Tíminn - 10.01.1990, Síða 7

Tíminn - 10.01.1990, Síða 7
Miðvikudagur 10. janúar 1990 Tíminn 7 VETTVANGUR Sigurður Lárusson: Menntamálaráðherra íslands á villigötum Mörg undanfarin ár hafa handknattleiksstrákarnir okkar verið íslensku þjóðinni til mikils sóma og að flestra dómi mestu afreksmenn í íþróttum á íslandi allmörg síðustu árin. Það hefur lengi verið mikið áhugamál allra handknattleiks- unnenda hér á landi að fá að halda heimsmeistaramót í handknattleik á íslandi. 1987 tókst loks að ná því langþráða takmarki þegar alþjóða handknattleikssambandið sam- þykkti að slík keppni yrði haldin hér árið 1995. Þetta sýndi að íslenskur handknattleikur nýtur mikillar virðingar í heiminum. Páverandi ríkisstjórn samþykkti að byggja nægilega stóra höll eins og krafist var til þess að forsvaran- legt teldist að hægt væri að halda þessa keppni hér á landi 1995. Tími til þess virtist nægur, 7 til 8 ár. Teikningar munu hafa verið gerðar að fyrirhugaðri byggingu. En það er nú þannig að margir arkitektar og byggingafræðingar hér á landi virðast hafa meiri tilhneigingu til að reisa sjálfum sér minnisvarða við hönnun mann- virkja, einkum á vegum opinberra aðila, heldur en gæta ýtrustu hag- sýni. Þeir virðast gleyma því að við erum smáþjóð og verðum að haga okkur samkvæmt því. Þessir menn hafa flestir eða allir stundað nám sitt við erlenda háskóla í fjölmenn- um löndum og ég held að þessi árátta þeirra sé vegna þess um- hverfis sem þeir hafa stundað nám sitt í. Mig minnir að það kæmi fram í fréttum snemma á þessu ári að umrædd íþróttahöll mundi kosta um 600 milljónir. Nú á síðasta hausti lýsir menntamálaráðherra því svo yfir að ríkið hafi engin efni á að byggja umrætt hús, enda mundi það kosta allt að einum milljarði. Þess má geta að ekki er mjög langt síðan að fram kom í fréttum að Hafnfirðingar séu að byggja veglega íþróttahöll sem muni kosta um 200 milljónir og ef leitað hefði verið til þeirra á meðan þeir voru að undirbúa þá fram- kvæmd hefðu þeir vel getað haft sína höll nægilega stóra fyrir heims- meistarakeppnina og þá hefði sú hölj ekki þurft að kosta nema um 300 milljónir, ríkið hefði þá trúlega þurft að leggja fram 100 til 150 milljón krónur á fjórum eða fimm árum. Þetta dæmi styður það sem áður er sagt í þessari grein að það skiptir öllu máli hverjir hanna slíkar stór- byggingar. Það vekur líka furðu mína að fyrrverandi ráðherra, Matthías Á. Mathiesen, sem ákvað ásamt fleirum í þáverandi ríkis- stjórn að byggja handknattleiks- höll, skyldi ekki benda Hafnfirð- ingum og stjórnvöldum á þennan möguleika. Mér finnst þetta vera núverandi menntamálaráðherra til háborinnar skammar og Matthíasi Á. líka. Ég trúi ekki öðru en að þeir hafi báðir vitað um þessa byggingu í Hafnarfirði í tæka tíð. Handknattleikssamband íslands var búið með frábærum dugnaði að ná þessum stóra áfanga. Þá er ég sannfærður um að það yrði íslensku æskufólki, sem hefur lagt á sig feikilega mikla vinnu og erfiði til að ná þeim árangri sem raun ber vitni um, þungt áfall. Það mundi einnig valda þeim mikla fjölda handknattleiksunnenda sár- um vonbrigðum. Ég hygg að ekki sé ofmælt að handknattleiksíþróttin sé lang- vinsælasta íþrótt sem iðkuð er hér á landi, án þess að ég vilji á nokkurn hátt draga úr gildi annarra íþrótta sem iðkaðar eru hérlendis. Ef af því verður að þessi glæsilega íþróttahátíð verður hér á landi 1995, eins og gert hefur verið ráð fyrir, þá er ég ekki í nokkrum vafa um að hún mun hafa gífurlega aukinn áhuga barna og unglinga fyrir auknu íþróttalífi hér á landi í för með sér og bjarga mörgu ung- menninu frá því að lenda í drykkju- svalli eða öðrum eiturlyfjum. Ég tel að stjórnvöld landsins verði að leggja allt í sölurnar til að forða æskulýðnum frá slíkri ógæfu. Nú- verandi menntamálaráðherra hefur, að mér finnst, verið frekast- ur allra ráðherranna í fjáraustur í mennta- og listasnobb. Gæti ég nefnt ýmis dæmi þar um en skal aðeins nefna eitt. Haft var eftir honum í fréttum í ríkisútvarpinu að rnikil nauðsyn væri að byggja tónlistarhöll sem allra l'yrst, en til þess þyrfti eitt til tvö hundruð milljónir. Ég hygg að slík bygging þjónaði tiltölulega fámennum hópi og gæti frekar beðið. Ég skora eindregið á forsætisráð- herra og rjkisstjórnina alla að leita allra leiða til þess að sú skömm hendi ekki að aflýsa þurfi þessari þýðingarmiklu íþróttahátíð hér á landi, sem ég hef rætt hér um. Ég trúi ekki öðru en ef skynsamlega verður að þessu staðið en nýta mætti þessa byggingu til annars en handknattleiks eins og Laugardals- höllina. Þá trúi ég því ekki fyrr en á reynir að Reykjavíkurborg mundi ekki leggja verulega fjárhæð í slíka byggingu. Enda hlyti hún að hafa vissan hagnað af heimsmeist- aramótinu og annarri starfsemi sem þar færi fram. Úr því að Hafnarfjarðarbær getur byggt handknattleikshöll fyrir 200 millj- ónir finnst mér grátlegt ef ríkið og Reykjavíkurborg telja sig ekki geta byggt hús sem væri þrisvar til fjórum sinnum dýrara. Að lokum óska ég ríkisstjórninni gleðilegs árs í þeirri von að hún taki á þessu máli með fullum sóma, landi og þjóð til heilla. Sigurður Lárusson. VEIÐIMÁL lllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll Svar til Landssambands veiðifélaga: Um rangt eða rétt verð á laxi í stangveiðiám í Tímanum frá 28. desember sl. birtist tveggja dálka grein frá Landssambandi veiðifélaga (LV) þar sem þeir fara villandi með tölur og reyna meira að segja að sigla undir fölsku flaggi til að gera útreikninginn trúverðugri. LV reynir bókstaflega að koma því inn hjá grunlausum lesendum Tímans að LV sé eitthvert þjónustufélag við stangveiðimenn! Við skulum hafa það á hreinu að LV er samtök þeirra sem selja okkur stangveiðimönnum veiðileyfin. Það er miklu trúlegra að þar sé rætt um hvað eigi að hækka veiðileyfin milli ára eða hvað þessi eða hin áin eigi að kosta í útleigu heldur en að menn séu að skeggræða þar sín á milli hve laxveiðileyfin séu orðin dýr. Nei, látum ekki rugla okkur í ríminu, samtök okkar stangveiðimanna er Landssamband stangaveiðifélaga en ekki Landssamband veiðifélaga. Fá stangaveiðifélög þora að stinga niður penna í eigin nafni til að mótmæla verðlagningu veiðileyfa, þau gætu hugsanlega styggt þann sem leigði viðkomandi félagi eitt- hvert veiðisvæði svo mikið að stangaveiðifélagið fengi ekki aftur veiðisvæðið til að leigja sínum fél- agsmönnum. Já, við veiðimenn stíg- um skóna hver af öðrum á fleiri en einn máta. Ég hef áður sagt að það væri okkur sjálfum að kenna, lax- veiðimönnum, hve veiðileyfin eru dýr, því verð þeirra fer eftir eftir- spurn okkar veiðimanna. Það fer því eftir samstöðu okkar og gæfu okkar til að starfa betur saman en við höfum gert hvort verð veiðileyfa lækkar eða ekki. Sama hvað LV segir. Tölurnar sem birtust í Sportveiði- blaðinu eru teknar upp úr áður birtum ómótmæltum gögnum. Fjöldi stangardaga er tekinn upp úr tímarit- inu Á veiðum 1. tbl. 1. árg. 1984. Tilhneiging hefur síðan frekar verið í þá átt að fjölga stöngum á vatna- svæðunum heldur en fækka þeim, með fáeinum heiðarlegum undan- tekningum. Tölur um fjölda laxa birtast á hverju ári í dagblöðunum og einnig upplýsingar um hæsta verð veiðileyfa á hverjum stað. Útreikn- inginn getur svo hver og einn gert, jafnvel LV, ef það vill. LV talar um að rétt sé að nota meðaltöl fleiri ára til útreiknings, en ekki bara síðasta ár. Það er rétt athugað hjá þeim, ef reikna á eitt- hvert væntanlegt meðaltal, en í grein minni í Sportveiðiblaðinu kom skýrt fram að ég var eingöngu að reikna út árið 1989 og einnig kom skýrt fram að ég notaði hæsta verð á hverju veiðisvæði sem viðmiðun, því ég væri að bera saman veiðisvæð- in og samanburðurinn kæmi ekki rétt út nema sömu forsendur væru notaðar fyrir öll veiðisvæðin. í Sportveiðiblaðinu kom fram meðaltalsveiði á hverja dagsstöng frá 1974 og er mönnum í lófa lagið að sjá út frá þeim meðaltölum og verði veiðileyfa hvers vænta má. Stangaveiðimenn munu fá út allt aðrar tölur en 9300 krónur. Það þarf ekki að skoða nema eina staðreynd til að sjá að útreikningur LV gengur ekki. Vegin meðalveiði á hverja dagsstöng er 1,25 til 1,4 laxar á stöng á dag að meðaltali síðastliðin 10 og 16 ár. Ef tölur LV um 9300 kr. fyrir laxinn á bakkann væru réttar þá hefðum við stangaveiðimenn getað komist af með að borga 11600-13000 kr. að meðaltali fyrir hverja dags- stöng í laxveiði. Það sjá allir lax- veiðimenn að slíkt er langt frá raun- veruleikanum, því miður. Þarna er ég búinn að taka Leirvogsá út úr meðaltölunum því ég bíð eftir því að fá sendar tölur um stangarfjölda síðan 1984 úr þeirri á, eins og undirritaður og formaður veiðifélags Leirvogsár urðu sammála um í ágætu símtali rétt fyrir jólin, og mun ég væntanlega birta þær upplýsingar í næsta hefti Sportveiðiblaðsins. Stangaveiðifélögin hafa barist af alefli fyrir því að lækka veiðileyfin, en fáum hefur tekist það. Stærsta félaginu, Stangaveiðifélagi Reykja- víkur, tókst það og eiga þeir hrós skilið fyrir frammistöðuna og er von að framhald verði á. Skoðum að gamni okkar Norðurá, þá á sem mest munar um lækkun á, því verð hennar stendur í stað eða lækkar frá fyrra ári. Hvað skyldi mega búast við að hver lax kosti á bakka Norður- ár sumarið 1990 miðað við meðal- veiði síðustu 10 ára? Svarið er tæpar 14.500 krónur og er það þokkalega viðunandi fyrir veiðifélagið eða ca. 1300% hærra verð fyrir hvern lax en þeir fengju fyrir hann ef þeir veiddu hann sjálfir og lítið fyrir því haft. Ef Stangaveiðifélag Reykjavíkur hefði ckki tekið á sjálft sig þá 9% hækkun sem veiðileyfissalar hækkuðu verðið á milli ára, þá hefði hver lax kostað 15.800 og ef hækkunin hefði orðið jafnmikil og í Elliðaánum (25%) þá hefði hver lax kostað á nítjánda þúsund króna. Að síðustu þetta. Við getum sjálf- sagt reiknað fram og til baka úr frá hinum ýmsu forsendum sem við gefum okkur, en ég vil stinga upp á því að LV beiti sér af alcfli fyrir því að tölur um fjölda laxa á stangardag verði birtar fyrir hvert veiðisvæði fyrir sig, en ekki einhver heildartala laxa sem segir okkur stangveiði- mönnum ekkert um veiðivonina. Síðan geta menn spáð í verð á laxi út frá því hver fyri'r sig. LV er í lófa lagið að hjálpa Veiðimálastofnun um þessi gögn ef viljinn er fyrir hendi. Veiðimálastofnunin gæti síðan, sem hlutlaus aðili, athugað þessi gögn, jafnframt fengju þeir betri vitneskju um veiðisókn. Þá væri hægt að birta tölur um fjölda laxa á hverja dagsstöng á hverju veiðisvæði fyrir sig. Það er heila málið. Með veiðikveðju, Geir Thorsteinsson

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.