Tíminn - 05.01.1990, Blaðsíða 4

Tíminn - 05.01.1990, Blaðsíða 4
4 Tíminn Föstudagur 5. janúar 1990 FRÉTTAYFIRLIT AUSTUR-BERLÍN - Er ich Honecker, hinn 77 ára fyrrum leiðtogi Austur-Þýska- lands sem að undanförnu hef- ur verið í stofufangelsi, var sleppt lausum þar sem rann- sókn á meintu glæpsamlegu athæfi hans sýndu að ekki væru forsendur fyrir að halda honum föngnum. VARSJÁ - Tékkóslóvakía mun leggja fram tillögu um að Comecon, viðskiptasamtök fylgiríkja Sovétríkjanna, verði leyst upp. Ef það verður ekki gert munu Tékkar hvort sem er hætta í samtökunum. Frá jsessu skýrði Vaclav Klaus fjármálaráoherra Tékkóslóv- akíu. BEIRÚT - Ríkisstjórn Líb- anon hyggst fara fram á það við frönsku ríkisstjórnina að hún frysti 15 milljón dollara innistæður Michel Aouns hers- höfðingja í frönskum bönkum, en Aoun heldur til streitu stjórn kristinna hermanna í líbanska hernum þrátt fyrir að líbanska ríkisstjórnin hafi sett hann af sem hershöfðingja. MEXÍKÓBORG - Mexík- anska lögreglan skaut niður einkaflugvél sem reyndist hafa 670 kg af kókaíni innanborðs. Tveir menn fórust og aðrir tveir voru handteknir. VARSJÁ - Alþjóðagjaldeyr- issjóðurinn telur að um það bil ein milljón Pólverja verði at- vinnulausir á árinu 1990. Frá þessu skýrði Jacek Kuron at- vinnumálaráðherra Póllands, en pólska ríkisstjórnin hafði gert ráð fyrir að hálf milljón myndi missa atvinnu sína. JÓHANNESARBORG- Rfkisstjórn Suður-Afríku, sem Sur undir ámæli mannrétt- asamtaka vegna tíðra dauðadóma, skýrði frá því að aftökum hafi fækkað verulega ásíðasta ári. Fjöldi þeirra ernú bfða aftöku eftir dauðadóm í Suður-Afríku eru sambærileg- ur og í Bandarfkjunum. Frá þessu skýrði talsmaður dóms- málaráðuneytis Suður-Afríku. JÓHANNESARBORG- Leka konungur, sem telur sig rétthafa albönsku krúnunnar skýrði frá því að útlaaastjórn hans hygðist hefja utvarps- sendingar á albönsku til að grafa undan ríkisstjórn komm- únista í Albaníu. Leka er í útlegð og dvelur í Suður-Afr- íku. ÚTLÖND Umsátur bandarískra hermanna um sendiráð Vatíkansins í Panama lokið: Noriega gafst upp Manuel Antonio Noriega hershöfðingi og fyrrum leiötogi Panama gafst upp fyrir bandaríska herliðinu sem umkringdi sendiráð Vatíkansins í Panamaborg, en þar hafði Noriega leitað hælis eftir innrás Bandaríkjamanna í Panama. Noriega var þegar fluttur fanginn til Bandaríkjanna þar sem hann verður dreginn fyrir dómstól í Miami, sakaður um aðild að víðtæku eiturlyfjasmygli til Bandaríkjanna. Tíu daga umsátur bandarískra um að Noriega ákvað að gefast upp, hermanna um sendiráð Vatíkansins en fimmtán þúsund mannssöfnuðust er því lokið, en Páfagarður hafði saman utan við sendiráð Panama á neitað að framselja Noriega til miðvikudag og kröfðust framsals Bandaríkjanna. Noriega nýtti sér Noriega. friðhelgi sendiráðsins að kveldi jóla- í Bandaríkjunum á Noriega yfir dags eftir að hafa verið á stöðugum höfði sér allt að 145 ára fangelsi og flótta frá innrás Bandaríkjamanna hálfa aðra milljón bandaríkjadala 20. desember. sekt fyrir eiturlyfjasmygl og mútu- Noriega gekk út úr sendiráði þægni. Hann er talinn hafa smyglað Vatíkansins seint á miðvikudags- rúmlega þremur tonnum af kókaíni kvöld að staðartíma og var sam- til Bandaríkjanna og þegið fimm stundis tekinn höndum af bandarísk- milljón bandaríkjadali í mútur frá um hermönnum. Herþyrla kom á eiturlyfjabarónum í Kólumbíu. staðinn og flutti hann til Howard Einn af lögfræðingum Noriega herflugbækistöðvar Bandaríkja- sagði í gær að Noriega muni neita manna við Panamaskurðinn og það- sakargiftum fram í rauðan dauðann. an var flogið með hann til Home- Gleði Bandaríkjastjórnar yfir stead herflugvallarins í Miami. handtöku Noriega er ekki alveg - Þegar hann yfirgaf sendiráðið óblendin, því talið er næsta víst að í var hann án efa einmana, niðurbrot- réttarhöldunum muni Noriega draga inn maður, sagði Marcos McGrath fram í dagsljósið ýmislegt sem CIA erkibiskup í Panama í sjónvarpsvið- leyniþjónusta Bandaríkjanna vildi tali eftir að Noriega hafði gefist upp. heldur láta kyrrt liggja. Bandaríkja- Þúsundir Panamabúar brutu út- menn studdu Noriega af ráð og dáð göngubann sem í gildi er í Panama allt þar til hann var ákærður fyrir eftir að fréttin um uppgjöfina hafði eiturlyfjasmyglið fyrir 22 mánuðum. borist út, og hópuðust út á götur Síðan þá hafa bandarísk stjórnvöld borgarinnar til að fagna falli Nor- gert allt til að koma honum frá iega. völdum, en ekkert gekk fyrr en á Að sögn McGrath erkibiskups þriðja tug þúsunda bandarískra voru það einmitt fjölmenn mótmæli hermanna gerðu innrás í Panama Panamabúa sem gerðu það að verk- fyrir jólin. Antonio Noriega hershöfðingi og fyrrum leiðtogi Panama sem undanfarna daga hefur dvalið í sendiráði Vatíkansins í Panamaborg gafst í upp fyrir innrásarliði Bandaríkjamanna í fyrrinótt. Hann hefur verið færður til Bandaríkjanna þar sem hann verður dreginn fyrir rétt sakaður um eiturlyfjasmygl. Pakistan: 210 farast I lestarslysi Tvöhundruð og tíu manns að minnsta kosti fórust í versta lestar- slysi sem orðið hefur í Pakistan. Rúmlega þrjúhundruð farþegar slösuðust í slysinu sem varð þegar troðin farþegahraðlest ók á flutn- ingalest. Atburðurinn átti sér stað á Sangi brautarstöðinni sem er í dreif- býli Pakistan 380 km norður Kar- achi. Öngþveiti ríkir á sjúkrahúsum í nánd við slysstaðinn. Mikill skortur er á blóði til bjargar hinum slösuðum og líkin fylla gangana þar sem reynt er að bera á þau kennsl. Átta vagnar farþegalestarinnar fóru út af sporinu og breyttust fjórir þeirra í torkennilega hrúgu járns, timburs og látinna farþega. Majid Shakai einn jteirra farþega sem komst lífs af sagði að flestir farþegarnir hefðu verið í fasta svefni þegar slysið varð, rétt eftir miðnætti aðfaranótt fimmtudagsins. Lögreglan hefur ekki útilokað að skemmdarverk hafi verið framið á brautarteinunum, en embættismenn járnbrautanna segja hugsanlegt að mistök við merkjaljós hafi verið orsökin. Stinga upp á ríkiasambandi Pollands og Tékkóslóvakíu Nokkrir pólskir þingmenn hafa stungið upp á því að Pólverjar færu fram á það við stjórnvöl í Tékkó- slóvakíu að ríkin taki upp ríkja- samband í framtíðinni. - Þetta myndi skapa jafnvægis- ástand í Evrópu með stofnun nýrr- ar sterkrar stjórnmálaheildar, sagði Stanislaw Stomma þingmað- ur Samstöðu í viðtali við hina opinberu fréttastofu Póllands. Fjórir aðrir þingmenn sem sitja í utanríkismálanefnd pólska þings- ins hafa tekið undir þessa hugmynd. Sama dag og pólska fréttastofan skýrði frá hugmyndum þingmann- anna var forsíða málgagns pólsku ríkisstjórnarinnar, Rzeczpos- polita, lögð undir grein þar sem talið er eðlilegt að Tékkóslóvakía, undir stjórn hins nýja forseta og fyrrum andófsmanns, Vaclavs Havels, ætti að verða meginbanda- maður Póllands í framtíðinni. Nánari samvinna Tékkóslóvakíu og Póllands með einhverskonar sameiginlegum valdastofnunum, ættu að geta orðið mjög skynsam- leg, með hugsanlega sameining Þýskalands í huga, sagði í grein- inni. Tékkar buðu á miðvikudaginn Tadeuszi Mazowiecki forsætisráð- herra Póllands í opinbera heim- sókn til Tékkóslóvakíu. Níkaragva: Bandaríkjamenn fordæma nunnu- morð Kontranna Bandaríkjastjórn hefur fordæmt morðin á tveimur nunnum sem Kontraliðar myrtu í norðausturhluta Níkaragva í fyrradag. Önnur nunn- an var bandarísk og segjast banda- rísk stjórnvöld ætla að láta af stuðn- ingi við Kontraliða ef sannað verður að það hafi verið Kontrar sem myrtu nunnurnar. Stjórnvöld í Níkaragva hafa full- yrt að morðingjarnir hafi verið Kontraliðar sem berjast gegn stjórn Sandínista og hafa Bandaríkjamenn ekki útilokað þann möguleika. Hins vegar sagði talsmaður Bandaríkja- stjórnar að aðild Kontra væri ekki sönnuð og benti á að Sandínista- stjórnin hafi ekki lagt fram neinar haldbærar sannanir fyrir því að Kontrar hafi myrt konurnar. Magnússon Leiðtogi rúmenskra útlaga um ástandið í Rúmeníu: blaðamaði „Kommúnistar enn við völd“ Leiðtogi rúmenskra útlaga stað- hæfír að kommúnistar séu enn við völd í Rúmeníu, en þeir hafi cinungis breytt nafninu. Hann fullyrðir að Þjóðfrelsunarfylkingin sem stendur að bráðabirgðaríkisstjórn Rúmeníu sé ekkert annað en verkfæri þeirra kommúnista sem áður voru við völd. - Þeir drápu hundinn en héldu ólinni, sagði Ion Ratiu forseti Heimssambands frjálsra Rúmena í viðtali við franskan blaðamann á dögunum og vitnar í gálgahúmor sem ku vera í gangi í Rúmeníu þessa dagana. Ratiu sagði að leiðtogar Þjóðfrels- unarhreyfingarinnar séu gömlu kommúnistarnir sem séu að reyna að stela byltingunni frá alþýðu Rúm- eníu. Hann fullyrðir að flestir með- limir ríkisstjórnarinnar séu sann- færðir kommúnistar og hafi þjónað kommúnistaflokknum allt sitt líf. Heimssamband frjálsra Rúmena fagnaði þeim breytingum sem Þjóð- frelsunarfylkingin boðaði eftir að hún tók völdin 22. desember, en skoruðu á fylkinguna að mynda þjóðstjórn á breiðum grunni sem myndi fara með völd fram að kosn- ingunum sem ákveðnar hafa verið í aprílmánuði. Sú áskorun var ekki tekin til greina. Ljóst er að öfl innan kommúnista- flokksins og hersins höfðu undirbúið ' byltinguna í Rúmeníu hálfu ári en hún varð að veruleika. Ratiu sem er 72 ára að aldri hefur dvalið í útlegð frá því árið 1940. Hann hyggst koma heim til Rúmeníu í næsta mánuði og til að taka þátt í komandi kosningum. Hann segist ætla að ganga til liðs við Þjóðlega smábændaflokkinn, sem er líklegast sterkastur þeirra stjórnmálaflokka sem stofnaðir hafa verið í Rúmeníu frá því Ceausescu var komið frá völdum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.