Tíminn - 21.10.1989, Blaðsíða 7

Tíminn - 21.10.1989, Blaðsíða 7
Tíminn 7 Laugardagur 21. október 1989 ggL. > JV' $mmrr IVKÍ * í liiiirtiT'7 m '. Ifllllilf f®^ :Æ. msm' ••ap t i*JHH H »- - | H ULl J En athafnaþróttinn sækja for- ingjar í félagsmálahreyfingum eigi að síður til fjöldans sem þar stendur að baki, og félagslegur tilgangur hlýtur að ráða ferð- inni. Byggðastefna samvinnu- hreyfingarinnar Svo fráleitt sem það er að gera þann mun á samvinnuframtaki og einkaframtaki að samvinnu- hreyfingin krefjist fríðinda og „pólitískrar verndar" til þess að geta þrifist og eigi farsæld sína undir „pólitiskri“ fyrirgreiðslu, þá er fremur á hitt að líta að samvinnuhreyfingin hefur hasl- að sér völl á brýnum rekstrar- sviðum og tekið að sér hlutverk, sem varð að sinna, en hafa reynst áhættusöm, ekki síst á síðari árum. Það er m.a. ekki að furða, þótt samvinnuhreyfingin hafi orðið fyrir beinum skaða af hinum mikla samdrætti í land- búnaðarframleiðslunni og erfið- leikum af því að stunda verslun í dreifbýlinu. Svo mjög hefur samvinnustarf verið bundið landsbyggð og dreifbýli, að breyting á mannlífi, atvinnu- starfsemi og rekstraraðstæðum þar hlaut að koma við samvinnu- reksturinn. Það er alls ekki út í bláinn sagt að samvinnuhreyf- ingin hafi rekið sína eigin byggðastefnu og lagt þar mikið undir. Um áratugi hefur sam- vinnuhreyfingin m.a. tekiðmjög virkan þátt í uppbyggingu sjáv- arútvegsfyrirtækja, sem lagt hafa grundvöll undir byggð og atvinnulíf í öllum landshlutum og verið stoðin undir gjaldeyris- öflun þjóðarinnar. Rekstrarerfíðleikar sjávarút- vegsins síðustu tvö-þrjú ár hafa óhjákvæmilega komið hart nið- ur á landsbyggðinni alveg eins og þeir hafa snert sjávarútvegs- fyrirtæki í annarra eigu. Á því er enginn eðlismunur, því að út- gerð og fískvinnsla er háð sömu skilyrðum, hver sem eignar- eða rekstraraðilinn er. Efnahags- ástand síðustu ára hefur orðið til þess að grafa undan fjárhags- legri afkomu útflutningsfyrir- tækja óg komið verst við at- vinnureksturinn úti um land. Þegar þess er gætt að samvinnu- hreyfíngin hefur verið umsvifa- mikil í sjávarútvegi landsbyggð- arinnar átti hún hvað mest í húfí, þegar að þrengdi í rekstri sjávarútvegsins. Taprekstur sjávarútvegsfyrirtækja og óvið- unandi rekstrarskilyrði útflutn- ingsframleiðslunnar hafa því komið samvinnuhreyfíngunni í meiri fjárhagsvanda en hún hef- ur lengi staðið frammi fyrir. Endurskipulagning Þessi mikli fjárhagsvandi kaupfélaga og samvinnuhreyf- ingarinnar í heild verður ekki leystur nema með víðtækum ráðstöfunum á sviði fjármála, skipulagningar og hagræðingar í rekstri. Slíkar aðgerðir eiga sér nú stað og verður ekki undan komist. Samvinnumenn verða að horfa raunsæjum augum á þá fjárhagsstöðu sem upp er komin og gera sér grein fyrir að nú er þörf að „rifa seglin“. Það er að sjálfsögðu verkefni stjórnenda samvinnufyrirtækja og yfir- stjómar Sambands íslenskra samvinnufélaga að standa fyrir þeim ráðstöfunum sem nauðsyn- legar eru til þess að aðlaga rekstur samvinnufyrirtækja þeim raunvemleika sem við blasir. En það skiptir máli í almanna- samtökum á borð við samvinnu- hreyfinguna að félagsmenn geri sér grein fyrir ástandinu eins og það er og öðlist þá sannfæringu um nauðsynlega stefnubreyt- ingu í samvinnustarfí, sem sættir áhugasama menn, sem treyst hafa samvinnuframtakinu til mikilla afreka, við þá takmörk- un umsvifa sem óhjákvæmileg er. Eins og stendur er ekki tími til kröfugerðar á hendur sam- vinnuhreyfingunni um vaxandi umsvif á hinum ýmsu sviðum atvinnu- og þjónustustarfsemi, heldur þarf að vera til staðar félagslegur og raunsær stuðning- ur við þá endurskipulagningu rekstrar og fjármála sem unnið er að. Orsök og afleiðing Samvinnuhreyfingin hefur oft áður í sögu sinni staðið frammi fyrir rekstrar- og fjárhagsvanda. Efnahagskreppur og viðskipta- erfiðleikar hafa fyrr og síðar mætt á samvinnufélögum og staðið þeim tímabundið fyrir þrifum. Margs konar ástæður hafa á síðari árum valdið sam- vinnurekstri erfiðleikum og áföllum. Vandi landbúnaðar- framleiðslu og kerfisbreytingar í sölu og meðferð landbúnaðar- vöru á sinn þátt í rekstrarerfið- leikum kaupfélaga víða um land og snertir hreyfinguna í heild. Sú umbylting ein - svo brýn sem hún hefur verið talin - hefði nægt til þess að leggja samvinnu- hreyfíngunni á herðar skyldur um að standa fyrir uppstokkun og endurskipulagningu sam- vinnustarfsins, þegar þar við hafa bæst vaxandi erfiðleikar í dreifbýlisverslun og þörf á skipulagsbreytingum á því sviði. Samvinnuhreyfingin hefur einn- ig orðið að takast á við rekstrar- vanda í iðnaði, bæði í sam- keppnis- og útflutningsiðnaði. Ástandið í sjávarútvegsgreinum hefur e.t.v. valdið mestu um versnandi hag samvinnufyrir- tækjanna. Én öll segir þessi ágripskennda upptalning þá sögu að fjárhagserfiðleikar sam- vinnuhreyfíngarinnar eiga sér skýringar, sem skylt er að koma á framfæri og ræða af raunsæi og skilningi á samhengi orsaka og afleiðinga. Sagan endurtekur sig Ekki hefur á það skort að samvinnuhreyfingin hafi að undanförnu mátt þola miður góðviljaða túlkun á málefnum sfnum eins og svo oft áður. Svo langt hefur hugarfar sumra and- stæðinga samvinnufélaganna leitt þá, að þeir hafa rætt þá „von“ í sinn hóp að „Sambandið sé að fara á höfuðið“. Þetta minnir á upphafsorð í ræðu Hallgríms Kristinssonar á aðal- fundi Sambandsins 1922 - ræðunnar sem Morgunblaðið gerði að umtalsefni nýlega. Við- skiptakreppa eftirstríðsáranna mæddi þá á Sambandinu og kaupfélögunum, eins og áður hefur verið að vikið. Þessi voru upphafsorð Hallgríms: „Tíu mánuðir eru liðnir síðan við komum hér saman síðast á aðalfund. Yður er kunnugt, að mánuðum saman áður en hann var haldinn breiddu sumir keppinautar vorir og mótstöðu- menn þann orðróm um landið, að Sambandið væri að fara á höfuðið. Rak svo langt, að stjórn þess og forstjóri sáu sig tilneydd til að fara á fund aðal- lánardrottins sína, Landsbank- ans, og biðja hann um yfirlýs- ingu, sem hnekkti þessum orð- rómi. Yfirlýsingin var fúslega látin í té og síðan birt í öllum blöðum landsins.“ Þetta voru orð forstjóra Sam- bands íslenskra samvinnufélaga fyrir 67 árum. Og svo segja menn að sagan endurtaki sig ekki!

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.