Tíminn - 10.01.1990, Page 3

Tíminn - 10.01.1990, Page 3
, ^ MiöyjKudagur 10. janúar 1990 Tímlnn-' 3 Ofsaveöur gekk yfir Grindavík, Sandgeröi og Vestmannaeyjar: Tugmilljónatjón í náttúruhamförum Kvíabryggja er öll í bylgjum eftir fárviðrið í fyrrinótt. Tímamynd Pjctur. Ljóst er að tugmilljóna tjón hefur orðið í því fárviðri sem gekk yfir landið sunnan- vert síðasta sólarhring og er mesta mildi að enginn skyldi slasast. Tímanum er kunnugt um þrjá menn sem féllu í sjóinn, tveir í höfninni í Sandgerði og einn í Grinda- vík, en þeim var bjargað eða náðu Iandi af eigin rammleik. Sigöidu- og Hrauneyjafoss- virkjanir duttu út klukkan hálf ellefu í gærmorgun, vegna seltu og ísingar, en díselrafstöðvar voru keyrðar þar sem þær voru fyrir hendi. Raforka til Áburðarverk- smiðju ríkisins, ísal í Straumsvík og Járnblend- isverksmiðjunnar á Grundar- tanga, var af skornum skammti og voru verksmiðj- urnar að hluta til rafmagns- lausar eða með lágmarks rafmagn. Síðdegis í gær var viðgerðum lokið í virkjunum og var þá orku þeirra hleypt inn á veitukerfið. Tveim mönnum bjargað úr höfninni Á Suðurnesjum varð Sandgerði einna verst úti í fárviðrinu, en það var um miðnætti sem verulega fór að hvessa af suðvestri og fór varla að lygna fyrr en undir hádegi í gær. Stórtjón varð í bruna á staðnum, þegar kviknaði í járngrindarhúsi, þar sem tvær fisverkanir eru til húsa, auk þriggja beitingaskúra. Sjór gekk langt upp á land í Sandgerði og var þari og spýtnabrak á víð og dreif niður við höfnina. Undir morguninn fór rafmagnið af bænum í um 20 mínútur. Sigurður Bjarnason hafnarstjóri sagði í sam- tali við Tímann að ekki hafi orðið, svo hann vissi neinir skaðar á bátum sem voru í höfn, en tæplega lOtonna plastbátur sem var upp á landi fór af stað í veðurofsanum og skemmdist. „Við tókum á það ráð í gærdag að hringja til allra báteigenda í höfninni og aðvara þá. Þeir voru jafnframt beðnir um að vera um borð í bátun- um á meðan versta veðrið gekk yfir,“ sagði Sigurður. Hafnarmann- virki sluppu tiltölulega vel í briminu, en malbik og steypa á bryggjunni skemmdist eitthvað. Þó sagði Sig- urður að sér sýndist sem eitthvað hafi skolast úr brimvarnargarði sunnan við höfnina. Tveir skipverjar á Arney fóru í sjóinn í höfninni um nóttina þegar þeir voru að binda bátinn, en hann hafði losnað. Kom þá mikil skefla yfir bryggjuna og skellti þeim út- byrðis. Þeim var bjargað um borð í nærstadda báta, þá Guðfinn og Þor- stein. „Það var slembilukka að ekki fór verr,“ sagði Sigurður. Bryggjan eins og harmonikkubelgur í Grindavík gekk einnig mikið á í veðurofsanum í fyrrinótt og er ein bryggjan, Kvíabryggja líklega ónýt. Sverrir Auðbergsson vigtarmaður á hafnarvigtinni í Grindvík sagði í samtali við Tímann að um klukkan tvö hafi veðurofsinn verið búinn að ná hámarki og stóð svo fram undir morgun. „Kvíabryggja er að öllum líkindum ónýt. Hún hangir enn, en er slitin frá landveggnum að mestu leyti og öll gengin upp, nánast eins og harmonikkubelgur," sagði Sverrir. Skörð mynduðust í varnargarða á stöku stað. í gær var þegar hafist handa við að ýta upp að þeim, svo að eitthvert gagn mætti hafa af þeim. Þá urðu einnig nokkrar skemmdir á Eyjabakkanum. Sem kunnugt er brotnaði bryggja sem kallast Svíra- garður í Grindavíkurhöfn í haust. Starfsmenn Vita og hafnarmálaskrif- stofu komu til Grindavíkur í gær til að skoða og meta skemmdir á hafn- armannvirkjum. Sjór hreif með sér mann sem var á gangi á bryggjunni í Grindavík og lenti hann í höfninni. Maðurinn náði taki á drumbi og komst síðan upp á fleka, sem rak með hann að garði hinum megin. Hann komst af eigin rammleik á land og gekk áleiðis heim, eða þar til vart varð við ferðir hans. Sjór gekk nokkuð á land, einkan- lega austantil í höfninni. Þarvarnýtt timbur sem ætlað var til smíði nýrrar bryggju og var það dreift um svæðið eins og hráviði. Eitthvað mun hafa verið um að þakplötur losnuðu, en þó ekki mikið. Þak fór af fjárhúsi og hlið. Um 20 bátar voru í höfninni í gær, enginn þeirra skemmdist, en skemmdir urðu á bátum sem stóðu á landi. Menn voru á stjái í kring um bátana og um borð í þeim, til að vera viðbúnir ef þeir losnuðu frá. Þá var í gærdag unnið að því að ná upp rörum sem notuð eru til að dæla loðnu úr skipum, en þau fuku til og höfnuðu sum í sjónum, á flestum þeirra urðu skemmdir. Engar skemmdir í Höfnum „Það bjargaðist allt hér, þrátt fyrir ofsaveður eins og víðast hvar, en engar skemmdir urðu, sem betur fer,“ sagði Þórarinn St. Sigurðsson sveitarstjóri í Höfnum. Hann sagði að smávegis fok hefði verið á rusli, sem ekki væri orð á gerandi. Engir bátar voru í höfninni. Þakplötur fuku og rúður brotnuðu Um hádegisbil í gær var aðeins farið að lygna í Vestmannaeyjum, samkvæmt upplýsingum sem fengust hjá lögreglu. Fárviðrið hafði þá staðið allt frá því kvöldið áður, en var sýnu verst skömmu fyrir mið- nætti. Þakplötur og klæðningar voru á víð og dreif um bæinn og rúður brotnuðu. Þá skemmdust þrír bílar við það að lausar plötur og annað drasl fauk á þá, gámur tókst á loft og fauk á krana sem skemmdist. Hjálp- arsveitin var starfandi með lögregl- unni alla nóttina við að eltast við þakplötur. Þá var gífurlegt hafrót um kvöldið og nóttina og einnig í gærdag. Gengið var vel frá öllum bátum og héldu þeir flestir landi, meðan það mesta gekk yfir. Hrauneyjarfoss og Sigalda duttu út Tvær virkjanir Landsvirkjunar, Sigalda og Hrauneyjarfoss duttu út klukkan hálf ellefu í gærmorgun. Ástæðan var selta og ísing. Vinnu- flokkar á stöðunum unnu við það í gær að hreinsa tengivirkin að sögn Birgis Guðmannssonar álagsstjóra í stjórnstöð Landsvirkjunar. Raforka til stóriðju var skert vegna þessa, og díselaflstöðvar keyrðar. Raforka var skert til Álversins, Járnblendiverk- smiðjunnar og Áburðarverksmiðj- unnar. Síðdegis hafði tekist að koma virkjunum í gagnið aftur. Hjá Rafmagnsveitum ríkisins á Suðurlandi fengust þær upplýsingar að rafmagn hafi farið af í Álftaveri í V-Skaftafellsýslu, vegna seltu og voru vinnuflokkar sendir til að gera við. Þá urðu víða bilanir og straumlaust hér og þar bæði í Árnes- og Rangaárvallasýslum. -ABÓ Suðurland: Tvö hross drápust eftir hrakningar Tvö folöld frá bænum Berja- nesi austan viö Holtsós drápust eftir miklar hrakningar í fyrri- nótt. Björgunarsveitir náöu aö bjarga tíu hrossum við mjög erfiðar aðstæður. Vigfús Andrésson bóndi sagðist hafa grun um að þrjú hross til viðbótar hefðu drepist er flæddi að hrossahópnum en hann hafði ekki haft tök á að athuga það nánar í gær. Vigfús sagði að ailt benti til þess að ósinn hefði ekki stíflast heldur hefði svo ofboðslega mikill sjór runnið yfir fjöruna að allt svæðið allt upp að 4 metra línu yfir sjávarmáli fylltist. „Sjávargangurinn var það mikill að það er óhemja af dauðum karfa út um allar mýrar, 2-3 kílómetra frá landi,“ sagði Vigfús. Hrossin hröktust undan veðrinu og króuðust af við skurð. Mesta flóðið kom að þeim í morgunflóðinu og er Vigfús leit eftir þeim við birtingu náði sjórinn vel upp á síður á hrossunum. Vigfús náði í sveit Slysavarnafélagsins og Flugbjörgun- arsveitarinnar í nágrenninu. Sóttur var gúmmíbátur til Víkur og náðu menn að reka hrossin af stað. Þurftu þau að fara um kílómetra leið í vatni, komust tíu í hús en aflífa þurfti tvö folöld. Vigfús bað Tímann um að koma á framfæri þakklæti til þeirra sem stóðu að björguninni. Á Stóru-Borg eru tún þakin þykku sandlagi en sjórinn fór nálægt fjósinu sem er 250 metra frá fjörunni. Sig- urður Björgvinsson bóndi sagðist telja að um einn og hálfur hektari ræktaðs lands væri þakinn 5 sentí- metra þykku sandlagi. í óveðrinu fauk þak af gamalli hlöðu og sagði Sigurður að um 150 hestar af heyi lægju þar undir skemmdum en hann vonaðist til þess að geta bjargað einhverju þegar veður leyfði. Sigurður hefur búið á Stóru-Borg alla sína ævi. Aðspurður sagði hann að fellibylurinn Flóra hefði valdið svipuðum sjávargangi fyrir um tíu árum en öðru eins roki myndi hann ekki eftir. SSH

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.