Tíminn - 21.12.1989, Qupperneq 12

Tíminn - 21.12.1989, Qupperneq 12
12 Tíminn Fimmtudagur 21. desember 1989 BÆKUR DAGBÓK Lögmaður skrifar spennusogu ísafold hefur gefið út bókina Mannrán eftir Leó E. Löve lögfræðing. Mannrán er spennusaga sem gerist á þessu ári. Söguhetjan, Gunnar Jakobsson, er ungur maður sem hefur átt velgengni að fagna í lífi og starfi. Óvænt stendur hann frammi fyrir þeirri skömm að verða gjaldþrota þegar viðskiptafélagi hans stingur af með sjóðinn. Gunnar á erfitt með að sætta sig við þau örlög og í þunglyndi sínu fer hann í einmanalegar gönguferðir. Á einni næturgöngunni verður hann vitni að þvi að áberandi maður í þjóðfélaginu hefur verið í laumulegri heimsókn hjá ástkonu sinni. Hann fylgist með manninum um skeið og með honum vaknar hugmynd að óvenjulegri fjáröflun ... Eftir langan og ítarlegan undirbúning lætur hann til skarar skríða. Mannrán hefur aldrei verið framið á íslandi fyrr. Bókin er 218 baðsíður og unnin í Isafoldarprentsmiðju hf. íslensk njósnasaga Frjálst framtak hf. hefur sent frá sér skáldsöguna Stefnumótið eftir Agnar Þórðarson rithöfund. Agnar hefur um langt skeið verið í fremstu röð íslenskra rithöfunda en um þessar mundir eru fjörutíu ár síðan fyrsta bók hans, Haninn galar tvisvar, kom út. Agnar er einnig kunnur fyrir leikrit sín, bæði leiksviðsverk og útvarpsleikrit. Stefnumótið er spennandi njósnasaga og er Reykjavík nútímans aðalsögusviðið en Agnar hefur vahð Reykjavík sem sögusvið flestra verka sinna. Sagan hefst í boði hjá Popoff, sendiherra Sovétríkjanna á Islandi. Hinum megin við Tjörnina er sendiráð Bandaríkjanna og liggja rætur atburðanna þar á milli. Atburðir síðustu ára, bæði innanlands og utan, koma við sögu og spennan eykst eftir því sem örlaganornirnar spinna vef sinn. Stefnumótið er 223 blaðsíður. Bókin er prentunnin í Prentstofu G. Benediktssonar en kápu hannaði auglýsingadeild Frjáls Framtaks hf. » ..• "''s'V4'4 sálmarnir á hljóðsnældu Föstudaginn langa, nú síðastliðinn, flutti Eyvindur Erfendsson alla Passíusálma Hallgríms Péturssonar i Hallgrímskirkju, í samfelldri einni lotu. Flutningurinn tók rúmar fimm klukkustundir. Hljóðritun þessa atburðar hefur nú verið gefin út í fimm hundruð eintökum sem verið er að selja og dreifa þessa dagana. Það er Eyvindur sjálfur sem að þessu verki stendur ásamt Sigurði Rúnari Jónssyni og með stuðningi Listvinafélags Hallgrímskirkju, Studio Stemmu og Miljónarafjelagsins hf. Útgáfa þessi er á sex snældum, felldum inn í hvíta öskju í bókarlíki og kápan teiknuð og skreytt flúri eftir Ólaf Th. Ólafsson. Á einni snældu er formáli ásamt sálminum „Um dauðans óvissan tima“, en það kvæði er að jafnaði látið fylgja með í útgáfum Passíusálma. Gripur þessi verður, fyrst um sinn, eingöngu fáanlegur hjá útgefendum sjálfum og svo fljótlega í Hallgrímskirkju, eftir því hvað upplagið endist, en það er sem fyrr segir aðeins 500 eintök. Þeir sem áhuga hafa á að nálgast þetta geta hringt eða skrifað bréf stílað á þessar utanáskriftir: E-VER útgáfan, Hátúni, Ölfusi, 801 Selfoss, sími 98-21090, eða Studio Stemma, Suðurströnd 6, 170 Seltjarnarnes, sími 91-611452. ORÐA ■ BÓK ■- EIRÍKUR RÖGNVALDSSON Rímorðabók Iðunn hefur sent frá sér nýstárlega og óvenjulega orðabók, íslenska rímorðabók, sem Eiríkur Rögnvaldsson hefur tekið saman. Þetta er bók sem ætluð er öllum þeim sem hafa gaman af að velta fyrir sér orðum og rími og vilja temja sér leikni í meðferð máls og kveðskapar. Bókin kemur sér vel fyrir aúa sem hafa yndi af að setja saman vísur og fella orð saman í stuðla og rím og hún ætti einnig að koma sér vel fyrir þá sem þurfa að semja auglýsingatexta og grípandi slagorð. Rímorðabókin skiptist í tvo hluta. í hinum fyrri er fjallað um endarím og þar má finna nær 20.000 algeng einkvæð og tvíkvæð rímorð og orðmyndir. Síðari hlutinn sýnir innrím og skothendingar. Þar eru yfir 18.000 uppflettiorð sem nota má til að finna hundruð þúsunda rímorða, þegar dýrt skal kveðið. 'íofi'p - f MncH - nociv Heimsmetabók Guinness örn og Örlygur hafa gefið út í fjórða skipti á íslensku hina vinsælu fjölfræðihandbók Heimsmetabók Guinness, en hún mun vera mest selda rit veraldar að biblíunni einni frátalinni. Heimsmetabókin er rúmar 400 blaðsíður og skiptist í ellefu kafla sem bera heitin Undur jarðar, Heimur og geimur, Lífheimurinn, Vísindi og tækni, Mannvirki, Samgöngur, Heimur viðskiptanna, Afrek og þrautir, Menning og listir, Lönd og þjóðlíf og fþróttir. 1 bókina hefur verið bætt mjög miklu íslensku efni, íslensk met og sérkenni en slíkt efni var fellt niður úr síðustu útgáfu sem kom út árið 1977. í bókinni er mikill fjöldi mynda bæði innlendar og erlendar. Ritstjóri Heimsmetabókar Guinness í Bretlandi er Robert McFarlan en ritstjóri íslensku útgáfunnar er Helgi Magnússon bókavörður. Ritstjóri islensku útgáfunnar er Helgi Magnússon bókavörður. Ritstjóri íslenska efnisins er séra Kristján Björnsson. Heimsmetabók Guinness er filmusett og umbrotin hjá Korpus hf. en prentuð hjá prentstofu G. Benediktssonar. Arnarfell batt bókina. Hress Út er komið hjá Frjálsu framtaki myndbandið Hraust og hress með Önnu Haraldsdóttur. Á myndbandinu eru fyrst sýndar upphitunaræfingar, síðan góðar æfingar fyrir maga, rass, læri og handleggi og í lokin teygjur og slökun. Anna Haraldsdóttir er íþróttakennari og eigandi líkamsræktarstöðvarinnar Hress í Hafnarfirði. Undanfarin 7 ár hefur hún leiðbeint miklum fjölda fólks og hefur valið á þetta myndband æfingar sem hafa reynst sérstaklega árangursríkar. Með æfingunum er lögð sérstök áhersla á vöðva sem oft eru vanræktir. Æfingamar er auðvelt að læra og þær má gera á fáeinum fermetrum fyrir framan sjónvarpið. Æfingarnar em ætlaðar byrjendum jafnt sem lengra komnum og þær má þyngja með sérstökum teygjuböndum. Myndbandið er 40 mínútur að lengd og fæst í flestum bókaverslunum. Tónleikar í Skálholtskirkju - og Víðistaðakirkju Kolbeinn Bjarnason flautuleikarí og Guðrún Óskarsdóttir semballeikari munu balda tónleika í Skálholtskirkju föstu- dagskvöldið 22. desember kl. 21:00 og í Víðistaðakirkju í Hafnarfirði kl. 20:30 á Þorláksmessukvöld. Á efnisskránni verða verk eftir þýsk barokktónskáld, þá Georg Philip Tele- mann, Georg Friedrich Hándelog Johann Sebastian Bach. ríX] Sýningar í Norræna húsinu -ogdagskrá hússins um hátíðina í anddyri er sýning á Ijósmyndum eftir Ingu Lisu Middleton. Þessar Ijósmyndir varðandi þjóðtrú og þjóðsagnir mynd- skreyttu lokaritgerð Ingu Lisu Middleton til B.A. prófs í listaljósmyndum sl. sumar við West Surrey College of Art and Design á Englandi. Titill ritgerðarinnar var: „The hidden nation of Iceland - A Mythological study“ Ritgerðina og mynd- irnar tileinkar hún minningu ömmu sinnar, Ingibjargar Benediktsdóttur, sem lést í ágúst ’88. Myndirnar eru til sölu. Inga Lisa varð stúdent frá Mennta- skólanum við Sund 1985. Hún stundaði síðan nám í ljósmyndun í Englandi og lauk B.A. prófi á þessu ári. Sýningin stendur til 7. jan.‘90. 1 bókasafni Norræna hússins stendur yfir sýning Jóhönnu Bogadóttur á grafík- myndum. Sú sýning stendur til 22. des. Miðvikud. 27. des. kl. 15:00 heldur Nordmannslaget jólaskemmtun. Opnunartími Norræna hússins: Kafflstofa: 18.-23. desember opið 09:00-17:00 24.-26. desember lokað 27. desember opið kl. 09:00-14:00 28. desember 09:00-17:1X1 29. desember 09:00-14:30 30. desember 09:00-19:00 31. desember lokað 1. janúar ’90 lokað Bókasafn: 18.-22. desember opið kl. 13:00-19:00 24.-26. desember lokað 27.-30. desember opið kl. 13:00-19:00 31. desember lokaö 1. jan. ’90 lokað <mo V.V.’.IV. „TÓFRASPROTINN" frumsýndur um jólin Barna- og fjölskylduleikritið „TÖFRASPROTINN" cftir Benóný Ægisson verður frumsýnt annan í jólum kl. 15:00 á stóra sviðinu í Borgarleikhús- inu. Leikstjóri er Þórunn Sigurðardóttir, leikmynd og búninga gerir Una Collins, höfundur tónlistar er Arnþór Jónsson, dansskáld Hlíf Svavarsdóttir og lýsingu annast Lárus Björnsson. í helstu hlut- verkum eru Steinn Magnússon, Vilborg Halldórsdóttir, Kjartan Bjargmundsson, Kristján Franklín Magnús og Andri Örn Clausen. Um þrjátíu manns taka þátt í þessari ævintýrasýningu ásamt hljóm- sveit. Sýningar verða alla daga milli jóla og nýárs og er þegar orðið uppselt á frumsýn- inguna. „HÖLL SUMARLANDSINS" veröur einnig sýnt á stóra sviðinu fimmtud. 28. des., föstud. 29. des kl. 20:00. Leikstjóri er Stefán Baldursson. „LJÓS HEIMSINS" verður sýnt á litla sviðinu miðvikud. 27., fimmtud. 28. og föstud. 29. des. kl. 20:00. Leikstjóri er Kjartan Ragnarsson. Sundstaðir Reykjavíkur um hátíðarnar: 23. des. Þorláksmessa: Opið frá kl. 07:20- 17:30 (sölu hætt) 24. des. Aðfangadagur: Opið frá kl. 08:00-11:30 (sölu hætt) 25. des. Jóladagur - Lokað 26. des. Annar í jólum - Lokað 27.,28. og 29. des.: Opið frá kl. 07:00- 20:30 (sölu hætt) 30. des.: Opiðfrá 07:20-17:30 (söluhætt) 31. des. Gamlársdagur: Opið frá kl. 08:00-11:30 (sölu hætt) 1. jan. 1990 Nýársdagur: Lokað. Laug fyrir yngsta fólkið í Breiðholti 1 vetur verður gerð tilraun með að hafa inni kennslulaugina í Breiðholtslaug opna fyrir fólk með smábörn á sunnudögum. Laugin verður heitari en venja er með okkar sundlaugar, þannig að yngsta fólkið á að geta unað sér vel í lauginni og vanist sundlaugarferðum. Fyrir yngri kynslóðina hafa verið settar upp rennibrautir í Vesturbæjarlaug og Breiðholtslaug og í Sundhöll eru flotleik- ,föng til afnota. , ... únrc ii \ ii* öTi V'. i « _V-Vl-ww* V.V. „KRINGLUKAST“ - Hlutavelta í Kringlunni Samtök um byggingu tónlistarhúss mun standa fyrir hlutaveltunni „Kringlukast" í Kringlunni dagana 21., 22. og 23. des- ember. Mörg fyrirtæki í Kringlunni, sem og utan hennar, hafa gefið vinninga, stóra og smáa, og suma mjög glæsilega, t.d. vöru- úttektir, fatnað, snyrtivörur, gjafavörur, leikföng, hljómplötur og bækur. Hlutaveltan stendur á meðan verslanir eru opnar í Kringlunni, eða þar til uppselt er. Einnig koma þá margir velþekktir og vinsælir tónlistarmenn í heimsókn og flytja Kringlugestum Ijúfa tónlist. Hljómsveitarmenn úr Sinfóníuhljóm- sveit æskunnar annast miðasölu (miða- verð er 50 kr.) Allur ágóði af „Kringlukasti" rennur til byggingar tónlistarhúss. ífi «3 m HAFNARBORG Safnasýning í Hafnarborg Laugard. 9. des. var opnuð í Hafnar- borg, menningar- og listastofnun Hafn- arfjarðar, sýning á fjölmörgum söfnum í eigu einstaklinga. Einnig eru á sýningunni hlutir úr Byggðasafni Hafnarfjarðar og úr Ásbúðarsafni, sem nú er í eigu Þjóð- minjasafns Islands. Hér er um fjölbreytta og forvitnilega sýningu að ræða, sem sett er upp í samvinnu Hafnarborgar og Byggðasafns Hafnarfjarðar. Sýningin er opin kl. 14:00-19:00 alla daga - nema þriðjudaga - Lokað er 23. des. - 26. des. og 31. des. - 1. jan.‘90. Sýningin stendur til 15. janúar 1990. Skiptimarkaður Laugard. 30. des. kl. 15:00 verður haldinn skiptimarkaður í Hafnarborg í tengslum við Safnasýninguna. Þar gefst söfnurum og öðru áhugafólki kostur á að skiptast á hlutum, miðla upplýsingum og fróðleik og e.t.v. eignast viðbót í safnið sitt. Neyðarvakt T ANNLÆKN AFÉLAGS ÍSLANDS um jól og áramót 1989 Þorláksmessa - laugard. 23. des. kl. 10:00-13:00: Tannlæknastofa Sigurgísla Ingimarssonar, Garðatorgi 3, Garðabæ. Sfmi656588. Aðfangadagur - Sunnud. 24. des. kl. 10:00-13:00: Tannlæknastofa Hannesar Ríkarðssonar, Ármúla 26. Sími 685865. Jóladagur - mánud. 25. des. kl. 10:00- 13:00: Tannlæknastofa Harðar Sævalds- sonar. Tjarnargötu 16. Sími 10086. Annar í jólurn - þriðjud. 26. des. kl. 10:00-13:00: Tannlæknastofa Sigurgísla Ingimarssonar, Garðatogi 3, Garðabæ. Sími 656588. Miðvikud. 27., flmmtud. 28. og föstud. 29. f.h.: Tannlæknastofa Hannesar Rík- arðssonar, Ármúla 26. Sími 685865. Laugard. 30. des. kl. 10:00-13:00: Tannlæknastofa Jónasar B. Birgissonar, Laugarvegi 126. Sími 21210. Gamlársdagur, þriðjud. 31. des. kl. 10:00-13:00: Tannlæknastofa Sigurgísla Ingimarssonar, Garðatorgi 3, Garðabæ. Sími 656588. Nýársdagur, mánudagur 1. jan. kl. 10:00-13:00: Tannlæknastofan Barónsstíg 5, Friðrik Ólafsson. Sími 22969. Minningarkort Styrktarsjóðs barnadeildar Landakotsspítala Styrktarsjóður barnadeildar Landa- kotsspítala hefur látið hanna minninga- kort fyrir sjóðinn. Sigríður Björnsdóttir myndlistarmaður og kennari teiknaði fjögur mismunandi kort. Eftirtaldir staðir selja minningakortin: Apótek Seltjarnarness, Vesturbæjarapó- tek, Hafnarfjarðarapótek, Garðsapótek, Holtsapótek, Mosfellsapótek, Árbæjar- apótek, Lyfjabúð Breiðholts, Reykjavík- urapótek, Háaleitisapótek, Kópavogs- apótek, Lyfjabúðin Iðunn. Blómaversl- anirnar; Burkni, Borgarblóm, Melanóra Seltjarnarnesi og Blómaval í Kringlunni. Einnig eru þau seld á skrifstofu og barnadeild Landakotsspítala. Minningarkort SJÁLFSBJARGAR í Reykjavík og nágrenni - fást á eftirtöldum stöðum: Reykjavík: Reykjavíkur apótek, Garðsapótek, Vesturbæjarapótek, Kirkjuhúsið við Klapparstíg, Bókabúð Fossvogs, Grímsbæ við Bústaðaveg, Bókabúðin Embla, Drafnarfelli 10, Bókabúðin Úlfarsfell, Hagamel 67, Verslunin Kjötborg, Búðargerði 10, Hafnarfjörður: Bókabúð Olivers Steins, Strandgötu 31. Kópavogur: Pósthúsið. Minningarkort fást einnig á skrifstofu . SjálLbjargar, Hátúni 12. Gíróþjónusta. 't

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.