Tíminn - 05.01.1990, Blaðsíða 14
14 Tíminn
Föstudagur 5. janúar 1990
MINNING
Þórhallur Bjarnason
Faeddur 24. október 1899
Dóinn 23. desember 1989
í dag fer fram útför Þórhalls
Bjarnasonar, tengdaföður míns.
Hann lést þann 23. desember á elli-
og hjúkrunarheimilinu á Hvamms-
tanga, en þar dvaldi hann að mestu
síðustu árin. Áður bjó Þórhallur að
Brekku, sem nú heitir Lækjargata 1,
ásamt konu sinni, Þóru Sigvalda-
dóttur. Foreldrar hans voru Ástríður
Magnúsdóttir og Bjarni Guðmunds-
son og fæddist Þórhallur að Mold-
haugum í Eyjafirði þann 24. október
1899 og var því liðlega níræður er
hann lést. Eins og að líkum lætur var
þrek hans mjög tekið að dvína, þó
hafði hann allt undir það síðasta
fótavist og var jafnan hress og glaður
í bragði. Aldrei heyrði ég hann bera
sig illa undan glímunni við EIIi
kerlingu er sótti þó hart að honum í
seinni tíð. Alltaf lét hann vel af líðan
sinni, enda aldrei verið kvartsár um
dagana. Hann gekk þráðbeinn í
baki, allt til loka, ætíð léttur í lund
og með gamanyrði á vörum. Þórhall-
ur var og raunar heilsugóður mestan
hluta ævinnar og rúmlegudagarnir
að leiðarlokum voru ekki margir.
Á Þorláksmessu bárust ættingjum
Þórhalls, vinum og velunnurum jóla-
Til viðskiptavina Á.T.V.R.
Vinsamlegast athugið að mánudaginn 8. janúar
opna skrifstofur Á.T.V.R. í nýju húsnæði að
Stuðlahálsi 2,110 Reykjavík.
Nýtt símanúmer er 91-60 77 00.
Birgðageymslur tóbaks og framleiðsla iðnaðarvöru
verður áfram í Borgartúni 7. Unnt verður að greiða
reikninga fyrir tóbak og iðnaðarvöru í birgða-
geymslum tóbaks.
MENNTAMALARAÐUNEYTIÐ
Laus staða
Við námsbraut I hjúkrunarfræði í læknadeild Háskóla fslands er laus
til umsóknar staða lektors (37%) í hjúkrunarfræði. Aðalkennslugrein
er heilsugæsla. Gert er ráð fyrir að staðan verði veitt til tveggja ára.
Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins.
Umsóknir, ásamt ítarlegri skýrslu um námsferil, ritsmíðar, vísindastörf
og kennslu og hjúkrunarstörf umsækjenda skulu sendar menntamála-
ráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 150 Reykjavík, fyrir 12. febrúar 1990.
Menntamálaráðuneytið,
27. desember 1989
Já... en ég nota nú
yfirleitt beltið!
| UMFEROAR
FRÁÐ
t
Útför hjartkærs sonar okkar, bróður og mágs
Jóns Eiðs Guðmundssonar
sem lés 1. janúar s.l. verður gerð frá Siglufjarðarkirkju laugardaginn
6. janúar kl. 13.30.
Margrét Jónsdóttir
Guðmundur Jónasson
JónasGuðmundsson Anh-OaoTran
ArnfríðurGuðmundsdóttir GunnarRúnarMatthíasson
+
Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma
Guðmunda Guðmundsdóttir
frá Hurðarbakl
Skólavöllum 8, Selfossi
verður jarðsungin í Selfosskirkju, laugardaginn 6. janúar kl. 13.30.
Kristján S. Guðmundsson
Guðmundur G. Kristjánsson Sólveig R. Friðriksdóttir
Haraldur M. Kristjánsson Guðlaug Guðmundsdóttir
Lárus Þór Kristjánsson
og barnabörn.
og nýárskveðjur frá honum á öldum
ljósvakans. Fáeinum klukkustund-
um síðar var hringt til okkar að
norðan og við látin vita að hann væri
þá þegar allur. Þetta kom okkur
dálítið á óvart. Að vísu vissum við
að hann hafði þá tvo til þrjá síðustu
daga legið allþungt haldinn en virtist
að morgni laugardags heldur hress-
ari og því von til að hann kæmist yfir
þetta. Sú varð þó ekki raunin. Hinsta
kallið var komið og því getur enginn
undan vikist, því öll erum við dauð-
leg mannanna börn. Mér finnst nú,
eftir þennan atburð, að ég skynji
kveðju hans á messu heilags Þorláks
með formála eitthvað á þessa leið:
Ég gerist þreyttur og svefn sækir á
mig fastar en fyrr, því skal til sængur
ganga og sofna svefninum langa.
Þann veg hljómar í mínum eyrum
hinsta kveðja Þórhalls, svanasöngur
hans hér í heimi.
Ég hlýt að láta hugann reika,
þrjátíu og níu ár aftur í tímann. Þá
átti ég jól á heimili þeirra hjóna,
Þóru og Þórhalls á Hvammstanga.
Sá hátíðleiki og hlýja sem umlukti
allt og alla á þessari hátíð Ijóssins
mun mér aldrei úr minni líða. Auð-
vitað vissi ég að ég var heitbundinn
góðri konu, Elludís dóttur þeirra, en
kynni mín af tengdaforeldrum höfðu
ekki verið mikil, eða af öðrum innan
fjölskyldunnar. En þarna varð mér
ljóst að ég var tengdur og venslaður
einu því ágætasta fólki og fjölskyldu
sem ég hafði fyrir hitt. Síðar áttu
kynnin eftir að verða meiri og nán-
ari. Og aldrei hefur sú ímynd
dvínað, heldur fékk ég það betur
staðfest eftir því sem árin liðu að
þetta hugboð mitt á jólunum 1950
var rétt.
porhallur kvæntist þann 11. sept-
ember 1920 Þóru Sigvaldadóttur.
Þau voru jafnaldra, hún fæddist
aðeins fyrr á árinu, eða 3. maí. Þóra
lést fyrir átta árum, annan dag
janúarmánaðar 1981.
Þegar þau gengu í hjónaband,
Þóra og Þórhallur, var enginn leikur
að komast yfir jarðnæði og það lá
ekki lausu eignalitlu fólki. Þetta
fengu þau að reyna ungu hjónin og
máttu því una þeim kosti fyrstu árin
að hrekjast nokkuð á milli bæja
norður á Vatnsnesi í ótryggri að-
stöðu húsmennskufólks. Lengsta og
samfelldasta ábúð þessara ára áttu
þau á Stöpum á Vatnsnesi, eða
fimmtán ár alls. Þar er rómuð fegurð
og finnst mörgum að þar beri hún
hæst á Vatnsnesinu öllu og er þá
talsvert mikið sagt. f mínum huga
orkar þetta ekki tvímælis en ég verð
þó að taka fram að þar kann að gæta
áhrifa frá konu minni. Að vísu segir
hún það aldrei berum orðum. En
viðbrögð hennar öll þegar við höfum
ekið Vatnsneshringinn eru með
þeim hætti að ekki leynir sér hvar
hún á sterkastar rætur.
Fyrir kom það að við bárum gæfu
til að fá Þórhall með í för og þá var
jafnan ekið hægt og stans gerður á í
námunda við Stapa. Ég held að
fjölskyldan öll beri mjög sterkar
kenndir til Vatnsnessins og þangað
stefnir hún för oft sumar hvert og
jafnvel oftar á stundum.
Ég hygg og að þeim hjónum, Þóru
og Þórhalli, hafi fundist að þar ættu
þau blóma ævi sinnar.
Árið 1945 festu þau svo kaup á
Hamri, litlu býli rétt fyrir norðan
Hvammstanga. Þar höfðu þau lítils
háttar búskap en Þórhallur gekk í
hverja þá daglaunavinu er til féll í
þorpinu og gerði svo æ síðan.
Vorið 1950 festu þau svo kaup á
húsinu að Lækjargötu 1, er áður hét
Brekka, og þar bjuggu þau síðan allt
til þess að Þóra féll frá. Eftir fráfall
hennar bjó Þórhallur þar einn um
skeið og naut þá styrks dætra sinna,
þeirra er best náðu til hans sökum
fjarlægðar. Á elli- og hjúkrunar-
heimilinu var hann svo meira og
minna viðloða tvö til þrjú síðustu
árin.
Heimili Þóru og Þórhalls kynntist
ég fyrst sem áður segir 1950. Þar var
gestkvæmt og segja mátti að þar
stæði opið hús hverjum þeim er
koma vildi. Bæði var kunningja- og
vinahópurinn stór og frændgarður-
inn mikill. Öllum var tekið opnum
örmum og þess voru dæmi að skotið
væri skjólshúsi yfir þá er í fá hús áttu
að venda fyrir einhverra hluta sakir,
oft um lengri eða skemmri tíma. Þá
þrjá vetur er við hjónin áttum búsetu
á Hvammstanga komum við oft til
þeirra. Næstum alltaf voru gestir og
frekar spurning um hve margir
hverju sinni. Og ætíð voru borð
hlaðin veislukosti og húsráðendum
sérstaklega lagið að halda uppi glað-
værð og góðum heimilisanda. Stund-
um leit ég inn hjá þeim á þessum
árum að kvöldlagi. Oft bar því svo
við, væri ekkert í útvarpi er freistaði,
að þá sæti Þórhallur að lestri og læsi
upphátt fyrir konu sína en hún var
þá við hannyrðir ýmiss konar, enda
féll henni sjaldan eða aldrei verk úr
hendi.
Þarna bar mér fyrir augu bænda-
menninguna eins og hún hafði verið
allar götur meðal kynslóðanna. Þar
ófust saman þættir bókmennta,
verk- og listsköpunar í margs konar
myndum.
Aldrei áttu þau Þóra og Þórhallur
miklar lendur eða lausa aura og í
byrjun búskapar munu þau hafa
verið snauð af þessa heims gæðum.
Seinni árin voru þau, að ég held,
sæmilega bjargálna. Og af góðvild
og hjartagæsku voru þau auðugri en
almennt gjörist. En kannski var sú
auðlegð þeirra þó mest að eiga hvort
annað að í blíðu og stríðu á meðan
samvistanna naut. Það var vissulega
Þórhalli mikið áfall að sjá á bak
konu sinni en þá sýndi hann að hann
var sá sterki stofn er hvorki brotnar
né bognar þótt á móti blási. Og
vissulega var Þórhallur gæfumaður.
Hann hlaut í vöggugjöf góðar gáfur,
létta lund og starfsgleði í ríkum
mæli. Lífsförunauturinn var hans
heilladís í rösklega sextíu ára hjóna-
bandi. Þau áttu barnaláni að fagna
og þeim varð fjögurra dætra auðið,
en þær eru:
Ingibjörg, var gift Þormóði Egg-
ertssyni, bónda á Sauðadalsá, hann
er látinn fyrir nokkrum árum.
Sigríður Sigurbjörg, hennar mað-
ur eru Ari Guðmundsson frá Valda-
læk. Þau hjón og einnig Ingibjörg
búa á Hvammstanga.
Elín Þórdís, gift þeim er þessar
línur ritar, nú búsett í Reykjavík.
Ástríður Bjarnveig, gift Jóni Ág-
ústssyni frá Gröf, og búa þau á
Hvammstanga.
Allar bera þær systur merki góðrar
heimanfylgju og eiga þá fjársjóði í
ríkum mæli er þær fengu í arf frá
foreldrunum og hvorki mölur né ryð
fá grandað.
Barnabörnin eru átján talsins og
barnabarnabörnin nokkuð á þriðja
tuginn. Því má segja að þau hafi
kynsæl orðið, Þóra og Þórhallur.
Nú er hinsta kveðjustundin upp
runnin og vissulega gætir nú bæði
söknuðar og trega og þó mest hjá
þeim er stóðu honum næst og þekktu
hann best. Þá er ekki síst ástæða að
tilgreina bamabömin, er öll vom
svo hænd að honum og ömmu sinni
að með afbrigðum var.
En þó söknuðurinn sé sár ber og
á hitt að líta að níræðum manni
verður örðug glíman við Elli kerl-
ingu er æ sækir fangbrögðin fastar og
án vægðar uns yfir lýkur.
Nú við leiðarlokin þökkum við
vinir hans allir og vandamenn hon-
um heilshugar samfylgdina.
Minningin um hann er geymd en
ekki gleymd, því eins og segir í
Hávamálum:
Deyr fé, deyja frændr
deyr sjálfr it sama
en orðstírr deyr aldregi
hveim sér góðan getr.
Nánustu ættingjum og vinum
votta ég innilega samúð. Guð blessi
minningu Þórhalls Bjarnasonar.
Jónas R. Jónsson
frá Melum
Grímur M. Helgason
Leiðir okkar Gríms M. Helgason-
ar lágu saman - þó ekki óslitið - í
röska hálfa öld. Á árunum 1938-1940
vorum við embættismenn í barna-
stúku austur á Seyðisfirði og sátum
hlið við hlið á fundum. Eftir það
skildu leiðir um sinn, en næst urðum
við samferða í námi í Háskóla ís-
lands 1949-1955. Enn lágu leiðir
okkar saman í Safnahúsinu við
Hverfisgötu í ársbyrjun 1964, þegar
ég hóf störf í Þjóðskjalasafni íslands
en Grímur hafði þá unnið um skeið
í Handritadeild Landsbókasafns.
Upp frá því unnum við undir sama
þaki og varla leið svo dagur að við
hittumst ekki og tækjum upp spjall
um heima og geima og oftast á léttari
nótunum.
Sem starfsmaður og síðar for-
stöðumaður Handritadeildar naut
Grímur einstakra vinsælda fyrir lip-
urð og greiðvikni í starfi. Hann var
prúðmenni í framkomu og hvers
manns hugljúfi, en hélt þó á málum
af fullri einurð ef þess gerðist þörf,
enda hreinlyndur með afbrigðum og
drengur góður. Á vinnustað var
hann iðulega mannasættir þegar í
odda skarst eða lægja þurfti öldur.
Glöggskyggni hans og vandvirkni
var slík að fulltreysta mátti hverju
því sem hann lét frá sér fara í
útgáfum eða rituðu máli.
Grímur var skilningsríkur á mann-
iega kosti og bresti samferðamanna,
gamansamur vel og skarpskyggn á
broslegu hliðamar á mönnum og
málefnum. Það er því dauflegra en
áður í gamla Safnahúsinu þegar
hann er horfinn á braut á vit hins
ókunna.
Við, starfsfólkið í Þjóðskjalasafni
íslands, minnumst Gríms með þakk-
læti fyrir alla hjálpsemi hans í okkar
garð í rúman aldarfjórðung. Fyrir
hönd okkar allra votta ég Hólmfríði,
bömunum, Vigdísi, móður Gríms,
systkinum hans og öðmm vanda-
mönnum dýpstu samúð og bið þeim
blessunar.
Gunnar Sveinsson