Tíminn - 21.11.1989, Qupperneq 16

Tíminn - 21.11.1989, Qupperneq 16
AUGLYSINGASIMAR: 680001 —686300 RfKISSKIP NÚTÍMA FLUTNINGAR Holnarhúsinu v/Tryggvogölu, SAMVINNUBANKfNN BYGGÐUM LANDSINS PÓSTFAX TÍMAIMS 687691 ASr0 ÞROSTIIR 685060 VANIR MENN ríniiim ÞRIÐJUDAGUR 21. NÓVEMBER 1989 Ný reglugerð í V-Þýskalandi bannar innflutning á æðardún vegna þess að Þjóðverjar telja æðarfugl í útrýmingarhættu: Stöðva innflutning dúni í friðunarskyni Fyrsta ágúst síðast liðinn tók gildi ný reglugerð í V-Þýskalandi sem bannar innflutning á vörum eða hlutum af dýrum sem eru í útrýmingarhættu. Þjóðverjar eru með æðarfugl á lista yfir dýr í útrýmingarhættu. Því er það að sú sérkennilega staða er kominn upp að æðardúnn frá íslandi er orðin bannvara í Þýskalandi. íslendingar fréttu fyrst af þessu fyrir nokkrum vikum síðan. Strax og Búvörudeild SÍS frétti af þessu máli voru gerðar ráðstaf- anir til að koma upplýsingum til réttra aðila í Þýskalandi. Sent hef- ur verið bréf frá menntamálaráðu- neyti, en friðun æðarfugls heyrir undir það, þar sem gert er grein fyrir því að fuglinn er ekki á neinn hátt skaðaður þó að æðardúnn sé tekinn frá honum. í bréfinu er bent á að með því að nýta æðardúninn sé verið að hlúa að honum. Einnig er búið að senda út til Þýskalands nýtt myndband sem Æðarræktar- félagið lét gera í sumar um æðar- fugl og dúntekju. „Ég hef ekki trú á öðru en að þetta verði skoðað upp á nýtt og lagað. Það eru ekki nein rök fyrir öðru. Ég hef engar sérstakar áhyggjur af þessu í dag. En vissu- lega verður þetta áhyggjuefni ef markaðurinn verður lokaður um lengri tíma,“ sagði Árni Jóhanns- son framkvæmdastjóri Búvöru- deildar SÍS. Árni sagðist halda að hér væri á ferðinni reglugerð sem ætti að gilda í öllum aðildarlöndum Evr- ópubandalagsins. „Það sem stingur mig einna mest í þessu niáli er að okkar utanríkis- ráðuneyti er ekki meira með á nótunum en svo að það var ekki búið að láta okkur vita af þessari breytingu. Mér finnst að ráðuneyt- ið eigi að fylgjast með svona reglu- gerðum og eigi að láta þá aðila sem þetta varðar vita með fyrirvara. Ef við hefðum vitað af þessu fyrr hefðum við gripið til aðgerða fyrir langalöngu," sagði Árni. Þjóðverjar kaupa um helming af öllum æðardún sem er seldur frá íslandi og eru því langstærsti kaup- andinn. Árni sagði að eftirspurn eftir dún væri mikil og hægt væri að selja mun meira af honum ef framleiðslan væri meiri. Hann sagði það hugsanlegt að erfiðleikar yrði að selja allan dúninn úr landi ef Þýskalandsmarkaður opnaðist ekki. Árni sagði hins vegar að það væru til markaðir sem væru lítið nýttir svo sem eins og Bandaríkja- markaður. Japanir væru einnig að auka kaup á dún. Á síðasta ári voru flutt út um 3200 kíló af dún og þar af flutti Búvörudeild SÍS um 1800 kíló. í dag fæst um 35 þúsund krónur fyrir kíló af hreinsuðum dún. Það þarf dún úr um 60 hreiðrum í hvert kíló. Æðarkollan skilar því um 500 krónum. Dúnn er fluttur út frá íslandi fyrir um 100 milljónir á ári. -EÓ Árlegur kaupfélagastjórafundur Sambandsins var haldinn um síðustu helgi. Á fundinum var lagt fram níu mánaða reikningsuppgjör Sambandsins. Þegar hefur verið gerð grein fyrir niðurstöðu þess á síðum Tímans. Þórir Páll Guðjónsson kaupfélagsstjóri Kaupfélags Borgfirðinga í Borgarnesi segir að menn séu heldur bjartsýnni á framtíðina en fyrir ári. Staða Sambandsins og flestra kaupfélaganna hefur batnað. Þórir sagði þó að ekki mætti slaka á aðhaldsaðgerðum því að vandinn væri enn mikill. Á myndinni er Þórir Páll í ræðustól. Til vinstri situr Guðjón B. Ólafsson forstjóri SÍS. límamvnd pjctur Titringur, dynkir og drunur skelfdu fólk við suðurströndina um helgina: Ekki jarðskjálfti, bara orrustuvélar „Þetta voru ekki jarðskjálftar heldur orrustuþotur, sennilega hljóðfráar F15 þotur sem voru að sprengja hljóðmúrinn sunnan við landið um helgina. Ef veðurskilyrði eru hagstæð, eða óhagstæð eftir því hvernig á málin er litið, þá virðist hvellurinn ná ansi langt inn á landið," sagði Ragnar Stefánsson jarðskjálftafræðingur á Veðurstofu íslands. Ragnar sagði að talsvert hefði verið hringt á Veðurstofuna vegna dynkjanna eða sprenginganna og hefðu menn í Grindavík og austur með suðurströndinni og reyndar allt upp að Iðu í Biskupstungum orðið þeirra varir og talið vera jarð- skjálfta. Hann sagði að dynkirnir eða sprengingarnar sem urðu þegar hljóðmúrinn rofnaði, hefði komið fram á jarðskjálftamælum, þó ekki sem jarðskjálftar heldur sem titring- ur. -sá Iðnaðarbankinn eignast öll hlutabréf í Glitni Lánskjaravísitala: Með kaupum á 65% hlutafjár í eignaleigufyrirtækinu Glitni hf. af A/S Nevi í Noregi og Sleipner í Bretlandi hefur Iðnaðarbankinn öll hlutabréfin í Glitni hf. Glitnir var fyrsta eignaleigufyrir- tækið sem stofnað var hér á landi (í árslok 1985). í frétt frá fyrirtækinu segir að afkoma Glitnis hafi verið góð frá upphafi. Hækkar um rúmlega 1 % Lánskjaravísitala 2722 gildir fyrir desember, sem er 1,08% hækkun frá vísitölu 2693 í nóvember, samkvæmt útreikningum Seðlabankans. Bæði framfærslu- og byggingarkostnaður hækkuðu um 1,5% milli október og nóvember, en launavísitalan (laun- in) hins vegar aðeins um 0,2%. Vísitala byggingarkostnaðar hækkaði sem áður segir um 1,5% í þessum mánuði (í 157,9 stig og eldri grundvöllur í 505 stig). Um helming- ur þessarar hækkunar er vegna launahækkana; annars vegar fjölg- unar á mælieiningaum i húsasmíði og hins vegar hækkunar á útseldri vinnu verkamanna. Aföðrum hækk- unum er sérstaklega getið um tæp- lega 4% verðhækkun á raflagnaefni. Byggingarvísitalan hefur hækkað um 7,2% síðustu þrjá mánuðina, en 26,4% frá því í nóvember í fyrra. -HEI 3 innbrot um helgina: Stöðvaðir með þýfi Brotist var inn í þrjár íbúðir í Reykjavík um helgina og þaðan stoiið myndavélum, skartgripum, fatnaði og fleiru. Lögreglan í Reykjavík stöðvaði tvo menn á sunnudagsmorgun og við athugun í bíl þeirra kom í ljós að þar voru hlutir komnir sem talið var að athuga þyrfti frekar. Við yfir- heyrslur kom í ljós að þar var um að ræða þýfi úr þessum þrem innbrotum sem kærð höfðu verið. Til viðbótar kom í ljós að þeir höfðu brotist inn í bát á Suðumesj- um. -ABÓ

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.