Tíminn - 05.01.1990, Blaðsíða 15

Tíminn - 05.01.1990, Blaðsíða 15
000" ivjnf.i >. v.r.fO'j.'.vl Fostudagur 5. jaríuar 1990 ' ' ! 'l.'l I I £ f Tíminn 15 ÍÞRÓTTIR íþróttamaður ársins 1989: Alfreð Gíslason kjörinn Kjöri íþróttamanns ársins 1989 var lýst í gærkvöldi í hófi sem Samtök íþróttafréttamanna og Flug- leiðir buðu til á Hótel Loftleiðum. Umgjörð kjörsins var mjög glæsileg að þessu sinni og sýnt var beint frá kjörinu í Ríkissjónvarpinu. Hand- knattleiksmenn máttu vel við sinn hlut una í kjörinu að þessu sinni, þeir lentu í þremur efstu sætunum, enda afrek þeirra glæsileg á árinu. Samúel Örn Erlingsson formaður Samtaka íþróttafréttamanna lýsti kjörinu og afhenti íþróttamanni árs- ins 1989 Alfreð Gíslasyni handknatt- sína sem viðurkenningu til allra liðsmanna handknattleikslandsliðs- ins fyrir góðan árangur. Formaður Samtakanna sagði meðal annars í ræðu sinni: „Sæmdarheitinu fþróttamaður ársins fylgir vegsemd og virðing og ábyrgð. Hann bætist í stóran hóp; 21 íþróttamaður hefur unnið titilinn í þau 33 skipti sem hann hefur verið veittur. Enginn oftar en Vilhjálmur Einarsson, sem vann hann í fimm af fyrstu 6 skiptunum. íþróttafrétta- menn hafa metið afrek ársins sem nýliðið er, rótað í annálum sínum og Alfreð Gíslason er þrítugur leikmaður KR og Bidasoa á Spáni. Hann var dýrmætur í vörn og sókn í Frakklandi og var og kjörinn besti leikmaður B-keppninnar, sem glögglega setur hann á bekk með bestu handknattleiksmönnum heims. Alfreð lék hér á landi í fyrra og stóð að baki silfurverðlaunum KR-inga á íslandsmótinu og þar með sæti Iiðsins í Evrópukeppni. Leikmenn og þjálfarar kusu hann besta leikmann fslandsmótsins. f haust hélt hann utan á ný og hefur leikið aðalhlutverk hjá liði sínu, íþróttamaður ársins 1989 Alfreð Gí: leiksmanni, verðlaun sín. Alfreð sagði í stuttu sjónvarpsvið- tali skömmu eftir að úrslit í kjörinu lágu fyrir að hann liti á útnefningu Handknattleikur: Tékkar í heimsókn í kvöld mætir íslenska lands- liðið því tékkneska í íþrótta- húsinu Digranesi kl. 20.00. Tékkneska liðið mun síðan mæta okkar mönnum á ný á laugardag og á sunnudag, en þá verður leikið í Laugardals- höll. BL ason með verðlaunagripi þá sem fylgja heimildum. Og valið er eins og segir í reglugerð samtakanna, samkvæmt árangri íþróttamanna á árinu og með tilliti til reglusemi, ástundunar, prúðmennsku og framfara. Félags- mönnum var vandi á höndum, hver þeirra tíu ágætu íþróttamanna, sem •hér eru, gæti vissulega borið þetta sæmdarheiti með sóma, með tilliti til liðins árs. En íþróttamaður ársins er aðeins einn hverju sinni. Það má ljóst vera að meirihluti félagsmanna hefur metið eitt afrek öðru meira á árinu 1989. Ég býð velkominn í hóp íþróttamanna árs- ins besta íþróttamann íslandsmóts, heimsmeistaramóts og nú, íþrótta- mann ársins: fyrsta handknattleiks- manninn í 18 ár, Alfreð Gíslason. nafnbótinni. Tímamynd Fjctur. Bidasoa, í toppbaráttu spænsku deildarinnar þar sem flestir bestu handknattleiksmenn heims leika nú. Kristján Arason er 28 ára leikmaður Teka á Spáni. Hann var sem fyrr ómissandi hlekkur í hand- knattleikslandsliðinu og framganga hans í Frakklandi frábær. Sérfræð- ingar töldu hann ein besta leikmann heims og andstæðingarnir lögðu ávallt mikið í að gæta hans. Þetta losaði um félaga hans og undirstrik- aði breiddina í liðinu. Kristján hefur skorað á annað þúsund mörk í á þriðja hundrað landsleikjum. Hann varð spænskur bikarmeistari með liði sínu Teka í vor og er nú í fararbroddi þess í toppbaráttunni. Þorgils Óttar Mathiesen fyrirliði er 27 ára. Hann fór í broddi liðsins í Frakklandi og samvinna hans og félaga hans var með miklunt ágæt- unt. Hann var, eins og Alfreð og Kristján, talinn á meðal bestu leik- manna heims á síðasta ári og var valinn í heimslið sem lék í Portúgal í sumar. Hann fór einnig fyrir félög- um sínum í FH og tók við þjálfun liðsins í haust. Undir forystu hans er liðið nú þar sem baráttan er heitust um íslandsmeistaratitilinn.“ Kjör íþróttamanns ársins 1989 Úrslit: 1. Alfreð Gíslason handknattleikur .... 350 2. Kristján Arason handknattleikur .... 282 3. Þorgils óttar Mathiesen handknattl. . 181 4. Bjarni Friðriksson júdó...............160 5. Ragnheiður Runólfsdóttir sund........131 6. Ásgeir Sigurvinsson knattspyrna .... 93 7. Einar Vilhjálmsson spjótkast ......... 86 8. Sigurður Einarsson spjótkast ........ 62 9. Arnór Guðjohnsen knattspyrna .... 36 10. Þorvaldur örlygsson knattspyrna .... 27 Aðrir sem hlutu atkvæði eru þessir: Úlfar Jónsson golf........................ 23 Sigurður Grétarsson knattspyrna .......... 21 Halldór Svavarsson karate................. 15 Pétur Pétursson knattspyma ............... 14 Jón Kr. Gíslason körfuknattleikur......... 11 Pétur Ormslev knattspyrna ..................7 Sigurður Sveinsson handknattleikur..........7 Eyjólfur Sverrisson knattspyrna.............5 Einar Þorvarðarson handknattleikur........4 Sigurbjöm Ðárðarson hestaíþróttir...........4 Bjami Sigurðsson knattspyrna................4 Fjóla Ólafsdóttir fimleikar.................3 Guðmundur Guðmundsson handknattlcikur 3 ólafur H. ólafsson glíma....................3 Sigrún Huld Hrafnsdóttir íþr. fatlaðra .... 3 Broddi Kristjánsson badminton ..............2 Haraldur ólafsson lyftingar.................2 Vésteinn Hafsteinsson kringlukast...........2 Guðríður Guðjónsdóttir handknattlcikur . . 1 Kristinn Bjömsson skíði.................... 1 1x2 1x2 1x2 1x2 1x2 Get-raunir!!!@ Tólfumar vom tvær í síð- ustu viku, þeirri 52. og síð- ustu í röðinni á árinu sem leið. Tvöfaldi potturinn gekk því út og við hefjum árið með 1. leikviku, nýjum hóp „Vorleik“ verður hleypt af stokkunum auk nýrrar fjölmiðlakeppni. Vinningshafarnir í síð- ustu viku sem voru með 12 rétta, fengu í sinn hlut 329.478 kr. en annar þeirra var að auki með 7 raðir með 11 réttum þannig að hann fékk í sinn hlut 445.762 kr. Fyrir 11 rétta voru greiddar í vinning 16.612 kr. en alls komu fram 17 raðir með 11 réttum. í bráðabana í síðasta hóp- leik hreppti SOS efsta sætið, en TVB16 varð í öðru sæti. Hópurinn Hulda kom síðan í þriðja sæti. Leikirnir á seðli vikunnar eru úr 3. umferð ensku bikarkeppninnar og Ríkis- sjónvarpið mun sýna leik Stoke og Arsenal í beinni útsendingu kl. 15.00. Sölu- kerfinu verður lokað kl. 14.55. Yfirferð verður lokin kl. 17.30. Ath. að leikjun- um verður ekki framlengt. Blackbum-Aston Villa: 2 Liðið sem er í öðru sæti 1. deildar á að hafa sigur gegn 2. deildarliði Blackburn svo mikið er víst. Brighton-Luton: x Bæði þessi lið eiga í basli í Deildarkeppninni, Luton á botni 1. deiídar og Brighton í neðri hluta 2. deildar. Jöfn viðureign. Crystal Palace- Portsmouth: 2 Óvæntur sigur botnliðs Portsmouth í 2. deild á 1. deildarliði Palace. Hull-Newcastle: x Jafntefli hjá2. deildarliðun- um. Leeds-Ipswich: x Bikarbaráttan í algleymingi og úrslit ráðast ekki í þessari viðureign, aukaleik þarf. Manchester City- Millwall: 2 Botnlið úr 1. deildinni skilja jöfn. Middlesborough- Everton: 2 Alveg öruggur útisigur Everton. Plymouth-Oxford:x Enn eitt jafnteflið á seðlin- um, en þessi lið leika bæði í 2. deild. Stoke-Arsenal: 2 Arsenal hefur betur í sjón- varpsleiknum enda í efstu sætum 1. deildar, en Stoke er neðst í 2. deild. Tottenham- Southampton: 1 Heimaliðið hefur betur að þessu sinni, en liðin eru áþekk að getu. WBA-Wimbledon: 2 Wimbledon er mikið bikar- lið og. WBA ætti ekki að verða liðinu fjötur um fót inní 4. umferð keppninnar. Wolves-Sheffield Wed.: 1 Úlfarnir hafa betur á heima- velli sínum gegn 1. deildar- liðinu. BL FJÖLMIÐLASPÁ LEIKIR 6. JAN. '90 J m S z z 3 F z z 3 > s n. DAGilR © Q. cr ■3 </) £ cc í BYLGJAN Ot :§ fc G § m « s SAMTALS 1 X 2 Blackburn - Aston Villa 2 T 2 2 2 X 2 1 2 2 1 1 8 Brighton - Luton 1 2 X 2 1 X 1 X 1 1 5 3 2 C. Palace - Portsmouth 1 2 1 1 1 1 1 1 1 9 0 1 Hull - Newcaslle X 2 X 2 2 2 2 J_ 1 X 1 3 6 Leeds - Ipswich 1 1 X 1 1 1 1 1 1 1 9 1 0 Man. City - Millwall 1 1 2 X 2 1 1 1 1 1 7 1 2 Middlesbro - Everton 2 2 2 2 2 2 2 X 2 2 0 1 9 Plymouth - Oxford X 1 X 1 X 1 1 X 1 1 6 4 0 Stoke - Arsenal 2 2 2 2 2 2 2 2 2 2 0 0Í1OI Tottenham - Southampton 1 1 1 1 1 1 1 f 1 X 9 1 0 W.B.A. - Wimbledon X 2 2 X 2 f 1 1 1 X 4 3 3. Wolves-Sheff.UW: VJCÖ. 1 2 1 1 1 X X 1 1 2 6 2 2

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.