Tíminn - 18.11.1989, Blaðsíða 10

Tíminn - 18.11.1989, Blaðsíða 10
10 Tíminn Laugardagur 18. nóvember 1989 Frumsýning Leikfélags Selfoss á Sálminum um blómið: Þórbergur Þórðarson var mjög fyndinn maður og nógu mikið nátt- úrubarn til að sjá spaugilegu hlið- arnar á viðbrögðum bama jafnt sem fullorðinna við ýmsum uppá- komum í lífinu. Sálminn um barnið í manneskjunni og barnið í raun- vemleikanum skrifaði Þórbergur af sömu nákvæmninni og niðurrit- aðar veðurathuganir sínar. Þess vegna brá þar m.a. fyrir honum Hauki, sem skítti á fiðluna, þótt hann héti ekki Haukur. Þórbergur talaði við steina í Suðursveit af jafnmikilli einlægni og hann talaði við litlu stúlkuna systur hennar Biddu. Hann var hinn hjartahreini maður og menn sem nálugðust hann urðu að vera hjartahreinir. Ýmislegt hefur verið skrifað um Þórberg og af misjöfnu innihaldi og skilningi, en í leikgerð eins og þessari er hann hreinn og skýr af því hann talar til okkar sínum eigin orðum. Þrátt fyrir hið þrönga og loftlága hús, þar sem engu hefur verið kostað til nema kannski svörtu tjaldi og myndvörpu til að sýna Hringbrautarblokkina, Suður- sveitina og miðbæinn í Reykjavík, varð húsið að nýrri höll um leið og leikurinn hófst á sviðinu, jafnvel þótt gólfið væri það flatt að sveigja þurfti sjónpípurnar framhjá rosa- legum túberingum og hárbúnaði þeirra er sátu framar. Þetta var sem sagt allt eins og það átti að vera, nema hvað greiðslan var brosmameiri en á nivea-krems tíma teofani greiðslunnar. Guð lét snemma á sér bera og var í svörtu vesti. Hann var Ieikinn af Axel Magnússyni og var virðulegur og hæglátur eins og guð á að vera, en skegglaus eins og Þórbergur. Sobb- eggi afa lék Sigurgeir Hilmar Frið- þjófsson, og var sýnu líkari Þór- bergi í útliti, þótt hart sé að segja það, en Jón Hjartarson sjálfur í Ofvitanum, og hélt maður þó að nær honum væri ekki hægt að komast. Má fara að álíta að Þór- bergur finnist í hverju einasta plássi í landinu yrði hann leikinn víðar, svo fjölbreytt virðumst við vera að manngerðum. í stuttu máli fór Sigurgeir á kostum í Þórbergi, spastískar handahreyfingar hans, togið andlitið af vfsdómi og alvaran mikla, sem gjarnan var yfir þessum spéfugli sem vildi láta fólk trúa sér og trúði öllu sjálfur og sjálfum sér mest, var öll fyrir hendi í leiksvið- stilburðum Sigurgeirs. Það var í sjálfu sér fyndið að hugsa til þess að þama hafði Jón Hjartarson komið upp nýjum Þórbergi, sem jafnvel sló leikstjórann út á köflum. Mamma gagga var leikin af Ester Sælir eru Gamli iðnskólinn á Selfossi minnir um margt á leikhúsin, þar sem verið var að sýna Skugga-Svein, Landafræði og ást og aðrar stórbrotnar „frænkur“ og förðunardúkkur, ef ekki skeggjuð tröllmenni úr fjöllunum, upp úr 1930, bæði á Króknum og annars staðar með ilmandi súkkulaði og límonaði í hléum og Dadda Brenni eins og elskhuga allra tíma að skrifa bréf, sem hann henti jafnóðum á gólfið svona voðalega sætan og eftirsóknarverðan að manni skildist fyrir ungmeyjabrjóstin. Þetta var leikhús og enn er leikhús með lítilli loftræstingu og sælgæti í hléi. Að þessu sinni er Jón Hjartarson, leikari, á ferðinni og nýtur til þess hóps tómstundaieikara austan fjalls, þar sem stúlkur eru þokkafullar á sviði, syngja betur en páfinn og fara afbragðsvel með það sem þeim er trúað fyrir. Leikfélag Selfoss sýnir sem sagt Sálminn um blómið eftir Þórberg Þórðarson í leikgerð Jóns Hjartarsonar og leikstjórn hans. Síðan Jón Hjartarson lék með sérstökum afbrigðum hið ágæta verk Ofvitann, hlýtur að þykja forvitnUegt hvernig slíkur persónugervingur Þórbergs fer í verk eftir meistarann tU að gera úr því leiksýningu. I stystu máU sagt skemmtu áhorfendur sér konunglega \ litla leikhúsinu, sem minnir svo mikið á gömlu leikhúsin frá 1930. hefði lagt þau saman og giktin lent öll í mjaðmarliðunum. Þar hafði Jón Hjartarson sýnilega meiri af- skipti en af þeim ágæta upprétta flokki ungs fólks sem söng bæði fallega og fór léttum skrefum um sviðið, en beindu huganum að því, að vel væri við hæfi að bæta meiri tónlistinn í og jafnvel danssporum, verði þetta sýnt á stóru sviði (musi- cal). Tónlistin var eftir Jóhann Morávek. Hún lyfti undir með sýningunni og jók mjög á samræm- ið í verkinu; skapaði því aukinn heildarsvip. Auðvitað gengur maður bros- andi út af svona sýningu. Líka vegna þess að þeir á landsbyggð- inni eru stundum að tala um slæma aðstöðu sína. Miðað við sýninguna í gamla iðnskólahúsinu á Selfossi skiptir aðstaðan litlu máli. Það er hægt að byggja hallir yfir leiklist án þess nokkuð gerist. Leiklist er þörf og skemmtun fyrir augað. Og hún er allt þar á milli. Hún getur átt heima úti á víðavangi ef því er að skipta. En hún verður að vera fyrir hendi. Það var hún í öllum einfald- leika sínum á Selfossi. Indriði G. Þorsteinsson Guð var í svörtu vesti. Iris Magnúsdóttir, Ester Halldórsdóttir og meistarinn. Tvlagnúsdóttur, sem var bæði lík Margréti í útliti og lék taktana hennar eins og hún hefði verið nákunnug henni. Þótt Margrét væri ekki nálægt því eins lengi á sviðinu og Þórbergur, fylgdi henni sá þróttur, eins og Margréti, að manni fannst hún væri alltaf þarna. Þann- ig var það líka í raunveruleikanum. Svo birtust tvær perlur í sýning- unni, þær Guðríður Þorgeirsdóttir sem Egga la og íris Magnúsdóttir sem Lilla Hegga. Það er í rauninni alveg makalaust hvað krakkar geta verið miklir leikarar og hvað þeim er fyrirskipaður og stýrður leikur eðlilegur ef út í það er farið. Það þurfti frábæran Þórberg til að halda í við litlu stöllumar svo ákveðnar, öruggar og þróttmiklar voru þær í hlutverkum sínum. Hér hafa aðeins verið höfð hin bestu orð um sýninguna um Sálm- inn um blómið á Selfossi. Það er ekkert undarlegt svo mjög sem hún kom á óvart. Minni hlutverk voru ágætlega flutt, þótt þar gætti sums staðar nokkurrar stífni, sem fer af eftir fyrstu sýningar. Gamlar kerlingar og karlar birtust í for- kostulegum gervum, eins og lífið Sigurgeir í stellingum meistarans. Hopur sem kom oft vio sogu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.