Tíminn - 22.11.1989, Qupperneq 5
Miðvikudagur 22. nóvember 1989
Tíminn 5
Olíuslysiö á Bolafjalli. 22 þúsund fítrar af gasolíu í sjóinn. Eftir var
aö taka út tanka og leiöslur. Engin þörf var fyrir olíuna aö sinni:
ENGINN KANNAST VID
AD HAFA PANTAD OLÍU
Olíumengunarslys gerast nú óhæfilega tíð hérlendis. Fyrir
nokkru streymdi gasolía í sjó á Tálknafirði. Þá eyðilögðust
fyrir nokkru vatnsból Njarðvíkinga vegna olíu sem lak úr
tanki um bilaða leiðslu á Miðnesheiði, um tíu þúsund lítrar,
eða um eitt tankbflhlass af bensíni streymdi úr tönkum nýrrar
bensínstöðvar í Reykjavík og í holræsi og jarðveg í grennd-
inni.
f gær kom síðan í ljós að um 22
þúsund lítrar af gasolíu höfðu lekið
úr olíugeymum við nýju radarstöð-
ina á Bolafjalli og runnið um frá-
rennslisleiðslu sem liggur fram yfir
bjargbrúnina. Eftir því sem næst
verður komist rann olían úr óþéttu
röri inni í vélahúsi og fór þaðan í
niðurfall. Þar var olíulás sem var
vatnslaus og því rann olían út í
frárennslisrör og út í sjó.
Tankurinn sem úr rann er til að
geyma í gasolíu sem knýja á dísilraf-
stöð sem fara á í gang ef rafmagnið
fer af. Hins vegar er radarstöðin
ekki tilbúin og ekki var búið að
prófa eða taka út ob'utankinn og
olíukerfið við varaaflstöðina á fjall-
inu og því ótímabært að setja ob'u á
tankinn.
„Við vissum ekkert um þessa
olíutanka uppi á Bolafjalli enda
hafði okkur ekki verið tilkynnt um
þá þrátt fyrir að samkvæmt lögum og
reglum um olíubirgðastöðvar þá eig-
um við að fylgjast með slíku þar sem
hætta er á að olía geti borist í sjó,
maður er að velta fyrir sér hvort
þessi stöð sé utan við öll lög og rétt.
Ég minni á að Siglingamálastofnun
var með í ráðum frá upphafi í
sambandi við olíubirgðastöð hersins
í Helguvík. Hér mættiætla að gegndi
sama máli,“ sagði Gunnar Ágústs-
son mengunarsérfræðingur hjá Sigl-
ingamálastofnun.
Gunnar sagði að þrátt fyrir allt þá
hefði verið heppilegt að um gasolíu
var að ræða á Bolafjalli því að hún
gufaði upp á tiltölulega skömmum
tíma. samt sem áður væru ýmis
eiturefni í olíunni sem eftir yrðu í
sjónum og valdið gætu skaða á
fisklirfum og öðrum lífverum.
Friðþór Eydal blaðafulltrúi varn-
arliðsins sagði í gær að verið væri að
kanna hvað hefði farið úrskeiðis og
hann kvaðst ekki vita hver hefði
tekið sig til og pantað olíu og látið á
geymana á fjallinu. Mögulegt væri
að það hefði verið gert á vegum
Ratsjárstofnunar því að eftir því
sem honum skildist þá væri staðurinn
að einhverju leyti undir umsjón
Tveir nefndarmanna og félagsmálaráðherra á blaðamannafundi í gær. F.v. Ingi R. Helgason, Jóhanna
Sigurðardóttir, og Magnús H. Magnússon. Tímamynd: Árni Bjarna
Svört skýrsla um
brunamál á islandi
Heildartjón samfélagsins vegna
eldsvoða á tímabilinu 1984-1988 má
áætla 7.832 milljónir króna eða að
jafnaði 1.566 milljónir á ári sem
jafngildir 6.446 krónur á hvem íbúa
landsins á ári hverju. Þessar upplýs-
ingar koma fram í nýrri skýrslu um
stöðu brunamála á íslandi. í skýrsl-
unni er dregin upp mjög dökk mynd
af ástandi í brunamálum lands-
manna.
Skýrslan var gerð í kjölfar Réttar-
hálsbrunans í janúar síðast liðnum.
Hún er samin af nefnd sem í sátu
Magnús H. Magnússon fyrrverandi
ráðherra, Ingi R. Helgason forstjóri
Brunabótafélags íslands og Hákon
Ólafsson forstöðumaður Rannsókn-
arstofnunar byggingariðnaðarins.
Nefndin telur að þrátt fyrir allgóða
Iöggjöf um brunavarnir og bruna-
mál, séu víða veiiur í skipulagi
brunamála og sérstaklega eldvarna-
eftirlits. Athugasemdum og kröfum
um úrbætur er lítt fylgt eftir og
ófullnægjandi upplýsingar eru til
staðar um brunatjón.
í skýrslunni er bent á að í mörgum
tilfellum sé ekki farið eftir skýlaus-
um fyrirmælum laga og reglugerða.
íkveikja var í 42% tilfella orsök
bruna í 10 stærstu brunum á íslandi
á árunum 1981-1988, 29% rafmagn,
17% gáleysi, 7% sjálfsíkveikja og
aðrar ástæður í 5% tilfella.
í skýrslunni segir að brunatjón
hafi farið stórvaxandi á íslandi á
síðustu árum og keyri alveg um
þverbak á yfirstandandi ári og tveim-
ur síðustu árum. Mesta tjónið hafi
orðið í stórum atvinnufyrirtækjum.
Tjón á heimilum sé aftur á móti
minna og munar mest um að hita-
veitur hafa að mestu útrýmt opnum
eldstæðum. -EÓ
Aöstoðarutanríkisráðherra V-Þýskalands í opinberri heimsókn hér á landi:
Hældi Jóni Baldvin í hástert
Aðstoðarutanríkisráðherra V-
Þýskalands dr. Irmgard Adam-
Schwaetzer sagðist á blaðamanna-
fundi í gær vilja leggja sérstaka
áherslu á að sambandsstjórnin styddi
ísland í þeirri sérstöðu sem landið
hefði hvað fiskveiðar og vinnslu
varðar. Hún sagði að ef samstarf EB
og EFTA ætti að takast þá yrði að
taka til greina sérstöðu smærri rt'kja,
eins og Islands.
Dr. Irmgard hefur verið hér á
landi í opinberri heimsókn sl. tvo
daga og átti hún viðræður við fjöl-
marga stjórnmálamenn og aðila í
viðskiptalífi.
Hún sagðist hafa átt ítarlegar
viðræður við utanríkisráðherra og
hans starfsmenn um hvers væri að
vænta á sameiginlegum leiðtoga-
fundi EFTA og EB ríkjanna sem
hefst 19. desember nk. Hrósaði hún
Jóni Baldvin Hannibalssyni utanrík-
isráðherra og formanns ráðherra-
nefndar EFTA ríkjanna fyrir góðan
undirbúning að þeim viðræðum sem
átt hafa sér stað og mun eiga sér stað
í næsta mánuði.
Þá sagðist hún hafa verið mjög
ánægð með að hafa hitt frú Vigdísi
Finnbogadóttur forseta að máli.
-ABÓ
stofnunarinnar.
Þorsteinn Ingólfsson forstöðu-
maður vamarmálaskrifstofu utan-
ríkisráðuneytisins sagði að sér kæmi
á óvart að olía hefði verið pöntuð að
ratsjárstöðinni þar sem engin starf-
semi færi enn þar fram og væri ekki
fyrirhuguð í vetur. „Við höfum litið
svo á að þetta olíukerfi væri ekki
fullfrágengið fyrr en búið er að taka
það út af okkar sérfræðingum. Því
tel ég að hér sé um mistök að ræða
hjá starfsmönnum varnarliðsins,"
sagði Þorsteinn. Hann sagði að nú
hefði verið gengið tryggilega frá því
að svona geti ekki gerst aftur, hvorki
að olía Ieki, né að einhver gæti tekið
rekstrarlegar ákvarðanir upp á sitt
eindæmi eins og virtist hafa verið
gert. Þorsteinn sagðist ekki hafa
nafnið á manninum sem pantaði
olíuna og gæti ekki sagt um hvort
hann væri íslenskur eða erlendur.
Jón Böðvarsson forstjóri Ratsjár-
stofnunar sagði að stofnunin tæki
ekki við ratsjárstöðinni fyrr en eftir
mitt næsta ár og þar væri enn engin
starfsemi eða rekstur á vegum Rat-
sjárstofnunar. Hvorki stofnunin né
nokkur á hennar vegum hefði pantað
olíuna og bæri hún því ekki á neinn
hátt ábyrgð á óhappinu. -sá
Sættir ríkisstjórnar og Háskólans:
HÁSKÓUNN
MUNBORGA
TÓLVUR 0G
HÚSBÚNAD
í gær undirrituðu menntamála-
ráðherra og háskólarektor sam-
komulag um ráðstöfun tekna af
Happdrætti Háskóla íslands. Með
samkomulaginu tekur Háskólinn
að sér stofnkostnað vegna tölvu-
búnaðar í Þjóðarbókhlöðu svo og
kostnað vegna tölvunets um há-
skólasvæðið til nýtingar tölvubún-
aðar bókhlöðunnar. Ráðgert er að
53 milljónir af happdrættistekjun-
um fari til þessa verkefnis og er
gert ráð fyrir að verulegur hluti
þess kostnaðar falli til á næsta ári.
Auk þess tekur Háskólinn að sér
að greiða hluta húsbúnaðar í lestr-
arrýmum Þjóðarbókhlöðu.
Með undirritun samkomulagsins
lauk harðri deilu yfirstjórnar Há-
skólans við stjómvöld sem hófst í
kjölfar þess að fjárlög fyrir næsta
ár voru lögð fram. í fjárlögunum
var gert ráð fyrir að 87 milljónum
af sjálfsaflafé skólans yrði varið til
ýmissa verkefna sem áður heyrðu
undir ríkissjóð. Ráðgert var að 60
milljónir af happdrættistekjunum
rynnu til byggingar Þjóðarbók-
hlöðu, 15 milljónir til bóka- og
tímaritakaupa og 12 milljónir til
Raunvísindastofnunar og Til-
raunastofunnar að Keldum. Þessu
mótmæltu yfirvöld Háskólans
harðlega og sögðu að með þessu
væri traðkað á sjálfsforræði Há-
skólans.
Samkomulagið sem var undirrit-
að í gær samanstendur af fjórum
meginatriðum.
í fyrsta lagi er þar kveðið á um
að Háskólaráð geri áætlun um
ráðstöfun tekna af Happdrætti
Háskóla íslands til nokkurra ára í
senn og ákveði hvernig fénu skuli
varið á hverju ári að höfðu samráði
við menntamálaráðuneytið.
í öðru lagi tekur Háskólinn þátt
í kostnaði húsbúnaðar og þjón-
ustutækja í Þjóðarbókhlöðu svo
sem nánar verður skilgreint í sam-
komulagi milli Háskólans og
menntamálaráðuneytis. - Sem fyrr
segir hefur verið ákveðið að Há-
skólinn greiði 53 milljónir vegna
tölvubúnaðar. Einnig tekur Há-
skólinn að sér að greiða af happ-
drættisfé hluta húsbúnaðar í lestr-
arrýmum Þjóðarbókhlöðunnar
samkvæmt nánari skilgreiningu er
samið verður um þegar ýtarlegri
kostnaðaráætlun um þann þátt
liggur fyrir.
I þriðja lagi er í samkomulaginu
kveðið á um að Raunvísindastofn-
un Háskólans eigi jafnan rétt til
styrkja úr sjóðum Háskólans og
aðrar rannsóknastofnanir sem eru
undir nafni Háskólans á fjárlögum.
í fjórða lagi er gert ráð fyrir að
Tilraunastöð Háskólans að Keld-
um og Háskóli íslands geri með sér
samning um nánari samvinnu, að-
stöðu til kennslu og rannsókna, og
rétt Tilraunastöðvarinnar til
styrkja úr sjóðum Háskólans.
Sigmundur Guðbjamason há-
skólarektor sagðist fagna þessu
samkomulagi og mikilvægt væri að
með því væri forræði Háskólans
yfír tekjum happdrættisins tryggt.
Ákvæði um langtímaáætlanir og
samráð við yfirvöld væru ekki ný af
nálinni þó þau hefðu ekki verið
orðuð með þessum hætti áður í
sérstöku samkomulagi. Þá hafi
einnig lengi verið rætt um að
Háskólinn taki þátt í lokaáfanga
Þjóðarbókhlöðunnar.
Þess má að lokum geta að í
fjárlögum er gert ráð fyrir að
tekjur Háskólans af Happdrættinu
verði 190.2 milljónir króna þannig
að rúmur fjórðungur að happ-
drættistekjum næsta árs rennur til
Þjóðarbókhlöðu. SSH