Tíminn - 18.11.1989, Blaðsíða 14

Tíminn - 18.11.1989, Blaðsíða 14
26 Tíminn Laugardagur 18. nóvember 1989 Mmnmgartóiileikar í Langholtskirkju: Kariakórinn Fóstbræður minnast 100 ðra afmæiis Jóns Halldórssonar Jón Halldórsson, stofnandi og fyrsti stjómandi Karlakórs K.F.U.M. (sem nú er Karlakórinn Fóstbræður), hefði orðið 100 ára 2. nóvember s.l. í tilefni afmælis hans heldur kórínn minningartónlcika í Langholtskirkju í dag, laugard. 18. nóv. og hefjast tónleikarnir kl. 15:00. Á afmælisdaginn kom Donald Ream, tengdasonur Jóns Halldórssonar og konu hans Sigríðar Bogadóttur, til landsins og gaf Fóstbræðmm málverk sem Ragnheið- ur Ream, dóttir Jóns og Sigríðar, málaði af móður sinni. Dagskrá minningartónleikanna verður þannig, að formaður kórsins, Bjöm Þor- steinsson, flytur ávarp. Kórinn syngur undir stjórn Ragnars Björnssonar. t>á mun Jón Þórarinsson flytja erindi um Jón Halldórsson og störf hans að kór- og tónlistarmálum. Valur Amþórsson bankastjóri mun flytja ávarp frá Lands- banka íslands, en þar starfaði Jón mestan hluta ævi sinnar. Þá mun kórinn syngja ásamt Gömlum Fóstbræðmm nokkur lög undir stjórn Jóns Þórarinssonar. Eftir tónleikana mun tónleikagestum boðið upp á kaffiveitingar í Félagsheimili Fóstbræðra. Velkomnir em allir velunn- arar kórsins og vinir Jóns Halldórssonar, sem vilja heiðra minningu hans. Rokkhátíð á GAUKIÁ STÖNG Veitingastaðurinn GAUKUR Á STÖNG er sex ára um þessar mundir. 1 tilefni afmælisins, þann 19. nóvember, verður því efnt til Rokkhátíðar um helg- ina 17.-19. nóv. Margar af þekktustu hljómsveitum landsins munu koma fram og eins má búast við skemmtilegum uppákomum hjá ýmsum þekktum poppumm. Matur er fram borinn milli kl. 18:00- 20:00 og fljótlega eftir matinn munu sveitirnar hefja leik sinn og haldið verður áfram til lokunar öll kvöldin. Húsið verður öllum opið meðan húsrúm leyfir. Fvrirlestur Dr. Voslenskys á Sögu: Astand og horiur í Sovét- ríkjunum og Austur-Evrópu Dr. Michael S. Voslensky prófessor og forstöðumaður Sovétrannsóknastofnun- arinnar í Munchen, verður ræðumaður á fundi Samtaka um vestræna samvinnu (SVS) og Varðbergs, laugardaginn 18. nóvember. Umræðuefni hans verður: Ástand og horfur í Sovétríkjunum og Austur-Evrópu. Hann flytur erindi sitt á ensku og svarar fyrirspumum á eftir. Fundurinn verður haldinn í Átthagasal í suðurenda Hótels Sögu. Salurinn verður opnaður klukkan tólf á hádegi. Fundurinn er opinn félagsmönnum í SVS og Varðbergi svo og gestum félags- manna. Tónleikar Hrafnhildar í Gerðubergi Ljóðatónleikaröð Gerðubergs em nú haldnir annað árið í röð. Tónleikar Hrafnhildar Guðmundsdóttur em aðrir af ljóðatónleikunum í ár. Mánudaginn 20. nóvember kl. 20:30 syngur Hrafnhildur Guðmundsdóttir, mezzósópran, sönglög eftir Sigvalda Kaldalóns, R. Schumann, F. Poulenc, R. Hahn og X. Montsalvage. Jónas Ingimundarson mun annast undirleik við söng Hrafnhildar, sem og á öðmm ljóðatónleikum í Gerðubergi í ár. Reynir Axelsson hefur annast þýðingu flestra ljóðanna úr fmmtexta og er vönd- uð efnisskrá innifalin f miðaverði. Hrafnhildur stundaði nám við Tónlist- arskóla Keflavíkur í píanó- og fiðluleik. Lauk síðan tónmenntakennaraprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík 1977. Hún hélt áfram söngnámi hjá Elísabetu Erlingsdóttur við Tónlistarskóla Kópa- vogs. Hrafnhildur lauk einsöngvaraprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík 1989 og vom Rut Magnússon og Sieglinde Kahmann kennarar hennar þar. Hún hefur verið í einkatímum hjá Sigurði Demetz Franssyni sl. tvo vetur og hún hefur sótt námskeið í Vín hjá Senu Jurinac. Hún hefur tekið þátt í sýningum hjá íslensku ópemnni. Hafnarfjarðarkirkja Sunnudagaskóli kl. 11:00. Munið skólabílinn. Guðsþjónusta kl. 14:00. Kór Flensborgarskólans syngur undir stjóm Esterar Helgu Guðmundsdóttur. Organ- isti Helgi Bragason. Sr. Gunnþór Ingason Listasafn Sigurjóns Óiafssonar Sýningin „Málmverk og aðföng“ í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar, Laug- amestanga 70, er opin laugardaga og sunnudaga kl. 14:00-17:00 og öll þriðju- dagskvöld kl. 20:00-22:00. Tónleikar á Seltjarnarnesi Kennarar Tónlistarskólans á Seltjam- amesi efna til tónleika í sal skólans í kvöld, þriðjud. 21. nóv. kl. 20:30 til fjáröflunar fyrir skólann vegna hljóðfæra- kaupa. Skólinn hefur nýverið ráðist í kaup á nýjum og stórglæsilegum Bösendorfer- flygli og verður hann vígður á tónleikun- um. Bæjaryfirvöld gerðu skólanum kleift að ráðast í þessi kaup, en skólinn mun greiða hljóðfærið niður á næstu ámm. Sunnudagsferð Útivistar 19. nóvember Létt strandganga í nágrenni Hafnar- fjarðar: Straumsvík - Lónakot. Brottför kl. 13:00 frá Umferðamiðstöð - bensín- sölu. Félagsvist Breiðfirðingafélagsins Breiðfirðingafélagið í Reykjavfk verð- ur með félagsvist f Breiðfirðingabúð, Faxafeni 14, sunnudaginn 19. nóvember og hefst hún kl. 14:30 stundvíslega. Góð verðlaun og kaffiveitingar. Allir vel- komnir. Húnvetningafélagið Spiluð verður félagsvist laugardaginn 18. nóvember í Húnabúð, Skeifunni 17, og hefst kl. 14:00. Góð verðlaun. Allir velkomnir. Átthagafélag Strandamanna Átthagafélag Strandamanna verður með dansleik í DOMUS MEDICA laug- ardagskvöldið 18. nóvember. Húsið verð- ur opnað kl. 22:00. Kynningarfundur AL-AN0N í Langholtskirkju Sautján ára afmælis- og kynningarfund- ur AL-ANON verður haldinn laugardag- inn 18. nóv. ’89 í Langholtskirkju kl. 20:30. Þar segja sögu sína AA-félagar, Alatean og Al-anon. Allir velkomnir. 40 ára afmæli Félags Borgfirðinga eystra, Reykjavík Þann 16. nóvember vom liðin 40 ár frá stofnun Félags Borgfirðinga eystra, Reykjavík. Tilgangur félagsins er að auka og viðhalda kynningu milli þeirra sem þetta félag mynda og hinna sem búsettir em á Borgarfirði og styðja eftir megni framfaramál þeirra, á hvaða vett- vangi sem því verður við komið. í tilefni afmælisins verður Opið hús í Sóknarsalnum, Skipholti 50A, sunnudag- inn 19. nóv. kl. 15:00-18:00. „Vonandi er að sem flestir Borgfirðingar geti séð sér fært að koma og fá sér kaffi“, segir í fréttatilkynningu frá félaginu. Sýning í Nýja Galleríinu að Laugavegi 12 Nýja Galleríið, Laugavegi 12 (gengið inn frá Bergstaðastræti) varð 10 ára þann 3. nóv. sl. Þar stendur nú yfir málverkasýning Magnúsar Þórarinssonar. Sýnir hann þar ný og eldri verk sín, þau elstu yfir 50 ára. Sýningu Magnúsar lýkur 23. nóvember nk. Galleríið eropið kl. 09:00-17:00 virka daga, laugardaga kl. 09:00-16:00, en lok- að er á sunnudögum. Dansmeistarakeppni ’89 MEISTARAKEPPNI ’89 í 8 DÖNS- UM verður haldin á Hótel Islandi sunnu- daginn 19. nóvember. Keppt verður í einum flokki, 16 ára og eldri í enskum waltz, slow foxtrot, tangó, quick step, cha cha cha, mmu, sömbu og jive. 1 þessa fyrstu meistarekeppni í 8 döns- um eru skráð 16 pör. Keppendur era áhugadansarar. Keppnin hefst kl. 20:00, en húsið er opnað kl. 19:00. Keppnin er haldin af Dansráði lslands. (Aðgangseyrir er 1000 kr. fyrir 14 ára og eldri.) Styrktarfélag vangefinna: Foreldrar/forráðamenn -starfsmenn Stjóm Styrktarfélags vangefmna boðar til sameiginlegs fundar með foreldmm/ forráðamönnum og starfsmönnum félags- ins í Bjarkarási mánudaginn 20. nóvem- ber kl. 20:30. Dagskrá: 1. Magnús Kristinsson, formaður félags- ins, greinir frá helstu verkefnum þess. 2. Ásta B. Þorsteinsdóttir, formaður Landssamtakanna Þroskahjálpar, seg- ir frá starfi samtakanna. 3. Ema Einarsdóttir þroskaþjálfi gerir grein fyrir starfinu í íbúðum félagsins. 4. Kaffiveitingar. Jóhanna Bogadóttir sýnir á Kjarvalsstöðum 1 dag, laugardaginn 18. nóvember kl. 14:00 opnar Jóhanna Bogadóttir sýningu á málverkum og teikningum í vestursal og vesturforsal að Kjarvalsstöðum. Á sýningunni em 38 málverk og teikn- ingar. Verkin em unnin á sl. þremur ámm. Jóhanna Bogadóttir er fædd í Vest- mannaeyjum 1944. Hún hefur stundað nám í listaháskólum í París, Stokkhólmi og víðar. Hún hefur haldið einkasýningar á Islandi, í Noregi, Svíþjóð og Finnlandi og tekið þátt í mörgum samsýningum og alþjóðlegum sýningum. Verk hennar em á mörgum söfnum, svo sem Listasafni íslands og sögnum í Finnlandi, Svíþjóð og New York og víðar. Jóhanna Bogadóttir heldur þessa sýn- ingu við lok þess tíma sem hún hefur notið starfslauna borgarlistamanns og í tilefni af því er ókeypis aðgangur að sýningunni. Sýningin verður opin kl. 11:00-18:00 til 3. desember. Sunnudagsferð F.Í. 19. nóv. Kl. 13:00 Keilisnes - Staðarborg. Ekið er fram hjá Stóm-Vatnsleysu (gamla veginn) og farið úr bílnum á móts við Flekkuvík. Þar hefst gangan meðfram strönd Keilisness og að kirkjustaðnum Kálfatjöm. Einnig gengið að Staðarborg (gömul hlaðin fjárborg) og áfram að Keflavíkurvegi þar sem rútan bíður. Brottför frá Umferðarmiðstöðinni, austanmegin. Farmiðar við bíl. (800 kr.) Frítt fyrir böm. Kvöldvakan „í minni sveit“ er á mið- vikudaginn 22. nóvember. Hún hefst kl. 20:30 í Sóknarsalnum, Skipholti 50A. Fylgist með auglýsingum um helgina. Málþing um bókmenntagagnrýni Sunnud. 19. nóv. kl. 15:00 gengstFélag bókmenntafræðinema við Háskóla Is- lands fyrir málþingi um bókmenntagagn- rýni á íslandi, í stofu 101 í Odda. Framsöguræður flytja Jóhann Hjálm- arsson gagnrýnandi og ljóðskáld, Guðrún Guðsteinsdóttir bókmenntafræðingur, Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur og Magnús Ásgeirsson nemi í bók- menntafræði. Að framsöguerindum lokn- um er mælendaskrá opin. Frá Félagi eldri borgara Opið hús í Goðheimum, Sigtúni 3, á morgun sunnudag. Kl. 14:00 er frjálst spil og tafl. Kl. 20:00 dansað. Munið skáldakynninguna um Jón Trausta skáld þriðjudaginn 21. nóv. kl. 15:00 að Rauðarárstíg 18. Haldinn verður basar og happdrætti sunnudaginn 10. desember í Goðheim- um, Sigtúni 3. Munum er hægt að koma á skrifstofu félagsins. Breyttur opnunartími á Þjóðminjasafni íslands Frá og með 16. sept. til 14. maí verður safnið opið þriðjudaga, fimmtudaga, laugardaga og sunnudaga kl. 11:00-16:00. Aðgangur er ókeypis. Strætisvagnar sem stansa við Þjóð- minjasafnið: 5, 6, 7, 13, 14, 16, 100. Spilakvðld í Kópavogi Alþýðubandalagið I Kópavogi heldur spilakvöld í Þinghól, Hamraborg 11, þriðju hæð, mánudaginn 20. nóvember kl. 20:30. Allir velkomnir. hran grimmi í bíósal MÍR Kynningu MlR á verkum S. Eisensteins verður haldið áfram í bíósal félagsins, Vatnsstfg 10, sunnud. 19. nóv. kl. 16:00. Þá verður sýndur fyrri hluti kvikmyndar- innar „lvan grimmi" (Ivan grozní). Með titilhlutverkið fer Tsérkasov. Skýringar með myndinni em á ensku. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill. Tónleikar i Vestmannaeyjum Viðar Gunnarsson bassasöngvari og Selma Guðmundsdóttir píanóleikari halda tónleika í Vestmannaeyjum sunnud. 19. nóv. Tónleikamir verða í Félagsheimilinu við Heiðarveg og hefjast kl. 17:00. Á efnisskránni verða íslensk einsöngs- lög eftir Áma Thorsteinsson, Sigvalda Kaldalóns, Eyþór Stefánsson, Karl O. Runólfsson og aríur úr ópemm eftir W.A. Mozart, G. Verdi og G. Rossini. Viðar Gunnarsson stundaði söngnám við Söngskólann í Reykjavík 1978-’81 og var Garðar Cortes aðalkennari hans. Að loknu 8. stigs prófi frá skólanum var Viðar við framhaldsnám í Stokkhólmi. Hann hefur einnig sótt námskeið hjá Erik Werba, Helene Kamsso og Kostas Paska- lis. Viðar hefur haldið sjálfstæða tónleika í Svíþjóð og hér á landi og auk þess sungið ópemhlutverk hjá íslensku óper- unni og Þjóðleikhúsinu. í næsta mánuði fer Viðar til Vínarborgar til að syngja við Kammerópemna, og mun hann syngja hlutverk Sarastros í Töfraflautunni eftir W.A. Mozart. Selma Guðmundsdóttir lauk einleik- araprófi frá Tónlistarskólanum í Reykja- vík, þar sem aðalkennari hennar var Árni Kristjánsson. Hún stundaði framhalds- nám hjá Hans Leygraf, fyrst við Mozart- eum í Salzburg, síðan við Staatliche Hochschule fur Musik och Theater í Hannover. Selma hefur sótt námskeið í píanóleik, m.a. hjá Frantisek Rauch í Prag og Pierre Sancan í Nice. Fyrstu opinbem tónleikar Selmu vom hjá Tón- listarfélaginu í Reykjavík 1977. Síðan hefur hún margsinnis komið fram sem einleikari og í samleik, bæði hér á íslandi, í Svíþjóð og í Bandaríkjunum. Hjálparsveit skáta í Garðabæ: 20 ára starfsafmæli Hjálparsveit skáta í Garðabæ á tuttugu ára starfsafmæli 20. nóv. nk. Mun sveitin af því tilefni standa fyrir kynningu á starfsemi sinni í húsnæði Hjálparsveitar- innar við Bæjarbraut sunnudaginn 19. nóv. kl. 13:00-17:00. Þar gefst almenningi kostur á að kynnast búnaði, farartækjum og starfi sveitarinnar. Hjálparsveitin fer í fjölda útkalla á ári, bæði erfið útköll inn á hálendið, svo og önnur léttari, þ.á m. „ófærðarútköll” innanbæjar. Starfandi félagar em nú yfir sextíu auk nýliðahóps. Fyrsti formaður sveitarinnar og stofnandi var Einar Guðmundsson, en núverandi formaður er Eyjólfur V. Val- týsson. „Félagar sveitarinnar vonast til að sjá sem flesta bæjarbúa og aðra velunnara á kynningardaginn,” segir í lok fréttatil- kynningar frá Hjálparsveit skáta í Garða- bæ. Ný sýning í austurforsal Kjarvalsstaða Ingibjörg Styrgerður Haraldsdóttir opnar sýningu á verkum sínum í austur- forsal Kjarvalsstaða laugard. 18. nóv. kl. 14:00. Sýningin mun standa til 2. des. og eropin daglega kl. 11:00-18:00. Ingibjörg Styrgerður er fædd í Reykja- vík 1948. Hún nam í Myndlista- og handíðaskóla íslands og einnig f Vfnar- borg og fór námsferðir til Tyrklands og Parísar. Hún hefur sýnt á fjölmörgum textil- sýningum og listsýningum. Listasafn Einars Jónssonar Listasafn Einars Jónssonar er opið alla laugardaga og sunnudaga kl. 13:30-16:00. Höggmyndagarðurinn er opinn alla daga kl. 11:00-17:00. Nýviðhorfísovéskri kvikmyndagerð til umræðu í MÍR ð sunnudag Þrír sovéskir kvikmyndagerðarmenn verða gestir MÍR, Menningartengsla Is- lands og Ráðstjórnarríkjanna, í félags- heimilinu Vatnsstíg 10 að lokinni opnun- arsýningu sovésku kvikmyndavikunnar í Regnboganum laugard. 18. nóv. um kl. 16:00. Gestimir em Eldar Rjazanov, einn kunnasti kvikmyndaleikstjóri Sovétríkj- anna í dag, Leoníd Filatov, sem er frægur leikari og Konovalog, fulltrúi Sovexport- film, þess fyrirtækis í Sovétríkjunum sem sér um dreifingu sovéskra kvikmynda til útlanda. Allir áhugamenn em velkomnir. Kaffi- veitingar verða á boðstólum. Fríkirkjan í Reykjavík Sunnudaginn 19. nóvember em 90 ár liðin frá stofnun safnaðarins. Laugardag kl. 18:00: Helgistund. Leikið verður á orgel kirkjunnar frá kl. 17:40. Orgelleik- ari Pavel Smid. Sunnudag kl. 11:00: Bamaguðsþjónusta. Sungnir verða söngvar, farið í hreyfileiki, biblíufrásögn í máli og myndum. 1 guðsþjónustunni verður skím. Á eftir hressing fyrir alla aldursflokka. Sunnudag kl. 17:00: Hátíð- ardagskrá í tilefni 90 ára afmælis safnað- arins. Orgelleikur Violetta og Pavel Smid. Kirkjukórinn syngur, Kammer- hljómsveit Háteigskirkju leikur. Ein- söngvarar: Reynir Guðsteinsson, Dúfa Einarsdóttir, Loftur Erlingsson og Þuríð- ur Sigurðardóttir. Ávarp flytur formaður safnaðarins, Einar Kristinn Jónsson. Safnaðarprestur flytur lokaorð. Miðviku- dagur 22. nóvember kl. 07:30: Morgun- stund ■ kirkjunni. Leikið verður á orgel kirkjunnar, flutt ritningarorð og hug- vekja, fyrirbænir. Cecil Haraldsson Útboð Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, f.h. Gatna- málastjórans í Reykjavík, óskar eftir tilboðum í steinsteypt rör. Útboðið heitir „Tender on delivery of reinforced concrete pipes to interceptual sew- age system“. Helstu magntölur eru: 1400 mm rör 560 m 1600 mm rör 420 m Afhendingartími fyrir 1600 mm rör er 7. mars 1990. Afhendingartími fyrir 1400 mm rör er 7. apríl 1990. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu Innkaupa- stofnunar Reykjavíkurborgar, Fríkirkjuvegi 3, frá og með þriðjudeginum 21. nóvember 1989. Tilboðin verða opnuð á sama stað, þriðjudaginn 5. desember 1989, kl. 14,00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR Frikirkjuvegi 3 - Simi 25800 t Útför Ebergs Elefsen vatnamælingamanns ferfram frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 23. nóvember kl. 13:30. Þeim sem vildu minnast hans er bent á Minningarsjóð Landspítalans. Inga M. Magnúsdóttir Sverrir Elefsen Þórður Eiefsen Sigrún Elefsen Sighvatur Elefsen Hanna Björnsdóttir SigríðurElefsen Sigfús Jóhannesson og barnabörn. Viðtalstími LFK Bjarney Bjarnadóttir, ritari LFK, verður til viðtals á skrifstofu Framsóknarflokksins, Nóa- túni 21, miðvikudaginn 22. nóvember kl. 14-16. Stjórn LFK. Bjarney m REYKJAVIK Létt spjall á laugardegi lnl Laugardaginn 18. nóvember kl. 10.30 verður rabbfundur, „Létt spjall á laugardegi", haldinn í Nóatúni 21. Fulltrúaráðið Miðstjórnarfundur SUF Miðstjórn SUF heldur fund föstudaginn 24. nóv. að Nóatúni 21. Dagskrá nánar auglýst síðar. Stjórnin.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.