Tíminn - 21.12.1989, Page 2
* ' ruvi i • i i i *
2 Tíminn
’t'lVl'V fl t IVV<
v«.-. « 1 •» 11 ■»-»•» m-. « « « «.» «».».«.«.«.».«. >- ». •■«.«. TO*W ... ..... .........
-----------------------------------------------------------------------------------------------------------Fimmtúdagur 21. desember 1989
Lánskjaravísitalan
úrskurðuð lögleg
Bæjarþing Reykjavíkur kvað í gær upp dóm þar sem
staðfest er að breyting sú sem gerð var á lánskjaravísitölunni
með reglugerð þann 23. janúar 1989 hafí verið réttmæt. Hér
er um að ræða prófmál sem Árna Árnason framkvæmdastjóri
höfðaði gegn Samvinnusjóði íslands hf. og til réttargæslu Jóni
Sigurðssyni viðskiptaráðherra og Seðlabanka íslands.
Ástæða þessarar málssóknar er
breyting á lánskjaravísitölunni, sem
varð með reglugerð útgefinni 23.
janúar 1989. Málsóknin byggist á
því að hinn 23. febrúar 1989 hafi
Árni ritað Samvinnusjóði íslands hf.
og krafið hann um mismun þann,
sem myndaðist við það að Sam-
vinnusjóðurinn lagði nýjan vísitölu-
grundvöll til grundvallar útreikning-
um skuldar sjóðsins við Árna í stað
fyrri vísitölugrundvallar og Árni
taldi sig eiga að fá greitt samkvæmt.
Til upprifjunar skal þess getið
ákveðið var með reglugerð að grund-
völlur lánskjaravísitölu sem hafði
verið samsettur af vísitölu fram-
færslukostnaðar að 2/3 hlutum og
vísitölu byggingarkostnaðar að 1/3
hluta, skyldi þannig breytt að frá 23.
janúar yrði grundvöllur lánskjara-
vísitölu samsettur að 1/3 hluta vísi-
tölu framfærslukostnaðar, að 1/3
hluta af vísitölu byggingarkostnaðar
og að 1/3 hluta af launavísitölu.
Tekið var fram í reglugerðinni að
Iánskjaravísitalan samkvæmt reglu-
gerðinni komi að öllu leyti í stað
lánskjaravísitölu samkvæmt fyrri
grundvelli.
Við þessa breytingu lækkaði láns-
kjaravísitalan fyrir febrúar 1989 úr
2330 stigum í 2317 stig.
í málaástæðum og lagarökum
stefnanda, Árna, kerriur fram að
stefnandi telji ekki heimilt sam-
kvæmt lögum að tekin sé upp bein
viðmiðun við launabreytingar, enda
geti laun þróast á allt annan veg en
almennt verðlag. Því sé hin nýja
lánskjaravísitala ógild sem viðmiðun
í útreikningi á skuld stefnda, Sam-
vinnusjóðsins. Þá hafi auglýsing
Seðlabankans og við setningu reglu-
gerðarinnar ekki verið fullnægt laga-
skilyrðum, að það sé skilyrði verð-
tryggingar samkvæmt lögum að í
grundvelli verðtryggingar sé miðað
við opinbera skráða vísitölu eða
vísitölur eins og þær séu reiknaðar
út á hverjum tíma, og að launavísi-
tala sú sem Hagstofa Fslands reiknar
út samkvæmt lögum uppfylli ekki
þessi skilyrði. Þá telur stefnandi að
viðskiptaráðuneytið bresti laga-
heimild til að taka sér fyrir hendur
að breyta grundvelli vísitölunnar og
að auglýsing Seðlabankans sem gefin
hafi verið út standist því ekki heldur.
Þá gerir stefnandi þá kröfu ef talið
yrði að lögin heimiluðu beina við-
miðun við við launabreytingar að
hann eigi rétt á því að vísitölugrund-
völlur sem í gildi var þegar stofnað
var til skuldbindingarinnar sé notað-
ur við útreikning skuldarinnar.
Bæjarþing féllst ekki á þessar
málaástæður stefnanda og segir í
niðurlagsorðum dómsins að stefn-
andi, Árni, verði að sæta þeirri
breytingu sem varð á grundvelli
lánskjaravísitölunnar. Stefndi, Sam-
vinnusjóður Islands, var sýknaður af
öllum kröfum.
Málskostnaður var látinn niður
falla.
Dóminn kváðu upp Sigríður Ól-
afsdóttir borgardómari, Eggert Ósk-
arsson borgardómari og Allan Vagn
Magnússon borgardómari.
-ABÓ
18mánaða
fangelsi
27 ára gamall maður var í gær
dæmdur í átján mánaða fangelsi
fyrir meiriháttar líkamsmeiðingu
sem síðan leiddi til dauða annars
manns. Atburðurinn átti sér stað
á Flateyri 28. september 1986.
Tildrögin voru þau að maður-
inn, sem nú hefur verið dæmdur
ætlaði að ræða við annan mann
sem bjó á hæðinni fyrir ofan. Því
lauk með að sá fyrrnefndi gekk í
skrokk á hinum síðarnefnda,
þannig að sá síðamefndi er á efri
hæðinni bjó andaðist rúmum sól-
arhring síðar, en komið var að
honum látnum.
Maðurinn var ákærður fyrir
grófa líkamsárás. Að teknu tilliti
til málsbóta var var hann dæmdur
í 18 mánaða fangelsi. Málsbætur
hans voru óvanalegir erfiðleikar
sem hann og hans fjölskylda
höfðu þurft að sæta vegna sam-
býlismannsins, svo og sló sambýl-
ismaðurinn hinn dæmda með
flösku í höfuðið þegar hann hugð-
ist hafa tal af honum. Þá var þetta
fyrsta brot hins ákærða.
Dóminn kvað upp Sigurður
Hallur Stefánsson setudómari hjá
bæjarfógetaembættinu í Hafnar-
firði. -ABÓ
Endurskoðuð þjóðhagsspásegiraðsamdrætti í þjóðabúskapnum
linni á næsta ári:
Hagvöxtur glæðist á
ný í lok næsta árs
Samkvæmt endurskoðaðri þjóð-
ahagsspá kemur fram að til lengri
tíma litið bendi allt til þess að
samdráttarskeiðið í þjóöarbúskapn-
um, sem hófst 1988, muni standa
fram á næsta ár, en eftir það muni
hagvöxtur glæðast á ný og verða 1 til
2% á ári á tímabilinu 1991 til 1994.
Samkvæmt áætlunum og forsend-
um Þjóðhagsstofnunar er gert ráð
fyrir að landsframleiðsla og þjóðar-
tekjur verði rúmlega 1% minni 1990
en á þessu ári. Gert er ráð fyrir að
þjóðarútgjöld muni dragast heldur
meira saman en þjóðartekjur, eða
um 1 Vi% og stafar það einkum af
samdrætti í einkaneyslu. í þessu
felst að viðskiptahalli minnkar á
milli áranna 1989 og 1990 og verður
2,2% af landsframleiðslu, saman-
borið við 2,4% á þessu ári og 3,7%
árið 1988.
Ástæða þess að reiknað er með
áframhaldandi samdrætti þjóðarbú-
skaparins hér á landi, stafar einkum
af nauðsyn þess að draga enn frekar
úr fiskafla en gert hefur verið, eink-
um þorskafla. Samdrátturinn 1990
verður þó minni en á þessu ári.
Vegna minni afla er fyrirsjáanlegt að
framleiðsla sjávarafurða muni
minnka á næsta ári og er gert ráð
fyrir að framleiðslan dragist saman
um 3%. Ekki er tekin með í reikn-
ingin sú óvissa sem ríkir vegna
tregrar loðnuveiði á haustinu og
ekki er reiknað með að loðnustofn-
inn hafi orðið fyrir verulegum
skakkaföllum. Önnur útflutnings-
framleiðsla stendur ýmist í stað eða
fer vaxandi, sem vegur að hluta upp
minni sjávarafurðaframleiðslu. Ut-
flutningsframleiðslan í heild minnk-
ar því um 1% milli áranna.
Um launaþróun segir að vegna
áforma um hækkun beinna skatta er
gert ráð fyrir að ráðstöfunartekjur
hækki um 10%. Vegna heldur meiri
verðhækkana á síðustu mánuðum
en gert var ráð fyrir er nú áætlað að
framfærsluvísitalan verði 16Vi%
hærri á næsta ári en þessu. Sam-
kvæmt þessum forsendum rýrnar
kaupmáttur ráðstöfunartekna á
mann um 5Vi% frá 1989 til 1990.
Búist er við að atvinnuleysi fari
vaxandi og um 3000 manns verði
atvinnulausir að jafnaði, eða tæp
2,5% af vinnuframboði. Mestuverði
atvinnuleysið í janúar eða 4 til 5%,
yfir sumarmánuðina er gert ráð fyrir
1 til 2% atvinnuleysi og nái lágmarki
í september, en fari síðan vaxandi út
árið, þannig að í Iok næsta árs svari
atvinnuleysi til um 3% af vinnufram-
boði. - ABÓ
Að undanförnu hefur verið kalt á landinu eins og flestir landsmenn hafa vafalaust orðið varir við. Frost í Reykjavík
hefur að jafnaði verið á bilinu 8-12 gráður. Innar í landinu hefur frosið orðið mun meira, t.d. var 20 gráðu frost á
Hveravöllum klukka þrjú í gær og í gærmorgun mældist 24 gráðu frost í Möðrudal. í Vestmannaeyjum var hins
vegar aðeins þriggja stiga frost klukkan þrjú í gær.
Horfur eru á að veðrið verði svipað næstu daga. Hugsanlegt er að eitthvað snjói vestanlands í dag eða nótt, en
mestar líkur eru þó á rauðum jólum sunnanlands og vestan. Norðlendingar hafa þegar fengið jólasnjóinn eins og
kunnugt er.
Þessi mynd var tekin við Sundahöfn í Reykjavík í gær og eins og sjá má hefur sjór frosið næst ströndinni.
-EÓ/Tímamynd Ámi Bjarna
Loðnu landað úr Fífli GK á Siglufirði fyrir skömmu. Mynd ö.þ.
Síldarverksmiðja ríkisins á Siglufirði:
Loðnuafli varla
svipur hjá sjón
Aðeins höfðu borist 17 þúsund
tonn af loðnu til Síldarverksmiðja
ríkisins á Siglufirði það sem af er
þessari vertíð. Á sama tíma í fyrra
höfðu komið 50 þús. tonn til verk-
smiðjunnar á Siglufirði. Þórhallur
Jónasson framkvæmdastjóri SR á
Siglufirði sagði í samtali við blaðið
að þessi aflabrestur hefði valdið
miklum vonbrigðum. Ekki hefði
náðst samfelld bræðsla nema í mesta
lagi 4-5 sólarhringa í einu þar sem
aldrei hefði komið nein hrota í
veiðarnar. Þórhallur sagði að loðnu-
vertíðin hefði verið að færast aftar á
haustið undanfarin ár hinsvegar
hefði fyrri hlutinn aldrei brugðist
eins hrapalega og nú Því væri svo
komið að menn lifðu aðeins í þeirri
von að síðari hluti vertíðarinnar yrði
góður. Þetta loðnuleysi hefur komið
illa við atvinnulífið á Siglufirði sem
hefur verið með daufara móti undan-
farnar vikur. Helstu ástæður þess
eru þær að rækjuvinnsla liggur alger-
lega niðri meðan óvissa ríkir um
framtíð Siglóverksmiðjunnar en ein-
nig hefur verið mun minni vinna hjá
S R en á sama tíma undanfarin ár.
-Ö.Þ.
Fernt flutt
á siúkrahús
Fernt var flutt á sjúkrahús eftir að
eldur kom upp í íbúð við Suðurhóla
30, um klukkan fimm í gærmorgun.
Kona og barn voru flutt á Landspít-
alann með brunasár, en tveir aðrir
úr íbúinni voru fluttir á slysadeild
með reykeitrun.
Þegar slökkviliðið kom á staðinn
skömmu eftir fimm, voru íbúar búnir
að forða sér úr íbúðinni. Talsverður
eldur logaði í einu svefnherbergj-
anna, en mikill reykur var í íbúinni.
Fljótt gekk að ráða niðurlögum
eldsins, en íbúðin er mikið skemmd
sökum elds og reyks.
Talið er að kviknað hafi í út frá
kertaskreytingu.
Enginn reykskynjari var í íbúð-
inni, en telja má víst að betur hefði
farið en raun bar vitni, ef slíkt tæki
hefði verið til staðar. -ABÓ