Tíminn - 21.12.1989, Blaðsíða 20
680001
RÍKISSKIP
NÚTÍMA FLUTNINGAR
Hotnarhúsinu v/Tryggvagötu,
S 28822
PÓSTFAX
TÍMANS
687691
DAGAR TIL JOLA
Tíminn
FIMMTUDAGUR 21. NÓVEMBER 1989
Þinghaldi mun
Ijúka á morgun
Borgarstjórinn í Reykjavík og fulltrúar Samtaka sveitar-
félaga féllust í gær á málamiðlunartillögu Steingríms
Hermannssonar forsætisráðherra, varðandi málefni Borg-
arspítalans og kostnaðarhlutdeild ríkis og sveitarfélaga
vegna tannlækninga. Nú er því Ijóst að takast mun að Ijúka
nauösynlegustu þingmálum fyrir jói og Alþingi kemur
aftur saman 22. janúar eins og gert er ráð fyrir í
starfsáætlun. Þó er óleyst deila forseta sameinaðs þings og
þingflokks Sjálfstæðisflokksins.
Steingrímur sagðist í samtali við
Tímann í gær vera ánægður með
að samkomulag hefði náðst og
þingmenn gætu lokið störfum á
föstudag eins og áætlað var. Mála-
miðlun forsætisráðherra fólst í því
að ríkissjóður mun á næsta ári
greiða allan kostnað af rekstri
Borgarspítalans og mun frumvarp
um breytingu á heilbrigðisþjónustu
liggja í salti þar til þing kemur aftur
saman á nýju ári. Steingrímursegir
þó að grundvallar afstaða ríkisins
um að saman skuli fara rekstrarleg
og fjárhagsleg ábyrgð sé óbreytt,
en tími gefist nú til viðræðna á milli
ríkisins og Reykjavíkurborgar um
framtíðarskipan málefna spítalans.
Jafnframt verður gengið til við- •
ræðna um ýmsar sjúkrastofnanir
sem ríkið mun yfirtaka á næsta ári,
vegna kostnaðar sem borgin hefur
til þeirra.
Sveitarfélögin munu samkvæmt
samningnum greiða um þriðjung
af kostnaði við tannlaíkhingar og
tannréttingar, en ríkið tvo þriðju.
Það samsvarar því að þau greiði
um 250 milljónir á næsta ári, af
þeim tæplega 700 milljónum sem
gert er ráð fyrir að renni til þessa
mála frá hinu opinbera á næsta ári.
Áður höfðu verið uppi áform um
að sveitarfélögin greiddu helming
á móti ríkinu, eða 346 milljónir
króna. Til mótvægis við þetta mun
ríkið hækka framlag sitt á næsta
ári, vegna uppgjörs þess við sveit-
arfélögin úr 290 milljónum í 300
milljónir króna. Þar að auki mun
ríkissjóður leggja fram 40 milljónir
aukalega í jöfnunarsjóð sveitarfé-
laga, sem renna munu til aðstoðar
sveitarfélögum er eiga í fjárhags-
örðugleikum.
Stjórnarandstaðan á þingi er sátt
við þessa afgreiðslu mála, en áður
hafði verið samið um að nokkrum
af frumvörpum ríkisstjórnarinnar
yrði frestað fram yfir jólahlé, s.s.
frumvarpi um umhverfisráðuneyti,
frumvarpi um bifreiðagjald og
frumvarpi um skatt á hagnað orku-
fyrirtækja. Sömuleiðis mun stjórn-
arandstaðan fá eitthvað af sínum
málum samþykkt nú á þeim tveim-
ur dögum sem eftir lifa af haust-
þingi.
Enn er þó eitt mál óleyst á þingi
og það er deila forseta sameinaðs
þings og þingflokks Sjálfstæðis-
Borgarstjórinn í Reykjavík og sveitarstjórnarmenn féllust á málamiðlun
Steingríms í gær.
flokksins. Sjálfstæðismenn hafa
krafist þess að Guðrún Helgadóttir
forseti, biðjist afsökunar á ummæl-
um er hún lét falla í þeirra garð á
þingi og í fjölmiðlum á mánudags-
kvöld. Ekki lítur út fyrir að neitt
samkomulag sé í sjónmáli milli
forsetans og sjálfstæðismanna, en
aðspurður um málið sagðist Stein-
grímur Hermannsson forsætisráð-
herra telja farsælast að deiluaðilar
létu málið niður falla.
-ÁG
Borgarstjórinn og forsvarsmenn sveitarfélaga féllust á málamiðlun Steingríms
Hermannssonar forsætisráðherra og þar með er vinnufriður á Alþingi:
ii 1
.. w\ II
j 'É '' | | | j
Borgarspítali: Tímamynd: Ámi Bjama
Mótmæli starfsmanna
Starfsmenn Borgarspítalans
héldu fjölmennan fund í gær þar
sem breytingum á heilbrigðislögum
sem fela í sér aukin völd ríkisins í
stjórn spítalans var mótmælt.
Fundurinn samþykkti samhljóða
ályktun þar sem lýst er eindreginni
andstöðu við þau miðstýringar-
áform sem starfsmennirnir telja að
felist í frumvarpinu. Þar segir einn-
ig að engin fjárhagsleg rök séu fyrir
því að ríkið taki yfir spítalann og
starfsmennirnir standi einhuga að
baki borgarstjórn í þessu máli.
Þá er í ályktuninni einnig vakin
athygli á þeirri óvissu sem ríki um
kaup og kjör starfsmanna verði
þeir gerðir að ríkisstarfsmönnum.
SSH
Jón Gröndal, bæjarfulltrúi í Grindavík, yfirheyrður vegna ummæla um HG í Tímanum:
Útiloka ekki frekari
afskipti lögreglunnar
Rannsóknarlögregla í Keflavík
tók skýrslu af Jóni Gröndal, bæjar-
fulltrúa í Grindavík, nýverið, m.a.
vegna ummæla hans í Tímanum
vegna gjaldþrots Hraðfrystihúss
Grindavíkur. Þar setti bæjarfulltrú-
inn fram spurningar varðandi gjald-
þrotið og sagði skítalykt af málinu.
Skýrslan sem tekin var af Jóni
Gröndal hefur verið send skiptaráð-
anda, Þorsteini Péturssyni. Ekki hef-
ur verið farið fram á frekari afskipti
lögreglu af málefnum Hraðfrysti-
hússins, en Þorsteinn sagði í samtali
við Tímann í gær að hann vildi ekki
útiloka að óskað yrði eftir frekari
rannsókn hjá lögreglu. Ákvörðun
um slíkt bíður fram yfir áramót, en
að sögn skiptaráðanda er málið mjög
yfirgripsmikið, m.a. vegna þess hve
illa uppfært bókhald fyrirtækisins
reyndist. Þá sagði Þorsteinn að fram-
hald málsins myndi ráðast af fram-
burði fyrrum stjórnarmanna og ann-
arra þeirra sem kallaðir yrðu fyrir.
Vilhjálmur Þórhallsson er bústjóri
HG og sagði Þorsteinn þá sjá fram á
mikla vinnu. Loks var skiptaráðandi
spurður út í ummæli Jóns Gröndals,
hvort skítalykt væri af málinu. Þor-
steinn vildi ekki svara þeirri spurn-
ingu en vísað á bæjarfulltrúann í
þeim efnum. -ES
Þingflokkur Sjálfstæðismanna enn móðgaður yfir yfirlýsingum Guðrúnar Helgadóttur:
Heimta afsökunarbeiðni
Þingmenn Sjálfstæðisflokksins
hafa krafið Guðrúnu Helgadóttur,
forseta sameinaðs Alþingis, um
afsökunarbeiðni, vegna ummæla
er hún lét falla í þeirra garð í
fjölmiðlum í gær. Þessu hefur
Guðrún neitað alfarið. Næsti fund-
ur í sameinuðu þingi verður í dag
og samkvæmt heimildum Tímans
mun Guðrún ekki biðjast afsökun-
ar á fundinum.
Það sem sjálfstæðismenn eru
óhressir með er sú yfirlýsing forset-
ans að Davíð Oddsson, borgar-
stjóri í Reykjavík og varaformaður
flokksins, stjórnaði þingflokki
Sjálfstæðisflokksins. Sér í lagi fer
fyrir brjóstið á sjálfstæðismönnum
að Guðrún vitnaði í þessu sam-
bandi til orða er fóru á milli hennar
og þingmanna á lokuðum fundi
forseta þingsins og formanna þing-
flokka s.l. mánudag.
-ÁG