Tíminn - 05.01.1990, Blaðsíða 7

Tíminn - 05.01.1990, Blaðsíða 7
Föstudagur 5. janúar 1990 Tíminn 7 llllllllllllllllll VETTVANGUR llllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll Þórarinn Þórarinsson: Sovétríkin þarfnast Marshallhjálpar Perestroikan misheppnast nema vestrænt fjármagn komi til Forsetar Bandaríkjanna og Sovétríkjanna hittust fyrir nokkru á fundi á umræðuefnið hafa verið Marshalláætlun í þágu Austur-Evrópu. Meðal stjórnmálamanna í Vest- ur-Evrópu, Bandaríkjunum og Japan er nú rætt um það í sívaxandi mæli að nauðsynlegt sé að veita ríkjum Austur-Evrópu markvissa efnahagslega aðstoð í líkingu við Marshallhjálpina sem Bandaríkin veittu Vestur-Evrópu á sínum tíma. Sovétríkjunum og öðrum löndum Austur-Evrópu stóð þá til boða að vera þátttakendur í þessari hjálp en Stalín lét þessi ríki neita því þar sem sett væru óaðgengileg skilyrði. f rússneskum fjölmiðlum er nú rætt um það að Sovétríkin verði þátttakandi í nýrri Marshallhjálp eða -áætlun, ef til hennar kemur. Meðal annars gæti hún fólgist í innflutningi neysluvara en skortur á þeim veldur því að umbótastefna Gorbatsjovs sætir nú vaxandi gagn- rýni og hefur nýlega leitt til stofn- unar afturhaldsflokks í Sovétríkj- unum sem gæti haft uggvænleg áhrif ef hann næði fótfestu. Um þátttöku Sovétríkjanna í nýrri Marshallhjálp eða Marshall- áætlun er rætt í eftirfarandi grein eftir einn af ritstjórum AP-frétta- stofunnar rússnesku. Slík grein hefði verið óhugsandi í rússneskum fjölmiðli fyrir nokkrum árum. Hún er glöggt dæmi um þær breytingar sem nú eiga sér stað í Sovétríkjun- um: Að undanförnu hefur svokölluð Marshalláætlun fyrir Austur-Evr- ópu verið tekin til alvarlegrar íhug- unar meðal vestrænna þjóða og það oft í hópi háttsettra embættis- manna. Hugmyndin er að bjóða Sovétríkjunum og öðrum sósíal- ískum ríkjum opinbera aðstoð til þess að flýta fyrir efnahagslegum og öðrum breytingum og til þess að draga úr erfiðleikunum sem þessar breytingar óhjákvæmilega hafa í för með sér. t>ar sem þjóðir heims eru að verða æ háðari hver annarri munu umbæturnar í Sovétríkjunum hafa bein áhrif á efnahags- og pólitískt ástand alls heimsins og þar af leiðandi á allar þjóðir heims undantekningarlaust. Af þessu leiðir vaxandi áhugi á endanlegri heppnun perestroika og á því að varðveita sem mestan stöðugleika meðan umskiptin frá valdboðsbú- skap til markaðsbúskapar standa yfir. Ástandið á innanlandsmarkaðn- um (verðbólga, of miklir peningar í umferð og efnahagslegt ójafn- vægi) gerir það nauðsynlegt að samhliða langtímaráðstöfunum til að koma aftur á jafnvægi verði gripið til skjótra aðgerða í efna- hagslífinu sem ég held að nú séu aðeins mögulegar með hjálp mjög aukins innflutnings á neysluvörum. Miðað við núverandi hlutfall milli innanlands- og heimsmark- aðsverðs myndi það ekki kosta mjög mikið að koma á markaðs- jafnvægi - miðað við alþjóðlega mælikvarða í mesta lagi 20-25 millj- arða dollara ef reiknað er með að hver dollari sem varið er til inn- flutnings neysluvara geti gefið í tekjur 8-10 rúblur eða jafnvel meira á opinberri gengisskráningu 0,62-0,65 rúblur í einum dollara. í reynd yrði þetta, miðað við tiltölu- lega eðlilegar aðstæður, hagkvæm- asta leiðin til fjármálalegrar endur- reisnar frá efnahagslegu og þjóð- félagslegu sjónarmiði séð. Nú þarf landið að leita leiða til þess að afla sér meira af hörðum gjaldeyri. Jafnframt verður það að taka tillit til þess, nú á þessum tímamótum, að hvorki er hægt að auka verulega né skera niður ann- an innflutning, einkum korn. Einnig eru mjög arðvænlegar iðngreinar í þörf fyrir meiri fjár- festingu þar sem tæknileg endur- væðing í iðnaði, landbúnaði og öllum öðrum atvinnugreinum er ofarlega í forgangsröðinni. En það stöðuga fjármagnsinnstreymi sem þörf er á er ekki fyrir hendi. Og það í landi þar sem óréttlætanlega hár hluti nettó þjóðarframleiðsl- unnar er lagður til hliðar, eða allt að 30% samanborið við 6-7% í Bandaríkjunum. Nú ber brýna nauðsyn til að örva innstreymi fjármagns erlendis frá til að glíma við lausn fjölmargra félagslegra og efnahagslegra verk- efna. Það sem líka gerir þetta bráðnauðsynlegt er að sovéskur iðnaður stendur á lágu stigi tækni- lega, stjórnunarlega, viðskipta- og markaðslega og er afturúr á mikil- vægum sviðum vísinda og tækni. Það er almenn reynsla í heimin- um að þjóðir sem eru að gera róttækar breytingar á efnahagslegu Miðjarðarhafi; þar mun eitt helsta mynstri sínu verða að flytja inn fjármagn frá heimsmarkaðnum, þannig að heildarneysla og fjárfest- ingar verða meiri en innlendum sparnaði nemur. Ef um er að ræða alþjóðlegt streymi vöru og fjár- magns þá gerist þetta og eru Sovét- ríkin þar engin undantekning. Á þessu stigi gæti innstreymi fjár- magns erlendis frá dregið úr áhrif- um erfiðleika sem upp hafa komið á brautinni til markaðsbúskapar. Ennfremur eru mikil vandamál samfara því að fá meðallöng og langtímalán hjá vestrænum bönkum, svo og að setja tryggingar fyrir þeim, því frá 1989 flokka einkabankar Sovétríkin sem hugs- anlega ótraustan lánþega. Þetta felur í sér hækkun vaxta þannig að þeir verða mjög óaðgengilegir - 16-19% greiddir í dollurum. Af- leiðingin er erfiðleikar við að afla nýrra lána og við endurfjármögnun eldri lána, sem nú nema um 40 milljörðum dollara eins og nauð- synlegt er vegna viðskiptahallans. Vandinn í sambandi við það að laða að fjármagn erlendis frá stafar því fyrst og fremst af þeirri stað- reynd að í fjármálaheiminum ríkja efasemdir um getu Sovétríkjanna til að ráða við vandann. í stuttu máli telur hinn vestræni viðskipta- heimur tryggingar fyrir endur- greiðslu lánanna ekki nægilega ör- uggar. Slíkar tryggingar mætti setja með því að gulltryggja hluta feng- inna bankalána eða með öðrum ábyrgðum. Þetta gæti verið hag- kvæmt við lausn skammtíma- vandamála. En þegar til lengri tíma er litið er aðeins hægt að leysa lánstraustsvandann með aukinni efnahagslegri samverkan með því að opna sovéskt efnahagslíf fyrir umheiminum. Þetta markmið er kjarni efnahagslegra umbóta. Við- leitni til þess að ná því felur m.a. í sér breytingar á efnahagskerfinu innanlands og nýja afstöðu til stofnunar efnahagstengsla við önn- ur Iönd í samræmi við viðurkennd- ar alþjóðlegar venjur. Hér ber sérstaklega að nefna fyrirhugaða upptöku innleysanlegrar rúblu í áföngum en cinhliða aðgerðir myndu tæpast nægja í þessu tilliti. Það þjónar hagsmunum allra þjóða að auðvelda Sovétríkjunum víðtækan aðgang að alþjóðlegu efnahagslífi með öllum ráðum. Þetta er hins vegar ekki spurning um góðgerðastarfsemi eða ókeypis aðstoð. Nú ríður á að hefja alvar- legar viðræður um pólitísk og skipulagsleg grundvallaratriði er tengjast sovéskri þátttöku í efna- hagslífi heimsins og að skapa hag- stætt pólitískt andrúmsloft fyrir alþjóðlega efnahagslega samræm- ingu, bæði með tvíhliða og fjöl- hliða samningum og innan vébanda GATT, IMF, alþjóðabankans og annarra alþjóðlegra stofnana. Að því er varðar stjórnun efna- hagstengsla í heiminum, þá er nú lögð áhersla á samhæfingu, svo og samræmdar breytingar á innan- landspólitíkinni sem fela m.a. í sér vissar skuldbindingar í þessu sam- bandi. Ef til vill er nú orðið tímabært að skoða sovéskar innan- landsumbætur með tilliti til þess hvernig þær samsvara þeim þáttum sem ráða úrslitum um þróun al- þjóðlegra efnahagsmála og það er kominn tími til þess að leita leiða til betra skipulags og virkari sam- verkunar efnahagskerfisins. IIIIIIIIIIIIHIIIIIIII fiskeloi il. !llillil|l '■ilHIIIIHy,, ■il'|lllllllllllllii:|.; H.|;|||||||||||||^ ■"■llllllliLl.., !l!!llllllllllllll,li ............................................................................................................................................................. ............................................................... .................................. ............................. ....................................... Laxahafbeit í Noregi Norsk stjómvöld hafa nýlega ákveðið að ráðast í umfangs- miklar hafbeitartilraunir með lax, sjóbleikju, þorsk og humar. Stefnt er að því á næsta ári að finna út hvernig best sé staðið að málum svo að þau þróist í fjárhagslega hagkvæman búning. Ráðgert er að tilraunatímabilið taki til 5 til 7 ára og kosti um 225 milljónir norskra króna eða tæplega 2 milljarða íslenskra króna. í sambandi við aukna nýtingu á hafsvæðum í Norður-Atlantshafi með laxahafbeit hugsa menn til þess í Noregi að þeir missi ekki sína hlutdeild í að beita á afréttinn mikla. Þegar hafa íslendingar, írar og Kan- adamenn sleppt gönguseiðum í veru- legum mæli úr hafbeitarstöðvum á átusvæðin í hafinu og Norðmenn vilja ekki sitja eftir í þeim efnum eins og eðlilegt er. Ljóst er að laxahafbeit í Noregi er nú fýsilegri kostur en áður var, því að með reknetaveiðibanninu, sem sett var 1989, hverfur á brott stór hluti veiðiskapar á laxi úr sjónum. Og jafnframt hafa verið settar reglur um veiði í kálfanætur við strönd Noregs. Þurfa menn nú sérstök leyfi til að stunda þar veiði og takmörkun verður á þessum veiðum framvegis. Norðmenn stefna á að í laxahaf- beitinni verði komið í veg fyrir ýmis vandamál er varða villta laxastofn- inn í Noregi. Hann hefur, sem kunnugt er, ekki átt sjö dagana sæla undanfarin ár. Sjúkdómar, mengun, eldislaxinn og ofveiði í sjónum hafa valdið þungum búsifjum á villta stofninum. Svo rammt kvað að þessu að sett var veiðibann á ýmsar ár seinni hluta sumars 1989 til að tryggja hrygningarfisk í ámar. I haust var hafist handa með að afla hrogna úr laxi í ám á Hörðalandi í hafbeitartilraunir, því ætlun Norðmanna er að sleppa í ýmsar ár í Hörðalandi vorið 1991 100 til 20Q þúsund gönguseiðum af laxi. Á Helgulandi er þegar hafið svipað starf, eins og á Hörðalandi og þar munu seiðin verða á síðara stigi sett í flotkvíar í fersku vatni og fóðruð þar til þau fara til sjávar. Vitao er að Norðmenn horfa mjög til íslands í sambandi við hafbeitar- tilraunir sínar og láta mikilvæga og hagnýta reynslu Islendinga verða sér að leiðarljósi í þessum efnum. Þá telja frar að gífurleg aukning í laxahafbeit hér á landi muni verða til að lækka einingarverð á fram- leiðslukostnaði við Iaxinn á næstu fimm til tíu ámm, sem ekki mun af veita vegna verðlækkunar á laxi á heúnsmarkaði. Ymsum fleirum en Norðmönnum og frum er það ljóst að fslendingar hafa verið brautryðjendur á sviði öflugrar laxabeitar í Atlantshafi, enda tilraunastarf staðið hér alit frá árinu 1961, að Laxeldisstöðin í KoIIafirði var stofnsett m.a. í þess- um tilgangi. Það starf hefur skilað mikilvægum árangri. Sjúkdómar mesti skaðvaldur í fiskeldi í skýrslu um tjón í matfiskeldi og iðgjöld vegna fiskeldistrygginga í Noregi fyrir árin 1984 til 1988 kemur fram að tjón af völdum sjúkdóma í fiskeldi vegur þyngst. Þannig er hlutfall tjóna af völdum fisksjúk- dóma þessi ár frá 60,5% í 81,2% að frátöldu árinu 1988 þegar prósentan var 28,1% en þá olli þörungaplágan 34,7% tjóni af heild, en það var óþekkt áður. Næst í röðinni sem tjónvaldur í fiskeldi kemur óveður sem er frá 7,1% til 29,8% ofangreind ár, en þar næst ýmis tjón frá 5,0% til 16,2% og skemmd á neti í eldiskví er með 1,4% til 7,9% af tjónum. Fjárhagslegar niðurstöður trygg- ingarfélaga benda til þess að iðgjöld hafi aðeins í tvö ár af árunum 1984 til 1988 staðið undir tjónum. Þetta var árið 1986 þegar iðgjald og tjón voru í járnum og 1988 þegar iðgjöld námu 145,8 millj. norskrá króna, en tjónin 110,1 millj. nkr. Hin árin var tapið nokkuð hvert ár og umtalsvert ánð 1984. Auðvitað eru þetta lág- markstölur vegna þess að eigendur eldisstöðva hafa þurft að taka á sig hluta af kostnaði vegna tjóna. í Noregi eru um lOOOeldisstöðvar, þar af 700 matfiskeldisstöðvar og 300 klakstöðvar, sem greiddu á árinu 1988 um 146 millj. nkr. í iðgjöld til tryggingarfélaga. Tekur þetta til sex innlencfra félaga um tryggingar og 3 til 4 erlendra félaga sem sum hafa umboðsmenn í Noregi. Heimild: Nordisk Aquakultur. eh.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.