Tíminn - 20.12.1989, Page 10

Tíminn - 20.12.1989, Page 10
10 Tíminn Miðvikudagur 20. desember 1989 DAGBÓK Kirkjukórasamband Austurlands: Snælandskórinn heldur tónleika í Langholtskirkju miðvikudagskvöldið 20. desember kl. 20:30. Frá Félagi eldri borgara Göngu-Hrólfar heimsækja Hana nú- félaga í Kópavogi á Þorláksmessu. Sæta- ferðir verða frá Hlemmtorgi kl. 09:30. Drukkið verður kaffi á Digranesvegi 12. Farin verður blysför um Hamraborg og fleira gert sér til gamans. Skrifstofa Félags eldri borgara verður lokuð vegna jólaleyfis frá og með 22. desember til 2. janúar. Frá Kirkjugörðum Reykjavíkur Starfsmenn Kirkjugarða Reykjavíkur munu í ár eins og undanfarin ár aðstoða fólk, sem kemur til að huga að leiðum ástvina sinna fyrir jólin. Á Þorláksmessu og aðfangadag verða talstöðvabílar dreifðir um Fossvogsgarð og munu í samvinnu við skrifstofuna leiðbeina fólki eftir bestu getu. Skrifstof- an í Fossvogsgarði er opin til Id. 16:00 á Þorláksmessu og til kl. 15:00 á aðfanga- dag. í Gufunesgarði og Suðurgötugarði verða einnig starfsmenn til aðstoðar. Athygli er vakin á því að strætisvagn 15A gengur á hálftíma fresti í Grafarvogs- hverfi og að kirkjugarðinum í Gufunesi. Vinsamlegast athugið að það auðveldar mjög alla aðstoð ef gestir vita leiðisnúm- er, en þeim sem ekki vita það og eru ekki öruggir að rata, viljum við benda á að hafa samband sem fyrst við skrifstofu kirkjugarðanna í síma 18166 og fá uppgef- ið númer þess leiðis er vitja skal og hafa það á takteinum þegar í garðinn er komið. Það auðveldar mjög alla af- greiðslu. Tekinn verður upp einstefnu akstur að og frá Fossvogskirkjugarði og mun lög- reglan gefa leiðbeiningar og stjórna umferð. Hjálparstofnun kirkjunnar mun verða með kertasölu í kirkjugörðunum báða dagana. KVENNAATHVARF Húsaskjól er opið allan sólarhringinn og aðstoð fyrir konur sem beittar hafa verið ofbeldi í heimahúsum eða orðið fyrir nauðgun. Síminn er 21205 - opinn allan sólar- hringinn. Fundarboð Hluthafafundur Hraðfrystihúss Stokkseyrar hf. verður haldinn í kaffistofu Hraðfrystihúss Stokks- eyrar hf., miðvikudaginn 27.12. 1989 kl. 16.00. DAGSKRÁ 1. Skýrt frá fjárhagslegri endurskipulagningu fé- lagsins. 2. 9 mánaða uppgjör 1989 kynnt. 3. Breytingar á samþykktum félagsins. 4. Heimild til hlutafjáraukningar. 5. Önnur mál. Tillögur til breytinga á samþykktum liggja frammi á skrifstofu félagsins. Stokkseyri 18.12.1989 Stjórnin Til sölu, notað Husqvarna ísskápur, grænn h. 185, b. 60, d. 60, verð kr. 10.000.- Husqvarna uppþvottavél, græn h. 86, b. 60, d. 60, verð kr. 15.000.- Eldavél hvít. Upo, h. 84, b. 50, d. 60, verð kr. 3.000.- Fólksbílakerra breidd 107, I, 140, ca. 200 kg burðargeta, verð kr. 14.000.- Sími 36273. Vélavörð vantar á loðnubát. Upplýsingar hjá skipstjóra í síma 92-68128. SAFNASÝNING í HAFNARB0RG Laugardaginn 9. desember var opnuð í Hafnarborg, menningar- og listastofnun Hafnarfjarðar, sýning á fjölmörgum söfn- um í eigu einstaklinga. Hér er um fjöl- breytta og forvitnilega sýningu að ræða sem sett er upp í samvinnu Hafnarborgar og Byggðasafns Hafnarfjarðar. Opnunartími: kl. 14:00-19:00 alla daga nema þriðjudaga. Lokað er 23.-26. des. og 31. des.-l. jan‘90. Sýningin stendur til 15. janúar 1990. Jólasýning í Nýhófn Nýlega var opnuð jólasýning í listasaln- um Nýhöfn, Hafnarstræti 18. Á þessari sýningu, sem er sölusýning, eru verk eftir fjölda listamanna. Opnunardaginn verður boðið upp á veitingar og sungin jólalög. Sýningin er opin virka daga kl. 10:00- 18:00 á laugardögum kl. 14:00 að lokunar- tíma verslana og á Þorláksmessu kl. 10:00-23:00. Sýningin stendur fram yfir áramót. Gunnar R. Bjarnason sýnir í Bókasafni Kópavogs Nú stendur yfir sýning á 13 myndum Gunnars R. Bjarnasonar í Bókasafni Kópavogs. Myndirnar eru allar málaðar með olíupastellitum á pappír. Gunnar lærði leiktjaldamálun og vann árum saman sem slíkur við Þjóðleikhúsið en hefur nú tekið við starfi yfirleikmynda- teiknara Þjóðleikhússins. Hann á að baki gerð mikils fjölda ieikmynda fyrir Þjóð- leikhúsið og önnur leikhús. Hann hefur einnig verið hönnuður fjölda vörusýn- inga, svo sem iðnsýninga, búvöru- og landbúnaðarsýninga og margs konar sér- sýninga. Gunnar hefur haldið þrjár einkasýning- ar á myndverkum í Ásmundarsal, Nor- ræna húsinu og í sl. september í Hafnar- borg í Hafnarfirði. Hann hefur einnig tekið þátt í samsýningum myndlistarm- anna og leikmyndateiknara í Reykjavík og Kaupmannahöfn. Gunnar hefur hlotið margs konar viðurkenningar fyrir list sína, m.a. verð- laun úr Menningarsjóði Þjóðleikhússins, styrk frá Alþjóðasamtökum leikhúsfólks (ITI) til námsdvalar erlendis, starfslaun listamanna og viðurkenningar fyrir hönn- un sýningarbása. Sýningin verður opin á sama tíma og Bókasafnið til áramóta. Mánudaga til föstudaga kl. 10:00-21:00 og laugardaga kl. 11:00-14:00. Sýning Gríms Marinós í B0RGUM Nýlega var opnuð sýning á verkum Gríms Marinós Steindórssonar í Safnað- arheimili Kársnessóknar, Borgum, vestan Kópavogskirkju. Sýningin er opin virka daga kl. 17:00-19:00 og um helgar kl. 15:00-19:00 og stendur til 29. desember. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill. Grímur Marinó er fæddur í Vest- mannaeyjum 1933. Hann stundaði mynd- listarnám hjá Kjartani Guðjónssyni og Ásmundi Sveinssyni 1950-’52. Einnig hefur hann notið tilsagnar hjá Iistmálur- unum Pétri Friðrik og Veturliða. Tvívegis hefur hann farið í námsferðir til Banda- ríkjanna. Grímur lauk námi í járniðnaðargrein- um 1978 og hefur einkum fengist við slík störf, en auk þess gegnt vitavarðastörfum við Galtarvita og Hornbjarg og gætir veru hans á þessum stöðum víða í verkum hans. Grímur Marínó hefur haldið marg- ar sýningar og tekið þátt í samsýningum. Á sýningunni í Borgum eru klippi- myndir og verk úr málmum og steinum. Jólasýning í Gallerí Borg 1 Gallerí Borg, Pósthússtræti 9, hefur nú verið sett upp sýning á verkum „gömlu meistaranna". Á sýningunni eru m.a. 6 Kjarvalsverk, þrjár oliu- og þrjár vatnslitamyndir eftir Ásgrím Jónsson, tvær olíumyndir eftir Jón Stefánsson, stór olíumynd frá 1948 eftir Svavar Guðnason, uppstilling frá 1941 eftir Þorvald Skúlason, stór olíumál- verk eftir Sverri Haraldsson og Ragnheiði Ream, stórt Siglufjarðar-málverk eftir Jón Þorleifsson (Síldarárin), einniggaml- ar olíumyndir eftir Jóhann Briem og Jón Engilberts. Oll verkin á sýningunni eru til sölu. f Gallerí Borg, Austurstræti 10 (Penninn) er nú blandað upphengi. Grafík-myndir eftir um það bil 50 höf- unda, litlar vatnslita og pastel- myndir og stærri olíuverk eftir marga af kunnustu listamönnum þjóðarinnar. Opnunartími Gallerí Borgar í desem- ber er miðaður við opnunartíma verslana. Laugardaginn 16. og á Þorláksmessu verður gestum Gallerí Borgar í Pósthús- stræti boðið upp á jólaglögg og piparkök- ur. Myndlistarsýning í MJÓDD Halla Haraldsdóttir, myndlistarkona frá Keflavík, heldur sýningu á verkum sínum í verslun Hjartar Nielsen, Mjódd- inni, í desember og janúar. Halla er fædd og uppalin á Siglufirði. Hún var við nám í Myndlistar- og hand- íðaskóla íslands í tvo vetur og seinna í kennaradeild skólans í einn vetur. Aðal- kennari hennar þar var Erró. Síðan hélt hún til Danmerkur og stundaði nám hjá dönskum listmálara, Sören Esbjerg í tvo vetur. Frá árinu 1978 hefur Halla verið í tengslum við gler- og listiðnaðarverkstæði D.H. Oidtmann í Þýskalandi, fyrst við nám og seinna við störf hjá fyrirtækinu. Hún hefur haldið fjölda einka- og samsýn- inga heima og erlendis og hlotið margvís- legar viðurkenningar fyrir list sína. Myndir Höllu á þessari sýningu eru vatnslitamyndir unnar með blandaðri tækni, auk glerlistaverka. Öll verkin eru unnin á þessu ári. Sýningin, sem er sölusýning, er opin á verslunartíma, alla virka daga kl. 10:00-18:30 og kl. 10:00- 16:00 á laugardögum. Listkynning á Akureyri Menningarsamtök Norðlendínga og Alþýðubankinn hf kynna að þessu sinni listakonuna Ruth Hansen. Hún er fædd á Akureyri 1944. Á árunum 1974-’81 sótti Ruth nám- skeið í Myndlistarskólanum á Akureyri. Ruth er ein þeirra sem staðið hafa að Myndhópnum og hefur tekið þátt í sam- sýningum hópsins allt frá 1979. Ruth hefur haldið 2 einkasýningar í Gamla Lundi á Akureyri 1985 og á Selfossi sama ár. Þá hefur hún tekið þátt í fjölda samsýninga víðar á Norðurlandi. Á listkynningunni eru 9 málverk unnin með ol:u á striga og eru 2 verkanna frá 1985 en önnur frá árinu 1989. Kynningin er í útibúi Alþýðubankans hf á Akureyri, Skipagötu 13 og er pin á afgreiðslutíma. Henni lýkur 2. febrúar 1990. Tékkneskir unglingar óska eftir bréfavinum á íslandi í sambandi viö ferö íslenska landsliðs- ins til Tékkóslóvakíu nýlega komu tékkn- r uvM\t\vi%J a Mnr l Jólahappdrætti Framsóknarflokksins Dregiö verður 23. desember n.k. Velunnarar flokksins eru hvattir til aö greiða heimsenda gí róseðla fyrir þann tíma. Allar frekari upplýsingar veittar á skrifstofu flokksins eða í síma 91-24480. Framsóknarflokkurinn. Suðurland Skrifstofa kjördæmissambands framsóknarfélaganna, Eyrarvegi 15, Selfossi er opin mánudaga og fimmtudaga kl. 15-17, sími 98-22547. Lítið inn, kaffi á könnunni. Stjórn KSFS. Framsóknarfólk Norðurlandi vestra Skrifstofur Framsóknarflokksins og Einherja, Suðurgötu 3 á Sauðár- króki, verða fyrst um sinn opnar mánudaga kl. 13-17 og þriðjudaga og miðvikudaga kl. 9-12, sími 36757. Kópavogur - Opið hús Framsóknarfélögin í Kópavogi hafa opið hús á miðvikudögum kl. 17.30 til 19.00. Framsóknarmenn Siglufirði og Fljótum Munið hádegisverðarfund að Hótel Höfn föstudaginn 22. des. Stjórnin. Jólaalmanak S.U.F. 1989 Gerið skil og leggið baráttunni lið. Allar frekari upplýsingar í síma 91-24480 skrifstofunni, Nóatúni 21, Reykjavík. Velunnarar, látið ekki happ úr hendi sleppa. 1. des. 1. vinningur nr. 5505. 11.des. 21 2. vinningur nr. 579 2. des. 3. vinningur nr. 4348 4. vinningur nr. 2638 3. des. 5. vinningur nr. 2656 6. vinningur nr. 2536 4. des. 7. vinningur nr. 4947 8. vinningur nr. 1740 5. des. 9. vinningur nr. 1341 10. vinningur nr. 4997 6. des. 11. vinningur nr. 4635 12. vinningur nr. 5839 7. des. 13. vinningur nr. 1937 14. vinningur nr. 3035 8. des. 15. vinningur nr. 1996 16. vinningur nr. 3860 9. des. 17. vinningur nr. 1840 18. vinningur nr. 4217 10.des. 19. vinningur nr. 3935 20. vinningur nr. 5514 eða 91-21379 og á 22 12. des. 23 24 13. des. 25 26 14. des. 27 28 15. des. 29 30 16. des. 31. 32 17. des. 33 34 18. des 35. 36. 19. des. 37 38 20. des. 39 40 . vinnmgur nr . vinningur nr , vinningur nr, vinningur nr. vinningur nr, vinningur nr. vinningur nr. vinningur nr. vinningur nr. vinningur nr, vinningur nr. vinningur nr, . vinningur nr vinningur nr. vinningur nr. vinningur nr. . vinningur nr . vinningur nr. . vinningur nr . vinningur nr 546 1164 5442 3569 5943 4362 1617 3647 648 4822 1136 3488 3806 1981 5960 1595 568 5842 1107 . 1353 Samband ungra framsóknarmanna. eskir íþróttafréttamenn að tali við Jón Hjaltalín Magnússon, formann HSÍ, og sögðust hafa mikinn áhuga á að tékknesk- ir unglingar eignuðust bréfavini á íslandi. Tékknesku unglingarnir skrifa bæði á ensku og þýsku. Handknattleikssamband íslands vill styðja þetta málefni og biður alla ung- linga, sem hafa áhuga á að eignast pennavini í Tékkóslóvakíu að skrifa til HSÍ og gefa upp nafn sitt, heimilisfang, aldur og helstu áhugamál. HSf mun síðan koma nöfnum þeirra á framfæri við samtök íþróttafréttamanna í Tékkó- slóvakíu. Sendið kort til CRAIG! Craig Shergold er 7 ára drengur í The Royal Marsden Hospital í London. Craig er mikið veikur. Hann er með æxli í heila og annað við mænu, og á að sögn stutt eftir ólifað. Hann hefur fengið mörg kort frá fólki til að óska honum góðs, og nú langar Craig til að komast í heimsmetabók Guinness sem sá einstaklingur sem hefur fengið flest kort með góðum óskum („Get Well Cards“) af öllum sjúklingum í heimi. Nú hefur Tímanum borist beiðni frá London um að hvetja fólk til að senda kort til Craig og hér á eftir fer utanáskriftin á kortið: CRAIG SHERGOLD 56 SELBY ROAD CARSHALTON SURREY SM 5 1 LD ENGLAND 111 BÆKUR llllllllllllllllllll Póll S. Pólsson og lleiri Laxá á Ásum Þeir frændur Gísli Pálsson og ívar Pálsson hafa gefið út bókina Laxá á Ásum og heitir útgáfufélag þeirra Ruddi eftir steini nokkrum nálægt ósi Laxár. Aðalhöfundur bókarinnar er Páll S. Pálsson hæstaréttarlögmaður sem skrifaði handritið skömmu fyrir andlát sitt. Bókin er um samnefnda á sem talin er ein af bestu laxveiðiám í heimi. Páll S. þekkti ána manna best, þar sem hann ólst upp í Sauðanesi á bökkum hennar og stundaði síðan laxveiði þar í 25 ár. Höfundur leiðir lesandann um veiðistaði og umhverfi Laxár í litríku máli, þannig að landið og sagan verða eitt í frásögninni. Reynsla höfundar af laxveiði í ánni kemur hér veiðimönnum til góða, auk þess sem áhugafólk um umhverfi og sögu svæðisins fræðist við lesturinn. Jón Torfason frá Torfalæk bætir við þátt Páls S. um sögu Laxár, þar sem Páll segir frá Mána hinum kristna, en Jón reifar sögu árinnar fyrr á öldum: Deilur á 14. og 16. öld, nýtingu árinnar á 18. öld og allt til 20. aldar þar sem Páll S. tekur aftur við lýsingunni. Dr. Tumi Tómasson ritar um rannsóknir sínar á Mfríki Laxár en hann hefur stundað þær rannsóknir um árabil ásamt öðrum starfsmönnum Veiðimálastofnunar. Hann kemur víða við og afhjúpar ýmsa leyndardóma árinnar. Leitast er við að fræða lesanda bókarinnar um Laxá á Ásum á sem fjölbreytilegastan hátt. Bókin er í senn frásagnarit, leiðbeiningarit og visindarit. Þessa 140 síðan bók prýða 45 litmyndir, m.a. tvær stórar loftmyndir af ánni og nágrenni til Blönduóss, auk eldri svart/hvítra mynda og landakorta. Laxá á Ásum er prentuð í Kassagerð Reykjavíkur hf. Setning og umbrot var í höndum Prentþjónustunnar hf. og Bókagerðin sá um bókband. ívar Pálsson aerði kánu.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.