Tíminn - 18.11.1989, Blaðsíða 11

Tíminn - 18.11.1989, Blaðsíða 11
Laugardagur 18. nóvember 1989 Tíminn 23 Afkoma bátaflotans: HALU A ARINU 13% AF TEKJUM Afkoma bátaflotans verður enn verri á þessu ári, en árið á undan, en þá var afkoman afleit. Halli á rekstri báta á þessu ári verður 13% af tekjum, sem nemur um 1250 milljónum króna. Á síðasta ári var hallinn 8% af tekjum eða um 650 milljónir króna. Þetta kom fram í ræðu Kristjáns Ragnarsson- ar á aðalfundi LÍÚ. Á sama tíma hefur afkoma togar- anna verið mun betri og eru þeir reknir með lítilsháttar hagnaði, eða um 4%. Þetta er athyglisvert það sem afkomumunur báta og togara hefur á undanfömum árum ekki verið teljandi. Að sögn Kristjáns skýrir launakostnaður báta afkomu- muninn í aðalatriðum, en hann er 12% hærri en á togurum. Hvað þessu veldur segir Kristján að sam- kvæmt reikningum bátanna kemur í ljós að verulegar launagreiðslur falla utan hlutaskipta, sem stafað getur af því að til kauptryggingagreiðslna komi oftar á bátum en togurum. „Sé svo, virðist eðlilegt og nauðsynlegt að lengja kauptryggingartímabil á bátum í næstu kjarasamningum úr einum mánuði í t.d. 3 mánuði. Þessi mismunur á afkomu báta og togara verður ekki lagfærður af stjómvöld- um, heldur verðum við að finna sjálfir lausn á þessum vanda í kjara- samningum," sagði Kristján. - ABÓ — — i —iili Skógaskóli er 40 ára Kringlan 5. Sjóvá - Almennar í nýtt húsnæði Sjóva - Almennar tryggingar hf. hefur nú flutt höfuðstöðvar sínar frá Síðumúla 39 og Suðurlands- braut 4 í nýtt hús að Kringlunni 5 og má því segja að sameining félaganna sé nú fullkomnuð. Þar má nú fá alla þjónustu félagsins á einum stað. Tjónaskoðunarstöðin mun þó eftir sem áður sjá um tjónaskoðun á ökutækjum, en hún er til húsa að Smiðjuvegi 1, Kópa- vogi. Kringlan 5 er með 7 skrifstofu- hæðir og er starfsemi Sjóvá - Almennra á sex þeirra. Auk Sjóvá - Almennra em Sameinaða líf- tryggingarfélagið hf., Kaupþing h.f. og Spron með starfsemi í húsinu. Skrifstofuhúsnæði er 3915 fermetrar en auk þess eru 1437 fermetrar í bílageymslu. Endan- legt uppgjör byggingarkostnaðar liggur ekki fyrir en gert er ráð fyrir að hann verði um 85.000 kr. á fermetra. Grunnur hússins var gerður 1987 en samið var við Álftarós hf. um uppsteypu hússins og hófst verkið í mars 1988 og hafði Álftarós á hendi flesta verkþætti til loka verksins. Húsið er einfalt að gerð en vandað hefur verið til alls frágangs þannig að viðhaldskostnaður ætti að vera í lágmarki. Útveggir eru einangraðir að utanverðu og klæddir með þýskum granítplöt- um. Húsið er vel búið í alla staði og er notuð nýjasta tækni í tölvu- lögnum og öryggiskerfi hússins. Arkitekt hússins er Ingimundur Sveinsson. Burðarþol var unnið hjá Verkfræðistofunni Ferli hf., raflagnir hjá Raflagnateiknistofu Tómasar Kaaber, pípulagnir ag loftræsting hjá Verkfræðistofnun Forsjár hf. sem einnig hafði yfir- umsjón með öllum byggingarfram- kvæmdum. Næstkomandi sunnudag 19. nóv- ember eru 40 ár liðin frá því að Skógaskóli tók til starfa. Skólinn var reistur og starfræktur af Rangár- valla- og Vestur-Skaftafellssýslum með aðstoð ríkisins, sem síðar tók við rekstri hans. Um árabil var Skógaskóli eini framhaldsskóli þess- ara héraða. Með vaxandi byggð fjölgaði skólum sem tóku að sér kennslu í efstu bekkjum grunnskól- ans og er nú svo komið að sem grunnskóli þjónar Skógaskóli ein- ungis tveimur sveitarfélögum í Rangárvallasýslu, þ.e. Austur- og Vestur-Eyjafjallahreppum. Framhaldsdeild hefur starfað við Skógaskóla frá 1974, hin síðari ár í tengslum við Fjölbrautaskóla Suður- lands á Selfossi, eða frá stofnun hans árið 1981. Á vorönn 1989 hófst fullorðinsfræðsla við Skógaskóla á vegum öldungadeildar Fjölbrauta- skóla Suðurlands. Áhugi er fyrir því að auka enn frekar samstarf skól- anna á komandi árum. Bræðurnir Ólafur, Jón og Agúst Ragnarssynir. Ný hljómplata: „Kosmísk augu“ Bræðurnir Ólafur, Jón og Ágúst Ragnarssynir hafa gefið út hljóm- Landsbankinn: Athugasemd Að gefnu tilefni, vegna fréttar í dagblaðinu Tímanum í dag, eru hér meðfylgjandi tölur um starfsmanna- fjölda og stöðugildi í Landsbanka Islands: l.jan.1989 l.nóv.1989 Starfsmannafjöldi 1.185.0 L 150.0 Stöðugildi 1.074.8 1.049.1 Fækkun starfsmanna hefur orðið án uppsagna og reiknað er með frekari fækkun í tengslum við endur- skipulagningu bankans. plötuna „Kosmísk augu“. Á plöt- unni eru 11 lög og eru allir textar og lög eftir bræðurna. í tilkynningu frá útgefanda fjalla textar plötunnar um lífið, tilveruna, lífsleitina og frið á jörð. Skemmst er að minnast bræðr- anna frá keppninni um Landslagið þar sem Ólafur samdi lagið Dúnm- júka Dimma og Ágúst lagið Ráðhús- ið. Bræðurnir fengu nokkra tónlista- menn sér til aðstoðar, þá Ásgeir Óskarsson, Birgir J. Birgisson, Kristinn Svavarsson, Sigurgeir Sig- mundsson, Pálma Sigurhjartar- son og Þórð Árnason. Rúnar Þór Pétursson syngur dúett ásamt Ágústi í laginu „Mig dreymdi draum.“ Tónlistin er gefin út á geisladisk, hljómplötu og snældu. - ABÓ Níels Árni Lund vill láta gera athugun á aukinni uppbyggingu við Svartsengi: MÖGULEIKAR BLÁA LÓNSINS KANNADIR í dag er Skógaskóli hvort tveggja í senn, grunnskóli og framhalds- skóli. Við skólann eru starfræktir efstu bekkir grunnskóla, þ.e. 7-9 bekkur, og fyrsti bekkur framhalds- skóla. Nú í byrjun skólaárs eru 60 nemendur í skólanum. Að sögn Sverris Magnússonar skólastjóra Skógaskóla hafa verið uppi hugmyndir um að breyta skól- anum en óvíst er hvort og hvenær þær koma til framkvæmda. Sverrir sagði að öldungadeildin hefði gengið mjög vel, en þó hafi skólinn orðið var við að bændur væru mjög upp- teknir við vinnu á haustin. Nemend- ur í öldungadeild eru mun fleiri á vorönn en haustönn. Afmælisins á sunnudaginn verður minnst með samkomu í skólanum. Samkoman hefst kl. 14. Fyrrverandi nemendur og starfsfólk, svo og aðrir vinir og velunnarar skólans eru boðnir velkomnir. - EÓ Níels Árni Lund varaþingmaður hefur nýlega tekið sæti á þingi í fjarveru Steingríms Hermannssonar forsætisráðherra. Hann hefur lagt fram tillögu til þingsályktunar þar sem þess er farið á leit við ríkis- stjórnina að hún gangist fyrir könn- un á möguleikum á uppbyggingu við Bláa lónið við Svartsengi með það að markmiði að nýta þá möguleika sem staðurinn hefur upp á að bjóða. Einkum skuli beina sjónum að því hvernig nýta megi lækningamátt lónsins fyrir Islendinga útlendinga svo og að fyrirhuguð starfsemi teng- ist ferðamannaþjónustu almennt. Við þetta starf verði haft náið sam- starf við Hitaveitu Suðurnesja, Sam- band sveitarfélaga á Suðurnesjum, Ferðamálasamtök Suðurnesja, land- læknisembættið, Samtök psoriasis- og exemsjúklinga og aðra þá er málinu kunna að tengjast. - ÁG

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.