Tíminn - 09.01.1990, Page 15

Tíminn - 09.01.1990, Page 15
Þriðjudagur 9. janúar 1990 '' Tíminri 15 Iþróttir ;iiMillHHHIlll'l'H1' ,.;iJillllllllHIH'r!': ■.i:Milllllllllllllll!llIj :il|illlllllllllllll|l|i|ll'l!'i■ .:iiiliiiilJilillllllllil'm1 .IfIÍIIIÍIIIIIIIIIIiI'I'I"' ■ ilillllllllllllllllimT!' ililllllllllllllll!ll1: ;ijilllllllllllllllllllllÞI! ' ';iililllllll Kristján Arason skorar eitt marka sinna gegn Tékkum í Laugardalshöllinni um helgina Tímamynd Pjetur. Handknattleikur - Ísland-Tékkóslóvakía: Tólf mörk Júlíusar í tapleiknum Eftir stórsigur íslendinga á Tékk- um á föstudagskvöld áttu margir von á að ekki gengi eins vel í næsta leik. Það gekk eftir, íslenska liðið náði aldrei tökum á leiknum og Tékkar fóru með sigur af hólmi 20-22. Tékkar höfðu jafnan frumkvæðið í leiknum, léku af yfirvegun og ákveðni. í leikhléinu var staðan 10-11 gestunum í vil. Bilið breikkaði í síðari hálfleik en undir lokin náði fslendingar að minnka muninn í 1 mark 18-19. Tékkar létu þó ekki sigurinn sér úr greipum ganga og lokatölur voru 20-22. Markahæstir Tékka voru Dara og Sovadina með 6 mörk hvor. Mörk íslands: Júlíus Jónasson 12/ 8, Kristján Arason 2, Héðinn Gils- son 2, Bjarki Sigurðsson 2, Alfreð Gíslason 1 og Sigurður Gunnarsson 1 BL Handknattleikur - Kvennalandsliðið: Jafntefli og sigur Ísland og Finnland mættust tví- vegis í kvennaflokki í handknattleik um helgina. í fyrri leiknum tefldi ísland fram A-liði sínu og sigraði 17-14. Þær Inga Lára Þórisdóttir og Ragnheiður Stephensen voru markahæstar með 4 mörk hvor. B-landsliðinu var teflt fram í síðari leiknum sem lauk með 14-14 jafn- tefli, eftir að finnska liðið hafði haft undirtökin lengst af. Halla Helga- dóttir var markahæst í íslenska lið- inu með 5 mörk. BL í kvöld! 4 körfuleikir í kvöld eru á dagskrá fjórir leikir í úrvalsdeildinni í körfuknattleik og hefjast þeir allir kl. 20.00. í Seljaskóla leika ÍR og Grinda- vík, Valur og Keflavík mætast að Hlíðarenda, Tindastóll og Haukar leika á Sauðárkróki og Njarðvík og KR í Njarðvík. Leik Þórs og Njarðvíkinga sem vera átti á sunnudag var frestað, en reynt verður að setja leikinn á í vikunni. BL Handknattleikur - Island-Tékkóslóvakía: Allt of köflótt Guðmundur Hrafnkelsson mark- vörður var hetja íslenska landsliðið sem sigraði Tékka 21-18 í síðasta leik liðanna ■ þessari heimsókn á sunnudagskvöldið. Guðmundur kom 6 sinnum inná til þess að freista þess að verja vítaköst, 4 sinnum varði hann, einu sinni skutu Tékkar í þverslá og aðeins einu sinni tókst þeim að koma knettinum í markið framhjá Guðmundi. Leikurinn á sunnudagskvöld var jafn framan af allt þar til staðan var 4-4 að íslendingar tóku frumkvæðið. Guðmundur gaf tóninn með því að verja 3 vítaköst í hálfleiknum og góður leikkafli í lok hálfleiksins þar sem íslendingar gerðu 5 mörk í röð, gaf þeim 12-6 stöðu í leikhléinu. { síðari hálfleik náðu íslendingar tvívegis 7 marka forystu 14-7 og 17-10, en þá urðu kaflaskipti í leikn- um og Tékkar náðu að minnka muninn í 2 mörk 18-16. Þá gerði íslendingar 3 mörk í röð 21-16, en Tékkar skoruðu tvö síðustu mörkin og löguðu stöðuna í 21-18. Leikur íslenska liðsins var allt of köflóttur að þessu sinni, eins og reyndar oft áður. Liðið fékk á sig mörg mörk úr hraðaupphlaupum eftir að hafa misst boltann og eins áttu Tékkar greiða leið innúr vinstra horninu. Sem fyrr vantar stöðug- leika í liðið, nokkuð sem er áhyggju- efni fyrir Bogdan, en nú eru aðeins 7 vikur áður en heimsmeistara- keppnin í Tékkóslóvakíu hefst. Júlíus Jónasson hefur vaxið mjög sem leikmaður og stóð hann sig vel í leiknum ásamt Kristjáni Arasyni. Þætti Guðmundar í markinu er áður lýst. Einar Þorvarðarson varði einn- ig vel og er áðum að nálgast sitt gamla góða form. Dara og Sovadina voru atkvæða- mestur Tékka með 4 mörk hvor. Mörk íslenska liðsins: Júlíus Jón- asson 7/4, Kristján Arason 6/2, Al- freð Gíslason 3, Sigurður Gunnars- son 2, Bjarki Sigurðsson 2 og Geir Sveinsson 1. BL PÓSTFAX TÍMANS VINNINGAR FJÖLDI VINNINGSHAFA UPPHÆÐ Á HVERN VINNINGSHAFA 1. 5af 5 1 2.351.342 2.4SIO 1 408.866 3. 4af 5 85 8.297 4. 3af5 3.452 476 Heildarvinningsupphæð þessa viku: UPPLÝSINGAR: SÍMSVARI 681511 - LUKKULÍNA 991002

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.