Tíminn - 07.12.1989, Qupperneq 17
Fimmtudagur 7. desember 1989
Tíminn 17
rbvrvix^ð i Mnr
Páll Pétursson Einar Bollason
Kópavogur
Fundur verður haldinn að Hamraborg 5, fimmtudaginn 7. desember
kl. 20.30. Páll Pétursson alþingismaður flytur erindi um ísland, EFTA
og samninga við Evrópubandalagið.
Fundarstjóri verður Einar Bollason.
Allir velkomnir.
Framsóknarfélögin í Kópavogi.
Framsóknarvist - Rangæingar
Sunnudaginn 10. des. kl. 21.00 verður næst síðasta umferð í
þriggjakvöldakeppninni spiluð á Hvolnum.
Kvöldverðlaun. Heildarverðlaun eru helgarferð til Akureyrar fyrir tvo,
að verðmæti kr. 25.000,-
Framsóknarfélag Rangæinga.
Suðurland
Skrifstofa kjördæmissambands framsóknarfélaganna, Eyrarvegi 15,
Selfossi er opin mánudaga og fimmtudaga kl. 15-17, sími 98-22547.
Lítið inn, kaffi á könnunni.
Stjórn KSFS.
Jóla - Framsóknarvist
Framsóknarvist verður spiluð sunnudaginn 10. desember kl. 14.00 í
Danshöllinni (Þórscafé).
í tilefni jólamánaðarins verða veitt glæsileg verðlaun karla og kvenna
(Jólamatarkörfur).
Nánar auglýst síðar.
Framsóknarfélag Reykjavíkur.
Framsóknarmenn
Siglufirði og Fljótum
Munið matarfundinn í hádeginu föstudaginn 8. des. á Hótel Höfn.
Stjórnin.
Jólahappdrætti Framsóknarflokksins
Dregið verður 23. desember n.k.
Velunnarar flokksins eru hvattir til að greiða heimsenda g íróseðla fyrir
þann tíma.
Allar frekari upplýsingar veittar á skrifstofu flokksins eða í síma
91-24480.
Framsóknarflokkurinn.
Jólaalmanak S.U.F. 1989
Útdráttur hefst 1. desember. Gerið skil og leggið baráttunni lið.
Allar frekari upplýsingar í síma 91-24480 eða 91-21379 og á
skrifstofunni, Nóatúni 21, Reykjavík.
Velunnarar, látið ekki happ úr hendi sleppa.
Samband ungra framsóknarmanna.
Framsóknarfólk Norðurlandi vestra
Skrifstofur Framsóknarflokksins og Einherja, Suðurgötu 3 á Sauðár-
króki, verða fyrst um sinn opnar mánudaga kl. 13-17 og þriðjudaga
og miðvikudaga kl. 9-12, sími 36757.
Árnesingar - nærsveitir
Spilum félagvist í samkomuhúsinu í Borgarnesi, föstudaginn 8.
desember kl. 20.30.
Síðasta kvöldið í 3ja kvölda keppni.
Mætum vel og stundvíslega.
Framsóknarfélag Borgarness.
Keflavík
Aðalfundur fulltrúaráðs framsóknarfélaganna í Keflavík verður hald-
inn á Glóðinni laugardaginn 9. desember kl. 16.00.
Stjórnin.
Reykjanes
Skrifstofa kjördæmissambandsins, Hamraborg 5, Kópavogi, s.
43222, er opin mánudaga, þriðjudaga og fimmtudaga, kl. 17-19.
K.F.R.
Kópavogur - Opið hús
Framsóknarfélögin í Kópavogi hafa opið hús á miðvikudögum kl.
17.30 til 19.00.
SPEGILL
í gamanmyndinni „Tveimur andlitum ofaukið“ (Two Faces Too Many) leikur kvennagullið Mark Harmon og
Madeline Stowe er í aðalkvenhlutverki í myndinni. Þetta er ein af nýju grínmyndunum
Enn eru gerðar kvikmyndir um heim-
komna bandaríska Víetnam-hermenn
- og vandamál þeirra
Það lítur út fyrir að þeir í
Hollywood ætli ekki að leyfa al-
menningi í Bandaríkjunum að
gleyma hörmungum Víetnam-
stríðsins, enn er verið að gera
kvikmyndir um heimkomna her-
menn sem hafa beðið tjón á líkama
og sál.
Kvennagullið Tom Cruise (úr
Top Gun) leikur þarna erfiðasta
hlutverk sem hann hefur nokkru
sinni tekist á við, - eftir því sem
hann segir sjálfur. Það er í mynd-
inni Fæddur 4. júlí (Bom on the
Fourth of July). Myndin er gerð
eftir sannri sögu um ungan mann,
Ron Kovic, sem er máttlaus og
bundinn hjólastól allt sitt líf eftir
að hafa særst í stríðinu í Víetnam.
Þá er það „Moonlighting“-hetj-
an Bmce Willis, sem leikur upp-
gjafahermann sem kemur heim til
fjölskyldu sinnar í Kentucky, en
getur ekki komist aftur í samband
við fyrra líf sitt og raunveru-leik-
ann. Sú mynd er nefnd „In Coun-
try“.
Svo er myndin „Velkominn
heim“ (Welcome Home), en þar
leikur Kris Kristofferson hermann
úr bandaríska flughernum, sem
hefur verið týndur- og álitinn dáinn
- í 17 ár. Hann kemur svo óvænt
heim aftur og kemst þá að því að
eiginkona hans er gift öðrum
manni.
Þessar myndir eru allar um svip-
að efni, þ.e. heimkomna hermenn
og vandamál þeirra, en það er bæði
spennumyndir og gamanmyndir
sem nú í haust hafa komið í fyrsta
sinn á hvíta tjaldið. Við birtum
nokkrar myndir úr hinum nýju
kvikmyndum:
John Travolta og Kirstie AJIey leika í myndinni „Hver er að
tala?“ (Who‘s Talking?, en það er óvenjuleg gamanmynd, þar
sem ófætt barn í móðurkviði lætur til sín heyra! En enn
ótrúlegra er þó, - að það er töffarinn Bruce Willis sem leikur
rödd ófædda bamsins
Bruce Willis og Emily
Lloyd í myndinni „In
Country“
Frank Stallone - bróðir hins fræga
Sylvester Stallone - sést hér með
byssuna á lofti. Hann leikur í nýrri
spennumynd gerðri eftir sögu Ag-
ötu Christie „Ten Little Indians“
(kölluð á íslensku „Tíu littlir neg-
rastrákar")