Tíminn - 18.11.1989, Blaðsíða 5

Tíminn - 18.11.1989, Blaðsíða 5
Laugardagur 18. nóvember 1989 Tíminn 5 Sigússon bjóði sig fram á móti Svan- frfði Jónasdóttur f varaformanns- embættið þó svo að menn vildu ekki gefa yfirlýsingar um slíkt. Einrýg mun „flokkseigendafélagið“ stefna að því að fækka fylgismönnum Ólafs í ýmsum nefndum og stjórnum flokksins. Kosningar í embætti flokksins og framkvæmdastjóm verða klukkan 16 í dag. SSH Stcingrímur Sigfússon landbún- aðarráðherra á landsfundi Al- þýðubandalagsins í gær. ______________Tímamynd: Ámi Bjama Steingrímur Sigfússon íhugar framboð á móti Ólafi Ragnari eða w Svanfríði: ðviss um framboð í gærdag „Það hefur nú ekki verið sér- staklega í mínum huga. Þetta er á því stigi að ég get ekki verið að svara einu eða neinu um mín áform,“ sagði Steingrímur Sigfús- son landbúnaðar- og samgöngu- ráðherra um miðjan dag í gær, þegar hann var spurður að því hvort hann hygðist bjóða sig fram til embættis formanns eða vara- formanns Alþýðubandalagsins. Það hefur verið lagt hart að þér að bjóða þig fram? „Jú, það hefur verið gert, ég ætla ekkert að neita því. Það hefur verið töluverð umræða um það hvemig best sé að skipa þessum málum. Ég hef ekkert frekar um það að segja á þessu stigi.“ Er nokkuð óeðlilegt að það sé kosið um forystu í þessum flokki? „Nei, það held ég ekki. Það hefur svo sem gerst áður að það sé kosið. Því hefur jafnvel verið haldið fram að það sé gott fyrir flokkinn," sagði Steingrímur. -Eó Frá landsfundinum í gær. Ef grannt er skoðað má sjá Álfheiði Ingadóttur í pontu. NYÍR TIMAR NÝR GRUNaVÖLLUR Alþýðubandalagsmenn deila hart um stöðu flokksins á landsfundi: Flokkurinn eins og iðandi ormagryfja „Flokkurinn er eins og kolkrabbi sem klofnar í marga arma... . Flokkurinn í Reykjavík hefur verið eins og ormagryfja." Þessi orð notaði Óssur Skarphéðinsson til að lýsa þeim deilum sem einkennt hafa landsfund Alþýðubanda- lagsins og snúist hafa um stefnu flokksins þar sem ný og gömul sjónarmið hafa tekist á. I ræðu sinni hvatti Össur fundar- menn til að sameinast um betri frið í flokknum og sýna þann þroska að ræða málin á málefnalegan hátt. Össur, sem tilheyrir Birtingar-armi flokksins sagði meðal annars: „Ég vil geta rætt málin án þess að vera vísað út í ystu myrkur og skipað að ganga í Alþýðuflokkinn." Mikill tími landsfundarmanna hefur farið í að deila um hverjir eru kratar og hverjir kommar, eins og einn fundarmanna orðaði það, og hvað sósíalismi er í raun og veru. Fleiri ræðumenn, þar á meðal Guð- rún Helgadóttir hvöttu menn til að grafa stríðsöxina. Guðrún sagði jafnframt að tíma landsfundarins hefði verið eytt í hégóma og nær væri að snúa sér að alvarlegri málefn- um. Þess má geta að Alþýðubandalag- ið í Reykjavík hefur samþykkt að forval fari fram vegna borgarstjórn- arkosninganna í vor. Össur, sem nú situr í borgarstjórn, tilkynnti einnig í ræðu sinni að hann myndi ekki taka þátt í því forvali og með því væri hann með því að leggja sitt lóð á vogarskál friðar í flokknum. Deilt um stöðu og steffnu Mikill tími ræðumanna fór í að fyrrnefndar skilgreiningar. Almenn- ar stjómmálaumræður stóðu yfir í allan gærdag. Þeim átti að ljúka klukkan 16:00 en vegna fjölda ræðumanna varð að framlengja um- ræðurnar til klukkan 20:00. Yfirskrift landsfundarins er: Nýir tímar - Nýr grundvöllur og em deiluaðilarnir í flokknum ekki sam- mála um hvaða leiðir flokkurinn á að fara til að takast á við nýja tíma og nýjan grundvöll. Birting telur hugmyndafræðilega nýsköpun á vinstri kanti stjórnmálanna nauðsyn- lega en svokallaðir vinstrisinnar inn- an flokksins eða „flokkseigendafé- lagið“ leggur áherslu á grundvallar- skoðunum Alþýðubandalagsins verði ekki breytt, heldur verði þeim beitt til að takast á við þau vandamál sem þarf að glíma við. Segja má að tillaga Birtingar um að Alþýðubandalagið gangi í Al- þjóðasamband jafnaðarmanna sé í raun gmnnur þessara átaka, en deil- urnar snúast einnig um byggðar-, landbúnaðar-, stóriðju-, ogsjávarút- vegsmál auk þess að margir flokks- menn em óhressir með frammistöðu ríkisstjórnarinnar til dæmis í kjara- málum. Álfheiður Ingadóttir tilheyrir „vinstrisinnunum" í flokknum. í ræðu sinni sagði Álfheiður að það væri nöturleg öfugþróun að nú þegar ný heimsmynd blasi við með hmni Berlínarmúrsins, þá skuli annar múr reistur. Átti hún við Evrópubanda- lagið þar sem aðildarþjóðir afsöluðu sér þingræði sínu til miðstýrðs afls. Sagði hún bandalagið vera múr til að verja evrópska auðhringi. Álfheiður mótmælti harðlega þeirri tillögu sem lá fyrir fundinum að fagna skuli fmmkvæði ríkisstjómar íslands varðandi inngöngu EFTA í Evrópu- bandalagið. Álfheiður sagði það einnig vera tímaskekkju að leggja það til að flokkurinn gangi í Alþjóðasamband jafnaðarmanna. Alþjóðasambandið væri yfirþjóðleg stofnun sem lyti eigin lögmálum og væri jafnframt driffjöðrin í að EFTA gangi í Evr- ópubandalagið. Styrkur Alþýðu- bandalagsins fælist í því að hafa ekki bundið trúss sitt við slík samtök og íslenskir sósíalistar vilji hafa frelsi til að móta eigin stefnu sem byggist á sérstöðu íslands. Álfheiður vítti Ólaf Ragnar Grímsson fyrir að hafa breytt um áherslur í stóriðjumálum með því að hverfa frá þeirri skoðun flokksins að íslendingar eigi að eiga meirihluta í stóriðjufyrirtækjum. Álfheiður sagði jafnframt: „Alþýðubandalagið verður að skapa vinnandi fólki í þessu landi nýjan lífsgmndvöll. Al- þýðubandalagið verður að láta af þeirri fjárlagatrú sem hefur heltekið forystu flokksins." Því má svo bæta við að í gær virtist allt benda til þess að Steingrímur J. Hæstiréttur: Frávísun vísað frá Tillaga um breytingar á Þjóðleikhúsinu: Húsfriðunar- nefnd mótmælir Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu í gær að ekki ætti að taka til greina frávísunarkröfu fimm ákærðar í Hafskipsmálinu. Hæstiréttur staðfesti þar með úr- skurð Sakadóms Reykjavíkur sem kærður var til Hæstaréttar. í niðurstöðum Hæstaréttar kem- ur m.a. fram að af rannsóknar- göngum verið ráðið að sérstakur ríkissaksóknari hafi tekið sjálf- stæða afstöðu til þess hvernig rann- sókn skuli haga. „Leiðir það því ekki til frávísunar, að lögð eru fram gögn úr rannsókn, sem fram- kvæmd var undir stjórn annars manns,“ segir í dómnum. -ABÓ Húsfriðunarnefnd hefur mótmælt tillögu byggingarnefndar Þjóðleik- hússins um breytingar á húsinu. Svavar Gestsson sagði í samtali við Tímann að endanleg ákvörðun um framkvæmdir í Þjóðleikhúsinu hafi ekki verið tekin. Tillit verði tekið til sjónarmiða húsfriðunamefndar og hann muni eiga fund með byggingar- nefndinni í næstu viku. í tillögunni sem byggingarnefnd Þjóðleikhússins samþykkti sam- hljóða er gert ráð fyrir því að gólf áhorfendasalarins verði hækkað og hallinn aukinn og að neðri og efri svalir verði sameinaðar í einar svalir. Með breytingunum á að bæta sjón- línur og hljómburð í húsinu og með þessum hætti er talið að Þjóðleikhús- ið henti betur þörfum nútímaleik- húss. Veggir, loft og stúkur verða ýmist óbreytt fært í nútímalegt horf. Eins og Tíminn greindi frá fyrir viku síðan hefur mikill styrr staðið um þessa tillögu og eru leikarar ekki á eitt sáttir. Hluti þeirra er samþykk- ur því að breyta Þjóðleikhúsinu í nútímalegra horf, aðrir vilja varð- veita húsið og telja rétt að íslending- ar eigi aðgang að “gamaldags“ leik- húsi. SSH

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.