Tíminn - 18.11.1989, Blaðsíða 8

Tíminn - 18.11.1989, Blaðsíða 8
8 Tíminn Laugardagur 18. nóverfíber 1989 Jón Sigurðsson iðnaðarráðherra um stóriðju á íslandi: Nlóta þarf orkunýtingar- stefnu til langs tíma Jón Sigurðsson iðnaðarráðherra er í helgarviðtali Tímans. Hann hefur að undanförnu leitt viðræður um aukna álframleiðslu á íslandi og nýtt eða ný álver, einkum við svonefndan Atlantal hóp. Pólitískar aðstæð- ur innanlands og utan- virðast nú vera hagstæðari þessum áformum en oftast áður. Erlendis, einkum í Evrópu, eru áform uppi um að leggja af rekstur kjarnorkuvera sem þrengja mun mjög að rekstri orku- freks iðnaðar. Innanlands hefur verið samdráttur í sjávarafla og enn frekari samdráttur fyrirsjáanlegur. Af þeim ástæðum meðal annars hefur skapast pólitískur meðbyr fyrir aukinn áliðnað á íslandi. Þessi mál voru rædd við iðnaðarráðherra og hann var fyrst spurður: - Er stóriðjan íslendingum nauðsyn- leg og liggur okkur eitthvað á að auka hana? Stóriðjan nauðsyn „Já, það tel ég og það hefur sjaldan verið mönnum ljósara en nú. Við eigum að breikka auðlindagrundvöll- inn fyrir atvinnulífið í landinu með því að virkja vatnsaflið. Þessi skoðun er raunar aldargömul og aldamótaskáldin ortu dýr kvæði í anda hennar. Ræður seinni tíma manna eru kannski ekki jafn skáldlega inn- blásnar en efnislega eru þær samhljóða því „... að temja fossins gamm á framfaraöld.“ Nú þegar aldamót nálgast enn, á íslenska þjóðin tækifæri sem hún má ekki láta ónotuð enda er nú sennilega betra færi til þess að breyta orkunni í tekjur fyrir almenning en lengi hefur verið. Eftirspurn eftir áli fer vaxandi því þetta er léttur en sterkur málmur. Þegar samgöngutæki eru smíðuð úr áli í stað stáls, sparast t.d. mikil orka þótt vissulega fari mikil orka í að bræða ál. Þar sem útlit er bjart í áliðnaði þá er eðlilegt að áhugi sé á að ráðast hér í framkvæmdir. Því fer þó víðs fjarri að stórfyrirtæki standi í biðröð eftir að fá að fjárfesta hér. Við verðum því að sýna með réttum rökum og skynsemi að þótt kaupið sé hátt á íslandi og eigi að vera það og þurfi að verða hærra þegar fram í sækir, sé hægt að hafa hér hagkvæman og arðvænlegan rekstur vegna ýmissa annarra skilyrða sem landið býður. Þau eru ekki bara hag- kvæmt orkuverð, heldur líka svigrúm til athafna, aðgangur að Evrópumark- aði, góð hafnaraðstaða og þar með góðar samgöngur af sjó, enda skiptir lega landsins minna máli en áður var vegna breyttrar samgöngutækni. Áltonn/þorsktonn Vegna þessa alls eigum við að nota orkuna til að efla atvinnulíf hér á landi og þarna eru möguleikar. Ég hef áður bent á að eitt tonn af áli frá álbræðslu leggi álíka mikið inn í þjóðarbúið og eitt tonn af þorski úr sjó. Þetta eru auðvitað ekki nákvæmar tölur en þær gefa samt hugmyndir sem skiljanlegar eru öllum. Nú erum við nauðbeygð til að draga saman þorskaflann um nokkra tugi þúsunda tonna á næsta ári. Hlýtur því ekki að vera nauðsynlegt fyrir okkur að leita að einhverju öðru í staðinn? Þótt nýsköpunin komi ekki strax á næsta ári þá er það ekki lítil búbót í sjónmáli ef við gætum aukið álframleiðsluna á næstu fimm árum um 120-130 þúsund tonn og enn um 150-200 þúsund tonn á næstu fímm árum þar á eftir.“ - Er útlit fyrir þetta? Hvemig ganga álviðræðurnar? „Viðræðurnar hafa tekið nokkrum vendingum. í vor var um sinn vikið til hliðar umræðum um 185 þúsund tonna bræðslu sem athyglin hafði beinst mest að til þess tíma. Þetta var gert vegna þess að niðurstöður ráðgjafafyrirtækis- ins Bechtel bentu til þess að það virtist hagkvæmara að stækka álverið í Straumsvík. Þeir höfðu að vísu ekki þrautkannað þann kost, en það sem fyrir lá var að það virtist greinilega ódýrari kostur á hvert tonn af áli auk þess að vera minni biti fyrir fyrirtækin þrjú eða fjögur, Atlantalhópinn að ráðast í. Vegna þessa var svo sett af stað sérstök athugun á stækkunarleiðinni og fyrstu niðurstöður bámst í október- byrjun. Þá vantaði reyndar ýmsar áætl- anir frá Alusuisse um hvað kosta myndi að tengja nýjan kerskála við þá aðstöðu sem fyrir er enda var kjami þessara hugmynda að nýta betur þá þjónustu og mannvirki sem þegar em til staðar. Sú niðurstaða sem birtist í lok októ- ber á fundi Atlantalhópsins í Amster- dam olli mönnum nokkmm vonbrigð- um, þ.e. kostnaðarmunurinn virtist minni en menn höfðu talið milli sjálf- stæðs álvers og stækkunar þess sem fyrir er. Þetta varð til þess að fulltrúar Gránges Aluminium og hollenska fyrir- tækisins Hoogarens Aluminium vildu aftur taka upp þráðinn um sjálfstætt álver, jafnvel ekki stærra en 120-130 þús. tonn en athuga jafnframt 185 þúsund tonna kostinn um leið og athug- unum á stækkun yrði lokið. Hópurinn mun á ný hittast í Zúrich 4. des ásamt íslensku ráðgjafarnefnd- inni í álmálinu. Þar mun ég knýja á um ákvarðanir um hvort menn vilji halda áfram og ganga til eiginlegra samninga eða ekki. Dró Alusuisse lappirnar? - Hefur þessi dráttur sem orðið hefur á ákvörðun verið vegna þess að Alu- suisse hefur dregið lappimar og viljað sitja eitt að álvinnslu á íslandi? „Ég átti viðræður við forstjóra Gránges í síðustu viku og mér skilst að hann sé afar áhugasamur um að ganga til samninga. Þá á ég von á heimsókn forstjóra hollenska fyrirtækisins í næstu viku en hann mun kanna hér aðstæður. Því hef ég ástæðu til að ætla að Hollendingar séu einnig áhugasamir um samninga. Stækkunarmöguleikinn hlýtur að hafa verið vænlegur í augum Alusuisse. Ef hann er ekki jafn líklegur og áður geri ég ráð fyrir að áhugi þeirra dofni. Ég held hins vegar að það sé ekki rétt lýsing á þeirra afstöðu að þeir hafi viljað útiloka aðra frá vinnslu á íslandi og sitja einir að henni. Þeir hafa hins vegar ekki þörf fyrir svo mikinn málm sem 120-130 þúsund tonna stækkun hefði í för með sér og hafa ekki áhuga á að framleiða málm umfram eigin þarfir. Svipað gildir raunar um aðra innan Atlantalhópsins. Þeir em fyrst og fremst að hugsa um að verða sjálfum sér nógir um málm. Ég tel samninga við þessa aðila hagkvæma okkur því að þeir em að horfa til langtímasamninga. Það er langtíma hagsmunamál fyrir okkur að byggja hér upp nýjan iðnað ekki síst nú þegar atvinnuástand er tvísýnna en það lengi hefur verið. Þetta síðastnefnda gerir það einnig að verkum að úr vegi er sú hindrun sem hefur verið fyrir hendi gegn því að ráðast í svo umfangsmiklar fram- kvæmdir á tíma þenslu í hagkerfinu vegna hættu á ofþenslu og verðbólgu. Sjónarmið áliðnaðarins og íslendinga falla því saman nú. Ég er tel að móta þurfi langtímastefnu um nýtingu orku- lindanna til atvinnuuppbyggingar, ekki síst með þróun byggðar í landinu í huga. Stækkun í Straumsvík tel ég enn nærtækasta og trúlega hagkvæmasta kostinn en skynsemi verður að ráða hvar álver verður sett niður enda gagnast það auðvitað allri þjóðinni. En það er mikilvægt horfa til virkjunar Jökulsár á Fljótsdal og stóriðjuvers sem skapa myndi iðnaðarkjarna á Norður- eða Austurlandi. Slíkt er mik- ið framfaramál þótt það leysi vitanlega ekki öll atvinnu- eða byggðamál hérað- anna. Það yrði þó mikilvægur þétti- kjarni byggðar í þessum landshlutum.“ Áhugi útlendinga ofmetinn? - Innlendar aðstæður eru hagstæðar stóriðju nú sagðirðu. Gæti það þó hugsast að áhugi útlendinga hafi verið ofmetinn og gæti þörf okkar fyrir stóriðjuna jafnframt veikt samnings- stöðu okkar? „ Við höfum sérstaka þörf fyrir aukna stóriðju núna þar sem Blönduvirkjun er nú á lokastigi og mun byrja að skila orku inn á landskerfið 1991, nokkru fyrr en nokkrar minnstu líkur eru til að stór orkukaupandi verði til að kaupa þá orku sem þá verður umfram þarfír hins almenna markaðar. Því er það knýj- andi nauðsyn að breyta orkunni í peninga sem fyrst til að greiða virkjun- ina niður. Framkvæmdatími Blöndu- virkjunar er orðinn alltof langur. Hún er dæmi um framkvæmd sem ráðist er í án þess að markaðshliðin sé í lagi. Ég vil að þannig sé á málum haldið að sölumöguleikar séu fundnir fyrir orku nýrra virkjana en ekki virkjað virkjananna vegna. Áhersla á virkjun- arþáttinn hefur verið of mikil en ónóg á söluhliðina, uppbyggingu iðnaðar og orkunotkunina. Samningsaðstaða okk- ar nú er góð og við erum ekki sérstak- lega bundnir af þvi sem áður hefur verið gert þótt Blanda reki auðvitað talsvert á eftir. Á það er t.d. að líta að hennar vegna er hægt með vissu að segja hvenær hægt verður að afhenda orkuna. Það er mikilvægt að niðurstaða fari að fást í viðræðunum svo hægt verði að hefjast handa við orkuframkvæmdir. Röð þeirra fer eftir því hver niðurstað- an verður- hversu stór verður álbræðsl- an sem í verður ráðist; 120 þúsund tonn eða 185 þúsund tonn eða eitthvað þar í milli. Ef hærri kosturinn verður ofan á kemur Fljótsdalsvirkjun í fyrstu röð, en verði lægri kosturinn valinn, er viðbótarvirkjun við Búrfell eðlilegt fyrsta skref. Best væri að við settum sjálfir upp langtímaáætlun og fengjum samstarfsaðila til að framkvæma hana þannig að við gætum ráðist í hvort tveggja.“ Skynsamlegir orkusamningar - Hvað með orkuverð? Verða ein- hver bindiákvæði um orkuverð þannig að ef breytist orkuverðsforsendur á einhvem hátt, þá fari ekki allt úr skorðum og stórtap verði á öllu saman? „Ég hef engan áhuga á að gerður verði orkusölusamningur sem ekki skil- ar fullkomlega til baka þeim kostnaði sem lagður er í virkjanir sem anna eiga þörf stóriðju. Kostnaðinn verður að endurheimta ásamt vöxtum. Því er það okkur í hag að gera fasta orkusölu- samninga til langs tíma til að vissa fáist fyrir endurheimtu fjárins. Slíkir samn- ingar treysta lánstraust okkar og auð- vitað verður að fjármagna framkvæmd- irnar með erlendu lánsfé að verulegu leyti. Erlendu álfyrirtækin sækjast líka eft- ir löngum orkukaupasamningum til að

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.