Tíminn - 21.10.1989, Blaðsíða 6

Tíminn - 21.10.1989, Blaðsíða 6
6 Tíminn Laugardagur 21. október 1989 Timinn MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og _____Framsóknarfélögin í Reykjavík Framkvæmdastjóri: Ritstjórar: Aöstoöarritstjóri: Fréttastjórar: Auglýsingastjóri: Kristinn Finnbogason Indriði G. Þorsteinsson ábm. IngvarGíslason OddurÓlafsson Birgir Guðmundsson EggertSkúlason SteingrímurGíslason Skrifstofur: Lyngháls 9, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 680001. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar 686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent h.f. Frá og með 1. ágúst hækkar: Mánaðaráskrift í kr. 1000,-, verð í lausasölu í 90,- kr. og 110,- kr. um helgar. Grunnverð auglýsinga kr. 660,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Reglugerðir Jóns Helgasonar Flestum mun hafa þótt það djarflega mælt þegar Ríkisendurskoðun tók að sér að dæma ólögmætar reglugerðir sem Jón Helgason, þáverandi landbúnað- arráðherra, setti á árið 1987 á grundvelli búvörulaga frá 1985. Fullyrðingar Ríkisendurskoðunar um að þessar tilteknu reglugerðir hefðu ekki lagastoð voru til þess fallnar að skerpa deilur um búvörulögin, leggja mótstöðumönnum nýju landbúnaðarstefnunnar vopn í hendur, en veikja málstað þess manns sem mesta ábyrgð bar á framkvæmd stefnunnar, Jóns Helgasonar ráðherra. Það skal tekið fram að Tíminn ber traust til Ríkisendurskoðunar og hefur stutt þá stefnu að hún heyrði undir Alþingi en ekki ríkisstjórnina. Það var fyllilega tímabært að Ríkisendurskoðun yrði atkvæða- meiri varðandi aðhald að ríkisfjármálum en fyrri staða hennar gaf tilefni til, þegar hún var nánast deild í fjármálaráðuneytinu. Tengsl stofnunarinnar við Al- þingi gefa henni meira svigrúm til gagnrýni á störf framkvæmdavaldshafa en áður var, en hlýtur engu að síður að leggja henni á herðar skyldur um að fara ekki út fyrir takmörk sín. Það hlýtur m.a. að vera skylda Ríkisendurskoðunar að fara varlega í það fyrir sitt leyti að bera ráðherrum á brýn lögleysur við setningu reglugerða. Ríkisendur- skoðun má vera það ljóst, að þegar þess háttar hugmyndir verða til, eru þær í flestum tilfellum sprottnar af pólitískum sökum, en ekki trúverðugri lögskýringu. Því er ekki að neita að Ríkisendurskoðun hefur leiðst út á villigötur með einstrengingslegum skilningi á markmiðum búvörulaganna eins og þau eru tilfærð í 1. gr. laganna. Tilgangur laganna er talinn í sex liðum. Túlkun slíkra ákvæða krefst annars af lögskýr- andanum en einstrengingsháttar og mjög varhugavert af embættisstofnun að kveða upp álit um hinn „eina“ tilgang laganna, þegar ákvæði um markmiðin eru orðuð sem raun ber vitni. Skýrsla Ríkisendurskoðunar var samin frá því sjónarmiði að sá væri „eini“ tilgangur búfjárlaganna að fella búvöruframleiðsluna að þörfum innlends markaðar. Með þessu er sagan þó aðeins sögð til hálfs. Meðal hinna sex liða, sem snerta markmið laganna, segir m.a. að „kjör þeirra sem landbúnað stunda verði í sem nánustu samræmi við kjör annarra stétta.“ í þessu felst félagslegur tilgangur sem ráðherra getur ekki horft framhjá og hafði fulla heimild til að skilja sínum skilningi. Tveir lögfræðingar, Tryggvi Gunnarsson og Þorgeir Örlygsson, settur prófessor, hafa sent frá sér álit varðandi þá ásökun Ríkisendurskoðunar að Jón Helgason hafi sett reglugerð, sem ekki eigi sér stað í lögum. Álit þeirra er að landbúnaðarráðherra hafi haft fulla formlega heimild til að setja umræddar reglugerðir og að þær séu efnislega innan þeirra marka sem búvörulög setja. Álit lögfræðinganna er auðvitað ekki dómsúrskurð- ur. En álitið sýnir hversu óvarlegt er að opinber embætti séu að taka sér vald til lagatúlkunar án þess að vera til þess bær. AÐ VAR VEL við hæfi að Morgunblaðið skyldi í síðasta Reykjavíkurbréfi (14. okt.) vísa til ummæla hins mikilhæfa for- ystumanns Sambands íslenskra samvinnufélaga, Hallgríms Kristinssonar, til að sýna fram á að samdráttarskeið það, sem nú gengur yfir íslenskt þjóðfélag, sé ekkert einsdæmi. Þótt ljóst sé að efnahagsvandi síðustu tveggja til þriggja ára, sem ætlar reyndar að teygja sig yfir lengra tímabil, sé mjög al- varlegur, þá getur það ekki orð- ið metnaðarmál nokkurs manns að halda því fram að íslenska þjóðin hafi aldrei fyrr staðið frammi fyrir efnahagskreppu eða atvinnusamdrætti af neinu tagi. Hið rétta er að alla þessa öld, svo að ekki sé lengra litið, hafa íslendingar hvað eftir ann- að orðið fyrir barðinu á meiri eða minni efnahagskreppu og markaðserfiðleikum. Að sjálf- sögðu hafa margs konar hags- munir verið í húfi, þegar sam- dráttur, aflaleysi, sölutregða og önnur efnahagsóáran hefur gengið yfir atvinnuvegina. Um það eru mýmörg dæmi í íslenskri efnahagssögu. Þegar um alvar- legan og víðtækan samdrátt hef- ur verið að ræða, hefur hann komið niður á öllu þjóðfélaginu að meira eða minna leyti og þeim fyrirtækjum sem starfa í sömu greinum án tillits til rekstr- arforms, eignarhalds eða stjórn- enda. Morgunblaðið minnist á við- skiptakreppuna, sem varð upp úr 1920, eftir heimsstyrjöldina fyrri. Sú kreppa kom við sjávar- útveginn, en snerti ekki síður landbúnaðinn eins og Páll H. Jónsson rekur skilmerkilega í bók sinni um Hallgrím Kristins- son, Frá Djúpadal að Arnarhóli (útg. 1976). Páll skýrir frá því að mikið verðfall hafi orðið á fram- leiðsluvörum bændastéttarinnar milli áranna 1919 og 1921. Fyrsta flokks kindakjöt lækkaði úr 2,55 kr. 1919 í 1,75 1921 og ullarkíló- ið úr 6 kr. í 2 krónur. Þetta voru þá mikilvægar útflutningsvörur og lækkunin stafaði af verðfalli á erlendum mörkuðum. Hins vegar varð engin teljandi lækkun á innfluttum nauðsynjavarningi. Verðhækkun stríðsáranna héíst eftir sem áður á innflutningnum. Þótt hér sé verið að lýsa löngu liðnum tíma, þá er gagnlegt að þjóðin kunni skil á slíkum at- burðum úr sögu sinni, svo að menn geti gert skynsamlegan samanburð á mismunandi tíma- bilum og áttað sig betur á raun- veruleika síns eigin tíma. Sameiginlegur rekstrarvandi Að gefnu tilefni frá Morgun- blaðinu skal undir það tekið að þótt eðlilegt sé að menn lýsi ástandi efnahagslífsins á líðandi stund eins og það er og án þess að draga þar nokkuð undan, þá má það ekki lenda úti á þeirri braut að menn tapi allri viðmið- un við fyrri tímabil og ofgeri það sem er. Það er þeim mun meiri ástæða til að skoða núverandi efnahagssamdrátt í ljósi sögu- legra staðreynda, að Morgun- blaðinu sjálfu hefur iðulega skotist í því að undanförnu að líta með sanngirni á þann vanda, sem ríkisvaldið á við að stríða vegna efnahagssamdráttar, að ekki sé minnst á þá tilhneigingu margra talsmanna Sjálfstæðis- flokksins að gera greinarmun á orsökum rekstrarvanda sam- vinnufyrirtækja annars vegar og annarra atvinnufyrirtækja hins vegar á þeim grundvelli að or- sakirnar séu naumast sambæri- legar. Án minnsta vafa verða rekstrarerfiðleikar samvinnufyr- irtækja og hlutafélaga almennt og einkafyrirtækja raktir til sömu rótar í öllum meginatrið- um. Það á tvímælalaust við um þau fyrirtæki sem starfa á sams konar framleiðslusviðum. í sjálfu sér eru öll atvinnufyrir- tæki, án tillits til forms og eignar- halds, háð sömu rekstrarskilyrð- um. Það hlýtur að vera sameigin- legt baráttumál allra sem fást við atvinnustarfsemi að henni séu búin viðunandi rekstrarskil- yrði og varla ágreiningur um að slík skilyrði eigi að vera „almenn“ að svo miklu leyti sem slíkt er mögulegt. Það kemur því úr hörðustu átt þegar sí og æ er verið að halda því fram af vissum mönnum að samvinnu- hreyfingin krefjist sérréttinda sér til handa og stundum svo langt gengið að segja að vöxtur og viðgangur samvinnufyrir- tækja í áranna rás hafi byggst á pólitískri fyrirgreiðslu, kröfum um einokunaraðstöðu og til- raunum til að yfirganga einka- framtakið. Reynt hefur verið að útbreiða þá furðulegu kenningu, að samvinnufyrirtæki hafi jafn- vel vaxið og dafnað á kreppu- tímum, hafta- og skömmtunar- árum og í hvers kyns annarri óáran! Það er raunalegt að til skuli vera menn sem halda slík- um kenningum fram og ekki síður dapurlegt, ef einhverjir leggja trúnað á þær. Samvinnuframtakið íslensk samvinnusaga er orðin býsna löng, hún er hluti íslands- sögunnar í meira en 100 ár. Kaupfélögin urðu til í hinu gamla sveitaþjóðfélagi sem framfarahreyfing bændanna og við þá tengd frá upphafi sterkum sögulegum böndum. Hins vegar hefur samvinnuhreyfingin þró- ast með þjóðfélaginu í 100 ár og átt sinn þátt í þjóðfélagsþróun- inni ekki síður en aðrar hreyf- ingar og þjóðfélagsöfl sem þar koma við sögu. Samvinnuhreyf- ingin hefur haslað sér völl í ýmsum þjónustu- og fram- leiðslugreinum til lands og sjávar. Hinn mikla vöxt samvinnu- hreyfingarinnar og umfang og fjölbreytni viðfangsefna hennar er ekki hægt að skýra með því að hún hafi notið einhverra sérstakra fríðinda, hvað þá að sú firra fái staðist að viðskipta- höft og kreppur hafi orðið henni til framdráttar. Þvert á móti hafa kaupfélög og önnur sam- vinnufyrirtæki ítrekað orðið fyr- ir barðinu á efnahagssamdrætti á liðnum áratugum eins og önn- ur atvinnufyrirtæki. Morgun- blaðið minntist á viðskipta- kreppuna upp úr 1920, sem herti mjög að öllu atvinnulífi í landinu á þeim tíma. Heimskreppan á fjórða áratug aldarinnar gekk einnig mjög nærri mörgum kaupfélögum og snerti afkomu samvinnufélaga í heild. Við- skipta- og atvinnumál þeirra ára voru í fjötrum alþjóðlegrar efna- hagskreppu og verslunarófrels- is, sem kom samvinnufélögum jafnilla og öðrum sem stunduðu verslun eða aðra atvinnu. Hitt er annað mál að sam- vinnuhreyfingin hefur staðið af sér kreppur og verslunarófrelsi eins og svo mörg önnur atvinnu- fyrirtæki í landinu, sem langlíf hafa orðið, hlutafélög og einka- fyrirtæki. Það hlaut einnig að gerast að samvinnuhreyfingin nyti góðæranna og beitti fram- taki sínu og kröftum, þegar aðstæður gáfu sérstakt tilefni til og nauðsyn krafði. Sú uppbygg- ingarsaga er ekki saga pólitískr- ar fyrirgreiðslu, sérréttinda og fríðinda, heldur hluti af því mikla og merka framtaki, sem íslenska þjóðin hefur löngum sýnt, hvenær sem skilyrði voru til þess alla þessa öld. Á því er enginn munur að stórátök í samvinnustarfi hafa þá fyrst get- að átt sér stað að efnahagsleg skilyrði byðust til þess og þörf væri fyrir athafnir á vegum sam- vinnuframtaksins. Á vegum samvinnuhreyfingarinnar, þar á meðal kaupfélaga um allt land, hefur verið ráðist í ýmiss konar nýmæli fyrir frumkvæði forystu- manna hennar, og þar hefur ekkert síður getað dafnað sá hugsjónaeldur og framtak ein- stakra manna til stórræða sem sumir vilja kenna við einstakl- ingsframtakið eitt. Hallgrímur Kristinsson var þess háttar brautryðjandi og félagsleiðtogi. Slíkra manna hefur samvinnu- hreyfingin ætíð notið á hinum ýmsu sviðum starfsemi sinnar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.