Tíminn - 18.11.1989, Blaðsíða 6

Tíminn - 18.11.1989, Blaðsíða 6
#.r 6 Tíminn Timinn MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og _____Framsóknarfélögin í Reykjavík Framkvæmdastjóri: Ritstjórar: Aöstoöarritstjóri: Fréttastjórar: Auglýsingastjóri: Kristinn Finnbogason Indriöi G. Þorsteinsson ábm. IngvarGíslason OddurÓlafsson Birgir Guðmundsson Eggert Skúlason SteingrímurGíslason Skrifstofur: Lyngháls 9, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 680001. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar 686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent h.f. Frá og með 1. ágúst hækkar: Mánaðaráskrift í kr. 1000,-, verð í lausasölu í 90,- kr. og 110,- kr. um helgar. Grunnverð auglýsinga kr. 660,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Bætt rekstrarskilyrði Aðalfundur Landssambands íslenskra útvegs- manna var haldinn fimmtudag og föstudag í Reykja- vík. Við setningu aðalfundarins fluttu formaður LÍÚ, Kristján Ragnarsson, og sjávarútvegsráðherra, Hall- dór Ásgrímsson, ítarlegar yfirlitsræður um ástand og horfur í sjávarútvegi, um afkomu og markaðsmál greinarinnar, ástand fiskistofna og nauðsyn skipulegr- ar fiskveiðistjórnunar. Sjávarútvegsráðherra greindi frá því að nú liggi frammi til umræðu drög að lagafrumvarpi um stjórn fiskveiða. í þessum frumvarpsdrögum er að finna ýmsar breytingar frá gildandi lögum um fiskveiði- stjórn. M.a. er þar gert ráð fyrir að lög um þetta efni verði ótímabundin í stað þess að hingað til hafa lög um kvótakerfið verið látin gilda til stutts afmarkaðs tíma eins og sjá má af því, að þetta er í fimmta sinn á sex árum sem unnið er að því að semja frumvarp að lögum um stjórn fiskveiða. Halldór Ásgrímsson skýrði frá því að í hinum nýju frumvarpsdrögum væru settar fram einfaldari megin- reglur en verið hefðu í slíkri löggjöf. Þar er gert ráð fyrir einu samræmdu „aflamarkskerfi“ og afnámi sérreglna og undanþága, þ.á m. reglna um svokallað „sóknarmark“, auk þess sem sérreglur um veiðar smábáta verði afnumdar, svo og þær sérreglur sem gilt hafa um veiðar með línu. Kristján Ragnarsson gerði þessi mál einnig að umræðuefni í ræðu sinni og rökstuddi m.a. nauðsyn afnáms sérreglna fyrir smábáta undir 10 lestum með því að smábátum fjölgaði stöðugt og afli þeirra yxi langt umfram það sem búist hafði verið við þegar sérreglurnar voru settar. Það má ráða af þeirri kynningu á fyrirhuguðum reglum um fiskveiðistjórn að meginforsendur kvóta- kerfis eru hinar sömu og áður, þrátt fyrir ráðgerðar breytingar að því er varðar einstaka þætti gildandi laga um sérreglur sem þar er að finna. í þessum drögum er hafnað hugmyndum um auðlindaskatt sem Kristján Ragnarsson sagði réttilega að hefðu ekki pólitískan stuðning í landinu. Halldór Ásgrímsson sjávarútvegsráðherra benti á að almenn rekstrarskilyrði sjávarútvegsins hefðu verið að batna að undanförnu. Gengisbreytingar hafa skilað sér í bættri afkomu sjávarútvegsins vegna þess jafnvægis sem hefur verið að myndast í efnahagsmál- um á síðustu misserum. Gat ráðherrann þess að samkvæmt áliti Seðlabankans hefði samkeppnisstaða sjávarútvegsins batnað um liðlega 9% frá síðasta ári, þegar samanburður er gerður á þróun kostnaðar í greininni og söluverðmætis sjávarafurða. Batamerkin í efnahagslífinu sjást m.a. á því að áætlað er að vöruskiptajöfnuður á þessu ári verði hagstæður um 5 milljarða króna, en var óhagstæður bæði árin 1987 og 1988 þrátt fyrir meiri afla en á yfirstandandi ári. Hins vegar er ástæða til að taka undir þau orð sjávarútvegsráðherra að vandi sjávarútvegsins er ekki leystur þrátt fyrir þann bata sem orðinn er. Þessum bata verður að fylgja eftir með aðhaldi í rekstri og viðeigandi efnahags- og peningamálastefnu af hálfu stjórnvalda. Laugardagur 18. nóvember 1989 s tjórnarfarsbreytingarnar í Austur-Þýskalandi halda áfram að vera aðalfréttaefni fjölmiðla og umræðuefni stjórnmála- manna víða um heim. Búist hafði verið við því að flokkskerf- ið í Austur-Þýskalandi myndi sérstaklega leggja sig fram um að viðhalda sjálfu sér án neinnar tilslökunar, m.a. vegna þess að efriahagsástand landsins er betra en gerist í löndum kommúnism- ans almennt og lífskjör fólks á hærra stigi þar en annars staðar. Krafa um ferðafrelsi Stjórnmálaþróunin í Austur- Þýskalandi er skýr staðfesting á skipbroti þess stjórnkerfis sem mótað hefur verið í alþýðulýð- veldunum í nafni marxismans. Nú þykir ekki nóg að skipta á mönnum í æðstu stjórn þessara landa, heldur sjá nýir valdhafar ekki aðra leið færa en skipta um stjómkerfi í grundvallaratrið- um. Þeir beitast sjálfir fyrir eins konar stjórnlagarofi til þess að afnema sitt eigið kerfi. Vafalaust er margt sem veldur þessu hruni hinnar marxisku þjóðfélagsgerðar í alþýðulýð- veldunum. En ef það er eitthvað sem sker úr í því efni, þá er það ófrelsið, skortur á mannréttind- um, hömlur á tjáningarfrelsi og umfram allt skortur á ferða- frelsi. Sennilegt er að ástæður ólg- unnar í Austur-Þýskalandi hafi einfaldlega falist í því að fólki var bannað að ferðast, það var lokað inni eins og rollur í rétt, þótt ekkert væri eðlilegra en að almenningur þar í landi gæti ferðast til nágrannalandanna, ekki síst til Vestur-Þýskalands og Norðurlanda, enda greiðar samgöngur þarna á milli á landi og sjó og stutt að fara. Þótt hinar eldri kynslóðir í Austur-Þýska- landi hefðu beygt sig undir kerf- ið með þeirri virðulegu aðlögun- arhæfni að ófrelsi sem kúguðu fólki er stundum gefin, þá eru takmörk fyrir því hversu lengi fólk vinnur það til friðarins að þegja og látast ekkert sjá. Það er unga fólkið í Austur- Þýskalandi sem tekið hefur til sinna ráða gegn yfirvöldunum með þeim afleiðingum og áhrif- um sem nú liggja fyrir. Þótt mikið sé nú talað um viðskipta- og verslunarfrelsi í fjölmiðlum, af því að það er aðaláhugaefni, ef ekki áróðursefni, ráðamanna á Vesturlöndum, þá snúast frels- ishugmyndir ungs fólks hvar sem er að langmestu leyti um hegð- unar- og ferðafrelsið. Ungt fólk sér enga sanngirni í því að setja hömlur á frelsið til að ferðast milli landa, enda í andstöðu við samgöngubyltinguna í heimin- um sem opnað hefur tiltölulega ódýra ferðamöguleika fyrir hvern sem er. Unga fólkið í Austur-Þýska- landi hafði góðar spumir af ferða- og hegðunarfrelsinu, sem svo mjög hefur tekið upp hug jafnaldranna í lýðræðislöndum Vestur-Evrópu og Norðurlanda, að það lét sér ekki til hugar koma að beygja sig lengur undir opinbera kúgun af því tagi að mega ekki hreyfa sig úr stað. Það er þessi einurð unga fólksins að ná þeim rétti sem hver rriaður telur helgastan - að ráða sjálfur ferðum sínum- sem hefur brotið niður Berlínarmúrinn. Og ekki nóg með það, heldur brotið niður marxiska stjórnskipun og stjómarhætti í Austur-Þýska- landi. Þótt svo hafi tekist til, er ekki endilega víst að svo róttæk pólitísk breyting hafi verið í huga þeirra sem vöktu frelsis- hreyfinguna. Iðnríki stefna í austur Hitt er næstum víst, að sú stjómarfarsbreyting sem á sér stað í Austur-Þýskalandi á eftir að hafa ómæld áhrif á efnahags- og stjórnmálasögu Evrópu í næstu framtíð. Þar með er ekki sagt að menn geri sér á þessari stundu nákvæma grein fyrir hver þróunin og áhrif hennar verða. Vafalaust hefur þessa mikla breyting í Austur-Þýskalandi í för með sér eflingu Vestur- Þýskalands, einkum viðskipta- stöðu þess gagnvart Austur- Þýskalandi og allri Mið- og Austur-Evrópu. Vestur-Þjóð- verjar hafa rekið markvissa stefnu í þá átt að opna viðskipta- tengsl til austurs, enda er það í samræmi við aldalanga stefnu Þjóðverja að hafa ítök í löndun- um austan við sig. Þótt ýtni Þjóðverja til austurs hafi ekki alltaf aukið vinsældir þeirra og eigi sér langa og fjölskrúðuga sögu gegnum aldirnar, þar sem sverðið hefur ekki síður leikið stórt hlutverk en friðsamlegir verslunarsamningar, þá bendir flest til þess að kommúnistaríkin eigi eftir að opna hlið sín í vaxandi mæli fyrir þýskri efna- hagsinnrás og telji hana nauð- synlega. Jarðvegurinn fyrir auk- in umsvif Vestur-Þjóðverja er undirbúinn, bæði hvað varðar beinar ráðstafanir Þjóðverja sjálfra og það sem snertir efna- hagsástandið í þessum löndum eftir pólitískt gjaldþrot komm- únismans. Vestur-Þjóðverjar munu verða í fararbroddi iðnríkja Vesturlanda að dæla fé og tækni- þekkingu inn í þjóðfélög Aust- ur- og Mið-Evrópu, sem að sjálfsögðu verður unnið með því fororði að allt sé það gert til þess að efla gagnkvæman hag þjóð- anna, efnahagslegan og pólitísk- an, og þar með batnandi afkomu almennings í kommúnistaríkj- unum. Hver pólitísk áhrif breyt- ingamar í Austur- og Mið-Evr- ópu eiga eftir að hafa hlýtur að vera vandi að sjá fyrir í einstök- um atriðum, en þau verða auð- vitað margvísleg. Hitt er alveg ljóst að þessar breytingar hleypa lífi í efnahags- og fjármálasam- skipti austurs og vesturs. í aug- um fjármagnseigenda iðnveld- anna opnast þama nýr útþenslu- og athafnavettvangur og fólkið, sem er þreytt á fátækt og stöðnun, tekur fagnandi við hinni kraftmiklu athafnasemi og vömflæði sem auðvitað kemur í kjölfarið. Bil fátæktar og auðs Þótt ljóst megi vera að iðn- veldin eigi eftir að beina orku sinni til umsvifa í Austur- og Mið-Evrópu og allir geti orðið sammála um að þau eigi eftir að breyta miklu fyrir efnahag þess- ara landa, þá er ástæða til að minna á að Austur- og Mið-Evr- ópulönd eru engin fátæktarlönd í samanburði við þróunarlönd þriðja heimsins. Þrátt fyrir allt eru andstæðurnar í heiminum ekki mismunurinn á „austri og vestri“ (í viðteknum skilningi þess orðs), heldur það djúp sem staðfest er milli „norðurs og suðurs“, milli þróaðra þjóðfé- laga og vanþróunarlanda. Þegar lengra er horft fram í tímann blasir við mannkyninu miklu meiri vandi að brúa bilið milli fátæktar og auðs, frelsis og ófrelsis, sem skilur þróunar- þjóðirnar í Afríku, Asíu og Rómönsku Ameríku frá öðrum þjóðum heims. Þótt vel fari á því að auður iðnveldanna gangi til þess að byggja upp atvinnu- og við- skiptalíf Austur-Evrópu, þá er þróunarsamvinna milli iðnveld- anna og þróunarlandanna eftir sem áður það verkefni sem síst má vanrækja. Sérstaklega er ástæða til að vekja athygli á hlut íslendinga í þessu efni. Það er alls óvíst og næsta ólíklegt að íslendingar hafi miklu hlutverki að gegna í þeim viðskipta- og atvinnuumsvifum sem menn sjá fyrir að verði í kjölfar stjórn- ,/> málabreytinga í Austur- og Mið- Evrópu. Hitt er aftur á móti staðreynd að íslendingar búa yfir ýmiss konar þekkingu og færni sem gerir þá fullgilda að taka þátt í þróunarsamvinnu í þriðja heiminum. Á því sviði eiga íslendingar að láta að sér kveða. Fram til þessa hafa ís- lendingar aðeins stigið varfærn- isleg spor í þróunarsamvinnu en það sem gert hefur verið sannar að þeir eru færir um að gera þar miklu meira. Þróunarsamvinna Þróunarsamvinna, sem svo er kölluð, verður sennilega best skýrð með því að nota það orð sem áður gilti í umræðum um þessi mál, að um sé að ræða aðstoð við fátækar og tæknilega vanþróaðar þjóðir, en þó á grundvelli tvíhliða samstarfs- samnings, þar sem hvor aðili leggur sitt af mörkum eftir því sem við á. Slík þróunarsamvinna á milli velmegunarlanda og fátæktar- þjóða er útbreidd og umfangs- mikil alþjóðastarfsemi sem segja má að nái meira og minna til heimsins alls. Fyrir íslendinga er helst ástæða til að átta sig á því hvað vestrænar velmegunar- þjóðir, fyrst og fremst Evrópu- þjóðir, gera í þessu efni. Þar er ekki síst að leita fyrirmynda og fordæmis fyrir íslenska ráða- menn í þessu efni. Að forminu til hefur það verið gert, þótt mikið skorti á að í reynd hafi íslendingar fylgt fordæmi þeirra hvað varðar hlutfallslega þátt- töku í þessu alþjóðastarfi. ís- lendingar eru eftirbátar Norður- landaþjóða og annarra Vestur- Evrópuþjóða í þróunarsam- vinnumálum. Nú kann að vera að ekki þætti óeðlilegt þótt ís- lendingar stæðu öðrum eitthvað að baki í framlögum til þróunar- aðstoðar, en munurinn er of mikill til þess að hann sé afsak- anlegur. Verst er þó að fram- kvæmd þessara mála er í algeru ósamræmi við markaða stefnu Alþingis og ríkisstjórna eins og hún hefur verið undanfarin ár. íslensk þróunaraðstoð á sér

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.