Tíminn - 18.11.1989, Blaðsíða 7

Tíminn - 18.11.1989, Blaðsíða 7
Laugardagur 18. nóvember 1989 Tíminn 7 að vísu u.þ.b. 20 ára sögu, en með lögfestingu Þróunarsam- vinnustofnunar íslands 1981 var gert ráð fyrir að hefja þróunar- samvinnu að fyrirmynd annarra þjóða, t.d. Norðurlanda. Ekkert var við því að segja, þótt stillt væri af stað farið, en nú er að því komið að íslendingar verða að láta meira að sér kveða í þessu efni en orðið er. ísland eftirbátur Til þess að gefa hugmynd um það hversu óveruleg íslensk framlög eru til þróunarmála er rétt að upplýsa að hinar auðugu þjóðir heims, þar sem velmegun telst vera mest, hafa gert um það samþykktir að verja sem svarar 1% af þjóðarframleiðslu til þró- unarmála, þar af skyldi ríkis- framlag vera 0,7% en 0,3% koma frá einkaaðilum og félög- um. Þrátt fyrir yfirlýsingar Al- þingis um að íslendingar ykju framlög sín stig af stigi á árabil- inu 1986 til 1993, svo að 0,7% markinu yrði náð, hefur fram- lagið minnkað hlutfallslega ár af ári. Árið 1985 lögðu íslendingar fram 0,08% af þjóðarfram- leiðslu til þróunaraðstoðar, en þessi hlutfallstala reyndist vera 0,06% fyrir árið 1988. í stað þess að auka framlögin jafnt og þétt höfum við dregið úr þeim. Ef litið er á framlög annarra þjóða eru íslendingar langneðst- ir á blaði þeirra þjóða sem eiga hlut að skipulegri þróunarsam- vinnu, eins og það orð er nú skilið. Það sem mestu veldur um þennan samdrátt þróunarað- stoðar er sú staðreynd að fram- lög til Þróunarsamvinnustofnun- ar íslands fara hlutfallslega lækkandi, sem lýsir furðulegu Stefán Þórarinsson, verkefnisstjóri Þróunarsamvinnustofnunar fslands á Grænhöfðaeyjum, í hópi þarlendra skipverja á rannsóknaskipinu Feng RE235. skilningsleysi á starfi stofnunar- innar. Þetta er þeim mun verra að Þróunarsamvinnustofnun ís- lands hefur á síðustu árum eflt starf sitt og skipulag að eigin hvötum og náð góðum tökum á verkefnum sínum. Þróunarsam- vinnustofnunin er í eðli sínu þungamiðjan í skipulagi ís- lenskrar þróunaraðstoðar. Henni verða stjómvöld að treysta til þeirra hluta og vinna að eflingu hennar meðan þess er sérstök þörf og árangur af verk- um hennar mælir sterklega með því. Grænhöfðaeyjar Sú formlega þróunarsam- vinna, sem íslensk stjórnvöld hafa efnt til og falið Þróunar- samvinnustofnun að annast, er þróunarstarfið á Grænhöfðaeyj- um (Cabo Verde), litlu eyjasam- félagi í Vestur-Áfríku. Þáttur íslendinga hefur einkum verið að annast sérstakt fiskveiðiverk- efni fyrir eyjarnar og þannig fyrir komið að það félli inn í áætlunarbúskap ríkisstjórnar landsins um eflingu fiskveiða og fiskútflutnings. Það hefur frá fyrstu tíð verið megintilgangur- inn með þessu íslenska framtaki að kanna möguleika á að veiða og vinna botnlægar fisktegundir. Eftir lærdómsríkt tilraunastarf, sem hófst þegar 1980 og stóð með ýmsum hléum fram til 1986, var stofnað til nýs verkefnis 1987 og unnið markvisst eftir áætlun að framkvæmd þess, þar til því var að verulegu leyti lokið á þessu ári og þó ekki að fullu fyrr en á næsta ári, 1990, eins og áætlunin segir til um. Hér er þess ekki kostur að rekja nákvæmlega framkvæmd þróunarstarfsins á Grænhöfða- eyjum síðustu tvö ár, enda ekki ástæða til, en minnt á það að þar hefur mest munað um það starf sem unnið hefur verið í sam- bandi við útgerð rannsóknafiski- skipsins Fengs, sem nýst hefur til veiðiskapar, fiskileitar og fiskirannsókna. Þetta starf má með sanni telja til markverðra brautryðjendastarfa í þessu fá- tæka Áfríkulandi og hefur borið athyglisverðan árangur á öllum meginsviðum þess. Þar hafa íslenskir sjómenn lagt af mörk- um mikilsverða þekkingu á veiðiskap og sjómennsku og fiskifræðingar aflað margs konar gagna um fiskifræðileg efni. Allt bendir til þess að það hafi verið vel ráðið að íslendingar tóku sérstaklega að sér að þróa fisk- veiðar á Græiihöfðaeyjum frem- ur en að sinna öðrum verkefnum í öðrum löndum, auk þess sem árangur þessara starfa er mjög góður. Verkefnið hefur sýnt sig að vera hagnýtt fyrir heimamenn og viðráðanlegt fyrir íslendinga. Það liggur einnig fyrir að fjár- hagsleg afkoma þessarar starf- semi er innan þess ramma sem fjárframlög hafa sett henni. Naumur fj árlagaskammtur Þróunarsamvinnustofnun ís- lands hefur því sinnt störfum sínum með ágætum. Reynslan af þeim hefði því mátt verða fjárveitingavaldinu hvatning til þess að gera betur við hana en fjárlagafrumvarpið ber með sér. Þar er sú stefna tekin að lækka hlutfallslega framlög til þróunar- samvinnuverkefna á vegum stofnunarinnar, þvert ofan í vilj- ayfirlýsingar Alþingis fyrir fjór- um árum um að auka slík fram- lög í áföngum á sjö ára tímabili. Þessi brigð á stefnumörkuninni endurspeglast í þeirri staðreynd að fjármálaráðherra leggur nú til að stofnunin fái til umráða 64 milljónir króna á næsta fjárlaga- ári, en með framreikningi á grundvelli áfangastefnunnar um aukin framlög hefði þessi tala átt að vera 1200 milljónir! Þróunarsamvinnustofnunin hefur ekki farið fram á að fá slíka fjárhæð til umráða, þótt bókstafstúlkun á stefnuyfirlýs- ingu Alþingis frá 1985 gefi tilefni til þess. Fjárhagsáætlun stofnun- arinnar hljóðaði um 123 milljón- ir króna, sem sýnist vera alger lágmarkstala miðað við efnisleg- ar og sögulegar staðreyndir þessa málefnis í heild. Fjárveit- ingabeiðni stofnunarinnar ber það með sér að forráðamenn hennar gera enga tilraun til þess að halda fram fyllstu kröfum á grundvelli stefnumörkunar sjálfs Alþingis, heldur móta þeir sína eigin stefnu um hófsemi í fjárkröfum samkvæmt þeim anda sem ríkir á Alþingi um að fresta þeim ákvörðunum sem það hefur sjálft gert um aukin framlög til styrktar vanþróuðum þjóðum. Viðmiðun framlaga Skylt er að minnast á það í sambandi við þessa umfjöllun um málefni Þróunarsamvinnu- stofnunar íslands, að Tíminn hef- ur haldið fram því sjónarmiði að varasamt hafi verið á sinni tíð að álykta jafnafdráttarlaust um stighækkandi framlög til þróun- armálefna eins og Alþingi gerði vorið 1985. Sú hætta er alltaf fyrir hendi að ýmsar aðstæður gerðu slíka ályktun óraunhæfa. Reynslan hefur leitt í ljós að stefnumörkun Alþingis var ekki í samræmi við aðstæður og getu þegar til átti að taka. Skynsam- legra hefði verið að móta stefnu í þessum málum á öðrum grund- velli en að elta fjárveitingafor- múlur annarra þjóða, m.a. vegna þess að hjá þeim er ekki allt sem skyldi um framkvæmd þróunaraðstoðar og árangur hennar. Árangur þróunarað- stoðar er ekki alltaf í samræmi við fjármagnið sem í hana hefur farið. Þá sögu hefðu alþingis- menn átt að þekkja þegar þeir samþykktu að hækka framlög til þróunaraðstoðar samkvæmt gef- inni formúlu án annars rök- stuðnings og skilyrða. En þessi ábending gefur hins vegar ekki tilefni til þess að duttlungar eigi að ráða framlög-' um Alþingis til Þróunarsam- vinnustofnunar íslands. Hún hefur sýnt í verki að hún er fær um að sinna árangursríkum verkefnum, sem eru innan skynsamlegs fjárhagsramma og viðráðanleg í framkvæmd. Þess á stofnunin að njóta á þeim tímamótum sem nú eru í starfi hennar, þegar áætluðu megin- verkefni er að ljúka og nauðsyn- legt að finna ný verkefni. Stjórn stofnunarinnar hefur þegar áætl- að hver þessi verkefni skuli vera, auk þess sem ýmsu er enn ólokið af því sem stofnunin hefur verið að vinna að. íslensk stjórnvöld mega ekki láta þessi mál liggja í láginni. íslendingum ber að sinna þessu mikilvæga alþjóð- lega málefni eins og aðrar vel- megunarþjóðir.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.