt borgarráðs frá 10. okt sl. þetta mál betur þar sem nú þegar
um að veita nýrri sendibílastöð væru starfani um 600 sendibílstjórar
starfsleyfi í Reykjavík. Á fundi í borginni og atvinnuhorfur þessara
borgarráðs hafði umsókn nýju bíla- ■ manna hefðu versnað á undanföm-
stöðvarinnar sem heitir Dreifing og um missemm.
Á mjóu slitlagi (einbreiðu)
þurfa báðir bílstjórarnir
að hafa hægri hjól fyrir
utan slitlagið við
Leiðrétting á
myndatexta
Meinleg villa slæddist í mynda-
texta í opnu blaðsins sl. fimmtudag
með mynd fundi Jarðskjálftanefndar
Almannavarna. Þar var farið rangt
með nafn Ragnars Sigbjörnssonar,
Forstöðumanns Verkfræðistofnunar
Háskólans, sem manna best þekki
burðarþol brúa, háspennulína og
annara mannvirkja á Suðurlandi.
Tíminn biður Ragnar og lesendur
velvirðingar á þessum mistökum.