Tíminn - 22.11.1989, Qupperneq 7

Tíminn - 22.11.1989, Qupperneq 7
Miðvikudagur 22. nóvember 1989 Tíminn 7 Nordal, seðlabankastjóri: Frá kaupfélagsstjóral'undinum sparifjármyndunar sem mæta varð með frekari lánsfjárskömmtun og auknum erlendum lántökum. Ef litið er á meðfylgjandi mynd (mynd 3). er sýnir þróun raunvaxta af innlán- unt annars vegar en innstæður bankakerfisins hins vegar, kentur í ljós að raungildi ráðstöfunarfjár bankakerfisins minnkaði um nærri því helming á áttunda áratugnum og er orsakanna tvímælalaust að leita í þeirri vaxtastefnu sem þá var fylgt. Byrjað var að klóra í bakkann með því að bjóða sparifjáreigendum sér- staka vaxtaaukareikninga en síðan með verðtryggðum innstæðum sem fyrst komu til skjalanna árið 1981. Með þessu tókst að snúa þróuninni við og með hækkandi ávöxtun, sér- staklega eftir að vextir voru gefnir frjálsir, hefur innstæðufé bankakerf- isins aftur farið að vaxa jafnt og þétt. Þó er ráðstöfunarfé þess enn mun lægra hlutfall af landsframleiðslu en það var í upphafi áttunda áratugarins. við þá óvissu og skuldasöfnun sem eru fylgifiskar hennar. Skal ég láta línurit (mynd 1), er sýnir hve miklu mciri verðbólga hefur verið hér á landi en í öðrum OECD ríkjum, nægja sem skýrt dæmi um mismun- andi efnahagsárangur hér á landi og annars staðar, en þar kemur fram að verðbólga hefur nú í nær tvo áratugi verið um það bil fjórföld hér á landi og fer sá munur varla minnkandi síðustu árin. Algengt er að þessi munur á verðbólgustigi hér og í öðrum löndum sé skýrður með tilvís- un í óstöðugleika íslensks þjóðar- búskapar, þar sem útflutningstekjur ráðast af breytilegum sjávarafla og verðsveiflum á erlendum mörkuð- um. Ekki skal ég draga úr því að hagsveiflur hér á landi hafa að miklu leyti átt upptök sín í sjávarútvegin- um. Hitt tel ég vera fráleitt að þar sé að leita skýringa á öllum þeim mikla mismun sem er á verðbólgu hér á landi og t.d. á hinum Norðurlöndun- um. Orsakanna er áreiðanlega ekki síður að leita í öðrum hagstjórnarað- ferðum hér á landi, þar sem lögð hefur verið meiri áhersla á að halda atvinnurekstri gangandi með vernd- araðgerðum og eftirgefanlegri geng- isstefnu en að tryggja stöðugleika í verðlagi. Hvimleið afstaða Sannleikurinn er sá að íslending- um er allt of tamt að vísa til sérstöðu okkar sem fiskveiðiþjóðar þegar bent er á ófullnægjandi árangur í efnahagsmálum og sama er einatt uppi á teningnum þegar farið er fram á að við tökum á okkur alþjóð- legar skuldbindingar til jafns við aðrar þjóðir. Mér finnst þessi afstaða mjög hvimleið af tveimur ástæðum. í fyrsta lagi er ég ekki í vafa um það að sérstaða okkar, t.d. að því er varðar sveiflur f útflutningstekjum, er miklu minni en við viljum vera láta. Margar aðrar þjóðir eiga einnig við efnahagssveiflur að glíma, en tekst þó að halda mun meiri stöðug- leika í efnahagsmálum en tekist hefur hér á landi. Á meðfylgjandi mynd (mynd 2) er gerður saman- burður á íslandi og nokkrum þjóð- um með svipuð hagkerfi þar sem annars vegar er borinn saman maeU,- kvarði á sveiflur í útflutningstekjiím, en hins vegar verðbólgustig. Þar kemur t.d. fram að sveiflur í kaup- mætti útflutningstekna hafa verið litlu minni í Noregi og á Nýja-Sjál- andi en hér á landi undanfarna tvo áratugi, en samt hefur verðbólgustig verið fjórum til fimm sinnum hærra hér en í þessum löndum. Til að skýra þennan mismun þarf því miklu meira til en vísun í sérstöðu íslendinga. í öðru lagi er umræðan um sér- stöðu okkar sífellt notuð til þess að afsaka ófullnægjandi árangur eða skjóta okkur undan ábyrð, en hvort tveggja er skaðlegt þegar til lengdar lætur. Vissulega eiga Jslendingar við vandamál að etja vegna óstöðug- leika í afla og síbreytilegra markaðs- aðstæðna. Við þessi vandamál verð- um við að glíma og leitast við að leysa þau eins vel og okkur er unnt, en ekki nota þau sem afsökun fyrir því að við höfum ekki beitt sjálfa okkur sama aðhaldi og aga í stjórn efnahagsmála og aðrar þjóðir hafa ástundað. Ég er þess vegna eindregið þeirrar skoðunar að íslendingar eigi ekki annarra kosta völ en að samræma stjórn efnahagsmála hér á landi í öllum meginatriðum því sem nú er tíðkað í viðskiptalöndum okkar. Án slíkrar samræmingar er mjög hætt við að íslendingar dragist aftur úr í þeirri þróun til nánari efnahags- tengsla milli ríkja sem er að eiga sér stað alls staðar í kringum okkur með Aukning innlends sparnaðar Fróðlegt er að líta á þróun annarra þátta lánakerfisins undanfarna tvo áratugi, en þar kemur fram sama mynd, ör samdráttur innlends fjár- magns á árunum 1969 og fram til 1980, sbr. meðfylgjandi mynd (mynd 4), en síðan hafa innlendu lánastærð- irnar vaxið mjög ört. Því miður hefur ekki tekist að nýta þennan aukna innlenda sparnað til þess að draga verulega úr erlendum lántök- um og er þar ekki píst um að kenna mikilli lánsfjárþörf ríkisinsogannar- ra opinberra aðila. Á annarri mynd (mynd 5) er sýnd skipting innlends lánsfjár í þrjá flokka, frjálsan sparnað, sparnað á vegum lífeyris- sjóða og annan kerfisbundinn sparnað. Kemur þar í ljós að sparn- aður á vegum lífeyrissjóða er eini hluti sparnaðarins sem hefur vaxið allt þetta tímabil, en þó með mjög vaxandi hraða síðustu sjö árin. Hins vegar hefur annar kerfisbundinn sparnaður, en þar skiptir eigið fé lánastofnana mestu máli, þróast mjög líkt og frjálsi sparnaðurinn. Eftir samdrátt á áttunda áratugnum hefur þessi hluti sparnaðarins tekið að vaxal að nýju með batnandi ávöxt- un síðustu árin. Enginn vafi er á því, að sú aukning innlends sparnaðar, sem átt hefur sér stað undanfarin ár vegna betri ávöxtunar fjármagns, hefur haft geysilega þýðingu fyrir stöðu þjóðar- búsins og dregið bæði úr viðskipta- halla og erletjdum lántökum. En þessi breyting hefur að sjálfsögðu ekki verið sársaukalaus, t.d. fyrir þá aðila, sem áður nutu lánsfjár með neikvæðum vöxtum, en þurfa nú að greiða verulega raunvexti. Er ljóst, að svo mikil breyting raunvaxta á tiltölulega skömmum tíma hefur í verulegum atriðum breytt forsend- um fyrir arðsemi margra fyrirtækja í landinu. Sú breyting, sem hér hefur átt sér stað undanfarin tíu ár, kemur vel fram á meðfylgjandi mýnd (mynd UYND 1.: ÞRÓUN FRAUFÍRSLUVlSITÖLU A lSLANDI OG 1 ÖLLUM AÐILDARLÖNDUM OECD. BREYTINGAR 1 7. k MILLI ARSMEÐALTALA 1969 - 19B9. * X er af tíma mínum hér til þess að ræða stuttlega um þessi þrjú viðfangsefni. Klórað í bakkann Þróun íslenska fjármagnsmar- kaðsins einkenndist lengi af mjög lágum eða neikvæðum raunvöxtum samf^ra miklum afskiptum ríkis- valdsins af dreifingu fjármagns. Þótt nokkru lengra væri gengið í þessu efni hér á landi en víðast íi Evrópu var svipaðri stefnu fylgt víða erlend- is, t.d. í Noregi, allt fram á síðasta áratug. Á sjötta og sjöunda áratugn- um má segja að lánsfjármarkaðurinn hafi þrátt fyrir þetta lengst af verið í þolanlegu jafnvægi, enda var verð- bólga þá að jafnaði frekar hófleg miðað við það sem síðar varð. Atvinnustarfsemin var einnig mun fábreyttari en nú og hagkerfið lok- aðra fyrir erlendri samkeppni. Þetta breyttist hins vegar snemma á átt- unda áratugnum, en þá jókst verð- bólga mjög og hélst síðan lengi um eða yfir 40% á ári. Vegna tregðu stjórnvalda til þess að hækka vexti við þessar aðstæður urðu þeir mjög neikvæðir og komu afleiðingarnar fljótlega fram í hruni innlendrar alvarlegum afleiðingum fyrir hag- vöxt og lffskjör hér á landi. Sé þetta svo er nauðsynlegt að allir þættir í skipan efnahagsmála og rekstri at- vinnufyrirtækja hér á landi séu tekn- ir til endurskoðunar og nýrrar stefnumörkunar með þessi langtíma- i markmið í huga. Vissulega er sú endurskoðun þegar hafinj víða í þjóðfélaginu, en hvergi nærri með þeim markvissa hætti sem telja verð- ur nauðsynlegt í Ijósi hinnar ótrúlegu hröðu þróunar sem nú á sér stað í umheiminum. Dæmi um þau aðlögunarvanda- mál, sem hér er við að fást, blasa við hvarvetna í efnahagslífinu, eins og stjórnendur fyrirtækja þekkja best. Hér er því um fleiri viðfangsefni að ræða en hægt er að gera nokkur skil í stuttu erindi. Hins vegar tel ég rétt að reyna að fjalla hér lauslega um þrjú mikilvæg svið þar sem verulegar breytingar eru að gerast og öll tengj- ast starfsvettvangi mínum. Þessi þrjú verkefni eru: Þróun frjáls innlends peninga- og lánsfjármarkaðs, afnám hafta á fjármagnshreyfingar milli íslands og annarra ríkja og loks mörkun varanlégrar stefnu í gengis- málum. Mun ég nota það sem eftir 6), sem sýnir meðalraunvexti á ári af erlendum lánum að meðtalinni geng- isuppfærslu, raunvexti af verð- tryggðum skuldabréfum að verðbót- um meðtöldum, og loks raunvexti af óverðtryggðum íslenskum skulda- bréfum. Vegna mikilla gengisbreyt- inga hafa raunvextir af erlendum lánum verið ótrúlega óstöðugir, og hið sama gildir um raunvexti af óverðtryggðum innlendum lánum, en þar hefur breytileg verðbólga haft mest áhrif. Stöðugust eru hins vegar kjörin á verðtryggðum inn- lendum skuldabréfum. Athyglisvert er, að kjörin virðast mjög vera að jafnast á síðara hluta þessa tímabils. Sé hins vegar litið á ávöxtun lánsfjár yfir tímabilið í heild, sbr. næstu mynd (mynd 7), kemur í ljós, að erlent lánsfé hefur verið dýrast, síðan kemur verðtryggt innlent lánsfé, en óverðtryggt lánsfé nær ekki jákvæðum vöxtum yfir tímabilið í heild vegna mjög nei- kvæðra vaxta á fyrra helmingi þess. Bæði þessi og annar samanburður á lánskjörum hér á landi og erlendis bendir til þess, að raunvextir séu nú síst hærri en í öðrum löndum. Það sem hins vegar hefur valdið íslensk- um lántakendum verulegum erfið- leikum og gerir enn, eru geysimiklar sveiflur bæði í gengi og verðlagi, sem valda því, að raunvextir eru mjög breytilegir frá ári til árs, en því fylgir veruleg áhætta og óvissa fyrir lántakendur. Meiri stöðugleiki í þróun innlends verðlags og minni sveiflur í gengi íslensku krónunnar myndu því ekki aðeins draga úr áhættu lántakenda, heldur má telja víst, að með minni verðbólgu myndu raunvextir fara lækkandi, eins og glöggt hefur komið fram í þeim löndum, sent búa við mestan stöðug- leika í verðlagi, eins og t.d. Japan, Sviss og Þýskalandi. Önnur mikilvæg forsenda þess, að unnt sé að lækka raunvexti til lengdar, felst í því, að dregið verði úr lánsfjárþörf ríkis- sjóðs og annarra opinberra aðila, en innlendar lántökur þeirra hafa verið mjög miklar að undanförnu. Allir geta verið sammála um það, að háir raunvextir eru ekki æskilegir frá sjónarmiði hagvaxtar eða af- komu fyrirtækja. Hitt virðist mér jafn ljóst bæði af reynslu okkar og annarra þjóða, að tilraunir til þess að ná fram lækkun vaxta með vald- boði myndu gera meira illt en gott, draga úr sparnaði og skapa alvarlegt jafnvægisleysi á lánsfjármarkaðn- um. Allar þjóðir í kringum okkur búa nú við frjálsa vexti, og reynsla þeirra sýnir og sannar, að eina raunhæfa leiðin til þess að hafa áhrif til lækkunar á raunvexti er að draga úr verðbólgu, minnka lánsfjárþörf ríkissjóðs og opna hagkerfið fyrir erlendri samkeppni. Jafnframt þurfa stjórnvöld að beita áhrifum sínum til þess að auka samkeppni á hinum innlenda lánamarkaði og tryggja sem best heilbrigðan rekstur þeirra stofnana, sem þar starfa með því að setja starfsemi þeirra trausta löggjöf og eftirlit, en að öllu þessu hefur verið unnið hér á landi að undan- förnu. Stórhættulegt fyrirkomulag Sterkur og haftalaus, innlendur lánsfjármarkaður er einnig forsenda þess, að hægt sé að gefa fjármagns- hreyfingar frjálsar milli Islands og annarra landa, og er ég þá kominn að öðru viðfangsefninu, sem ég sagð- ist mundi taka hér til meðferðar. Frjálsar fjármagnshreyfingar á milli landa er meðal þeirra markmiða, sem menn hafa sett sér að ná á næstunni, ekki aðeins innan Efna- hagsbandalagsins, heldur einnig milli þess og EFTA þjóðanna. Hin Norðurlöndin hafa nú þegar ákveðið að koma á alfrjálsum fjármagns- Framhald á bls. 14.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.