Tíminn - 22.11.1989, Side 2

Tíminn - 22.11.1989, Side 2
2 Tíminn Miövikudagur 22. nóvember 1989 Sebrabrautir þar sem tvöföld akrein er í hvora átt heyra nú sögunni til, enda hinar mes*u slysagildrur. Ganghrautin sem var yfir Lækjargötu, gegnt Menntaskólanum í Reykjavík hefur veríð fræst burtu og ætlast er til að fólk gangi yfir á umferðaHjósunum á horni Lækjargötu og Bankastrætis. TínaniyBd Ánii Bjarma Sebrabrautir yfir tvöfaldar akbrautir aflagðar: ORYGGIGANGANDI VEGFARENDA AUKID Sebragangbrautir yfir götur þar sem tvöföid akrein er í hvora átt heyra nú sögunni til. Starfsmenn Reykjavíkurborgar unnu að þessum framkvæmdum fyrr í haust og er nú búið að fræsa upp þær 28 sebrabrautir sem fyrir voru. Þetta er gert til að auka öryggi gangandi vegfarenda. Haraldur Blöndal formaður um- ferðarnefndar Reykjavíkurborgar sagði í samtali við Tímann að mikil slysahætta Tiafi stafað af þessum gangbrautum. „Allir umferðarfræð- ingar eru þeirrar skoðunar að það sé hættulegt að láta sebrabraut fara yfir tvöfalda akbraut," sagði Haraldur. Hann sagði að sebrabrautir hafi verið ofnotaðar á íslandi. Ef notaðar væru sömu reglur og giltu í Þýska- landi, þá væru sex sebrabrautir í Reykjavík. Aðspurður hvort sebrabrautir væru ekki lengur það öryggistæki sem talið hefur verið hingað til, sagði Haraldur að ef rétt væri að notkun þeirra staðið, þá hefðu þær fullt gildi. Nú fer fólk yfir götur, þar sem sebrabrautir voru áður á tvöföldum akbrautum, er það ekkert hættu- legra? „Nei, það var talið betra að malbika yfir og þurrka út öll um- merki, en ekki er hægt að gera allt í einu. Ég held að almennt sé þetta til bóta,“ sagði Haraldur. Hann sagði að nýbúið væri að setja upp grind- verk í Læjargötu, sem gert væri til að þvinga fólk til að ganga yfir götuna þar sem á að ganga. „Þetta var mesta slysagata í Reykjavík þar sem gangandi fólk átti í hlut, aðal- lega vegna þess að fólk fór ekki eftir settum reglum," sagði Haraldur. Haraldur benti á að búið væri að fjölga gangbrautarljósum, sem kæmi á móti fækkun sebrabrautanna að einhverju leyti. Á sumum stöðum hefði hins vegar ekki verið forsenda fyrir gangbrautarljósum. Það mun m.a. vera vegna þess að umferðar- ljós eru skammt frá. -ABÓ Menntamálaráðuneyti: Nefnd um barna- menningu Menntamálaráðherra hefur ákveðið að skipa nefnd um barna- menningu í því skyni að efla þátt lista- og menningarstarfsemi í lífi, starfi og námi yngstu kynslóðarinn- ar. Helsta hlutverk nefndarinnar er að gera tillögur um hvernig auka megi tengsl barna, hvar sem þau eru, þar á meðal á dagvistarheimil- um og nemenda í grunnskólum við list- og menningarstofnanir í land- inu. Nefndin á einnig að kanna hvaða leiðir eru færar innan núver- andi forskóla- og grunnskólakerfis til að nota listina í auknum mæli í almennri kennslu og gera tillögur um aukna kennslu í öllum listgrein- um miðað við lengdan skóladag. Menntamálaráðherra mun skipa formann nefndarinnar en óskað hef- ur verið eftir tilnefningum frá Kenn- araháskóla íslands, Bandalagi ís- lenskra listamanna, Fóstrufélaginu, Kennarasambandi íslands og Ríkis- útvarpinu. SSH Garri Nafn Svanfríðar Jónasdóttur, fyrrverandi varaformanns Al- þýðubandalagsins misritaðist í þætti Garra í blaðinu í gær. Svanfríður er beðin afsökunar á þessum mistökum Hjalti Zóphóníasson skrifstofustjóri í dómsmálaráðuneytinu um hlutverk lögreglu á íslandi í nútíð og framtíð: Ekki verið vilji til að marka ákveðna stefnu „Af hálfu stjórnmálamanna á íslandi hefur á síðari áratugum ekki verið vilji til að marka ákveðna stefnu í löggæslu-, fangelsis- eða refsimálum.“ Þetta kom fram í erindi sem Hjalti Zóphóníasson skrifstofustjóri í dómsmál- aráðuney tinu flutti á ráðstefnu Landssambands lögreglum- anna er fram fór í vikunni. Yfirskrift erindisins var: „Hlutverk lögreglu á íslandi í nútíð og framtíð.“ Hann sagði að skortur á slíkri áætlun hafi leitt til þess að ekki er fylgt markaðri áætlun um heildar- stefnumörkun. „Leyst er úr ein- stökum þáttum og þá oft ekki fyrr en menn standa andspænis ein- hverjum fyrirsjáanlegum vanda eða ófremdarástandi og eru þá nauðbeygðir til þess að finna ein- hverja lausn,“ sagði Hjalti. Hvort verkefnum lögreglu muni fara fjölgandi eða fækkandi sagði Hjalti að sín trú væri sú að umtals- verðra breytinga væri ekki að vænta. Sjá megi fyrir að störf er lúta að umhverfisvernd og mengun hljóti að aukast, svo og störfum viðkomandi brotum er framin eru í tölvu eða með aðstoð tölvu. Það er hins vegar hans mat að öryggis- þjónustufyrirtæki komi til með að taka að sér eignavörslu í auknum mæli. Hjalti er þeirrar skoðunar að áherslubreytinga sé að vænta í starfi lögreglu, sem byggjast munu að verulegu leyti á fjárveitingum, þ.e. hversu miklar þær verði. Hvað forvarnarstarfið varðar, þá mun það aukast til mikilla muna. Hjá forvarnardeild lögreglunnar í Reykjavík er verkefni um forvarn- arstarf í gangi og sagðist Hjalti binda miklar vonir við að árangur þess yrði góður og að það yrði tekið upp á landsvísu. Hann sagði að þar sem stefnu- mörkun vantaði í löggæslumálum ofanfrá þá væri erfitt að segja mikið um framtíðarhorfur. „Hér þyrfti til að koma sérstök löggæslu- áætlun líkt og gert hefur verið hjá mörgum vestrænum þjóðum, bæði með langtímaspá og langtíma- markmið,“ sagði Hjalti. Hann sagði að nokkrir mjög stórir ágallar væru á núverandi skipulagi lögreglunnar. í fyrsta lagi vanti ríkislögreglustjórn, sem hafi bein afskipti af framkvæmd lög- gæslunnar og móti hana. Þá hafi lögreglustjórar landsins margir hverjir verið önnum kafnir við aðra málaflokka, s.s. uppboðsmál og dómsmál, þannig að lögreglu- stjórnin hefur setið á hakanum. Á þessu sé hins vegar breyting í nánd með lögum um aðskilnað dóms- valds og framkvæmdavalds í hér- aði, sem koma til framkvæmda árið 1991. Hann sagði að tilfinnan- lega hafi vantað ákvarðanir um það hver forgangsverkefni lögregl- unnar eigi að vera á hverjum tíma og verkstjórnarskipulag af hálfu lögreglu væri ábótavant. Einn liður í að bæta þann þátt er að haldið verður varðstjóranámskeið hjá Lögregluskólanum í vetur. Þá nefndi hann þann ágalla að ríkis- . saksóknari hafi ekki gefið lögreglu- mönnum almenn fyrirmæli eða leiðbeiningar um framkvæmd lög- Hjalti Zóphóníasson skrífstofustjóri í dómsmálaráðuneytinu flytur eríndi á ráðstefnu Landssambands lögreglumanna. Tímamynd Ámi Bjama. gæslu eða rannsóknar, eins og kveðið væri á um í lögum um meðferð opinberra mála. Þá væri umdæmastærð óheppileg. „Þetta eru meðal þeirra atriða sem þarf að breyta ef takast á að gera löggæslu- starfið skilvirkara og betra,“ sagði Hjalti. En hvernig lögreglu viljum við hafa? Þessari spurningu svaraði Hjalti í tíu liðum. Lögreglan á að endurspegla hugsjón þjóðfélags- ins, byggjast á lýðræðislegum grunni og markmiðum með mann- réttindi að leiðarljósi. Hún á að hafa yfir sér borgaralegt yfirbragð, þ.e. andstætt hernaðarlegu yfir- bragði. í þriðja lagi á lögreglan að vera ríkislögregla, þ.e. undir einni heildarstjórn. Enn hefurekki verið nýtt það hagræði af því að ríkislög- regla varð til 1973, til að samhæfa og samræma störfin, færa til mann- afla í stærri verkefnum. Þá á lög- reglan að vera valddreifð, vera sem dreifðust um landið, vera til staðar í öllum byggðarlögum svo hún geti þjónað fólki sem best. Lögreglan á að vinna alhliða störf, ganga jafnt til allra verka, eiga gott samstarf við almenning og sam- fléttuð nánasta umhverfi. Lögregl- an má ekki vera einangruð í því samfélagi sem hún á að þjóna. Þeir sem veljast til löggæslustarfa þurfa að vera úr öllum stéttum, með breiðan þjóðfélagslegan bakgrunn og af báðum kynjum. Lögreglan á sjálf að vega og meta í hvaða forgangsröð á að vinna verkefnin og leggja áherslu á fyrirbyggjandi starf. F síðasta lagi á lögreglan að sæta eftirliti að hálfu borgaranna, svo og af hálfu dómsmálaráðuneyt- isins, sem er æðsti yfirmaður lög- reglunnar. -ABÓ

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.