Tíminn - 05.01.1990, Blaðsíða 10

Tíminn - 05.01.1990, Blaðsíða 10
10 Tíminn Föstudagur 5. janúar 1990 íf! Lóð undir ’|f atvinnuhúsnæði Reykjavíkurborg hyggst selja byggingarlóðina nr. 46 við Suðurlandsbraut í Reykjavík ef viðunandi tilboð fæst. Lóðin er 6.573 ferm. að stærð og má reisa á henni iðnaðar-, verslunar- og þjónustuhús að hámarki 4.930 ferm. að gólfflatarmáli. Nánari upplýsingar verða veittar á skrifstofu borg- arverkfræðings, Skúlatúni 2, 3. hæð, sími 18000. Þar fást einnig afhentir söluskilmálar og skipulags- skilmálar. Tilboðum skal skila í lokuðu umslagi til skrifstofu- stjóra borgarverkfræðings, Skúlatúni 2, í síðasta lagi föstudaginn 19. janúar 1990 kl. 16.00. Borgarstjórinn í Reykjavík. rkwrvrxoo i «nr Framsóknarfólk Siglufirði og Fljótum Munið hádegisverðarfundinn á Hótel Höfn, föstudaginn 5. janúar. Stjórnin Akurnesingar Bæjarmálafundur laugardaginn 6. janúar kl. 10.30 í Framsóknarhús- inu við Sunnubraut. Fundarefni álagning gjalda fyrir árið 1990. Mætið hress á nýju ári. Bæjarfulltrúarnir. Þingmálaráð - Reykjavík Þingmálaráð Fulltrúaráðs framsóknarfélaganna í Reykjavík heldur fund með Guðmundur G. Þórar- inssyni alþingismanni laugardaginn 6. desember kl. 10.30 í Nóatúni 21. Fulltrúaráðið. Guðmundur G. Þórarinsson Jólahappdrætti Framsóknarflokksins Dregið var í Jólahappdrætti Framsóknarflokksins 23. desember s.l. en númerin eru í innsigli hjá Borgarfógeta til 10. janúar 1990. Velunnarar flokksins sem ekki hafa greitt heimsenda gíróseðla eru hvattir til að gera skil eigi síðar en 10. janúar. Allar frekari upplýsingar veittar á skrifstofu flokksins eða í síma 91-24480. Framsóknarflokkurinn. Eftirtalin vinningsnúmer komu upp í jólaalmanaki S.U.F. 1989: 1 .des. 1. vinningur nr. 5505. 2. vinningur nr. 579 2. des. 3. vinningur nr. 4348 4. vinningur nr. 2638 3. des.„ 5. vinningur nr. 2656 6. vinningur nr. 2536 4. des. 7. vinningur nr. 4947 8. vinningur nr. 1740 5. des. 9. vinningur nr. 1341 10. vinningur nr. 4997 6. des. 11. vinningur nr. 4635 12. vinningur nr. 5839 7. des. 13. vinningur nr. 1937 14. vinningur nr. 3035 8. des. 15. vinningur nr. 1996 16. vinningur nr. 3860 9. des. 17. vinningur nr. 1840 18. vinningur nr. 4217 10.des. 19. vinningur nr. 3935 20. vinningur nr. 5514 11 .des. 21. vinningur nr. 546 22. vinningur nr. 1162 12.des. 23. vinningur nr. 5442 24. vinningur nr. 3569 13. des. 25. vinningur nr. 5943 26. vinningur nr. 4362 14. des. 27. vinningur nr. 1617 28. vinningur nr. 3647 15. des. 29. vinningur nr. 648 30. vinningur nr. 4822 16. des. 31. vinningur nr. 1136 32. vinningur nr. 3458 17. des. 33. vinningur nr. 3806 34. vinningur nr. 1981 18. des. 35. vinningur nr. 5960 36. vinningur nr. 1595 19. des. 37. vinningur nr. 568 38. vinningur nr. 5842 20. des. 39. vinningur nr. 1107 40. vinningur nr. 1353 21 .des.- 41. vinningur nr. 1817 42. vinningur nr. 3876 22. des. 43. vinningur nr. 1159 44. vinningur nr. 4030 23. des. 45. vinningur nr. 3430 46. vinningur nr. 3338 24. des. 47. vinningur nr. 3195 48. vinningur nr. 123 Velunnarar. Þeir sem hafa áhuga á að styrkja samtökin, eru hvattir til að greiða heimsenda gíróseðla og leggja á þann hátt baráttunni lið. Allar frekari upplýsingar í síma 91-24480 eða 91-21379 og á skrifstofunni, Nóatúni 21, Reykjavík. Velunnarar, látið ekki happ úr hendi sleppa Samband ungra framsóknarmanna. Magnús Ingvarsson með eitt af „fjallamálverkum“ sínum. Sýning Magnúsar að Réttarhálsi 2 1 dag, föstudaginn 5. janúar kl. 17:00 opnar Magnús Ingvarsson sölusýningu á landslagsmálverkum í húsnæði Rekstrar- vara að Réttarhálsi 2. Tilefni sýningarinnar er að þá opna Rekstrarvörur glæsilegt húsnæði þennan dag, nákvæmlega ári eftir að fyrirtækið brann í stórbrunanum að Réttarhálsi 2. Þetta er þriðja einkasýning Magnúsar og jafnframt sú fyrsta í Reykjavík. Hann hefur tekið þátt í samsýningum á vegum myndlistarklúbbs Mosfellsbæjar, sem er undir handleiðslu Jóns Gunnarssonar list- málara í Hafnarfirði. Magnús er frá Hamri í ísafjarðardjúpi, en hefur búið undanfarin ár í Mosfellsbæ. Hann hefur stundað rósamálun á tré- muni, svo sem kistur, skápa, kirkjumuni o.fl. Hann hefur mikiðferðast um hálendi íslands og málað, og stundum fengið nafnbótina „Fjallamálarinn". Sýningin verður opin til 26. janúar á afgreiðslutíma Rekstrarvara, sem er mánud. til föstud. kl. 08:00-17:00. John Speight syngur á Akranesi Tónleikar verða í safnaðarheimilinu Vinaminni á Akranesi kl. 14:30 laugard. 6. jan. Þar syngur John Speight, bariton, og Jónas Ingimundarson lcikur á píanó. Flutt verða lög eftir Purcell, Ives, Britten, Wolf, Schubert og Schumann. Tónleikar í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar Laugardaginn 6. janúar leikur Hlíf Sigurjónsdóttir, fiðla, Christian Giger, selló og David Tutt á píanó Píanótríó eftir Mendelssohn og Brahms. Þrettándagleði Barðstrendingafélagsins Barðstrendingafélagið í Reykjavík heldur Þrettándagleði í Hreyfilshúsinu laugardaginn 6. janúar og er húsið opnað kl. 21:00. Skemmtinefndin biður félaga og gesti þeirra að mæta í furðufötum, grímubún- ingum - eða þá í jólafötunum. Þrettándafagnaður Héraðsmanna í Reykjavík Félagsmenn Átthagasamtaka Héraðs- manna, svo og aðrir Héraðsmenn, vinir og kunningjar, ætla að hittast í „Bláa salnum“ að Hótel Sögu laugardaginn 6. janúar kl. 20:30. Laugardagsganga Hana nú Vikuleg laugardagsganga Hana nú í Kópavogi verður á morgun, Iaugard. 6. janúar. Lagt af stað frá Digranesvegi 12 kl. 10:00. Nú hefst nýtt gönguár. Á síðasta ári tóku á annað þúsund Kópavogsbúar þátt í bæjarrölti Hana nú. Frístundahópurinn Hana nú minnir á þetta einfalda trimm sem er ætlað öllum, ungum sem eldri. „Markmiðið er: samvera, súrefni og hreyfing. Nýlagað molakaffi alla laugar- dagsmorgna í upphafi göngunnar," segir í tilkynningu frá Hana nú. Sunnudagsferð F.Í. Ferðafélag íslands fer sunnudagsferð 7. jan. kl. 13:00: Óttarsstaðir - Kapellan í hrauninu. Geng- ið um Rauðamel, Slunkaríki, Lónakot og Úttarsstaði að Kapellu heilagrar Barb- öru. Fararstjóri: Kristján M. Baldursson. Brottför frá Umferðarmiðstöðinni (BS{), austanmegin. Farmiðar við bíl (500 kr.). Frítt er fyrir börn með fullorðnum. Ferðaáætlun 1990 er komin út. Henni verður dreift víða og send til allra fé- lagsmanna F.í. Myndakvöld miðvikudagskvöldið 10. jan. kl. 20:30 í Sóknarsalnum Skipholti 50 A. Vetrarkvöldganga og blysför fimmtu- dagskvöldið 11. jan. kl. 20:00 Þorrablótsferð í Þórsmörk verður helg- ina 2.-4. febr. Þingvallaferð sunnud. 14:00 jan. kl. 11:00. Illllllllllllllllllllllll BÆKUR llllllllillllllllllllllllllllllllllllilllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllillllllllllllllllllllllllllllllllllllllillllllilllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll^ Stangaveiðin 1989 Frjálst framtak hf. hefur gefið út bókina Stangaveiðin 1989 eftir Guðmund Guðjónsson og Gunnar Bender. Eins og nafn bókarinnar gefur til kynna fjallar hún um stangaveiðina á íslandi árið 1989 og koma bæði laxveiðar og silungsveiðar við sögu. Stangaveiðin 1989 skiptist í þrjá meginkafla. Fyrsti kaflinn heitir Veiðisumarið 1989. Þar er fjallað um lax- og silungsveiðina í einstökum ám sl. sumar og gerður samanburður við fyrri ár. Annar kaflinn heitir Fréttaannáll. í þessum kafla er fjallað um það markverðasta sem gerðist á árinu og er m.a. fjallað um verð á veiðileyfum, um félagsstarfsemi stangaveiðimanna og þama er einnig að finna veiðisögur frá sl. sumri, margar skondnar. Þriðji kaflinn heitir Silungsveiðin. Þar er fjallað um silungsveiðina í einstökum vötnum og veiðiám sl. sumar. Höfundar bókarinnar, Guðmundur Guðjónsson og Gunnar Bender, eru báðir vel þekktir meðal stangaveiðimanna fyrir skrif sín um stangaveiði en Guðmundur hefur um árabil skrifað veiðifréttir í Morgunblaðið en Gunnar í DV. Þá hafa þeir báðir skrifað bækur um stangaveiði. í bókinni eru fjölmargar ljósmyndir frá stangaveiðisumrinu 1989 og gefa þær bókinni aukið gildi. Stangaveiðin 1989 er 122 blaðsíður. Bókin er prentunnin í Prentsmiðjunni Odda en auglýsingadeild Frjáls framtaks hf. hannaði kápu. Um uppeldi - rit Guðmundar Hjalta- sonar um uppeldismál Frjálst framtak hf. hefur gefið út bókina Um uppeldi eftir Guðmund Hjaltason (1853-1919). Dr. Bragi Jósefsson bjó bókina til prentunar og skrifaði inngangsorð og skýringar við texta. Guðmundur Hjaltason var einn helsti frumkvöðull alþýðumenntunar á íslandi og mikill baráttumaður fyrir því að almenningur ætti kost á menntun og skólagöngu. Guðmundur fór til Noregs og Danmerkur og stundaði þar nám við lýðháskóla. Þegar hann kom heim aftur hóf hann störf sem kennari og fyrirlesari og fór víða um land. Hann var mikill uppeldisfrömuður og hafði ákveðnar skoðanir á því hvernig ætti að ala upp börn og hvernig kennarar ættu að bera sig við kennslu. Guðmundur lést árið 1919. Dr. Bragi Jónsson hefur rannsakað ritverk og kenningar Guðmundar Hjaltasonar. Gerir hann grein fyrir þeim rannsóknum í inngangi bókarinnar. Um uppeldi er 130 blaðsíður. Bókin er prentunnin í Prentstofu G. Benediktssonar. Nýr lykill að landinu íslandshand- bókin - náttúra, saga og sérkenni Út er komið hjá Erni og örlygi mikið rit, nýr lykill að landinu, ætlað þeim sem vilja fræðast um landið sitt, náttúru þess, sögu og sérkenni, hvort sem þeir eru heima hjá sér, á ferðalagi eða á vinnustað. Ritið nefnist íslandshandbókin og ber undirtitilinn náttúra, saga og sérkenni. Efni ritsins er að nokkru sótt í hið vinsæla rit, Landið þitt ísland, en uppbygging og framsetning efnis er með allt öðrum hætti. Ritstjórar ritaðs máls eru þeir Tómas Einarsson kennari og Helgi Magnússon útgáfustjóri en myndritstjóri er Örlygur Hálfdanarson. Hin nýja útgáfa er helguð minningu Ásgeirs S. Bjömssonar útgáfustóra sem lést 20. ágúst sl., en hann lagði ásamt fyrrgreindum ritstjórum gmnninn að tilurð verksins. í íslandshandbókinni er efninu skipt eftir sýslum landsins og í stafrófsröð innan þeirra. í upphafi hvers sýslukafla er kort af sýslunni. Á þvi korti em sýndir aílir vegir sem um sýsluna liggja ásamt tilheyrandi vegnúmemm. Kortið kemur að notum þegar fólk skipuleggur för sína um sýsluna og sem vegakort eftir að haldið er af stað. í íslandshandbókinni em um 1300 litmyndir, hún er í tveimur bindum, alls rúmlega 1000 blaðsíður. Setning filmun og litgreiningar var unnið hjá Korpus hf. en prentun og band hjá Odda hf. Bókin um náttúru- lækningar Iðunn hefur gefið út nýja bók sem ber heitið Bókin um náttúrulækningar eftir Brian Inglis og Ruth West. Er þetta yfirgripsmesta bók sem út hefur komið á íslensku um hvers kyns náttúmlækningar og óhefðbundnar lækningaleiðir. Nefna má grasalækningar, smáskammtalækningar, bein- og liðskekkjulækningar, nudd, aðferð Alexanders, nálarstungur, þrýstipunktameðferð, jóga, lita- og listmeðferð, dálækningar, huglækningar, lífræna endursvömn, pólunarmeðferð, græðisnertingu, huglækningar og tugi annarra meðferðartegunda. Aðalbjörg Jónsdóttir, Þórey Friðbjömsdóttir og Magnea Matthíasdóttir þýddu bókina.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.