Tíminn - 18.11.1989, Blaðsíða 18

Tíminn - 18.11.1989, Blaðsíða 18
30 Tíminn Laugardagur 18. nóvember 1989 Fiskveiðasjóði bárust þrjú tilboð í Hraðfrystihúsið á Patreksfirði og vertíðarbátinn Patrek. Hraðfrysti- húsið og skipið á að selja í einu lagi en eitt tilboðanna mun einungis vera í Patrek. Hlutafélag heimamanna, Oddi hf., sendi inn tilboð en ekki hafa fengist upplýsingar hjá Fisk- veiðasjóði um hvaða aðilar hafa sent inn tilboð eða hve há þau væru. Patrekur var seldur Fiskveiðasjóði á nauðungaruppboði í júlímánuði síðastliðnum. SSH Bráðkvaddur úti á rúmsjó Rúmlega sextugur maður varð bráðkvaddur í trillu við Vestmanna- eyjar á fimmtudag. Trilian heitir Auður VE. Lóðsinn kom með hana til hafnar í Vestmannaeyjum. -EÓ 1111 námskeið - endurmenntun - JöSÍ % a$> Bændaskólinn á Hvanneyri býður upp á ýmis búnaðarnámskeið við skólann. Nú á haustmisseri verða m.a. eftirtalin námskeið í boði: 1. Málmsuða. 23.-25. nóvember. Námskeiðiö er ætlað bændum og markmiðið er að þátttakendur kynnist notagildi raf- og logsuðutækja. 2. Kanínurækt. 4.-6. desember. Byrjendanámskeið ætlað þeim, sem hafa hug á að fara út í kanínurækt. Kennslan er bæði bókleg og verkleg. 3. Skattskil. 7.-9. desember. Fjallað er m.a. um undirstöðuatriði í færslu landbúnaðarskýrslu og persónuframtals auk umfjöllunar um virðisauka- skatt. 4. Tölvunotkun. 11.-13. desember. Byrjendanám- skeið, þar sem farið verður í grundvallaratriði svo sem stýrikerfi, ritvinnslu og töflureikna. Framleiðnisjóður landbúnaðarins styrkir þau x námskeið, sem ætluð eru bændum. Nánari upplýs- ingar um námskeiðin eru veittar á skrifstofu skól- ans kl. 8:20-17:00 mánudaga-föstudaga í síma 93-70000 og þar fer skráning þátttakenda einnig fram. Skólastjóri Austur-Þýski hópurinn sem dvelst um þessar mundir hér á landi á vegum Deutsche Freie Jugend, sést hér fyrir utan hús UMFÍ við Öldugötu í Reykjavík. Susanne Nagel er fremst til hægri. Tímamynd: Ámi Bjama Austur-þýsk ungmenni í kynnisferð á íslandi, en þau yfirgáfu heimaland sitt daginn eftir að Berlínarmúrinn féll: Höfðum ekki tíma til að njóta þess Þann 11. þessa mánaðar kom hingað til lands hópur Austur- þýskra ungmenna frá Ungliða- hreyfíngu kommúnista, Freie Deutsche Jugend, í Austur- Þýskalandi. Þau komu hingað á vegum vináttufélagsins Island- DDR og munu dveljast hér þar Bændur! Plastpokar fyrir votheysrúllur, - á gamla verðinu - Fyrir rúllur 90 X 120 cm kr. 268,- Fyrir rúllur 120 X 120 cm kr. 355,- Fyrir rúllur 150 X 120 cm kr. 530,- Seljum á meðan birgðir endast með 40% staðgr.afslætti frá ofangreindu verði, eða mjög góð greiðslukjör. til á laugardag, en þá snýr hópur- inn heim aftur. Að sögn Susanne Nagel sem er einn af meðlimum hópsins og jafnframt túlkur í ferðinni, líta þau mjög jákvæð- um augum á hrun Berlínarmúrs- ins, en telja það samt ekki vera það mikilvægasta sem er að gerast í heimalandi þeirra. „Við vorum heima þegar þetta gerðist, en daginn eftir fórum við hingað og ég held að ekkert okkar hafi haft tækifæri til að njóta þess. Við vorum að undirbúa ferðina til íslands,“ sagði Susanne í samtali við Tímann. Þetta er í fyrsta skipti sem hún kemur til íslands en í A-Þýska- landi hefur hún numið íslensku og talar hana mjög vel miðað við að hafa aldrei komið til landsins. Á vegum Freie Deutsche Jugend eru skipulagðar ferðir til Vestur- landa, í tengslum við vinasamtök í hverju landi fyrir sig. Að sögn Susan voru flestir sem eru í hópnum sem kom hingað ákveðnir að fara til einhvers annars lands í V-Evrópu, en komust ekki. Þess í stað var fólkinu safnað saman og ákveðið að fara til Islands. En hvaða augum lýtur Susan á það að Berlínarmúrinn heyri nú sögunni til? „Mér finnst þetta mjög, gott og við erum ánægð með þetta,“ segir hún. „En við trúum því að þetta sé ekki það mikilvægasta sem er að gerast núna hjá okkur í Austur- Þýskaiandi. Það er gott að geta ferðast, en það mikilvægasta fyrir okkur er að fá fram nýja möguleika, pólitískt og efnahagslega. Við viljum samt alls ekki sameiningu Vestur- og Austur-Þýskalands núna, og von mín er að við verðum ekki með þessu sett undir Vesturlönd. Við viljum vera sjálfstætt sósíalískt land, en vitum samt ekki ennþá hvernig sósíalisminn verður útfærður. Það er von okkar og draumur, en hvað verður." Auk Vináttufélagsins ís- land-DDR, hefur UMFÍ séð um að taka á móti þessum austur - þýsku gestum og skipulagt dagskrá þeirra að verulegu leyti. -ÁG Elsa Waage í Óperunni ARMULA3 REYKJAVIK SIMI 38900 Elsa Waage, kontralt söngkona, heldur sína fyrstu tónleika hér á landi laugardaginn 18. nóvember kl. 16:00 í íslensku Óperunni. Hún mun m.a. syngja íslensk lög og lög eftir Bach, Brahms, Grieg og Sibe- lius. Auk þess frumflytur hún „The Blue Mountain Ballads", sem er amerískur ljóðaflokkur eftir Tenn- essee Williams við tónlist Paul Bowles. Píanóundirleikari er John Walter frá New York. Þótt Elsa sé að halda sína fyrstu tónleika hér á landi er hún þó ekki að stíga sín fyrstu skref, því hún hefur sungið margvísleg hlutverk í Bandaríkjunum og haldið þar nokkra tónleika. Síðustu sólótón- leikar hennar voru haldnir á vegum American Scandinavian Association í Dag Hammarskjöld Konsertsaln- um hjá Sameinuðu þjóðunum. Elsa Waage. ÞRJÚ BOÐ í SKIP j OGHÚSÁPATRÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.