Tíminn - 20.12.1989, Qupperneq 6
6 Tíminn.
Miðvikudagur 20. desember 1989
Tíminn
MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU 0G FÉLAGSHYGGJU
Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og
Framsóknarfélögin í Reykjavík
Framkvæmdastjóri:
Ritstjórar:
Aðstoöarritstjóri:
Fréttastjórar:
Auglýsingastjóri:
Kristinn Finnbogason
Indriði G. Þorsteinsson ábm.
IngvarGíslason
OddurÓlafsson
Birgir Guðmundsson
Eggert Skúlason
SteingrímurGíslason
Skrifstofur: Lyngháls 9, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími:
680001. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar
686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot:
Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent h.f.
Frá og með 1. ágúst hækkar:
Mánaðaráskrift í kr. 1000,-, verð í lausasölu í 90,- kr. og 110,- kr. um
helgar. Grunnverð auglýsinga kr. 660,- pr. dálksentimetri
Póstfax: 68-76-91
Að mæta vetrinum
Síðustu daga hefur veður farið kólnandi um allt
land eftir tiltölulega milda haustveðráttu. Fram til
þessa hefur þó lítið snjóað miðað við það sem
orðið getur hér á landi á þessum árstíma. Jafnvel
um norðanvert landið hafa vegir naumast teppst til
þessa, þótt einhver snjókoma hafi verið undan-
farna daga.
Eigi að síður fer að verða allra veðra von á
íslandi því meira sem líður á veturinn. Slíkar
veðurfarsbreytingar með vaxandi vetri eru svo
eðlilegar sem verða má miðað við hnattstöðu
landsins. Undan því verður ekki vikist að ísland er
norðlægt land og „jaðrar við að vera heimskauta-
land“ eins og Sigurður Þórarinsson jarðfræðingur
komst eitt sinn að orði í ágætri hugvekju um
landið, legu þess og veðráttufar.
Ekki verður það síst til að minna okkur á að
vetur er genginn í garð, að hafís hefur lagst að
norðvesturhluta landsins og lokað siglingaleiðum
fyrir Horn. Veðurfræðingar benda á að hafísinn sé
óvenjulega snemma á ferðinni, a.m.k. í svo miklu
magni sem virðist vera. Áhrif hafíssins segja þegar
til sín hjá norðlenskum togurum sem hafa verið á
veiðum á Vestfjarðamiðum og verða nú að sigla
nærri hringferð um landið til þess að ná til
heimahafnar. Auk þess setur hafísinn áætlunar-
ferðir strandferðaskipa úr skorðum og teppir aðrar
siglingar.
Hafísinn hefur um aldirnar verið mikill vágestur
á íslandi og vondur nágranni, fyrst og fremst á
Norðurlandi. En til er gamalt máltæki sem segir að
„sjaldan sé mein að miðsvetrarís“ og má þá búast
við að sá ís sem hefur lagst að landinu hverfi á braut
áður en langt um líður, ef þjóðtrúin og alþýðuspek-
in hafa lög að mæla. Þó er engin ástæða til að gera
meira úr ískomunni en við er að búast í því
norðlæga landi sem ísland er. Vetrarríki, jafnvel
ógn hafísanna, er einn áhættuþátturinn í því að
búa á íslandi. íslenska þjóðin verður að leggja það
á sig að glíma við veturinn og standa þá glímu af
sér.
Hins vegar er óþarfi að líta á veturinn sem
algeran óvin og ógnvald. Síst af öllu mega
íslendingar leggjast í þess háttar hugarvíl. Sann-
leikurinn er sá, að veturinn hefur margt fram að
færa sem veitir mönnum bæði ánægju og hollustu.
Vetraríþróttir eru heillandi dægrastytting og ekki
síður heilsubætandi en önnur hreyfing og útivera.
Þá er samgöngum í landinu svo vel fyrir komið
að þær þurfa ekki að teppast að neinu ráði til
langframa. Hitt er annað, að mikil þörf er á að
brýna fyrir ökumönnum að trúa ekki í blindni á
ágæti og öryggi íslenskra fjallvega um hávetur.
Vetrarferðalög krefjast vandaðs undirbúnings, ef
alls öryggis á að vera gætt. Því fer fjarri að hægt sé
að leggja á fjallvegi án fyllsta viðbúnaðar og á
öruggum farartækjum. Lögreglu, vegagerð og
umferðarráði ber að vara ökumenn við hættum
vetrarferðalaga sem búast má við að aukist um
jólahelgina.
GARRI
Útlendingar og Islandsmið
Ekkí er ástæða til að ætla annað
en að allir íslendingar með fullt vit
og skynsemi geri sér grein fyrir,
hvflík auðlind fiskimiðin við landið
eru og þá ekki síður hversu við-
kvæm og vandmeðfarin þessi auð-
lind er.
Engum getur dottið í hug að
fiskimiöin séu ótæmandi og flestir
munu vera sér þess meðvitaðir að
ekki er hægt að treysta því að
fiskafli fari stórvaxandi á næstu
árum og að eðlilegur vöxtur flsk-
stofna byggist á ströndum verndar-
aðgerðum og aflatakmörkunum.
Um leið og íslendingar sjá í hendi
sér að auðlindir hafsins eru undir-
staða efnalegs sjálfstæðis þjóðar-
innar, verða þeir samt að viður-
kenna að þessar auðlindir eru tak-
mörkum háðar og að setja verður
nýtingu þeirra strangar skorður.
Ofveiði og vemd
fiskstofna
Þrátt fyrir allt er þó margt sem
bendir til þess að lífríki hafsins
kringum ísland sé betur á vegi statt
en geríst um flskimið í ýmsum
öðrum löndum. Þar kemur fleira
en eitt til. Stjórn íslenskra flskveiða
hefur tekist vel og án efa miklu
betur en á sér stað víða annars
staðar. En þama ræður mestu að
íslendingar hafa einkayfirráð yflr
auðlindalögsögunni og eiga ekki
undir aðra um setningu kvóta-
reglna eða neins konar nýtingu
fiskistofnanna. Þá skiptir það máli
að mengun sjávar og umhverfis-
spjöll em minni hér en finnast á
ýmsum öðram hafsvæðum.
Ekki era nema nokkrír mánuðir
síðan það var gert að frásagnarefni
í heimsfréttum, að fræg og auðug
fiskimið við austurströnd Norður-
Ameríku séu að verða upp urin,
a.m.k. þau sem eru á yfirraðasvæði
Bandaríkjanna. Þar era heilu fisk-
stofnarnir í útrýmingarhættu vegna
stjórnlausrar ofveiði. Sama er að
gerast á hinum víðfrægu og fjöl-
þættu fiskimiðum við Bretlands-
eyjar og í Norðursjó. Þar hefur
Evrópubandalagið að visu ákveðið
veiðikvóta og enskir og skoskir
sjómenn verða að lúta þeim, en
deila fiskistofnunum eigi að síður
með hinum ýmsu fiskveiðiþjóðum
bandalagsins og eiga um það mál í
sífelldum illdeilum og árekstrum
innbyrðis, svo að klögumálin ganga
á víxl.
Rányrkja í Norðursjó
Um ástand fiskstofna í Norður-
sjó og við Bretlandseyjar segir í
grein ■ Sunday Times nýlega að
ýmsar eftirsóttar fisktegundir í
Bretlandi séu í útrýmingarhættu á
þessum miðum og hafi kvóta- og
fríðunarreglur ekki komið að neinu
haldi. Þetta geríst á bestu fiskimið-
um Evrópu segir blaðið, og nefnir
veiðitegundir sem varla finnast
lengur á sínum gömlu slóðum, s.s.
rækju og hörpudisk, auk þess sem
skarkoli og þykkvalúra eru sírýrn-
andi stofnar, að ekki sé minnst á
þroskinn, sem löngum þótti ódrep-
andi í Norðursjó og á breskum
heimamiðum, en er víða hættur að
sjást nema sem reytingur og
smákóð. Blaðið hefur eftir reynd-
um skipstjóra á togbát frá Humber-
svæðinu að þar sem áður var
mokafli af þorski þakki menn fyrir
að fá kassa og kassa og kannske
nokkra titti af trosi í lengri og
lengri róðrum.
Bakdyrnar
Þegar ástand fiskstofna hjá ná-
lægum þjóðum er komið á þetta
stig mætti það verða íslendingum
frekarí viðvörun um að halda vöku
sinni í verndunarmálum og gæta
sín fyrír ágirnd útlendinga á að
eignast hlutdeild í veiðum hér við
land. Þessi mál tengjast þeim við-
ræðum sem íslendingar stefna að
að taka þátt í milli EFTA og
Evrópubandalagsins. Þar verður
að búa svo um hnútana að þátttaka
í sameinuðu markaðssvæði í Evr-
ópu leiði með engum hætti til þess
að einhverjar bakdyr opnist fyrir
útlendinga til þess að ná tangar-
haldi á íslenskri útgerð. Ótti um
slíkt er ekki að ófyrirsynju. íslend-
ingar verða að gæta sín fyrir alþjóð-
legri frjálshyggju á sviði fiskveiði-
mála. Garrí.
VÍTT OG BREITT
Ægihressar þinglausnir
„Guðrún Helgadóttir, forseti
Sameinaðs pings kom ægihress af
fundi með formönnum þingflokk-
anna í gærkvöldi," var höfuðfrétt
Tímans í gær. Ægihressleiki þing-
forseta stafaði af því að þingflokk-
sformenn komu sér saman um að
best væri að fara að koma sér í
jólafrí.
Það er engin ný bóla að verið sé
að banga saman fjárlögum fram á
jólafrí og að tvær síðari umræður
fari fram í striklotu dag og nótt til
að þingmenn dragi heim fyrir hát-
íðar. Eftir þeim fjárlögum sem
þannig er gengið frá hefur aldrei
nokkrum manni dottið í huga að
fara, enda eru þau marklítil.
En það er fleira en fjárlögin sem
nú þarf að afgreiða eða ekki að
afgreiða og hótaði stjórnarand-
staðan málþófi ýmist með eða móti
málum til að skemmta skrattanum
og draga þinghald á langinn.
Þegar loks tókst samkomulag
um að stjórn og stjórnarandstaða
skyldu halda áfram að vera ósam-
mála eftir jólafrí létti þingheimi
stórum og ekki nema von að þing-
forseti yrði ægihress við þau mála-
lok.
Skipting verka
Stjórnarandstaðan sansaðist á að
hætta málþófi í öllum málum gegn
því að fresta þeim en koma fjár-
lögunum út úr þinginu þar sem
embættismenn taka við og hafa
þau að engu.
Höfuðmál Alþingis og fjölmiðla
hefur að undanförnu verið umræða
um verkaskiptingu ríkis og sveitar-
félaga, en samkvæmt Stjórnartíð-
indum voru lög um það efni sam-
þykkt í fyrra, en því eru allir búnir
að gleyma og rífast nú út og suður
um hvernig verkaskiptingin á að
vera.
Það mál sem hæst ber í þvarginu
um verkaskiptingu er hvort heil-
brigðisráðherra á að tilnefna einn .
fulltrúa í stjórn Borgarspítalans
eða hvort borgarstjórinn og hans
menn eigi að ráða þeim öllum. Um
aðra þætti í rekstri spítalans er
ekki deilt og allra síst dettur nokkr-
um manni í hug að leiða hugann að
sjúkum og hrjáðum, enda gildir þá
einu hvaða aðili það er sem skipar
formann spítalastjórnar.
í þessari orðmörgu og flóknu
deilu er stimpast á um enn aðrar
verkaskiptingar en þær sem skilja
á milli hlutverka ríkis og Reykja-
víkurborgar. Tveir menn hnakkríf-
ast um hvor þeirri eigi að fara með
embætti heilbrigðisráðherra,
þ.e.a.s. hvað varðar málefni Borg-
arspítalans. Þeir eru auðvitað
Davíð Oddsson, borgarstjóri, og
Ólafur Ragnar Grímsson, fjár-
málaráðherra. Þeir metast einnig
um hvor þeirra er meiri og betri
götustrákur og er mál manna að
mjótt sé á mununum.
Vandamálalausn
Prúðmennið Guðmundur
Bjarnason lætur sér fátt um finnast
og veit enda sem er, að hann er og
verður heilbrigðisráðherra, hvað
sem þeim gengur að yfirkjafta hvor
annan, Ólafi Ragnari og Davíð
borgarstjóra, í þykjustuleiknum
um yfirráð heilbrigðisins í höfuð-
borginni. Þeir halda nefnilega báð-
ir að sá sem á peningana eigi einn
að ráða.
Sem betur fer er heilbrigðiskerf-
ið á íslandi byggt upp með öðrum
hætti og þótt fjármálaráðherra gæti
að sjálfsögðu hagsmuna ríkissjóðs
og honum kemur sannarlega við
hvernig hlutfall greiðslu er milli
ríkisins og sveitarfélaga fer hann
ekki með umboð annarra ráðu-
neyta í deilum um völd og áhrif á
hinum ýmsu sviðum.
En allt fór þetta vel að lokum.
Reykvíkingar borga drjúgan skild-
ing til að leyfa borgarstjóra að
leika heilbrigðisráðherra Borgar-
spítalans næsta ár. En sá ráð-
herradómur nær aðeins til að skipa
formann stjómar sjúkrahússins.
Að öllu öðru leyti heyrir spítalinn
undir heilbrigðisráðuneytið og
þann ráðherra sem veitir því for-
stöðu.
Það góða við fyrirkomulagið er
að launadeild ríkisins sparar á
kostnað borgarsjóðs.
Þingforsetinn ægihressi er, eins
og sjá má, laus við ýmis vand-
ræðamál, í bili, og getur Alþingi
því einbeitt sér að því að koma
fjárlögum af höndum sér og fer
væntanlega létt með það.
T.d. eins og að leysa það vanda-
mál að vísitölutryggja námslán
með erlendri lántöku upp á 400
millj. kr.
Á sama tíma berast fréttir um að
fullvinnandi fólk neyðist til að leita
á náðir félagsmálastofnunar til að
lenda ekki í svelti ásamt börnum
sínum.
Launafólkinu er sagt að verði
bévítans kaupið vísitölutryggt fari
allt á hausinn, en allt annað er
verðtryggt, líka námsmannalaun-
in- að endurgreiðslum undanskild-
um. OÓ