Tíminn - 20.12.1989, Side 16
AUGLYSINGASIMAR: 680001 —686300
RÍKISSKIP
NÚTÍMA FLUTNINGAR
Halnarhúsinu v/Tryggvagötu,
S 28822
SAMVINNUBANKINN
Í BYGGÐUM LANDSINS
DAGARTIL JOLA
Tíniimi
MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 1989
Innflutningskvóti á saltfisk til Evrópubandalagsins ákveöinn:
Stærri kvóti hærri tollur
Sjávarútvegsráðherrar Evrópubandalagsríkjanna ákváðu í
gær innflutningsheimildir á saltfiski fyrir tímabilið l.apríl
1990 til áramóta. Frá áramótum til 1. apríl, hins vegar er í
gildi 25.000 tonna tollfrjáls kvóti. Innflutningskvótinn í EB
að þessu sinni er 53.000 t af flöttum saltfiski með 7% tolli.
í fyrra var þessi kvóti nokkru
minni eða 49.000 t en með lægri tolli
eða 6%. Þá verður heimilaður inn-
flutningur til EB á 1.200 t af söltuð-
um þorskflökum með 11% tolli en
sambærilegar tölur fyrir árið í ár eru
500 t með 10% tolli. Loks var
heimilaður innflutningur á 3.5001 af
söltuðum ufsaflökum sem er 500 t
minna en í ár en á með sama tolli og
þá eða 10%.
Þessar innflutningsheimildir gilda
fyrir alla saltfiskframleiðendur utan
EB og fá þeir innflutningsheimild í
þeirri röð sem þeir geta flutt fiskinn
inn í EB og er það sama fyrirkomu-
lag og verið hefur.
Ao sögn Magnúsar Gunnarsson-
ar, framkvstj. SIF kemur það sér vel
að þessi ákvörðun EB skuli liggja
fyrir þetta snemma þar sem slíkt
auðveldi skipulagningu framleiðsl-
unnar, en áður hefur þetta ekki legið
fyrir fyrr en í febrúar eða mars.
Hann sagði að tiltölulega litlar birgð-
ir væru til af saltfiski í landinu núna
og því riði á að hefja af krafti
saltnskframleiðslu nú um áramótin
til þess að ná sem mestu af þessum
25.000 t tollfrjálsa kvóta.
Magnús sagði að erfitt væri að
meta hvaða áhrif þessir tollar hefðu
Húsatryggingar Reykjavíkur:
20% hækkun
hafnað af
eftirlitinu
Borgarráð Reykjavíkur sam-
þykkti á fundi í síðustu viku að
hækka iðgjöld hjá Húsatryggingum
Reykjavíkur um rúmlega 20% um
áramót, en þá fellir ríkið niður
söluskatt af tryggingum. Trygginga-
eftirlitið hefur sent borgarráði bréf
og óskað eftir því að hætt verði við
hækkunina. I gær féllst borgarráð á
tilmæli Tryggingaeftirlitsins og því
munu iðgjöldin ekki hækka umfram
vísitölu.
Borgarráð samþykkti að hækka
iðgjöla af tryggingum á íbúðarhús-
næði um 21,4% frá og með næstu
áramótum. Ofan á þessa hækkun
kemur vísitölubundin hækkun á
brunabótamati. Þetta hefði þýtt að
áhrif af niðurfellingu söluskatts um
áramót hefði þurrkast út. Trygg-
ingaeftirlitið sendi strax bréf til borg-
arráðs þar sem óskað var eftir að
horfið yrði frá þessari hækkun þar
eð engin þörf væri á henni. Borgar-
ráð hefur nú fallist á þessi tilmæli
Tryggingaeftirlitsins.
Hluti af iðgjöldum vegna húsa-
trygginga í Reykjavík hefur farið í
að greiða hluta af reksturskostnaði
slökkviliðsins. Á síðustu árum hefur
hlutur iðgjalda í rekstrarkostnaði
slökkviliðsins stækkað mjög mikið.
- EÓ
Desemberuppboð í Kaupmannahöfn:
VERÐFALL
Verð á minkaskinnum féll nokkuð
á desemberuppboði í Kaupmanna-
höfn sem lauk á föstudag. Söluhlut-
fallið var einnig lélegt nema á skinn-
um af Scanblack högnum þar sem
það var 95%.
í frétt frá Sambandi loðdýradækt-
enda eru niðurstöður sem fengust á
uppboðinu túlkaðar þannig að þær
endurspegli markaðsstöðuna og séu.
í samræmi við það sem sérfræðingar
hafi áðurspáð. Síðansegir: „Nokkur
verðlækkun í dollurum og lágt sölu-
hlutfall mun sennilega flýta fyrir
samdrætti í framleiðslunni erlendis,
þannig að jafnvægi milli framboðs
og eftirspurnar komist á fyrr en
ella.“
Næst verður uppboð í Kaup-
mannahöfn í janúar og síðan í mars,
maí og loks í september.
á þau verð sem framleiðendur
fengju, en sá fiskur sem nú er verið
að vinna í og flytja út kemur inn í
tollfrjálsa kvótann. Þau verð eru
nokkur góð en hitt er ljóst, að mati
Magnúsar, að tollurinn þýðir að
óbreyttu hærra verð til neytenda í
EB. Markaðurinn yrði síðan að
skera úr um hvað yrði.
„Það sem hins vegar ergrundvall-
ar atriði í þessu, sem mér finnst
menn ekki velta nægjanlega fyrir sér
er að þessi þróun öll er afskaplega
neikvæð fyrir Islendinga. í raun er
það mjög undarlegt að EB skuli geta
ákveðið að þegar Spánn og Portúgal
ganga inn í bandalagið að taka upp
þessa einhliða ákvörðun gagnvart
einni afurð frá íslandi. Þessi ákvörð-
un staðfestir þá þróun sem verið
hefur á undanförnum árum, að toll-
arnir hafa farið hækkandi,“ sagði
Magnús. Hann benti þó á að vissu-
lega væri það ánægjulegt í þessu að
magnið hefði heldur aukist frá því
sem var. - BG
l
cmmuma
(S/náveÍA/a, úuo:
/ fia/c/oi /pamern/evt-ffeivav
meá iói.'/erýaia/tu. t rÍAÍaAa-y
^am/c/yraaáineiáar meá imfövi.
//jeriá ^ra/m ni<í /centa/jói
o<jf /iœ<jfi/e<jfa tán/iit áúamt
fýö/acjum (/rjý// í fa//e<ý« (ý/tói.
Osta- og smjörsalan sf.