Tíminn - 21.12.1989, Page 8
8 Tíminn
Fimmtudagur 21. desember 1989
llllllllllllllllllllllllllll BÓKMENNTIR llllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllillllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll
Stórfljótin mæld
Sigurjóp Rlst -
Vadd'iit í
Höt: Hermann Svelnbjörnsson
Skjaldborg 1989
Hermann Sveinbjörnsson hefur
skráð æviminningar þess merka
manns, Sigurjóns Rist vatnamæl-
ingamanns í bókinni Vadd'út í. t>að
fyrsta sem vakti athygli mína á
þessari bók var góður titill. Sá ég
fyrir mér að einhver hefði verið að
skipa Sigurjóni fyrir, með þessum
orðum Vadd'út í. Svo reyndist þó
ekki vera og kom tilurð titilsins mér
skemmtilega á óvart. Nánar um það
síðar.
Það var með opnum húg og nokk-
urri eftirvæntingu að ég hóf lestur
bókarinnar. Hún stóð fyllilega undir
þeim kröfum sem ég geri til slíkra
vprka sem æviminninga. Hermanni
tekst að draga upp greinargóða
rtiynd af Sigurjóni, þar sem skín f
gegn áhugi frumkvöðulsins á nýjum
verkefnum. Á 245 blaðsíðum veita
þeir félagar Hermann og Sigurjón
innsýn í líf og starf vatnamælinga-
mannsins.
í upphafi bókarinnar tekur höf-
undur sér góðan tíma, og margar
blaðsíður, í að segja frá uppvaxtar-
árum viðmælanda. Fellur mér það
vel í geð, þar sem þjóðlegur fróðleik-
ur fléttast saman við frásögn af æsku
Sigurjóns.
Strax á fyrstu síðum byggir Her-
mann upp nokkra spennu í verkinu
ög áhugi Sigurjóns og aðdáun á
vötnum og vatnakerfum er sterklega
undirstrikaður.
,Jí Minnisstæð er mér í þessu sam-
bandi lýsing á því er Sigurjón, fimm
ára gamall, fer í fóstur fram í
Eyjafjörð, til Sigtryggs og Jónínu að
Torfum. Miklir vatnavextir voru í
ám og lækjum og er drengurinn
heillaður af því því sem fyrir augu
ber. Sannast þarna að snemma beyg-
jst krókurinn.
; Strax í æsku var Sigurjón ákveð-
inn og vissi hvað hann vildi. Við
skulum grípa niður í bókina er
Sigurjón kemur í hlað á nýja heimili
sínu ásamt fóstra sínum Sigtryggi.
„Þegar hann kemur í hlaðið
sprettur upp stór hundur og eins og
hunda er siður, þarf hann að hnusa
af gestinum og gerir það með svolitl-
um fyrirgangi. Sigurjón litli segir við
hinn nýja fóstra sinn, rétt eins og
upp úr þurru:
„Ætlar þú ekki að selja þennan
hund?“
„Nei, nei, þetta er afskaplega
góður hundur.“
„Þá fer ég!““
Þessi stutta lýsing undirstrikar
þann mann sem Sigurjón hefur til að
geyma og endurspeglar þann kraft
sem geislað hefur frá Sigurjóni í
frumkvöðulsstarfi sínu á sviði vatna-
mælinga á íslandi, á þeim árum er
allir ætluðu að reisa virkjun í bak-
garðinum.
í bókinni er víða drepið niður fæti
og nýtur lesandinn góðs af kynnum
Sigurjóns á landinu, veðurfari og
ekki síst hinum fjölmörgu er hann
hafði samskipti við í starfi sínu.
Sigurjón lýsir hvernig hann forðaðist
þá bæi, er hann fékk njósn um að lús
Vadd' út í
væri á. Sigurjón bætir við að hann
telji að Halldór Laxness hafi átt
stóran þátt í að útrýma lúsinni,
meðal annars með því að tala niðr-
andi um það fólk er fékk hana á sig.
Stofufangelsi, var eitt af því sem
Sigurjón var sífeilt á varðbergi
gagnvart, er hann kom á bæi. Segir
hann það hafa verið nær öruggt að
ef menn settust í stofu í stað eldhúss
hafi menn þurft að sitja þar tímunum
saman, á meðan húsfreyja tók til
veitingar. Því hafði hann það fyrir
reglu að tylla sér í eldhúsið og þiggja
þar veitingar. Allt var þetta úthugs-
að með tilliti til þess' að spara
dýrmætar stundir.
En víkjum aftur að titlinum á
bókinni. Sigurjón er að tala um
hversu mikilvægt geti verið að menn
kunni að lesa náttúruna. í þvf sam-
hengi vitnar hann í þjóðsögu, sem
segir af kerlingu er kemur að straum-
vatni og eftir að hafa stjáklað á
bakkanum nokkra stund flýgur jaðr-
akan yfir hana og syngur „Vaddútí,
vaddútí", kerling þekkti spádóms-
gáfu fuglsins og óð yfir. Komst hún
á bakkann hinu megin við illan leik
og sendi fuglinum tóninn. Svaraði
hann þá „Vadduvot, vadduvot.“
Þar er kominn titillinn á ævi-
minningar Sigurjóns Rists vatna-
mælingamanns.
Óhætt er að mæla með þessari bók
við hvern sem er. Sigurjón hefur frá
mörgu að segja og Hermann Svein-
björnsson meðhöndlar efnið af kost-
gæfni og kemur því skemmtilega til
leiðar. Það er enginn svikinn af því
að eyða stundum með Sigurjóni Rist
yfir jólin. Eggert Skúlason
Áhrifarík spennusaga
Eysteinn Björnsson:
Bergnuminn,
Vaka-Helgafell 1989.
Bókmenntir geta verið með marg-
víslegu móti, og einn af þeim
flokkum, sem bókmenntafræðingar
nota sér til hægðarauka til að skil-
greina skáldverk, eru spennusögur.
Það fer ekki á milli mála að í þessari
bók hefur Eysteinn Björnsson tekið
sér fyrir hendur að setja saman verk
af þeirri tegund.
Nú geta spennusögur vitaskuld
verið mismunandi marktækar sem
skáldskapur. í sumum þeirra er
markið ekki sett hærra en að þær séu
eintóm dægrastytting. Þá er unnið
eftir þeirri formúlu að í byrjun er
sett fram einhver gáta, svo sem
glæpur einhvers konar, víst oftar en
ekki morðgáta. Síðan er því sem
eftir er bókarinnar eytt í að rekja
þræðina, þangað til gátan er alit í
einu leyst á síðustu síðum hennar.
Líka er þess vitaskuld gætt vandlega
að halda lesanda svo spenntum yfir
gátunni að það hvarfli ekki að hon-
um að leggja frá sér bókina fyrr en
hún er leyst.
En svo eru aðrar spennusögur þar
sem markið er sett hærra. Þá er beitt
sömu aðferðum til að byggja upp
söguþráðinn og vekja áhuga lesand-
ans. En jafnframt því er þar einnig
glímt við einhvern annan vanda eða
viðfangsefni, svo sem eitthvert dag-
legt vandamál sem lesendur þekkja
úr eigin lífi eða annarra. Stundum er
tekist á við sálarlífið eða þjóðfélags-
legar flækjur, og stundum sköpun
eftirminnilegra persóna.
Ég minnist á þetta hér vegna þess
að mér virðist ljóst að hér setji nafni
Ármann Kr. Elnarsson
Víkingaferð til Surtseyjar
Útg. Vaka-Helgafell
Telknlngar Halldór Pétursson
Frá 1982 hefur Ármann Kr. Ein-
arsson sent frá sér sjö bækur í flokki
sem nefndur er Ævintýraheimur
Ármanns. Þessi saga kom fyrst út
1964, en er nú endurútgefin og felld
inn í fyrmefndan bókaflokk. Ár-
mann kann að grípa söguefni sam-
tíðarinnar og nota í bækur sínar og
hér er það Surtseyjargosið. Sögu-
hetjur eru þrír strákar og hápunktur
atburðarásarinnar er ferð þeirra til
Surtseyjar, áður en gosið er hætt.
Faðir eins þeirra er sjómaður og
leggur til farkostinn og stjómar leið-
angrinum. Fyrri hluti sögunnar snýst
aðallega um undirbúning íeiksýning-
minn markið hærra en það eitt að
skrifa sögu af fyrr nefndu tegund-
inni. Hann virðist ekki bara vilja
skemmta lesendum og veita þeim
dægrastyttingu. Viðfangsefni hans
hér er maður í góðri stöðu sem er
svo illa haldinn af ástríðu í fjárhættu-
spil að borgaralegt líf hans er allt í
hættu. Ekki aðeins atvinnan, heldur
líka fjölskyldan, konan og börnin.
Þó að spilin séu hér orsakavaldur
ástríðunnar þá er vitaskuld ekkert
auðveldara en að yfirfæra efnið yfir
á aðra þætti og kannski nærtækari,
svosem áfengi eðaönnur vímuefni.
Eysteini tekst í einu orði sagt
ágætlega framan af bókinni við að
byggja upp spennu. Bókin bókstaf-
lega rígheldur manni strax frá fyrstu
síðunum og meðan það er að verða
Ijóst hvort söguhetjunni, Halldóri,
takist að vinna þann stóra í spilunum
og koma þar með fjármálum sínum
í lag aftur.
En svarið við þessu fæst hins vegar
nálægt miðri bók, og er það eiginlega
nokkuð snemma. Þá er ekki eftir
annað en að leysa úr því hvernig
Halldóri takist að greiða úr flækjum
hjónabands síns og atvinnu, sem
óneitanlega er alls ekki cins spenn-
andi og hitt. Með öðrum orðum er
þar komið að alvarlegri málum, eða
því hvernig maður, sem hefur orðið
bergnuminn af ástríðu, nær að rétta
kúrsinn og komast á strikið að nýju.
Og hér er vissulega líka um að
ræða áhugavert efni. Án þess að of
miklu sé flett ofan af söguþræðinum
hér má geta þess að Halldóri virðist
ætla að takast þetta að lokum. Nýtur
hann þar góðrar aðstoðar frá
ýmsum, svo sem systur sinni. Einnig
fær hann aðstoð úr öðrum heimi,
ar á jólaskemmtun í skóla drengj-
anna en einn þeirra semur leikrit um
landnám íslands. Finnst þeim það
nokkuð í ætt við fornar hetjudáðir
að stíga fyrstir sinna jafnaldra á land
þessarar nýju eyjar sem reis úr
hafinu.
Spenna bókarinnar er mest í brott-
förinni frá Surtsey þegar goshrina
gengur yfir og gúmmíbát leiðang-
ursmanna hvolfir.
Ármann á tryggan lesendahóp
sem eflaust tekur glaður við þessari
endurútgáfu. Mönnum gleymist
stundum hve nýjar kynslóðir bætast
ört í hópinn.
Teikningar eftir Halldór Péturs-
son prýða bókina og er einkum
gaman að kortinu aftast í bókinni.
Frágangur er.allur .vandaður,.
Sigríður Thorlacius
nánar til tekið frá álfkonu úr hamrin-
um ofan við bernskuheimili sitt. Þá
reynist líka vera töluverður töggur í
konu hans, sem allt lítur út fyrir að
ætli að reynast honum vel í lokin.
Dugar þetta höfundi til að viðhalda
spennu sinni til enda, þó að mesti
krafturinn sé dottinn úr henni fyrr.
Hins vegar sýnist mér ekki fara á
milli mála að í síðari hlutanum verði
form spennusögunnar höfundi held-
ur að fjötri um fót. Rýmið lcyfir
honum þar ekki að kafa verulega
djúpt niður í vandamál Halldórs.
Reyndin verður líka sú að Halldór
nær ekki að verða verulega lifandi
persóna fyrir augum þess sem les.
Hann verður miklu frekar týpa eða
dæmigerður fulltrúi ákveðins hóps
manna, nánar til tekið karlmanna á
miðjum aldri, sem eru í föstu starfi
og eiga konur og börn. í bókinni er
tekist á við að lýsa því hvernig
þessum manni vegni í baráttu sinni
við að leysa úr eigin málum. Lýsing
þess er fyrst og fremst sett fram í
myndum af Halldóri og gjörðum
Heimsmetabok Gulnness
Ritstj. fsl. útgáfu: Helgl Magnússon
Ritstj. ísl. efnls: Kristján Björnsson
öm og örlygur.
Viltu vita hversu gamall lífseigasti
krabbameinssjúklingur sögunnar
varð? Eða hversu langt manni hefur
tekist að spýta tóbakslegi út úr sér?
Eða hvar er öflugasta smásjá í heimi
og til hvers hún er notuð? Allt þetta
og miklu fleira er hægt að Iesa sér til
um í Heimsmetabók Guinness sem
komin er út hjá Emi og Örlygi.
Heimsmetabók Guinness á upp-
mna í skæðri veðmálaáráttu Breta
og upphafið er það að sir Hugh
nokkur Beaver forstjóri Guinness
bjórfyrirtækisins og félagi hans
dunduðu sér við það einn góðan
veðurdag árið 1951 að skjóta lóur og
varð lítt ágengt. Lóurnar voru mjög
hraðfleygar eins og lóa er háttur og
því varð veiðimönnunum lítið
ágengt.
Þá fóm þeir að velta fyrir sér hver
væri hraðfleygastur evrópskra veiði-
fugla og kom í ljós að ekkert að-
gengilegt uppflettirit var til þar sem
þessar upplýsingar var að finna, né
upplýsingar um önnur slík efni sem
Eysteinn Björnsson.
hans þegar þárna er komið. Sú
lýsing er vissulega öll vel gerð og
vekur til umhugsunar, en hún veitir
þó ekki nein endanleg svör við því
hvernig aðrir menn í svipuðum
kringumstæðum geti brugðist við.
Líka er hætt við að femínistar vilji
setja út á það hve söguhornið í
bókinni er alfarið sýnt frá sjónarhóli
eru stöðugt umræðuefni manna í
millum og eilíft tilefni veðmála á
ölkrám á Bretlandseyjum.
Fyrsta útgáfa Heimsmetabókar
Guinness kom síðan út síðsumars
árið 1955 og varð strax metsölubók.
Síðan hefur hún komið út árlega í
Bretlandi með fáeinum undantekn-
ingum. Auk þess kemur bókin út í
ýmsum löndum þar á meðal íslandi
en hér kemur hún nú út í fjórða sinn.
Bókin er rúmar 400 bls. og er
henni skipt upp í ellefu höfuðkafla
sem hver skiptist niður í fjöldamarga
undirkafla. Þótt talsvert sé greint frá
alls kyns furðufyrirbærum og -upp-
átækjum, þá er fjarri því að bókin sé
uppfull af slíku. Miklu fremur er um
að ræða hér handbók, eins konar
fjölfræðibók þar sem hægt er að leita
upplýsinga um allan skrattann.
Hinir ellefu aðalkaflar bókarinnar
eru: Undur jarðar, Heimur og geim-
ur, Lífheimurinn, Vísindi og tækni,
Mannvirki, Samgöngur, Heimur
viðskiptanna, Afrek og þrautir,
Menning og listir, Lönd og þjóðlff
og íþróttir. íþróttakaflinn er, eins
og í allri fjölmiðlun, fyrirferðarmik-
ill og skiptist í 56 undirkafla þar sem
karlmanna. Konur bókarinnar eru
að heita má eingöngu sýndar sem
ástkonur og mæður, en ekki sem
einstaklingar af holdi og blóði. Og
verður því víst ekki neitað að í þessu
efni liggur sagan nokkuð vel við
höggum. Það er orðið býsna langt
síðan á það var rækilega bent í
bókmenntaumræðu hér að konur
væru líka menn og ættu skilið að
vera meðhöndlaðar með hliðsjón af
því í skáldskap. Það atriði þurfa
höfundar eiginlega að hafa í huga nú
á dögum.
Þessi saga er fyrsta skáldverk
höfundar síns. Þess vegna má vera
eðlilegt að á henni séu nokkrir
byrjandahnökrar. Þó fer ekki á milli
mála að Eysteini Björnssyni lætur
vel að byggja upp spennu í sögu-
þræði og halda lesanda við efnið.
Hann er lærður bókmenntafræðing-
ur, og kunnátta hans í meðferð
skáldsöguformsins fer ekki á milli
mála. Líka er frásögn hans lifandi og
lipur, og öll á þann veg að hún
kemur efninu vel til skila. Saga hans
er með öðrum orðum bæði áhrifarík,
bráðspennandi og öll hin læsilegasta.
Vanti menn góða dægrastyttingu í
skammdeginu þá er alveg óhætt að
mæla með þessari bók.
Eysteinn Sigurðsson.
flestum skráðum og óskráðum
íþróttagreinum og heimsmetum í
þeim eru gerð skil.
Sérstakir kaflar eru um metfyrir-
bæri íslensk og hefur fyrrverandi
kollega okkar hér á Tímanum;
Kristján Björnsson núverandi sókn-
arprestur í Húnaþingi norður, tekið
saman upplýsingar um þau mál. Þar
er greint frá ýmislegu skondnu, með-
al annars er fjórtán manna stór-
hljómsveit Karls Jónatanssonar lék
fyrir dansi á Hótel Selfossi heilt
kvöld. Á ballinu sem stóð í fimm
klst. voru aðeins átta gestir og þrenn
pör dönsuðu að meðaltali allan þann
tíma sem hljómsveitin lék. Þessu
balli var ekki framlengt þrátt fyrir
eindregnar óskir ballgesta.
En þetta er ekki eina dæmið um
skemmtilegar, mis gagnlegar upplýs-
ingar sem er að finna í bókinni. Af
þeim er aragrúi og ég efast ekki um
að Heimsmetabók Guinness er ofar-
lega á óskaiista margra, enda er hún
bæði skemmtileg og fróðleg og á
eftir að veita mörgum ánægju og
fræðslu. - Stefán Ásgrímsson
Ævintýraheimur Ármanns
Heimsmetabókin
fróðlegt grín